Alþýðublaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17. desember 1968 J> ..... ’ ..................... „Leikir í f jörunni“, ný skáld saga eftir Jón Óskar Ijóðræn saga, stílhrein og sönn um mannlíf smáþorpsins, sem býr yfir frumstaeðum ógnum: Hatri, losta, afbrýðissemi og ofbeldi. Fljótt fljótt sagði fuglinn“, nú skáldsaga eftir Thor Vil- hjálmsson. Thor er sá höf- undur íslenzkur, sem víðast leitar fanga. 'Bækur hans hafa jafnan veríð gluggi til um- heimsins. Hin nýja saga hans ber vitni allþjóðlegrí bók- menntaþekkingu, frábæru myn.dekini, sjónfyndni og nú- tímalegri íþróttamennsku. Og lif sögunnar er óaðskiljanlegt ritsnilld höfundar. , Ekki bók heldur bókmenntir —■ ísleuzk r darbók — Helgafellsgók Ný La .nessbok er ekkj aðeins stórviðburður í bókmenntum, heldur í öllu menningarlífi voru. .Kristnihald undir jökli“ er viðurkennd bezta skáldsaga höfundar, skemmti- leg, andrík, töfrandi. Upplag bókarinnar er á þrotum og mun ekkj endast tH jóla. ,INNLÖND“, ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson. Það er langt síðan að komið hefur út jafnheilsteypt ljóðabók hér- lendis bók jafnhljóðlátlega sterk í ti'lfinningu, jafntrú í hollustu sinni við persónu- lega reynslu og eiginlegt hug myndalíf. Fullveldi'vbækumar fjórar koma í dag í bókaverzlanir. Hannes Hafsteln. , Ljóð og laust mál“, öll verk skáldsins í bundnu og óbundnu máli margt áður óbirt, fraimúr- skarandi ir.in-gf.ngur um skáldið og stjómmálaskörunginn eff ir Tómas Guðmundsson. Gretífesaga með nútímastafseitiningu og 70 heilsíðuteikning um. Grettissaga hefur alla tíð verið vinsælust ísl. fom- eagna, og Grettir hjartfólgnasti skógarmaður og hetja þjóðariimnr. Það er Helgafell, sem ruddi brauttna, gegn diarðri and=pymu, um útgáfu ísl. fomriitia með nútímastaf- setn.iin'gu. Útgáfu-n-a annaðist Halldór Laxness, mesti mál- vfeindam®ður þjóðarinnar fyrr og síðar. Ljóð eftir Einar ÓI. Sveinsson. Ljóð ort á meira en fimm- tíu ára tímabili, falleg fullveldisgjöf. „Njálssaga“ á ensku. Viðhafnarútgáfa bundin í nautsleður. Kjarvalsverk og Einar ríki konta um helgina. HELGAFELL - Unuhúsi. 0 Jóhann Sigurjónsson: BRÉF TIL BRÓÐUR Þrjátíu og þrjú bréf til Jóhannesar Sigurjónssonar. Kristjnn Jóhannesson bjó til prentunar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1968. 121 bls. Jóhann Sigurjónsson og verk hans hafa verið ofarlega á baugi undanfarið. Skammt er síðan út kom é dönsku fyrst og síðan íslenzku rit Helge Toldbergs um ævi og skáldskap Jóhanns, og skammt síðan Leikfélag Reykja- víkur lék Fjalla-Eyvind, Þjóð- leikhúsið Galdra-Loft; og und- anfarið nafa ungir leikarar sýnt Galdra-Loft víðs vegar um land sýningu sem er sögð nýstárleg að ýmsu leyti. Væri ekki einnig hugsanlegt að ýms æskuverk Jóhanns — Dr. Rung, frumgerð Bóndans á Hrauni, einþáttung- urinn sem varð upphaf Fjalla- Eyvindar — gætu reynzt ungum leikurum áhugaverð viðfangs- efni? Æskilegt væri að ritsafn Jóhanns Sigurjónssonar væri gef- ið út að nýju í fyllri og ýtar- legri gerð en útgáfu Máls og menningar frá 1940. Og enn er ólokið því skylduga viðfangs- efni að leika Mörð Valgarðsson á íslenzku leiksviði — sem að vísu verður varla gert með hefð bundinni sögusýningu. Bréfasafn það til bróður skálds bækur ins, Jóhannesar Sigurjónssonar, sem hér er komið i nýrri smá- bók Menningarsjóðs bætir svo sem engu við mynd Jóhanns sem máli skipti. Bréfin fjalla ekki svo mjög um atvik eða stað- reyndir ævinnar, nema þá smá- muni, öllu heldur um hugsanir og tilfinningar bréfritarans, en innilegt vinfengi hefur verið með þeim bræðrum þrátt fyrir mik- inn aldursmun. Og bréfin eru frá löngu liðnum tíma, hið elzta frá f:mmtán ára skólapilti í Reykja. vík árið 1895, hið yngsta frá fullorðnum rithöfundi í Kaup- mannahöfn 1917, og er þá skammt eftir ævinnar. En þótt bréfin séu strjál og sundurlaus efnislega vekur hitt jneiri eftir- tekt og áhuga viS lesturinn hve samstæðum hugblæ og tilfinn. ingum þau lýsa, hve mikið af v ðkvæmni, íhygli, ljóðrænu hins uppkomna skálds má neraa þeg- ar í fyrstu bréfunum til Jóhann- esar — eða öfugt við: hve skammt Jóhann Sigurjónsson hefur komizt um ævina frá skoð- unum og hughrifum bernskunn- ar. Þar höima var að finna upp- haf háns, þann efnivið sem skáld- ið var gerður úr. Um sjálfa skáldskaparsögu Jóhanns Sigurjónssonar og skáld- verk hans fræðist lesandi ekki af þessum bréfum — nema ef vera kynni lítillega um upphaf Lygarans eða Marðar Valgarðs- sonar. Enda strjálast mjög bréfa. gerðir þegar kemur fram á skáldskaparár Jóhanns, en þá rofnaði að mestu samband hans við æskuheimili sitt. En kveð- skapur kemur fyrir þegar í fyrsta bréfinu og meir og minna síðan, margt vel og liðlega kveð- ið, en litið meir. Og þó er þar líka eítt snilldarljóð Jóbanns sem hann „gefur” bróður sínum 1903, „tvær vísur, kveðnar af mér, skornar út úr mínu hjarta”: Frumhald á 12. síðu. JÓN HELGASON hefur nú á nýjan leik tek- - ið upp þráðinn, þar sem fyrr var frá horfið, er lauk útgáfu á ritinu íslenzkt manniíf fyrir sex árum. Birtist hér fyrsta bindi nýs rit- verks, sem höfundur hefur gefið nafnið Vér íslands börn og flytur efni af sama toga og íslenzkt mannlíf: listrænar frásagnir af íslenzkum örlögum og eftirminnilegum at- burðum, sem reistar eru á traustum, sögu- legum grunni og ítarlegri könnun margvís- legra heimilda. Jón Heigason sameinar á fágætan hátt listræn tök á viðfangsefni sínu og vísindaleg vinnubrögð í öflun og með- ferð heimilda. Hann ,,fer listamannshöndum um efni sitt, byggir eins og iistamaður af þeim efnivið, sem hann dregur saman sem vísindamaður,” eins og dr. Krístján Eldjárn komst að orði í ritdómi um íslenzkt mannlíf. IÐUNN Skeggjagötu 1 5Ímar 12923, 19156

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.