Alþýðublaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 10
10 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5- desember 1968
SJÖNVARPSSÝKI
Nýlega kom í ljós að 30 ame-
rísk börn á laldrinum 3—12 ára
böfðu veikzt af að horfa of
lengi á sjónvarp. Þau höfðu öll
verið send í sjúkrahús, og sjúk-
dómseinkenni voru þessi: Stöð-
>f ÚR EINU
íANNAÐ
Sýrlenzkur kaupmaður, sem
reyndi að komast í snertingu
við Elísabetu Englandsdrottn-
ingu, þegar hún kom í hótel
s.tt í Santiago í Chile eftir að
hafa horft á hestasýningu,
var handtekinn. Victor Kaouk
Jarjour heitir kauði, og sagði
hann, að hann hefði aðeins
1 viljað faðma drottninguna.
Lögreglan heldu'r manninum
í tll að yfirheyra hann og ef
til vill verður hann settur í
J geðrannsókn.
| BÍTLAPLATAN „Hey Jude“
hefur nú verið seld í yfir 4
milljón eintökum og hafa Bítl-
amir ekki igert betur til þessa.
i Sérfróðir menn gera ráð fyrir
að platari fari yfir 5 milljónir
eintaka í sölu.
1
ug þreyta, taugaveiklun, lyst-
arleysi, höfuðverkur, þróttleysi
og svefnleysi. Athugunin sýndi,
að böm þessi höfðu setið 3—ö
klukkustundir daglega við sjón-
varpið, um helgar jafnvel allt
að því 6 — 10 tíma. Sjúkdóms-
einkenni þessu lík eru orðin
svo algeng í Bandaríkjunum,
að þeim hefir verið gefið sér-
stakt sjúkdómsheiti, „barna-
þreyta“ (tired child syndrome”).
Ofangreind börn náðu sér til
fulls á fáum vikum, eftir að tek
ið var fyrir sjónvarpssetur
þeirra.
Danir eiga
öflugan
kvikmyndasjóö
Eins og kunnugt er eru Danir
allstórtækir í gerð kvikmynda.
Árið 1965 voru sett ný lög til
hagsbóta fyrir danska kvik-
myndagerð og var þá skemmt-
anaskattur afnuminn, en í stað
þess tekinn 15% skattur af
hverjum aðgöngumiða er renn-
ur síðan í sérstakan kvikmynda-
sjóð. Sjóðurinn styrkir hvers
konar kvikmyndagerð og veitir
árleg verðlaun fyrir beztu
dönsku kvikmyndirnar, bæði
venjulegar kvikmyndir og
fræðslumyndir. Þá er tekjunum
einnig varið til reksturs kvik-
myndaskóla, sem hóf starfsemi
sína haustið 1966, Norðmenn
finna einkum til vanmáttakennd
ar gagnvart Dönum og Svíum
á þessu sviði listar en þykjast
sennilega standa betur að vígi
á sviði bókmennta og tónlistar.
Anna órabelgur
Heyrðu, for nokkuð oní magan á þér, sóðahundur?
Apakettirnir, eða The Monkees,
hafa leikið í kvikmynd sem nefn
ist „Head“ og var hún nýlega
frumsýnd í Bandaríkjxmum.
Myndin fær þokkalega dóma,
en þykir minna um of á sjón-
varpsþætti þeirra félaga. í mynd
inni flytja þeir tólf ný lög en
gagnrýnendur spá engu laganna
teljandi vinsældum. Frumsýn-
ing átti sér stað í tveimur minni
háttar kvikmyndahúsum í New
York.
BOB DYLAN leikur aðalhlut-
verk í nýrri kvikmynd er nefn-
ist „Dont look back“. Þetta er
heimildarkvikmynd, sem hefur
fengið góða dóma. Joan Baez
kemur einnig fram í myndinni
og syngur þar eitt lag.
LÉKU í KVIKMYND
BANDARÍSKU Pop hljómsveit-
inni The Nazz (stytting úr naz-
istar) hefur verið meinað að
koma fram í Bretlandi nema
undir öðru nafni, en að þeim
skilmálum vildi hljómsveitin.
ekki ganga. Piltarnir höfðu
áformað að leika inn á plötu og
koma fram í sjónvarpi, en Bret
arnir gáfu ekkert effir viðvíkj-
andi nafninu.
«
o
Svíar opna bíó í París
Sænska kvíkmyndastofnun-
in hefur ákveðjð að opna
þrjú kvikmyndahús á breið-
götunni Champs Elysées í
París. Er þetta fyrsta skref
ið í þeim áformum að ná
fótfestu í kvikmyndahúsa-
hringum erlendis. Ef þetta
gefur góða raun er hug-
myndin að opna kvikmynda
hús í London, Róm og New
York. Þá gera Svíar sér
von um að fyrirtæki það í
Frakklandi, sem á að reka
kvikmyndahúsin og þeir
eiga með frönskum aðilum,
muni koma á fransk-
sænskri samvinnú í kvik-
myndagerð þegar tímar
líða fram.
Bezti
Ijósmyndari
Þýzkalands
Þegar árlegum verðlaun-
um fyrir ágæt afrek í ljós-
myndatöku 1968 var úthlut
að í s.l. mánuði í Hamborg,
var það kona að nafni
Charlotte March, sem verð
launin hlaut. Hún tekur ein
uiKgis myndir fyrir tízku-
blöð, og hafa myndir eftir
hana birzt í öllum þýzkum
tízkublöðum síðustu tíu ár-
in. Maðurinn, sem er að af
henda verðlaunin á mýrid-
inni, er dr. Gerhard Schröd
er, landvarnaráðherra Vest-
ur-Þýzkalands, en hann er
jafnframt formaður þýzka
ijósmyndafélagsins Deuts-
che Gesellsohaft fúr Photo-
graphie.