Alþýðublaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5- desember 1968 £mxm Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedifct Gröndal. Símar: 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Aug- lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8—10, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 150,00, í lausasölu kr. 10,00 eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h,f, TILLÖGUR ASÍ-ÞINGSINS >ing Alþýðusaimbands íslands gerði ítarlega ályktun um atvinnu mpl, sem ástæða er til að vekja sérstaka athygli á. Er þar fjalláð mjög málefnalega um ýmsar greinar atvinnulífsins -og bent á (hugmyndir till bóta, enda þótt þar sé einnig að finna nokkra gagn- rýni á þróun undanfarinna ára, sem ríkisstjórnin mundi varla samþykkja. Mikilverðasti kafli ályktunar- innar eru svonefnd „Úrræði al- iþýðusámtakanna”, sem skipt er í 15 einstök atriði. Er þama efnis lega stiklað á mörgum athyglis verðum málum, sem hljóta að tggta skapað grundvöll undir gagn iegt samstarf milli verkalýðssam takanna og stjórnvalda. Þó er rétt að vekja athygli á, hve marg ir hinna 15 liða krefjast stór- felldria lána eða fjárveitinga, en stjórnarandstæðingar hafa lagt á það mikla áherzlu iað gagnrýna, hve mikil erlen'd lán eru þegar orð.'ln. Kann og að reynast ein- hverjum takmörkunum háð, hve mikið fé verður unnt að útvega, enda þótt því sé fjarri, að láns- trau'st Íslendinga sé þrotið. Að loknum hinum 15 atriðum segir svo 1 ályktun Alþýðusam- bandsþings: „Ríkisvaldið verður þegar í stað að hefjast handa um aðgerðir og framkvæmdir, alls staðar sem þess er þörf til áð fyrir byggja atvinnúleysi og skort. Haldbezta ráðstöfunin tifl. þess er að tryggja að öll atvinnutæki þjóðfélagsins verði fullnýtt með 'hagsmuni þjóðarheildarinnar fyrir augum. Frumþörf hvers vinnufærs manns er fullnægjandi atvinna, er nægi til tekjuöflunar til mann sæmandi lífs — frumskylda sér- hverra stjómvalda er að tryggja þes'si sjálfsögðu mannréttindi. Yfirlýsingar og fyrirheit stjóra- valda um úrbætur í atvinnumál um — án athafna — sætta verka lýðssamtökin sig ekki við og kref j ast tafarlaust raunhæfra aðgerða gegn atvinnuleysinu“. SJÚKRAHÚSIÐ Á AKRANESI Sjúkrahúsið á Akranesi hefur frá upphafi ivierið farsæl stofnun, sem notið hefur ágætra starfs- krafta og náð m.'lkllum vinsæld um í þeim héruðum, er til þess leita. Nú hefur verið tekin í not kun myndarleg nýbygging við sjúkrahúsið, ný sjúkradeild með 31 rúmi. Er hér um að ræða merk an áfanga í heilbrigðissögu Akur nesinga og nærsveita, enda hin nýja bygging öll hin fullkomn- asta. 1| Það hefur verilð áberandi við undirbúning og byggingu hinnar nýju sjúkradeildar, hve mikill áhugi og samhugur rfkir meðal fólks á svæðinu til að hrinda þessu mikla verki í framkvæmd. Af 25 milljóna hellldarkostnaði hafa hvorki meira né minna en 4,6 milljónir borizt frá einstök um aðilum. Þessi stuðningur hef ur verið ómetanlegur fyrir fram gang verksins og sýnir almenn an skilning á 'því starfi, sem unnið hefur verið í sjúkrahúsinu. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin Erlendar fréttir í stuttu máli | TEL AVIV 4. 12. (ntb-reut | er): fsraelskar sprengju- i flugvélar gerðu árdegis í = dag harðar árásir á ísraelsk | ar stórskotaliðssveitir, sem 1 staðsettar eru í Jórdaníu, | að því er talsmenn hernað | aryfirvalda í Tel Aviv | skýrðu frá í dag. Stórskota i liðssveit'r þessar tóku að | sögn þátt í hörðum | sprengjuárásum á ísraelsk i þorp fyrir skömmu. | LUNDÚNUM 4. 12. (ntb- | reuter): Lundúnablaðið | „Daily Express“ þykist I hafa það eftir áre'ðanleg | um heimildum í dag, að | Konstantín Grikkjakon- i ungur hafi í hyggju að § hverfa heim til Grikklands I fyrir jól. Telur blaðið, að | hann standi í samnlngum I við grísku stjórnina. Stefán Júlíusson. Stjórnmálaflokkarnir og lýðræðið Sigurður Líndal. DAGSKRÁ; Ráðstefnan sett: Björgvin Guðmundsson. Erindi: Stefán Júlíusson rithöfundur, Jón Baldvin Hannibalsson hagfræðingur, Indriði G. Þorsteinsson rit höfundur, Sigurður Líndal hæstaréttarritari. Indrið! G. Þorsteinsson. AlþýSmflckksfélag Reykfav'kssr efnir til ráSstefnu laug- srdaginn 7. des. kl. 1.30 í Alfsýðuhúsinu. Urnræ^uefni STJÓRMIVIÁLAFLOKKARNIIR OG LÝÐRÆDI©. Ráðstefnan er opin öllum. En þeir sem hafa hug á að taka þátt í henni láti skrá sig á skrif- stofu flokksins fyrir næstkomandi föstudag. Símar: 15020 — 16724. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. CiiiMMnHiuiniiiiiiiiiiittiiiiimiiiitiiHiiiiiiuiifiiiiiHiiifiiiiiuiiiiiiiMiiiiHHiiiiiiiiiiiiHtiniiutiniiuiiiimiitiiitiiiiifiiiiiiiiimmfiiii 'HuiiHimMiiuiiimnnifiitiHUHniiHiiHHHniiHiiiHiniiiHiiiiiiiiininiiintiitiiiiiiiiii

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.