Alþýðublaðið - 17.10.1968, Page 8

Alþýðublaðið - 17.10.1968, Page 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17- október 1968 Sjgurður býður upp málverk eftir Kára Eiríksson. Á LISTMUNA- UPPBOÐI Listmunauppboð Sig- urðar Benediktssonar eru vissulega ánægjuleg til- breyting í heldur ólist- rænum hversdagsleika borgarinnar. Á uppboð- unum er ætíð viss spenna og margir hafa gaman af að fylgjast með afdrifum listaverkanna, sem boðin eru upp — hvað mikið verði boðið í og hvort ein hverjir berjist hatram- lega um að hljóta hnoss ið. Fyrsta uppboð vetrarins er ný afsíaðið. Það er eftirminnilegt vegna sölu myndarinnar Dögun eftir Einar Jónsson, en hún var slegin Ernj Johnson, forstjóra F-lugfélags ís^ :indsi, fyrir 110 þúsund krónur. Ekki er víst að myndin sé prívateign Arnar, a. m.k. vildi hann ekkert um það segja, en það á líka að vera viss mystík yfir slíkum kaup ium. Fróðir menn segja, að það kosti einar 60—70 þúsund krón ur að steypa slíka mynd, svo að 110 þúsund krónur eru ekki 'hátt verð miðað við þann kostn að. Sessuautur minn hafði spáð að myndin færi ekki undir 110 — 120 þúsund og reyndist hann sannspár. Myndin hefur verið í •eigu einihvers hér í borginni, en ekki er hægt að fullyrða hvort þetta er eina eintakið Hér eru þrír menn, sem oft eru viðstaddir uppboð, talið frá vinstri: Kiddi í Kiddabúð, Sigurður land læknir og Silli stórkaupmaður. Karl Strand, læknir, og frú fóru af uppboðinu með mynd eftir Brynjólf Þórðarson. steypt í málm. Boðin byrjuðu í 55 þúsundum og ihækkuðu með talsverðum hraða um 5 þúsund í hvert skipti. Bruun, fyrrum kaupmaður, fylg ist með af athygli. Af 54 myndum fóru 10 á 2 þúsund krónur eða minna. Ein staka myndir voru svo lélegar, að sár skapraun var að sjá þær boðnar upp, og er vissulega mál til komið að halda aðgreindum á uppboðum frístundamálurum og þeim, sem taka 'þessa iðju dá- lítið hátíðlega. Meðal viðstaddra kom fram gagnrýni á Iþað fyrirkomulag að geta ekkert um aldur mynda, iitan einstaka tilfella. í lok uppboðsins sagði Sigurð ur að listaverkin hefðu verið seld ódýrt, og er hægt að taka undir þau orð hvað snertir all- margar myndir. Langstærsta myndin á sýning <unni var Heklumynd eftir Magn ús Á. Árnason, en hún var yfir tveir metrar á langveginn. Þessi mynd fór á 10 þúsund krónur og getur það ekki talizt hátt verð. Eyjólfur Eyfells var höf undur þriggja mynda og virðist 'hann vera iað hækka í vei'ði — myndirnar fóru á 15, 8 og 16 'þúsund og var áberandi að eldri konur hofðu mestari á- 'huga á þessum myndum. Ragn ar Páll Einarsson, ungur mað ur ættaður frá Siglufirði, má vera ánægður með að Þing- vallamynd -eftir íhann skyldi selj ast á 10 þúsund krónur, en hann er éfnilegur landslagsmál- ari, sem vakti eftirlekt Jónas- ar frá Hriflu fyrir nokkrum ár um. Páll málar í anda Ásgríms og Péturs Friðriks. ♦ Athygli vöktu þrjár nýjar myndir eftir Kára Eirksson, en hann er nýkominn frá Mexíkó cg myndirnar því undir suð- rænum áhrifum. Boðið var nokk uð dræmt í þessar myndir en þær ,fóru samt á viðunanlegu 1 verði: 5000, 6000 og 4.500 krón- ur. Góð Hafnai'fjarðarmynd eftir Jón Þorleifsson fór á 16 þús und krónur og mega það telj ast góð 'kaup. Brynjólfur Þórðarson var góður listmáiari og fór vatns- litamynd eftir hann á 12 þúsund krónur. Tvær myndir eftir Kristínu Jónsdóttur fóru á 20 og 21 þúsund krónur. Torfi Hjartarson tollstjóri hef- ur mikinn áhuga. Bak við hann er Hilmar Fenger hjá Nathan og Olsen.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.