Alþýðublaðið - 15.01.1969, Page 3

Alþýðublaðið - 15.01.1969, Page 3
JL5.janúar 1968 ALÞÝSUBLAÐID 3 119 íkveikjur í Reykjavík á síðastliðnu ári Lang algengasta orsök eldsvoða á árinu 1968 var íkveikja. A£ 351 eldsvoða var um að ræða 119 í- kveikjur, og voru þær flestar í maí. Á árinu var slökkviliðið narrað út í 33 skipti. Hvorttveggja eru þetta óhugnanlegar staðreyndir, sem sýna eins og svo margt annað, hversu alvarleg sú afbrotaalda, sem gengur yfir borgina, er orðin. Slökkviliðlð í Reykjavík var kvatt tit 422 sinnum á árinu 1968. Flestar kvaðningar voru í maímánuði, eða ítíls 47, en næst koma júlí og septem ber með 40 kvaðningar hver. Athyglisvert er að athuga, að slökkviliðið var aðeins kvatt út 27 sinnum í desembermánuði, aðeins tveir mánuðir hafa færri kvaðninga- fjölda, þ.e. nóvember með 24 og febrúar með 20. Flestar kvaðning- ar í desember voru á tímabilinu kl. 21—24. 1 maí voru flestar kvaðn ingar á tímabilinu kl. 18—21 eða 13, júlí frá kl. 15 til 18, eða 11 og september sömuleiðis á tímabilinu frá kl. 15—18, eða 10. Flestar kvaðningar komu í gegn- um síma, eða 384. 29 kvaðningar komu í gegnum brunaboða, en 9 með sendiboða. A'lls fór slökkviliðið 71 sinni af stað án þess að um eld væri að ræða, og reyndist það vera narr i 33 skipti, en grunur um eld, sem síðan reyndist rangur, 36 sinnum. I>ví var um cld að ræða í 351 kvaðningu af þessum 422. Tíðast var, að kviknaði í íbúðar- húsum eða 113. Eklur kom upp í 41 bifreið 36 verkstæðum, 42 úti- húsum og 14 skiputn. Það er óhugnanleg staðreynd, að tíðasta orsök eldsvoða á árinu 1968 var íkveikja, eða 119. Tíðastar voru þær í maí, eða 23. Tíðasta orsök eldsvoða í desember var lika íkveikja, eða 7, annars bera íkveikj- urnar hæst í flestum mánuðum árs- ins, nema í marz, þá var aðeins ein íkveikja. Rafmagnstæki urðu völd að bruna í 36 skipti, oftast i maí, eða 7 sinum. Ut frá raflögnum kviknaði eldur alls 26 sinnum, en ókunnugt var um upptök elds í 91 bruna. Aðeins í fjórum brunum varð mikið tjón, en í 165 brunum varð ekkert tjón, lítið í 147 og talsvert í 36 brunum. Umdæmi Slökkvistöðvarinnar í Reykjavík natr yfir Kópavog og Se’ltjarnarneshrepp, auk Reykjavík- ur sjálfrar. Flest voru útköllin að sjálfsögðu í Revkjavík, eða 389, næst í Kópavogi, eða 27, og 6 brun- ar voru í Seltjarnarneshreppi. Slökkvistöðin sér einnig um siúkraflutninga og voru farnnr á árinu 1968 alls 6.875 ferðir með sjúklinga. Af því eru 654 slysatil- felli, liitt almennir sjúkraflutning- ar. Flestir voru sjúkraflutningar í janúar, 611 og desember 649. Flina mánuðina voru flutningarnir nokk- uð jafnir, cða milli 5 og 600 á mánuði. Flest slys urðu í október, 66 og nóvember, 68, en fæst í apríl, eða 44. UNDRANDI YFIR VINNU- BRÖGÐUM YFIRNEFNDAR í fréttatilkynningu frá Skipstjóra- og stýr mannafé- laginu Verðanda í Vestmanna eyjum segir: „Fjölmennur fundur í Skip stjóra- og stýrimannafélaginu Verðanda Vestmannaevjum hald'nn 11. jan. 1969 lýsir undrun sinni á þeim vinnu- brögðum, sem enn eiga sér stað í Verðlagsráði sjávarút- vegsins og yflrnefnd. Fundarmenn sjá ekki að um samningsgrundvöll sé að ræða milli sjómanna og út- vegsmanna á meðan verð hef ur ekki verið ákveðlð. iFundurin'n vítir harðlega þá aðila sem sæti eiga í verðlags ráð. og yfirnefnd, fyrir þann seinagang, sem á sér stað við verðlagningu, og mótmæiir einnig harðlega að nokkrum mönnum leyfíst að brjóta hvað eft'r annað landslög svo sem lög um verðlagsráð án viðurlaga“. VELJUM ÍSLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ (H> M p 13 H B r gr itg ikio tjon i brun- raumsvík Reykjavík Þ.G. Um klukkan hálf níu í gærkvöldi var slökkvihðið í 'Hafnarfirði kvatt suður í Straumsvík. Kv.knað hafði í birgðageymslum Hochtief, og voru þær alelda að innan, er slökkviliðið kom á vettvang. Kviknað hafð_ í norðurenda geymslunnar, svo að eldur- inn breiddist hratt út í r.oið aðgarðinum, og var ekki viðlit að ráða við hann. Lögð var að aláherzla á að bjarga skúrum, sem eru í kringum geymslur.a og spennistöð, sem er áföst við hana. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli bauð að- stoð sína, en slökkv.stjórinn í Hafnarfirði áleit, að það væri til einskis. Slökkv.liðið í Reykjavík lánaði Hafnfirð ingum e nn af sínum bílum til þess að vera t_l taks á slökkvi stöðinni í Hafnarfirði á með- an á slökkvistarfinu stóð Um miðnættl var skemman. fallin, en slökkviliðið vann að því fram til kl. 3 að ganga 4 að slökkva í glæðum, en var á staðnum fram undir morgun. Erf tt var að ná í vatn, en aðeins einn bruna- ihanj. á svæðmu er tengdur. Þrátt fyrir mikið frost, fraus ekk.. í slöngunum, en að sjálf sögðu er mjög erfitt að at- hafna sig við slökkvistarfið í Framhald á 10. siðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.