Alþýðublaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 8
500 króna verðlaun
Hvernig ffer
í Lissabon?
Þar sem verðlaunasumkeppnin um úrslit í leiknum Valur -
Benfica íókst svo vel og raun bar vitni, efnum við til
annarrar samkeppni og nú er spurningin: HVERNIG FER
í LISSABON?
Benfica skorar
mörk
mörk
Valur skorar
Heimilisfang
Leikurinn fer fram 2. október og er skilafrestur til kl. 7
þann dag. Merkið umslagið LISSABON og sendið það Al-
þýðublaðinu, pósthólf 320.
Verðlaunin er aftux^ 500 krónur fyrir rétt svar.
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ 27- september 1968
í leikritinu „Maður og
kona“, sem Leikfélag
Reykjavíkur er að hefja
sýningar á um þessar
mundir, koma fram
nokkrir ungir leikarar.
Við snerum okkur til
Guðmundar Pálssonar,
framkvæmdastjóra L.R.
til <<ð afla okkur Upp-
lýsinga um þessa leikara.
Guðmundur Magnússon, sem
leikur Finn, vinnumann að Stað,
er 21 árs og útskrifaðist úr liei'k-
skóla L.F. s.l. vor. Nú vinnur
hann. Ihjá ríkisútvtarpSnu, við
leiklistadeildin a.
Björg Davíðsdóttir, sem leik.
ur Ástríði, vininukonu í Hlíð.
er 27 ára og útskrifaðisí úr
leikskóla L.R. fyrir nokkrum
mun útvarp/sjónvarp ekki
treysta sér til að senda frétta-
menn j til að fylgjast með leik
Vals <jg Benfica í Lissabon. Vit-
að eivum að Baldvin Jónsson á
Morgúnblaðinu fer með liðinu
og skrifar fyrir blaðið.
Um 30 manns fara héðan
til Lissabon — 15 leikmenn.
þjálfari, 5 fararstjórar ejgin-
konur og fleiri. Flogrið verð-
ur með Loftleiðum fil Lúx-
emborgar, frá Lúxemborg til
Parísar og þaðan tjl Lissa-
bon. Flogið verður út á
mánudag, keppt líklega um
7 leytið á miðvikudag í flóð-
ljósum. Heim kemur hópur-
inn með viðkomu í London.
Hér voru staddir þrír blaða-
menn frá Portúgal, en Iþrátt fyr-
ir eftirgrennslan Opnunnar virð
ist sem enginn hafa fengið send
ar úrklippur úr portúgölskum
blöðum um leikinn.
★
Þá hiifum við frétt að landi
vor, sem varð að hverfa héð-
an vegna skulda, hafi í sum-
ar boðið íslenzkum ferða-
löngum á Mallorka með sér
i skemmtisiglingu um Mið-
jarðarhafið. Eigandi snekkj-
unnar er rík ekkja sem hef-
ur tekið ástfóstri við hinn
norræna víking.
★
Annar maður á bezta aldri
gerðist nýlega iþreyttur á við-
skiptalífinu hér og hélt til S-
Afríku. Sá mun einkum hafa
viljað losa sig frá erlendum
víxlaskuldum.
★
Erlendur myntsafnari óskar
eftir að komast í samband við
íslenzkan myntsafnjara og er
nafn hans og heimilisfang:
Miguel Rovira
Riksrádsvagen 55,
121 60 Johanneshov Sverige.
Hann skilur sænsku, dönsku,
ensku frönisku, þýzku og
spönsku.
r / / Æm s mk* * mm / jv x jtmr s ^ y
og til hjá Leikfélaginu. Daníel
er rafvirki og ljósamaður í
Iðnó.
Björg Davíðsdóttir
Daníel Williamsson
árum, Guðmundur mundi ekki,
hvenær. Hún ihefur áður leikið
stórt hlutverk, það var í „Ævin-
týri á gönguför". |þar sem hún
lék Láru. Björg vinnur hjá um-
'boði I.B.iM.
Þórunn Sigurðardóttir, sem
leikur Siggu, vinnukonu í Hlíð,
útskrifaðist frá leikskólanum í
fyrravor og lék síðastliðinn vet-
ur hjá Litla leikfélaginu. Hún
á að leika stórt hlutverk í vet-
<ur í „Ivon prinsessa", þar sem
hún leikur prinsessuna sjálfa.
Þórunn er 24 ára qg vinnur
sem blaðamaður hjá Vísi.
Daniel Williamsson er 32 ára
og leikur smalann í Hlíð. Hann
útskrifaðist úir leikskóla L.R.
’67. en hefur lengi leikið af
Þórunn Sigurðardóttir
Guðmundur Magnússon
OPNAN
UM
FÓLK
OG FLEIRA
úr sðmlum
Alþýéublöéum
Gísli frá Eiríksstöðum
10. desember 1933 er eftirfar-
andi grein í Alþýðublaðinu:
Hið góðkunna alþýðuskáld og
fyrirlesari, Gísli Ólafsson frá Ei-
ríksstöðum hefur dvalið nokkra
hrið hér í bænum. Gísli er löngu
erSinn landskunnur fyrir ljóð
sín, kvæði og stökur. Snjallastur
er hann á stökunum. í ljóðum
sínum er Gísll tónamjúkur, orð-
heppinn, fyndinn og smekkvís.
Er sem honum leiki jþá mál í
munni. Er fjöldi vísna hans með
ósviknu 'listbragði. Væri það
skaði, ef eyða væri fyrir ljóðum
hans í íslenzkum bókmenntifm og
er það meira en sagt verður um
marga aðra.
Gísli hefur nokkrum sinnum
heimsótt Reykvíkinga og látið til
sín heyra við góða aðsókn.
Ætlar Gísli nú enn einu sinni
fyrir tilmæli kunningja síns að
gefa Reykvíkingum kost á að
hlýða á sig í Varðarhúsinu í
kvöld. Vonandi láta ekki bæjar-
húar sitt eftir liggja með að fjöl
menna og hlusta á höfund vís-
unnar:
Lífið fátt mér ljær í hag
lúinn, þrátt ég glími.
Koma máttu um miðjan dag
mikli háttatími.
Og fleiri úrvals Vísur. Og þótt
þessí vísa sé kveðin nokkuð ang-
urværum tón, þarf ekki að kvíða
því, að Gísll hafi ekki eitthvað
gamansamt og fyndið á táktein-
um. Enda þótt' hann sé kominn
áf smábandsárunum og lífið hafi
ekki ávallt tekið á honum með
silkiglófunum, er hann hinn
mesti æringí og hrókur alls fagn-
aðar, þegar hann vill svo við
hafa. Reykvíkingar, ef þið viljið
komast í gott skap eina kvöld-
Stund, þá komið og hlustið á'
ÍGísla frá Eiríksstöðum.
V . "*• »..
Jóhann Sveinsson
frá Flögu.
Hvað tákna örvarnar þrjár í
merki jafnaðarmanna? — Um
það segir Alþýðublaðið 14. des-
ember 1933 :
Alþýðuflokkurínn hefur tekið
upp sem flokksmerki sitt „örv-
arnar þrjár”, sem er alþjóða-
merki jafnaðarmanna. Merkið
var í fyrstu borið af baráttufé-
lagsskap jafnaðarmanna í
Þýzkalandi. Hugmyndina átti
frægur vísindamaður, Rússinn
Tjakotin prófessor, sem út frá1
vísindarannsóknum sínum sýndi
fram á áhrif tákna og merkja á
taugakerfi manna. Örvarnar
þrjár, sem nísta í sundur haka-
kross nazismans, eru nú bar-
áttumerki hinna byltingarsinn-
uðu þýzku jafnaðarmanna, en
hefur verið tekið upp af Alþjóða-
sambandi verkamanna og jafnað-
armanna og víða um lönd, ekki
sízt af yngri jafnaðarmönnum.
Eru þær tákn sósíalismans: starf-
semi, skipulag og samheldni,
gegn íhaldi og fasisma í hvaða
mynd sem er.”
VEUUM ÍSLENZKT-/M\
ÍSLENZKAN IÐNAÐ