Alþýðublaðið - 16.11.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.11.1968, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ 16. nóvember 1968 ROY ORBINSON HEFUR ORÐIÐ: „FRÆGÐIN ER MÉR LEYNDARDÚMUR UMSJONAMAÐUR: INGIMUNDUR SIGURPÁLSSON * MÁNFRED MÁN OG :; FÉLAGAR \ • HLJÓMSVEIT Manfred Manní ''hefur um langan tíma verið ( ;,ein af vinsælustu hljómsveit- i u m Bretlands — og þá um leið ■1 alls heimsins. Manfred Mann ^stjórnandi hijómsveitarinnar (iMannfred Mann, er fæddur 'í Jóhannesarborg í Suður-Af- 1 ríku.. Hann er orgelleikari, pí- , anóleikari og talsmaður hljóm isveitarinnar. Hann er fluggáf- i'aður, og hefur góða menntun; | hefur meðal annars verið við ,nám í Juilhard tónlistarskólan. lum í New Yorjt og í Listahá- i'skóla Vínar. Hann starfaði um. | (skeiíS sem tónlistarkennari, en'| ,ieftir að hljómsveitin var stofn-], 'uð, vannst enginn tími til I [kennislustarfa. II Allir eru félagar í hljóm- ' 'sveitinni frábærir tónlistar. ,menn og góðir lagasmiðir, em* ilítið hefur farið fyrir því nú í1] 'seinni tíð, því þau lög, sem], 1 ] hljómsveitin hefur verið með , i ,á listum á þeim tima, hafa f Iflest hver verið eftir Bob Dyl- 'an. En lög eins og Doo Wah ]Diddy og Sha'La La, sem isköpuðu hljómsveitinní vin- 'sældirnar, eru eftir Manfred ''Mann og félaga. En þessar vinsældir hans eru furðulegar, þar sem ekkert í út. liti hans getur hrifið- áheyrend- ur. Aldur hans, þrjátíu ár, er ekki hagstæður fyrir dægurlaga söngvara. Þrátt fyrir þetta er þag staðreynd, að Roy er vin- sæll. Sjálfur viðurkennir hann, að þessi skortur á tilteknum liæfileikum geri hann dular- fyllri beggja vegna Atlaritshafs. ins. — En hvernig fer hann að því að ná slíkum árangri án mjaðma skaks, sveiflusöngs og mikillar auglýsingar? „Ég verð líklega að álíta, að það sé söngur minn, sem hrífur", segir hann sjálfur. Og hann heldur áfram: „Ég hef satt að segja ekki þá hæfileika, sem þarf til að fylgja öllum leik- reglum, þar sem ég hef allan á- huga á lagasmíðinni og söngn- um. Það má vera, að áheyrend ur kunni að meta þær sögur, sem ég segi í lögum mínum og söng“. Er það hinn viðkvæmni blær á lögum hans, sem á hug aðdá- enda hans? Þessu svarar Orbin- son: „Þar sem ég er svolítið eig- ingjarn, finnst mér sjálfum ég gera góð lög og syngja þau bæri lega. Ég held, að fólk, sem kaup ir hljómplötur mínar og kemur á skemmtanir til að hlusta á mig, finni, að ég legg mikla vinnu í öll þau atriði, sem ég kem fram með. Þeim finnst það hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Þau sjá og heyra, að ég legg mig fram um að skemmta þeim. Ég hef farið varhluta af auglýs ingaherferðum eins og þær ger ast í Bandaríkjunum og Bret- landi; — ég hef aldrei verið^ imynd neinna ákveðinna mann- kosta. Þa« setur verið að þessi Vindur kom skyndilega í segl Donovans eftir að hafa komið laginu „Hurdy Gurdy Man“ á rekspöl. Samtímls vann hann að útgáfu nýrrar bókar með ýmsum nýjum söngvum og textum, og! urðu menn ólmir í að sjá og heyra árangurinn. Jafnvel Rússar' fóru fram á, að Donovan tæki sér þangað ferð á hendur. Enn: hefur þó ekki verið ákveðið, hvenær ferðin verður farin, en gert er ráð fyrir, að það verði í framhaldi af Norðurlandaferð Donovans í desember. Ákveðið hefur verið, að hann komi fram í Kaupmannahöfn. Stokkhólmi og Helsingfors í byrjun desember- mánaðar. en í framhaldi af því mun hann halda til Moskvu og Leaingrad, eins og áður var drepið á. dularfulli blær hafi átt vel við Ég viðurkenni, að frægðin er sjálfum mér enn þá hreinn leynd ardómur“. Um það, hvaða ald ursflokkur sækti mest skemmt- anir hans, sagði Orbinson, að það væru krakkar frá tíu ára aldri — og svo fólk á öllum aldri. -— Og hvernig útskýrir hann þennan mikla áhuga unga fólksins? — Ég held, að þeim líki vel við lögin, og hvernig ég túlka þau, svaraði hann. Telur hann, að plöturnar seljist vegna nafnsins eða vinsælda laganna sjálfra? — Mér finnst ótrú- legt, að lögin seljist eingöngu út á nafn mitt, segir hann. — Ég hef þá trú, að það séu að- dáendur mínir, sem með áhuga sínum eiga mestan þátt í vin- sældunum. Þeir hrífa aðra með sér. Annars hef ég tekið eftir því, að aðdáendur mínir eiga fleiri „uppáhalds listamenn.” —• Hve lengi telur Roy Or- binson, að nafn hans verði á lista yfir vinsælustu lögin? — Ég yona, að ég dugi í nokkur ár ennþá, sagði hann. Ef svo verður, þá er það ekki að þakka -é ímynduðum mann- kostum, heldur einhverjum hæfileikum. Ef ég held áfram að gera falleg lög, þá tel ég, að vinsældirnar dvíni ekki. Ef ég hins vegar hrapa af stjörnu- himninum, verður það ekki sök lélegrar auglýsingastarf- semi, heldur hæfileikaskorts. Það verður ekkí fjárhagslegt tap, því peningunum hef ég komið vel fyrir. Hrapið yrði leiðinlegt — það er allt og sumt. Ef lög Roy Orbinsons hverfa af vinsældalistum, verður það enn dularfyllra en hinar skjótu vinsældir hans. Það er sagt, að dægurlagasöngvarar þurfi að hafa aðlaðandi framkomu, helzt að vera piparsveinar, og ekki má sveifluna vanta. Roy hefur ekkert af þessu. En eins og segir í einhverju dægurlaginu: — Hinir furðuleg- ustu hlutir gerast á hverjum degi. — Roy Orbinson hefur öðlazt heimsfrægð fyrir söng sinn. Hann syngur hvert metsölulagið á fætur öðru. Orbinson hefur mikla hæfileika — hefur mikla rödd og mjög svo áheyrilega. Mikil grózka í starf- semi Æskulýðsráðsins ya&fo.. * Á SKÖMMUM TÍMA hefur Reykjavík breytzt úr kyrrlátum og fallegum bæ í iðandi borg. Þar sem áður var athafna- frelsi æskunnar, frelsi til leikja og kannana, eru nú nýjar bygg- ingar, siteinlögð stræti eða hafnarmannvirki. Þar sem unglingar gátu áður svalað starfsþrá sinni og fræðsluþörf, reika nú aðgerðarlítil ungmenni, sem hin öra tækniþróun og vel- megun hefur svipt tækifærum til toetri athafna. Unga fólkið er og vei-ður í eðli sínu at- hafnasamt og starfsglatt. At- hafnaþrá þess þarfnast útrásar. Það er hlutverk hinna fúllorðnu og hins opinbera að sjá svo um að unga fólkið fái tækifæri til hollra leikja og þroskandi tóm- stundaviðfangsefna. Síðarnefndi aðilinn hefur hafizt handa, en þó ekki nóg, og eru æskulýðs- ráð víðs vegar um land einn þáttur í þeirri viðleitni. Þeim er ætlað að gefa ungu fólki kost á þátttöku í góðum félagsskap og í starfi, eftir því sem áhuga- mál þeirra segja til um. Húseignina að Fríkirkjuvegi 11 fékk Æskulýðsráð Reykja- víkur til umráða árið 1964, og hefur það síðan rekið þar fjöl- þætt félags- og tómstunda- starf fyrir æskufólk. Mikil rgózka hefur verið í starfsemi þess, og f vetur munu fjölmörg æskulýðsfélög og klúbbar fá þar aðsetur fyrir starfsemi sína; efnt verður til námskeiða í ýms um greinum tómstundastarfs, og haft verður „opið hús” til dægradvalar fyrir unglinga á kvöldin, þar sem ýmiss konár I skemmtanir og dansleikir verða haldnir. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa kaup verið fest á danshúsinu Lido við Skaftahlíð, og mun Æskulýðsráð Reykjavík- ur sjá um rekstur þess. Ætlun- in er, að þar verði haldnir dansleikir á kvöldin fyrir ungt fólk, en á daginn munu hinir eldri fcorgarar koma þar saman. Þá ber að nefna aðra við- leitní hins opinbera, en það er rekstur Saltvíkur á Kjalarnesi. Þar hafa miklar framkvæmdir átt sér stað, og er þeim þó enn ekki nærri lokið. í upphafi var ætlunin að ungt fólk ynni að framkvæmdum við staðinn um helgar, en áhuga liefur lítið gætt. Vonandi er, að úr því bæt- jist'æ, komandi árum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.