Alþýðublaðið - 08.01.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.01.1969, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÖUBLAÐIÐ 8- janúar 1969 Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símari 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Aug-> lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Ilverfisgútn 8—10, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 1490S. — Áskriftargjald. kr, 150,00, í lausasöíu kr. 10,00 eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h.f, FÉLAGSLEG KJARABARÁTTA Skráðum atvinnuleysilngjum í Beykjavík fjölgar nú með degi Hiverjum. Að vísu er atvinna á- vallt 'hvað minnst rétt áður en vertíð hefst, en tölurnar eru nú ímjöig alivarlegar, Það kemur sér vel, að til er öfl 'iigur atvinnuleysistryggingasjóð ur. Þennan sjóð fékk verkalýðs- Ihreyfingin eftir verkföllin miklu 1955 og hann hefur vaxið ört síð an. Emil Jónsson var þá sátta- semjari og lagði fram hugmynd tna um sjóðinn. Forustumenn verkalýðsfélaganna voru svo fram sýnir að sjá þýðingu þessarar hug myndar, enda þótt fáir trúðu þá á, að mikið atvinnuleysi mundi ívoma aftur. Þetta er glöggt dæmi um, hve tnikla þýðingu félagslegur ávinn- ingur getur haft — oft miklu meiri en krónuhækkun kaups- ins. Hvernig væri nú ástatt, ef kaupið hefði hækkað örlítið meira 1955, en atvinnuleysistrygginga- sjóðurinn aldrei verið stofnaður? Þetta skilja forustumenn sjó- 'marrna eins og Jón Sigurðsson í dag, er þeir móta kröfur sínar og setja fram óskinia um lífeyrissjóð fyrir foátasjómenn. Ef til vill finnst sumum sjómönnum, að þeir mundu lítið græða á slíkum sjóði, en það er mi'kill misskiln- ingur. Aðild að lífeyrissjóði er stórmál fyrir hverja vinnandi .stétt. Aiþýðuflckkurinn hefur ávallt lagt m:(kla áherzlu á hina félags- 'legu hlið baráttu verkalýðsins, þótt óþolinmóðir menn eins og sumir kommúnistar hafi lagt á- herzlu á annað. Reynslan hefur sannað, að í þessu máli hefur Al- þýðuflokkurinn 'haft rétt fyrir sér. SKRÍPALEIKUR Síðastliðinn gamlársdag var Þjóðviljinn helgaður minningu Sósía'listaflokksilns. Blaðið til- kynnti, að flokkurinn hefði ver- ið lagður niður, en Einar Olgeirs- son iskrifaði langa minningar- igrein. Þetta var í samræmi við þá yfir ilýstu stefnu, að Alþýðubandalag- ið skyldi gert að sósíalilstiskum foaráttuflökki, eins og þeir orða það, en gamli flokkurinn lagður niður. En viti menn. Um isíðustu helgi heyrði þjóðin auglýsingar frá Sósíalistafélagi Reykjavíkur. Það er þá ekki dautt, heldlur starfar áfram. Það reynist rétt, isem Alþýðu- blað.Ið spáði síðastliðið haust, að breytingin á flokksnafninu væri aðeins blekking. Kommúnistar ætluðu að láta sósíalistafélögin starfa áfram, þótt flokkurinn væri lagður niður og Alþýðu- bandalagið kæmi í hans stað. Hvenær fær íslenzk alþýða nóg af þess'um skrípaleik? Norðurlönd gremir aðild iCina Norðurlönd sundruð varðandi sæíj Kína hjá S. Þ Hinum árlegu umræðura á Allsherj arþingi Sameinuðu þjóðanna um rétt kínverka ■alþýðulýðveldisins til að skipa sæti Kína hjá samtökun 'um í stað Formósu stjórnar tauk 19. nóvember, og lágu fyrir þrjá ályktunartillögur: Tillaga 14 ríkja (m. a. studd af Bandaríkjunum) sem hvatti Allsherjarþingið til að árétta fyrri samþykktir sínar, um að „sérhver tillaga 'Um að breyta fyrirsvari Kína Ihjá samtökunum skal skoðast sem veigamikið vandamál“ (ekki formsatriði), en sam- kvæmt 18. grein Stofnskrár- innar þarf tvo þriðju hluta at kvæða til að breytingar á „veigamiklum málum” nái fram að ganga. Tillaga 16 ríkja (m. a. studd af Sovétríkjunum) um að Allsherjarþingið afráði „að velta Kínverska alþýðulýð- veldinu öll réttindi sín og að viðurker.na fulltrúa stjórnar- innar þar sem einu löglegu fulltrúa Kína hjá Sameinuðu þjóðunum og svipta þar af leiðandi fulltrúa Sjang Kaí- sjeks þeim sætum sem þeir skipa með ólöglegum hætti hjá Sameinuðu þjóðunum og öllum stofnum tengdum þeim. T;llaga 5 ríkja (m.a. studd af íslandi og ítalíu) um að Allsherjarþingið ákveði að setja á laggjrnar milliþinga- nefnd sem kanni ástandið „frá öllum hliðum“ með það fyrir augum að leggja fyrir þingið næsta ár tillögu ,,um viðhlít- andi og raunhæfa lausn á því vandamáli, hvernig fy rirsvari Kína hjá Sameinuðu þjóðun um skuli háttað.“ í umræðunum rökstuddi fulltrúí íslands afstöðu stjórn- ar sinnar með því að segja, að eftjr 18 ára umræöur um fulltrúa Kína hjá Sameinuðu- þjóðunum væru þær enn í Súma vanda sem fyrr, og væri ekki fyrirsjáanleg nein lausn á honum. Hann hélt því frarn að skipun milliþinganefndar hefðj ekki í för með sér, að á nokkurn hátt væri tekið fram fyrir hendurnar á ein stökum sendinefndum varð- andi þetta mál. Hins vegar kynni slík nefnd sð finna þá lausn sem þörf væri á. ísland var eitt landanna fimm sem stóðu að tillögunni og íslenzki fulltrúinn hvatti þingheim til að greiða henni atkvæði. Hann kvaðst sjá fram á að ýmis ríki rnur.du leitast við að fá tiKcguna skoðaða sem „veigamikið mál,“ sem þyrfti tvo þriðju hluta atkvæða til samþykkt- ar. En íslenzka nefndin væri á móti því viðhorfi og mundi greiða atkvæði gegn tillögu sem gengi í þá átt. ísiand gæti ekki stutt tjllögu ríkj- anna 16. Sænski sendiherrann benli á, að Svíþjóð hefði þegar ár- jð 1950 viðurkennt Kínverska alþýðulýðveldið og stjórn þess sem löglega stjórn Kína og tekið upp stjórnmálasam band við hana. Svíar teldu á um að Kínverska alþýðulýðveld ið gætj og ætti að fara með málefni Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, og því mundi sænska sendjnefndin greiða atkvæði með 16 ríkja tillóg- unni en gegn 14 ríkja og 5 ríkja tillögunum. í atkvæðagreiðslunni var 14 ríkja tillagan samþykkt með 73 atkvæðum gegn 47, en 5 ríki sátu hjá. ísland greiddi atkvæðj með tillögunni, en Danmörk, Fmnland, Noregur og Svíþjóð gegn henni. 16 ríkja tillagan var felld með 58 mótatkvæðum. Hún hlaut 44 atkvæði, en 23 ríki sátu hjá, þeirra á meðal ís- land, en Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð greiddu atkvæði með henni. 5 ríkja tjllagan var felld hlaut 30 atkvæði, en 27 ríki sátu hjá, þeirra á meðal Nor egur. ísland greiddi atkvæði með henni, en Danmörk, Finn land og Svíþjóð gegn henni. iiMwwmwviwwmvHW Erlendar fréttir í stuttu máli PARÍS, 7. jan. (ntb.-reutd: De Gaulle, forseti Frakk. lands, og Vladimir Kirillin, aðstoðarforsætisráðherra So- vétríkjanna, áttu með sér fund í dag um ástandið í heiminum, einkum fyrir botni Miðjarðarhafs. Kirillin lét svo ummælt að loknum fundi, að de Gaulle hefði óskað eftir nánarj samvinnu Frakka og Sovétmanna á ýmsum sviðum. SAIGON 7.1. (ntb-reuter): Vietcongmenn námu í gærkvöldi á brott um 150 suður-vietnamska borg- ara úr litlu þorpi 57 kíló metra suðvestur af Sai- gon. Talsmaður hersins taldi, að borgararnir yrðu látnir bera vopn f.yrir Vietcongmenn, sem enn sækja fram í áttina til Saigon. GENF, 7. jan. (ntb.-reut.): Fjórir biðu bana — og tveil’ særðust alvarlega, er níger- íönsk flugvél gerði árás á sjúkrahús Rauða krossins í Awao-Omama í Biafra á sunnudag. MOSKVU 7.1. (ntbreut- erý: Sovézk blöð gerðu í dag harða hríð að hinum nýkjörna forseta Banda- ríkjanna, Richard Nixon, þá fyrstu eftir að hann er kjörinn forseti. Eru Nixon og ráðherrar hans m.a. sakaðir um að vinna markvisst að aukinni spennu í alþjóðamálum. LONDON, 7. jan. (ntb-reut): Forsætisráðherrar 28 sam- veldislanda hófu í dag 9 daga ráðstefnu í London, þar sem aðallega verður fjallað um Rhódesíu-málið og tak. mörkun Breta á innflutningi fólks frá' samveldislöndun- um. Harold Wilson, fórsætis. ráðherra Bretlands, er for- seti ráðstefnunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.