Alþýðublaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 2
1 ALÞYÐUBLAÐIÐ 17. desember 1968 Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símars 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigujrjónsson. — Aug-. lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsig við ' Hvérfisgötu 8—1Ó, Rvík. ■— Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald. ■kr, 150,00, í lausasöíu kr. 10,00 'eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h,f. Frómar óskir og raunveruleiki Við aðra umræðu um fjárlaga- 'frumvarpið á Alþingi, sem fram fór í síðastliðinni viku, tóku fram sóknarmenn og koimmúnistar í fjárveitinganefnd saman höndum og gáfu út eitt nefndarálit. Er það allimikið plagg og f jallað ekki síð- ur um efnahagsmál þjóðarinnar almennt en sjálft fjárlagafrum- varpið. Er það út af fyrir sig eðli- ilegt. í álitinu er gerð sameiginleg tilraun til að skilgreina stefnu stjórnarandstöðun'nar 1 efnahags- málum. Kjarni) 'þess máls felst í þeim kafla álitsins, sem hér fer á eftir: „Þrjú meginatriði taldi stjórn- arandstaðan, að yrðu að vera grundvallaratriði sem að yrði ikeppt. 1. Að lausnin tryggði fulla at vinnu. 2. Tilfærslan milli stéttanna yrði sem minnst og legðist á þá, sem breiðust hafa bökin. 3. Að aðgerðinni fylgdi sem minnst áhætta fyrir fjárhagslegt Óryggi þjóðarinnar. Stjórnaranidlstaðan lagði til, að byrjað yrði á því að minnka vand- ann með því að draga úr rekstr- arkostnaði, draga úr eyðslu, með því að nota fjármuni með stjórn- semi og samkvæmt skipulagi, beina fjárfestingu að þeim verk- efnum, sem þjóðina skipta mestu, og með stjóm á notkun erlends gjaldeyris.“ Þessi stefna stjómarandstöð- unnar er þannig sett fram, að vafalaust geta allir landsmenn orðið henni sammála, nema ef til vill lokaorðunum, ef þau tákna innflutnings- og fjárfestingahöft. Þetta stafar af því, að hér koma fram almenn stefnuatriðil, en ekki einstök úrræði. Það vantar í þessa áætlun ákveðna skilgreinmgu á einstökum atriðum stefnunnar. Það eru allir sammála um, að fryggja verði fulla atvinnu, ef þess er nokkur kostur. Stjómar- sinnar segja, að gengislækkunin munihalda atvinnuvegunum gang andi og því stuðla allra aðgerða mest að atvinnu. En hvað viilja framsóknarmenn og kommúnist- ar gera til að tryggja fulla at- vinnu? Þá skýringu vantar í álit- ið. í öðrum lið er viðurkennt, að það þurfi að verða tilfærsla rnilli stétta. Þar er sagt, að hún skuli lenda á þeim, sem breiðust hafa bökin. Gott og vel. En aillir viita, að millifærslan getur aðeins gerzt með þrennu móti: Gengislækk- un, skattlágningu og uppbóta- kerfi eða niðurfærslu launa. Stjórnarandstæðingar fást enn ekki til að segja afdráttarlaust, hverja af þessum leiðum þeir vildu fara. Eins er með orð eins og að „draga úr eyðslu“. Flytja stjóm- arandstæðilngar tillögur um stór- felldan niðurskurð á þiví, sem þeir kalla eyðslu? Nei, það gera þeir ekki nema að sáralitlu leyti. Þeir vita að f járlögineru þannig gerð af hálfu ríkisstjómarinnar og fjár- málaráðuneytisins að þar er hert að á öllum sviðum og ríkisbákn- inu veiltt meira aðhald en nokkrn sinni fyrr. Það er gott og blessað að fá yfirlýsingu um almenn sjónar- mið, sem allir geta samþykkt. En það er annar og meiri vandi að setja fram ákveðnar tillögur um aðgerðir, sem leysa vandann. Það hefur stjórnaranldlsta’ðan ekki gert. Það hefur ríkisstjórnin gert. NÝJAR BÆKUR ÆSKUNNAR 1968 Án söluskatts kr: Bláklædda stúlkan ............148.00 Öldufall áranna...............410.00 Gaukur keppir að marki .......185.00 Litli og Stóri ............... 45.00 Yf:lr úthafið ................145.00 Tamar og Tóta ................165.00 Krummahöllin ................. 40.00 Skaðaveður 1897—1901 ........ 220.00 Hrólfur hinn hrausti .........142.00 Eygló og ókunni maðurinn .....163.50 Sögur fyrir böm (Tolstoj)..... 50.00 Fimm ævintýri ................ 50.00 Úrvalsljóð Sigurður Júl. Jóhannessonar 149.00 BÓKABÚÐ ÆSKUNNAR ÆITIR AUSTFIRÐINGA Níunda og þar með síðasta bindi Ætta Austfirðinga —• inafnaskráin —, er komin út, samantekin af séra Jakobi Einarssyni, fyrrum prófasti á Hofi. 1 naf: kránmi eru um 15 þús. nöfn ásamt leiðróttingum og efniisyfirliti yfir öll bindin, ATJSTFíFiINGAXI kaupjð ættartölu ykkar og styrkið um ledð Mwningarsjóð prófastshjón.anna á Hofi sér.a Einars Jónssonar og frú Kristínar Jakobsdóttur, til eflingar aust firzkrár þjóðmenningar. Nafnskráin, svo og allt safnið innbundið í fjögur bindi er .afgreitt hjá Einari Helgasyni bókbindara. Skeiðavogi 5, Þórarni Þórarinssyni fyrrv. skólastj. Skaptahlíð 10 og Ámianni Halldórssyni, kennara, Eiðum. Ifiinrönuaaun MBBJÖBHIS BENEDIKTSSONAB lagólísstrætí 7 ( Erlendar fréttir í stuttu máli HONG KONG 16. 12. <ntb- reuter): Yíirvöld í Hong Kong létu í dag laus'a 22 fanga, sem teknir voru höndum í kommúnistaó- eirðum fjandsamlegum Bretum í fyrra. Enn sitja í haldi 370 mannsj sem tekn ir voru liöndum í þessum sömu óeirðum, en þeir hlutu dóm fyrir ýmis kon- ar afbrot svo sem ólæti á almannafæri, friðrof og sprengjukast. A1>ENU 16, 12. (ntb-reut- er>: Odysseifur Anghelis. yfirhershöfðing., var í dag gerður að æðsta stjórn- anda gríska hersins, en til þessa. hefur sú yfirstjórn verið í höndum Konstant- ínus konungs. Er þetta í samræmi við ákvæði í hinn. nýju landsins. stjórnarskrá 1 PRAG 16. 12. (ntb-reuter): Fréttaritara „New York Times“ í Tékkóslóvakíu, Tad Szulc, var í dag vísað úr landi þar fyrir að hafa sýnt „hernaðarlegum leynd^ armálum óeðljlegan á- huga“. Þetta er annar fréttaritari bandaríska stórblaðs'ns, sem vísað er úr TékJkóslóvakíu á þessu ári. ALDERSHOT, Englandi 16. 12. (ntb-reuter): Tvítugur Ijósmyndai'i játaði f dag að 'hafa afhent sovézka sendi ráðjnu í Lundúnum leynd arskjöl um rannsóknir á sv.ði flugmála og ge m- tækni. Maður þessi hefur starfhð vjð rannsóknastöð brezka flughersins við Farnborough, en þar er að allega fengizt við að teikna nýjar gerð r flugvéla. PARÍS 16. 12. (ntb-reuter): Varaforseti Suður Vietnam Nguyen C’ao Ky, sakaði í dag varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Clark Cljf ford, um 'að segja .vitlausa hluti á vitlausum augna- blikum". Ky vitnaði í um mæli Varnarmálaráðherr- ans í sjónvarpi á sunnu- dagskvöld, þar sem hann sakaði Saigon-stjóm'na um að stuðla a® Því að samningaumleitanirnar í í París drægjust á langinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.