Alþýðublaðið - 16.11.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.11.1968, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ 16. nóvember 1968 Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símar- 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Aug- lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8 —10, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald -1 kr. 130,00. í lausasölu kr. 8,00 eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h.f. Verblagsmálín Átök hafa enn á ný orðið um verðlagsmálin eins og áður, er igenginu hefur verið breytt eða sambæri'legar a;ðrar ráðstafanir gerðar í efniahagsmálum. Fulltrú ar launþega telja, að verið sé að draga vald úr höndum verðlags- nefnöar með því að setja í lög á- ikvæði um það, að heimila megi verzlunarálagningu á sem næst 30% þeirrar hækkunar, sem leiði af gengisbreytingunni. Hafa þeir mótmælt þessu ákvæði. En full trúar verzjlunarinnar eru mjög ó- ánaegðir með það, að álagning skuli lækkuð hlutfal'lslega við gengisbreytingu og telja, að á- lagningarprósentur séu orðnar alltof lágar á mörgum vöruteg- •undum. Þá er verzlunin mjög ó- ánægð með það ákvæði laganna vegna gengisbreytingarinnar að banna verðhækkun á birgðum innfluttra vara. Eðlilegt er, að launþegar vilji halda vierðlagi sem mest í skefj urn, einkum er þungar álögur eru lagðar á hina lægst launuðu. En óhætt mun að fullyrða það, að verzlunarálagningu hefur verið haidið í algeru lágmarki undan- farið. Er áreiðanlegt, að gengið hefur verið eins langt í því efni að halda niðri álagningu eins og frekast hefur verið unnt. Hitt er annað mal, áð ávallt eru ein- hverjir aðiilar, sem fara í kring um gildandi verðlagsákvæði. Og eftirlit með verðlagi er hvergi nærri nógu gott hér. Undirbúið hefur verið frumvarp um bann viíð fyrirtækjasamtök- um og um nýtt verðlagseftirlit. Er frumvárpið að verulegu leyti sniðið eftir danskri fyrirmynd. En í Danmörku er strangt eftir lit með öllum samkeppnishöml- um á sviði verzlunar og heimildir eru fyrir verðlagsyfilrvöld að hlut ast til um mál, ef talið er, að sam keppnishömlur skaði hagsmuni almennings. Einnig fyigjást verð lagsyf irvöld vel með verðmyndun inni í öllum greinum verzlunar- innar og gangi fyrirtækin of langt 1 álagningu geta verðlagsyfilrvöld bannað hina háu álagningu. En áð öðru leyti er álagning að mestu frjáls. Þetta fyrirkomulag hefur gefizt vél í Danmörku og víðar á Norðurlöndum. Og gert var ráð fyrir því í hinu nýja ís- lenzka frumvarpi, að þetta fyrir komulag yrði að mestu tekið upp hér. Framlágningu fruhivarpsins var frestað, m.a. vegna þess, að talið var nauðsynlegt að hafa áfram um sinn állar vörur und ir verðlagsáklyæðum. Verkalýðs- hreyfihgin tedur án efa nauðsyn- legt, að svo Verði áfram. En það er launþegum einnig áreiðanlega mikið hagsmunamál, áð farnar verði nýjar leiðir í verðlagsmál- um og að reynt verði að koma á raunhæfara verðlágseftirliti en hér hefur verið. Að því ber að vinna. VEGASKEMMDIR Reykjavík — VGK. Gífurlegt vegatjón varð á Austfjörðum í fyrradag og fyrrinótt vegna mikillar úrkomu. Er talið að hér sé um að ræða mesta vegatjón á Austfjörðum mn langt árabil. AHir vegir voru ófærir í gær, allt frá Lónsheiði að sunnan að Seyðisfirði að norðan. Samkvæmt upplýsingum fengnum frá Vegagerð ríkjs- ins í gær, var ekkj hægt að segja með nejnni vissu fyrir um hve skemmdirnar væru miklar, þar sem ekki hefði reynzt unnt að kanna svæðið vegna ófærðarinnar. Vitað var þó, að stórir vegakaflar höfðu skolazt burtu, uppfyllingar að brúm horfið í vatnsflauminn, svo og uppfyllingar við ræsi. Á nokkrum stöðum er vitað að ár hafa breytt farvegi sínum og runnið yfir stóra vegakafla. Þess má geta að ekkert lát var á úrkomunni á Austfjörð um 1 gærdag og spáði Veður- stofan áframhaldandi úrkomu, Var því ekki vitað í gær hvenær unnt yrði að hefja við gerðir á vegunum, en óhætt er að fullyrða að tjónið nemi milljónum króna. Flytur tvö frumvörp Reykjavík, — H.P. Tómas Karlsson (F) fylgdi í gær úr hlaði tveimur frumvörp-4. um, sem liann flytur. Annað þeirra er breyting á lögunum um Þjóðleikhús, og er með því veitt heimild itil þess að ráða rithöf- und til þess að starfa . um eins árs skeig að leikritun á laun- um hjá Þjóðleikhúsinu. Síðan skuli dæmt um, hvort leikritin þyki hæf til sýningar, en halda skal höfundur rétti sínum til höfundarlauna án tillits til þess hvort af sýningu verður. Hitt frumvarpíð er um við- auka við lög um menningarsjóð og menntamálaráð, og fjallar það um Þýðingarsjóð. Hlutverk þess sjóðs sé að veita íslenzkum rithöfundum styxki til að láta þýða verk sín á erlend tungu- mál með útgáfu á verkunum er. lendis í huga, Einnig skuli menntamálaráði, en það á að fara með stjórn Þýðjngarsjóðs- ins, heimilt að nota að hluta starfsfé sjóðsins til að kynna ís- lenzk sanitímaskáld erlendis. Sekur Ilexandros Panagouis lýsti Því yfir í grær að hann væri sekur að Ivafa ætláð að myrða for- sætisráðherra Grikklands Ge- org Papandoupolos. Hann sagði síðan að hann gæti ekki hugs að sér betri refsingu en þá að verða tekinn af lífi af valdstjórn einræðjs. ALAFOSS IL% GÓLFTEPPI 16 mynztur 20 litasamsetningar Ljósekta frá Bayer ÁLAFCSS WIL.TÓN-VEJrNAbUR UR ÍSLENZKRI ULL Erlendar fréttir i stuttu máli BONN 15.11 (ntb-dpa): Kristilegi demókrataflokk- urinn í Vestur-Þýzkalandi tilnefndi í dag Gerhard Schröder, varnarmálaráð- herra landsins, forse’taefni flokksins í forsetakosning lí unum á næsta ári- Sósíal S demókratar hafa þegar til 1 nefnt Gustav Hcinemann forsetaefni af sinni hálfu. AÞENU 15.11. (ntb-reuter): Hin nýja gríska stjórnar skrá, sem herforingjastjórn landsins hét þjóðinni á sín um tíma, gekk í gildi í dag að undanteknum all- mörgum áikvæðum um borgararéttindi og kosn- ingarétt tjl þjóðþingsins. Grikklandi verður því eft ir sem áður að mestu stýrt samkvæmt bráðaþirgðalög um þeim, sem sett voru í aprílmánuði árið 1967. RÓMABORG 15.11. (ntb- reuter): Þrjú stærstu stétta samtök ítalíu búa sig und ir víðtækt verkfall, sem 1 hefjast skal á þriðjudag- inn í næstu viku; verður það enn víðtækara en sú 24 stunda v«nnustöðvun, sem lauk á miðnætti síð'- astliðnu. Verður verkfall- ið gert til stuðnings kröf um almennings um betri laun og bættar sjúkra- tryggingar: mun það m.a. ná til ríkisstarfsmanna, þ.á.m. skrifstofufólks, járn brautastarfsmanna og kennara. PALERMO, Sikley 15.11. | (ntb-reutór): Ein kona beið bana og fjórir aðrir særð , ust, er þak pósthússins í Palermo féll í dag á þau | ofan. Var mesta mildi að 1 ekki fór verr, þar sem 1 margt manna var saman komið í pósthúsinu. MADRID 15.11. (njtb-reut- er): Binn af fremstú mál- vísindamönnum heims og kunnustu sérfræðingum í rómönskum málum, spænski rithöfundnrinn og fræðimaðurinn Don Ram on Mélndez Pjdlal, lézt í Madrid aðfaranótt föstu dags, nær 100 ára að aldri. Hann hafði löngum verið sjuklingur síðustu árjn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.