Alþýðublaðið - 15.01.1969, Page 7
15. janúar 1968 ALÞÝÐUBLADID ' 7
Njörður P. Njarðvík, lektor:
í minningu bók-
menntaverðlauna
Myndlista- og
Handíðaskóli íslands
NÝ NÁMSKEIÐ hefjast 21. janúar. Teiknun
ogmálun barna í fjórum flokkum frá 6-14 ára.
Teiknun og málun unglinga frá 14—16 ára.
Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans sem
1958 fór Almenna bókafé-
lagið flott af stað og ákvað
að efna til bókmenntaverð-
launa að fjárhæð kr 25 þús-
und. Jafnframt gaf félag>ð
sjálfu sér he mild til að tvö
falda fjárhæðina ef um af-
burðaverk væri að ræða.
„Verðlaunin má veita e'nu
sinni á ári fyrlr frumsamið
íslenzkt verk, sem kemur út
á árinu“, stendur í 6. Félags-
bréfi, Fylgdi ennfremur sú
klausa að ganga skyldu fvrir
ungii- höfundar, e nkum þeir
sem sendu frá sér fyrstu bók.
Loksins ætlaði bókaforlagið
að örva bókmenntasköpun
ungra manna með myndarlt-g
um verðlaunum.
Sama ár var verðlaununum
úthlutað í fyrsta sinn, Lofti
Guðmundssyni fyrir skáld-
söguna Gangr'mlahjólið, og
næsta ár voru þau meira að
segja tvöfölduð og veitt Hann
esi Péturssyni fyrir ljóðabók
hans í 'Sumardölum. Sama
haust birtust óvænt ný verð
laun, bókmenntaverðlaun
Gunnars Gunnarssonar út-
hlutað af Helgafelli. Voru
þau einh'g veitt Hannesi fyr-
ir sömu bók.
Síðan ekki söguna meir.
Saga þessara tveggja bólc-
menntaverðlauna varð sem
sé sorglega snubbótt. Ekki er
mér kunnugt um hvað valdið
hefur þessum skjóta aldur-
tila eða langa þyrnirósar-
svefni og er þsð tilefni þessa
greinarkorns. í fljótu bragði
mætti láta sér detta í bug
að engin verðlaunahæf bók
hafi komið út síðan 1959.
Leiðir það hugann að þeirri
amerísku rannsóknargerð
sem einhvers staðar ku vera
til og lætur í veðri vaka að
200 þúsund manna hópur
geti vænzt þess að senda frá
sér svo sem ems og e:na sæmi
lega læsilega bók á öld. En
fjarskalega er þá vonlítið fyr
ir okkur að berja saman bæk
ur ef sú eina læsilega er kom
in út á íslandi á þessari öld.
En vera má að önnur skýr
ing sé til á þessari þrálátu
'syfju fyrrgreindra bókmennta
verðlauna. Kannski finnst
hlutaðeigandi ekki lengur
taka því að úthluta þessum
aurum lengur eftir að stjórn-
.málamenn vorir hafa unnið
svo kappsamlega á íslenzku
krónunni síðastl'ðin tíu ár.
En það er til ráð við því:
hækka verðlaunin. Svo má
ekki heldur gleyma því að
þau hafa safnazt'fyrír í tiu ár.
Maetti segja. mér að þessi tíu
Njörður Njarðvík
ára söfnun slagaði hátt vipp í
upphaflegt verðgildi verðlaun
anna. Kannski það hafi líka
verið tilgangurinn.
Annars er mál þetta raunar
alvarlegra en svo að réít sé
að hafa það í flimtingum. Sú
þjóð sem ennþá kennir sig til
bókmennta (á tyllidögum að
minnsta kosti), gerir sárlega
lítið t.l að örva sköpun þeirra.
Listamannalaun eru eins og
allir vita prívateign atvi'nnu-
stjórnmálamanna (eins og
flest.r hlutir hér á landi voru*
og úthlutað eftir þeirra geð
þótta svo sem fjöldi dæma
sannar. Auk þess eru þau nú
orðið varla fyrir meiru en
saltinu í graut.nn. Rithöf-
•undasambandið hefur stofnað
sjóð sem úthlutað er úr í við
urkenningarskyni. Þar taka
þeir sína peninga og gefa sjá'.f
um sér. Varla fitnar stéttin
verulega á því tiltæki. Þar að^
auki er það alltaf dálítið an-
kannalegt að veita sjálfum
sér viðurkenningu. Og þá er
ekki stórt mikið eftir, utan
hinir hófsamlegu styrkir Rík-
isútvarpsins sem deilt er á tvo
-þrjá staði árlega.
Jú reyndar. Gangrýnenaur
dagblaðanna hafa komið sér
saman um að láta steypa
hross úr s lfri einu sinni á
ári og afhenda fyrir það sem
þeir sín á milli kalla bók árs
ins. Vera má það veiti rithöf-
undum nokkra gleði að hafa
þessa litlu styttu uppi á hillu
í stofunni hjá sér En ekki
bætir hún starfsskilyrði rit-
höfunda vitundarögn. Got.t ef
hægt er að fá fyrir hana kind
arskrokk. Nú er að vísu eng
in von til þess að gagnrýnend
ur dagblaðanna geti bætt
sköpunarskilyrði skálda enda
gera þeir varla mikið betur
en draga fram lífið sjálfir.
Og. sömu .sögu, er víst, að
segja um blöð n, nema þá
kannski helzt það þeirra sem
heldur að orðið menning sé
einhvers konar skammaryrði.
Ekki ber að vanþakka fram
lag gagnrýnendanna. En það
er óneitanlega dálítið kald-
hæðnislegt að einu bók-
menntaverðlaun bókaþjóðar-
innar eftir 1100 ára bók-
menr.tasköpun skuli vera of
urlít 1 hrossnefna, þó úr silíri
sé. Hætt er við að Egill
Skallagrímsson og Sighvatur
Þórðarson hefðu látið sér fátt
um finnast slíka viðurkenn-
ingu.
Sannleikurinn er sá að
menning kostar peninga. Það
er að stofna sjálfum sér og
fjölskyldu sinnl í töluverða
fjárhagslega tvísýnu að setj-
ast niður til að skrifa «káld-
sögu. Jafnvel þótt sagan tak-
ist sæmilega1, jafnvel þótt hún
fáist gefin út og sé sæmilega
greidd, þá er ekki nokkur
von til þess að hún standi und
jr tdkostnaði höfundar, nema
þá hún sé þýdd á fjölda tungu
mála. Og það gerist því mið-
ur sjaldan.
Fiarstæða er að ætla að ís-
lenzkir rithöfundar geti lifað
af bst s nni. Eins og forfeður
þeirra mega þeir láta sér
nægja að sinna listsköpun
sinni í ígripum á stolnom
stundum. Af þe m sökum er
dapurlegt til þess að vita
þegar stærsta forlag landsins
helgar krafta sína amerískum
myndabókum og virðist ekki
geta staðið við e'gin yfirlýs-
ingar um smáleg bókmennta
verðlaun.
*
Arbók Þing-
eyinga
Komin er út Arbók Þingeyinga
1967, myndarleg og fjölbreytt bók,
gefin út af Þingeyjarsýslum og Húsa
víkurkaupstað. Ritstjóri er Bjart-
mar Guðmundsson, en auk hans
eiga sæti i ritnefnd þeir Hclgi
Kristjánsson og Þórir Friðgeirsson.
Fyrsti hluti ritsins má heita helg-
aður Kára Sigurjónssyni á Hall-
bjarnarstöðum. Skrifa þeir um hann
Karl Kristjánsson og Sigurður Þór-
arinsson, en auk þess eru birt bréf
og fleira efni eftir Kára.
Þá er fjallað um hundrað ára
ártíð sr. Helga Hjálmarssonar á
Grenjaðarstað. Loks er ýmislegt
efni cftir Bjartmar Guðmundsson,
Arnór Sigmundsson, Þórgný Guð-
mundsson, Jóhann Skaptason, Stefán
Kr. Vigfússon, Jónas Jónsson, Jón
,Tí-
er opin daglega frá kl. 16 — 18.
vý: :M V -*V«Á,.;þÁ"Á m :Á; Á'<:
Skipholti 1 - Sími 19821
Hef opnað lækningastofu
í Domus Medica, Egilsgötu 3, Reykjavík. Viðtalstími eftir sam-
komulagi- Viðtalsbeiðnum veitt móttaka í síma 14433.
Árni Kristinsson læknir.
Naubungaruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer fram nauð-
ungaruppboð að Súðarvogi 26, hér í borg, laugardaginn
18. janúar 1969, kl. 10,30 og verður þar seldur renni-
bekkur, talinn eign Norma s.f.
Greiðsla fari frarn við 'hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Útgerðarmenn - skipstjórar
Fyrirlyggjandi 3ja og 4ra kg. netasteinn-
sendi gegn póstkrötu. I
HELLUSTEYPAN
Garðahreppi, símar 52050 og 51551.
ENSKÁN
Kvöldnámskeið' fyrir fulloröna
BYRJENDAFLOKKAR
FRAMHALDSFLOKKAR
SAMTALSFLOKKAR HJÁ ENGLENDINGUM
SMÁSÖGUR
FERÐALÖG
BYGGING MÁLSINS
VERZLUNARENSKA
LESTUR LEIKRITA
einnig síðdegistímar.
Málaskólinn Mímir
Brautarholt 4, sími 1 0004 og 1 11 09 (kl. 1—7).
E