Alþýðublaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 13
17. desember 1968 ALÞYÐUBLAÐK) 13 ritstj. örn EIÐSSON TÉKKNESKA liðið Sparta Praha sigraði úrvalslið Körfu- knattleikssambandsins á sunnu- dag með 78 stigum gegn 62 og má segja, að íslenzkir köríu- knattleiksmenn megi vel við una, þar sem hér er á ferðinni eitt bezta félagslið Evrópu. í>að voru um eitt þúsund áhorf endur í Laugardalshöilinni á sunnudaginn, þ.á.m. menntamála ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason og borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson Strax á fyrstu mínútu leiks- ins skoraði hinn hávaxni Dousa, (2m og 12 snú), en Birgir Örn Birgis jafnaði. En það var í eina skiptið í lejknum, sem ís- lendngum tókst að jafna. Tékk- arnir léku sldnandi vel allan hálfleikinn og bilið jókst stöðugt, mestur munurinn 23 stig, 31 gegn 8. íslenzka liðið hitti illa og vörnin réði ekki við hina há- vöxnu og snöggu tékknesku leik- menn. Undir lok hálfleiksins tókst íslenzka liðinu þó að rétta hlut sinn verulega og í leikhléi var staðan 41:27, eða 14 stiga *•- : : # & xo « - .... t* & Birgir Ö. Birgis, 23 st. munur, þokkaleg útkoma. Síðari hálfleikur var mun jafnari og skemmtilegri á að horfa og á köflum tókst íslenzka liðinu vel upp, sérstaklega var Birgir Örn Birgis góður, bæði í vörn og sókn, hann skoraði lang- flest stig íslenzka Jiðsins eða 23. Síðari hálfleikur var jafn, stiga- lega séð, og Sparta vann verð- skuldaðan sigur 76 stig gegn 62 eins og fyrr segir. Það var mest áberandi hvað Tékkarnir hittu betur, þeir voru einnig fljótari og vítaskot þeirra voru einnig til fyrirmyndar, það kom varla fyrir að þeim mis tókst. Skemmtilegasti leikmaður þeirra var Voracka, sem skoraði hvorki meira né minna en 30 stig, hittni hans var frábær.^ Fyrirliði Sparta, Vilimetz var ágætur og skoraði 15 stig. Dómarar voru Marinó Sveins- son og Ingi Gunnarsson og dæmdu skínandi vel. Þjálfari Tékkanna, Heger kvað íslenzka liðið allgott og þó væru á því vankantar, sem hægt væri að leysa auðveldlega. Æfingar i Júdó Æfingatimar Judofélags Reykja víkur eru sem hér segir: Mánudaga kl. 7 s.d. Þriðjudaga kl. 8 s.d. byrjendur kl. 7—8 Fimmtudaga kl. 8 s.d. byrjendur kl. 7—8 Laugard/ga kl. 2 s.d. Ath. breyttan tíma á mánudög- um Judofélag Reykjavíkur Landsliðib vann \ Fram 3 gegn 2 I Vladimír Heger, aðal þjálfari Sparta Praha síffan 1965. er 36 ára aff aldri. Affeins 16 ára gamall hóf hann körfuknattleiksþjálfun og* hjá Sparta frá 1957. Hann var kjörinn bezti körfuknattleiksþjálfar inn í Tékkóslóvakíu 1967 og hafa Þau lið, sem hann hefur þjálf aff náff mjög góffum árangri. Hann hefur Iokið nárni viff hag- fræffiháskólann í Prague cg hefur veriff blaffamaður frá 1955, við Mladd Fronta. Iíeger er gjftur og barnlaus. Leikur landsliðsins í knattspyrnu og Fram á sunnudaginn tókst vel eins og fyrsti leikur'nn viff Keflvíkinga. Landsliðið sigraði meff 3 mörkum gegn 2. Áhorfendur voru 'allmargir á Framvellinum eða nærri tvö þúsund. Sala á merkjunum »Styðjum Iandsl ðið“ geng ur vonum framar og allt bendir til þess, að hægt verffi að lialda áfram þess ari lofsverffu starfscmi. sem hin nýja stjórn K S í gengst nú fyrir. Milan Voracka skoraði 30 stjg í leiknum. Ekkerf mef en góður árangur á sundmófi Haustmót S. R. R. fór fram í síðustu viku, úrslit urðu þessi: 200 m. fjórsund karla: Guðmundur Gíslason, Á 2; 21,4 Gunnar Kristjánss., A 2:31,5 Ólafur Þ. Gunnlaugss., KR 2:51,4 Sigþór Magússon, KR 2:52,2 Hafþór Guðmundss., KR 2:56,1 Vilhjálmur Fenger, KR 2:57,3 100 m. bringusund kvenna: EUen Ingvadóttir, Á 1:22,1 Ing björg Haraldsd., Æ 1:25,1+- (Telpnamets jöfnun). Helga Gunnarsd., Æ 1:25,1 Ingunn Ríkharðsd., Á 1:33,3 Margrét Guðjónsd., ÍA 1;35,9 Hildur Kristjánsd., Æ 1:36,4 100 m. brigusund karla: Guðjón Guðmundss., ÍA 1:14,9 Guðmundur Gíslason, Á 1:15,1 Gestur Jónsson, SH 1:15,6 Árni Kristjánss., Á 1:17,6 Þórður Gunnarss., Self. 1:19,4 Benedikt Valsson, ÍR 1:21,5 100 m. skriðsund kvenna: Sjgrún S ggeirsd., Á 1:08,7 Ellen Ingvadóttir, Á 1:09,5 Halla Baldursd., Æ 1:16,3 Vilborg Júlíusd., Æ 1:16,5 Sigríður Sjgurðard., KR 1:18,4 Hejga Guðmundsd., Æ 1:22,5 Ing.björg S. Ólafsd., ÍR 1:24,3 í undanrásum 200 m. fjór- sunds karla setti Ólafur Þ. Gunnlaugsson KR nýtt sveina met 2:50,9. í 100 m. baksundi sem synt var með undanrásunum setti Hafþór B. Guðmundsson KR nýtt sveinamet 1:17,3. Úrslit sundknattleiksmótsins Ægir — Ármann 6—13 Ármann — SH 12— 2 KR - Ægir 9— 5 KR - SH 16- 5 SH — Ægir 4—13 Ármann — KR 9—6 Árman sigurvegari. Flýgur kringlan 73 m. á OL 1972? A1 Oarter er stórkostlegur íþróttamaður, en hann er eini íþróttamaðurinn sem hefur hlot ið fern gullverðlaun á Olympíu- leikum í kringlukasti, fjóra leika í röð. Hann segir sjálfur svo frá, að sigurinn í Melbourne 1956 hafi komið mest á óvart, í Róm 1960 komst ég í uppnám, sigurinn í Tokyo var sársauka- fyllstur og í Mexikó, það er sigurinn, sem mér þykir vænst um, segir Oerter. Oerter heldur því fram, að ár- ið 1972 verði krjnglunni kastað amk. 73 metra. Fréttamenn spurðu Oerter um állt hans á Olympíuleikum framtiðarinnar. Hann kvaðst vonast til, að þeir yrðu ávallt íþróttahátíð áhuga- manna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.