Alþýðublaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 17- október 1968 — 49. árg. 211. tbl Á myndimú eru, talið frá vinstri: Sigurður Árnason, skipherra, Sigurjón Hannesson, I. stýri- maður og Pálmi Hlöðversson, II. stýrimaður. Fyrstu útlend- ingarnir sem fá þvílíkan heiður Skipherra og stýrimenn varðskipsins Óðins veittu í gær viðtöku heiðursorðum fyrir fræki-. lega framgöngu við björgiun skipsmlanna af brezka togaranum Notts County, en orðurnar eru með æðstu heiðursmerkjum sem brezka krúnan veitir fyrir björgunarafrek. Athöfnin fór fram um borð í varðskipinu Óðni sem lá í Reykjavíkurböfn, að viðstöddum tveimur ís- lenzkum ráðherrum, eiginkonum þremenning- anna og fréttamönnum. Sendiherra Breta á ís- landi afhenti skipsmönnum orðurnar fyrir hönd brezku krúnunnar. Skipherra Óðins, Sigurður Árnason, hlaut orðuna „THE INSIGNIA OF AN OFFICEH OF THE BRITISH EMPIRE” og er ekki vitað að útlendingur hafi hlotið þessa orðu áður, en hún er æðsta viðurkenning sem brezka krúnan veitir fyrir björgunarafrek. 1. stýrimaður, Sigurjón Hannesson og II. stýrimaður, Pálmi Hlöðversson, hlutu hvor um sig orðuna „THE SEA GALLANTRY MEDAL OF GOLD,” og eru þeir fyrstu út- lendingar sem vitað er til að brezka krúnan hafi veitt þess- ar orður í gulli, en nokkrir hafa fengið hana áður í bronsi. Þá afhenti sendiherra Breta Pétri Sigurðssyni, forstjóra Landhelgisgæzlunnar, áletraðan silfurskjöld frá brezka sigl- ingamálaráðuneytinu, með þeim óskum, að hann „verði hafður um borð í Óðni, þar sem allir geti séð hann, eins lengi og Óðinn siglir um höf- in." í ræðu sinni fór- sendiherr- ann nokkrum viðurkenningar- orðum um framgiíngu skips- manna Óðins, varðándi björg- un skipsmanna Notts County, en eins og fles|.ir muna, strandaði togarinn a Sandeyri undir Snæfjallaströnd í norð- anverðu ísafjarðardjúpi í miklu Ofviðri 1 byrjun febrúar s.l. Varðskipið Óðinn kom á strand- stað togarans og hélt sjó þar fyrir utan, en skipherra Óð- ins ráðlagði skipverjum á Notts County að halda kyrru fyrir um borð í togaranum, unz veður lægði, og hægt yrði að koma báti á milli varð- skipsins og togarans. Þessi ráð- legging varð skipshöfn togar- ans til lífs, að undanskildum einum manni, er lézt af vos- búð, því landanga úr togaran- um var vonlaus vegna veður- ofsans. Er veður lægði, ferj- uðu skipsmenn Óðins skipverja logarans um borð í varðskipið og flutti þá heila á húfi til ísafjarðar. í fyrrinótt kom upp mikill eldur í hlöðu. sem er sambyggð fjárhúsum að Laxamýri í Suður-Þing- eyjarsýslu. Allar líkur benda til, að þar hafi kvikn- að í af mannavöldum. Skömmu eftir að eldurinn kom upp að Laxamýri var ölvaður maður, sem velt hafði bifreið sinni skammt innan við Húsavík, handtekinn. Er maður þessi grunaður um að hafa kveikt í hlöðunni að Laxamýri, en við yfirheyrslur í alla fyrrinótt vildi maðurinn ekki játa á sig glæp- inn. Nokkur grunur féll á þennan mann í fyrra, þegar hvað eftir annað var bveikt í húsum á Húsa- vík. Hinn seki fannst þá ekki. Talið er, að um 200 hestar af heyi hafi eyðilagzt í brunanum. Heyið var ekki vátryggt, en hlaðan og fjárhúsin voru það. Hinn handtekni maður, sem grunaður er um að hafa kveikt í hlöðunni að Laxamýri í fyrri- nótt, var strax fluttur til yfir- heyrslu og stóð hún fram á morg un, en ekki játaði maðurinn að hafa valdið íkveikjunni. í gær- morgun var yfirheyrslum frest- að fram yfir hádegi. Maður þessi hefur áður verið grunaður um íkveikjur á Húsavik, en þær hafa ekki sannazt á hann. Um svipað leyti í fyrra var kveikt í á nokkrum stöðúm á Húsavík, m. a. í Bifreiðastöð Húsavíkur og tvívegis í gömlum geymslu- húsum Kaupfélags Þingeyinga. Sá eða þeir, sem valdir voru að þessum íkveikjum fundust ekki, en grunur féll þó á þenn- an mann, sem nú situr í gæzlu- varðhaldi og grunaður er um íkveikju í hlöðunni að Laxamýri. í fyrra, þegar íkveikjur höfðu orðið hvað eft'ir annað á Húsa- vík, greip um sig megn hræðsla meðal fólks þar. Þykir alveg sýnt, að um í- kveikju hafi verið að ræða í hlöð unni að Laxamýri í fyrrinéttt þar sem eldurinn hefur augljós-. lega komið upp efst í heyinu í sunnanverðri lilöðunni, og ef til vill á tveimur stöðum. Rafmagn. var ekki í hlöðunni og elnsýnt Framhald á 2. síðu. BLAÐIÐ HEFUR hterað Blaðið hefur hlerað að fyrir dyrum standi m;kil ráðstefna á vegum Sjómannasambands íslands, þar sem fjallað verði um nýtingu fiskveiðaland- helginnar. Hefur öllum þeim aðilum, sem fást við sjávar útveg í einhverri mynd, ver ið boðið að sitja þessa ráð- stefnu. Nóbelsverðlaun í læknisfræði STOKKHÓLMI 16. 10.: Karolinska stofnunin í Stokkhólmi ákvað í dag að Nóbelsverðlaun ársins 1968 í læknisfræði skuli veitt þremur bandarískum visindamönnum, W./ Núrenberg, H. Gobind Khorana og Robert Holley, fyrir framlag þeirra til rannsókna á sviði erfðafræði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.