Alþýðublaðið - 12.11.1968, Síða 15

Alþýðublaðið - 12.11.1968, Síða 15
12. nóvember 1968 ALÞÝÐÚBLÁÐIÐ 15 Ég er fljótur að bregðast við, en ég bjó við það óhagræði, að iþurfa að fá öll skilaboð og fyrir- skipanir frá strengbrúðustjóranum, sem sat á baki mér. Ég veit ekki, hvaða munur er á þessu, en ég veit það að byssuhlaupi var stungið í mag- ann á mér um leið og ég greip um byssuna mína. — Rólegur. Hann ýtti einhverju inn í hliðina á mér með hinni hendinni. Ég fann nálarstungu og svo hinn Ijúfa unað svefnsins. Ég reyndi einu sinni enn að ná byssunni minni og hné svo fram yfir mig. Ég heyrði mannamál, þótt óskýrt væri. Það fór einhver har.kalega með mig og annar sagði: — Varið ykkur á apanum. Og svo var það enn einn, sem svaraði: — Allt í Aagi með hann, við skál’- um á afltaugarnar og þá svaraði fyrsta röddin: —. Hann hefur enn allar tennurnar. Já, hugsaði ég með mér, og ég skal bíta, ef þið komið of nálægt mér. Þessi athugasemd um áskdrnu afltaugarnar virtist vera sönn, því að ég gat hvorki hrært legg né lið, samt fannst mér verst að vera kallaður api. Mér fannst svívirði- legt að kalla mann öllum illum nöfnum, þegar hann getur hvorki hrært legg né lið og ekkert gert sér til bjargar. Ég grét smástund og sofnaði svo. — Líður þér betur, sonur sæll? Karlinn sat við rúníst'okkinn minn og virti mig fyrir sér. Hann var í engri skyrtu og loðinn á bringunni. — Jamm, sagði ég, — svona sæmilega, held ég. Ég reyndi að setjast upp og fann, að ég gat það ekki. Karlinn gekk að rúmhliðinni. — Það er víst óhætt að taka ólarnar af þér, sagði hann og hand- lék spennurnar. — Ég vildi ekki að þú meiddir þig. Svona, nú geturðu setzt upp. Ég settist upp og teygði úr mér. — Jæja, sagði Karlinn. — Hvað manstu mikið? Ég vil fá skýrslu. — Man ég? — Þeir tóku þig. Manstu eftir að sníkjudýr- ið tók þig? Ég varð skelfingu lostinn og greip um náttborð ið. — Þeir vita, hvar við erum, vainaði ég. — Ég sagði þeimþað! — Nei, svaraði hann rólega, — þetta eru ekki sömu skrifstofurnar og þú kannaðist við. Ég flutti. Þeir vita ekkert um þennan stað, það ég bezt veit. Svo þú manst þá eitthvað? — Auðvitað man ég það. Ég fór út héðan.. ég á við út úr gömlu aðalbækistöðvunum og upp ... Ég hugsaði málið. Skyndilega minntist ég þess, hvernig hafði verið að halda á lifandi sníkjudýri í hendinni og mér varð óglatt. Ég ældi. Karlinn þerraði á mér varirnar og sagði blíðlega: — Haltu áfram að segja frá. Ég kingdi og svaraði: — Þeir eru alls staðar. Þeir eiga borgina. — Ég veit það. Sama máli gegnir um Des Moines. Og. Minneapolis. St. Paul, New Orle- ans og Kansas City. Kannski fleiri börgir — ekki get ég verið alls staðár. Hann yggldi sig og bætti svo við: — Þetta minnir á koddaslag. Og við erum að tapa. Við getum ekki einu sinni gert neitt við borgirnar, sem við þekkjum og viturii4 að eru á valdi sníkjudýranna. — Hjálpi mér hamingjan! Hvers vegna ekki? - Þú ættir að vita það. „Eldri og reyndari menn” hafa ekki látið sannfærast enn. Vegna þess að allt gengur sinn vanagang eftir að þeir yfirtaka borgina. Ég starði á hann. —• Það skiptir engu máli núna, sagði hann mjúkmæltur. — Þú ert fyrsti sigurinn okkar. Þú ert sá' eini, sem við höfum tekið lifandi — og nú kemst ég að því, að Þú manst hvað gerðist. Það er mikilvægt. Og sníkju- dýrið, sem á þér var er fyrsta sníkjudýrið, sem við höfum tekið lifandi. Og haldið lifandi, Við getum ... Ég held, að andlitið á mér hafi verið skelfi- leg gríma. Sú tilhugsun ein, að fyrrverandi hús- bðndi minn lifði enn — og gæti kannski náð valdi á mér aftur — var verri en ég gæti afborið. Karlinn hristi mig. — Rólegur nú sagði hann blíðlega. — Þú mátt ekki fara illa með þig. — H v ar er það? — Það hvað? Sníkjudýrið? Hafðu engar á- hyggjur. Það situr á 'baki rauðs órangútans, sem licitir Napóleon. Það er allt í lagi með það. — Dreptu það! — Ég þarf að halda því lifandi til rannsókna. Ég hef víst gefist alveg upp og fengið móður- sýkiskast, því að hann sló mig utan undir. —•1 Jafnaðu þig, sagði hann. — Ég vildi sízt af öllu ónáða þig veikan, en ég má til. Við höfum tek- ið allt upp á band, sem þú manst eftir. Haltu áfram að standa þig eins og maður. Ég reyndi að standa mig eins og maður og gefa nákvæma skýrslu um allt, sem ég hafði gert. Ég lýsti því, hvernig ég hefði tekið vöru- geymsluna á leigu og hvernig ég hefði náð í fyrsta fórnarlambið og hvernig við hefðúm farið beint í Stj órnarklúbbinn. Karlinn kinkaðj kolli. — Rökrétt afleiðing. Þú vannst vel fyrir okkur og þá líka. — Þú skilur þetta ekki, mótmælti ég. — Ég hugsaði ekki sjálfstætt. Ég vissi, hvað var á seiði, en meira ekki. Það var eins og ... eins og . Ég þagnaði. Mig vantaði orð til að lýsa þessu. — Haltu bara áfram. — Það var auðvelt eftir að við höfðum feng- ið klúbbstjórann í lið með okkur. Við tókum þá um leið og þeir komu inn og... — Nöfnin? — Já, auðvitað. M.C. Greenberg, Thor Hans- en, J. Hardwick Potter, bílstjórinn hans Jim VVakeley, lítill kall, sem var kallaður „Jáki” og vann á salerninu, en við þurftum að losa tíkkur við hann sejnna, því að strengbrúðustjórinn hans vildi ekki gefa honum andartaks hvíld. Svo var það klúbbeigandinn, sem ég hef ekki hugmynd um hvað hét. Ég hugsaði mig um smástund og reyndi að muna eftir öllum nöfnunum. — Hjálpi mér hamingjan! — Hvaðerað? Lilbke Framhald áf 6. slðuí GengiS 1 Framhald af 1. siðu. Á stríðsárunum vann Lubke verkfræðistörf við arkitekta- firma, en eftir styrjöldina gekk hiann í f'lokk kristilegra demó- krata og varð iandbúnaðarráð.. herra í Nordrhein-Westfalen á árunum 1947—52. Hann á'tti sæti á sambandsþinginu 1949— 1950 og 1953—59, og á þeim árum var hann einnig land- búnaðarráðherra í ríkisstjóm Adenauers. 1959 var hann boð- inn fr.am til forseta eftir að Adenauer hafði fallið frá þeirri hugmynd að verða sjálfur I kjöri. Miklar umræður hafa átt sér stað um störf Liibkes á styrjald ar ámnum. Þær umræður hóf- ust 1964, er Austur-Þjóðverjar ásökuðu hann um að hafa áttþátt í smíði fangiabúða og kváðust- þeir reiðubúnir að afhenda vestur-þýzku stjórninni skjöl er sönnuðu þessa staðhæfingu, teikningar af fangabúðum, sem Lúb'ke hefði ritað undir. Banda rískur rithandarsérfræðingur staðfesti síðar að undirskrift Lúbkes á skjölunum væri óföls- uð. í febrúar í vetur náðu ásak- anirnar gegn Lúbke hámarki. Þá kröfðust 20 prófessorar við háskólann í Bonn þess opinber- lega að Lúbke svaraði fyrir sig, og þýzka vikublaðið Der Stern krafðist þess að Lúbke léti af embætti, Forsetinn gat þá ekkí annað en komið fram fyrír þjóð ina og lýsti Iþrví yfir að ásakan- irnir á hendur sér væru til- ihæfulausar með öllu. En Aust- ur-Þjóðverjar létu sig eikki, og fullyrtu nú að fangelsisvist Lúbkes í 20 mánuði 1934—45 ihefði verið vegna svikamáls, sem hann komst í. Á því er enginn vafi að Lúbke hefur verjð Vestur-Þýzkialandi lítill ólitsauki hin síðari ár, en hins vegar hefur ekki verið auð ið að láta hann ihætti störfum vegna ása'kana að austan. Nú hefur hann 'þó tilkynnt að hann láti af embætti næsta vor, og jafnframt ihefur hann lýst yfir samíþykki sínu við tillögu um að forsetinn verði kosinn til 7 ára í senn og megi ekki endur- kjósa hann. Eins og er, er for- seti Vestur-Þýzkalands kosinn ti'l 5 ára og gert ráð fyrir að ihann sé endurkosinn í önnur 5 ár. En Lúbke álítur iað 10 ár séu of langur tíimi fyrir for- seta <að sitja í embættí, sérstak- lega þegiar þess sé gætt, að í starfið veljast að jafnaði menn sem orðriir ieru nokkuð við ald- ur. (A-Pressen/Gunnar Haraldsen). þeirri skoðun sinni, að hann teldi æskilegt áð tollabreytingar, fylgdu í kjölfar gengislækkunarinnat nú. Hann var þá m.a. spurður að því, hvort bankastjórninn hefði talið aðrar leiðir vera færar en gengislækkun til lausnar efna hagsvandanum, og svaraði hann því til, að það hefði verið ein- dregin skoðun bankans að gengis lækkun liefði verið algjörlega óumflýjaníeg, eins og málum var komið. Bankastjórinn sagði að þjóðartekjur á mann væru nú orðnar álíka og þær voru 1962—, 63, en útflutningsverðmæti á mann aðeins örlítið liærra en það var 1956. Einkaneyzla hefði lækkað um 7% á' þessu ári, og væri gert ráð fyrir að hún lækls aði enn um 7—8% árið 1969. Þá var bankastjórinn spurður að því, hvor.t hugsanlegt vær£ að eins færi nú og í fyrra, en fljótlega kom í ljós að gengis- lækkunin sem gerð var fyrir ná- lega ári var engan veginn nægi leg til að ná þeim árangri sem til var ætlazt. Taldi hankastjór- inn ekki liklegt að svo yrði. í fyrsta lagi hefði gengisbreyting in í fýrra verið gerð fyrir utan- aðkomandi áhrif, þ.e. gengis- falls brezka sterlingspimdsins, og hefði verið reynt að hafa þá gengislækkun eins litla og frek- ast var talið hægt að komast af með. Þá hefði mátt greina sterk merki þess að verðlagsþróunin yrði hagstæðari 1968 en hún var 1967 og reiknað með meiri afla en fengizt hefur á árinu; en í stað þess að þessar vonir hefðu rætzt hefði enn orðið um frekari rýrnun að ræða 1968. Hins veg- ar væru engar ástæður itil að búast við áframhaldandi rýrnun. Síldaraflinn væri nú orðinn svo lítill að útilokað væri að hann gæti minnkað mikið enn. Við byggðum nú í vaxandi mæli á bolfiskafla, en hann hefði verið miklu minna háður sveiflum eni síldaraflinn. Hins vegar lagði bankastjórinn á það áherzlu, að itil þess að gengisbreytingin kæmi að notum, mætti hún ekki étast upp með hækkunum innanlands. VtUUM (SLENZKT-/I«K (SLENZKAN IÐNAÐ ÓDÝRIR SKRIFBORÐSSTÓLAR Fallegir, þægilegir og vandaðir. Verð aðeins kr. 2.500,00. G- Skúláson Hlíðberg h-f- Þóroddsstöffum Sími 19597:

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.