Alþýðublaðið - 23.01.1969, Page 5

Alþýðublaðið - 23.01.1969, Page 5
MINNING: Valgerður Vigfúsdóttir 23. janúar 196» — ALÞYÐUBLAíJIÐ 5 (d. 12: 1. 1969) Valgerður var fædd 21. nóv. árið 1901 á höfuðbolinu Staðnrfelli á Fellsströnd. Hún var dóttir hjón- anna Maríu Jóhannesdóttur og Vig- fúsar Hallgrímssonar. Þá bjó stór- búi á Staðarfelli afi hennar, liéraðs- höfðinginn Hállgrímur Jónsson. Heimilið- var vel efnunr búið á þeirra tíma ' mælikvarða og góðu vikið að öllurn, sem þar bar að garði. Enda jörðin htunnindajörð, eggjataka ! eyjunum, hrognkelsa- og selaveiðar stundaðar frá búinu. A þessum stað ólst Valgerður. upp lítil stúlka og !ék sér undir féllinu í æskunnar árdegissól. Túnið nær niður að ströndinni og heim að bænum berst ómur frá öldunið í fjörunni. Það er alkunna hversu mjög umhverfi og aðstæður bernsku áranna móta og mynda skaphöfn manna og bernskuheimilið mun ætíð hafa staðið mjög skýrt fyrir hugskotssjónum Valgerðar, enda við það tengdar Ijúfustu minning- ar æskunnar. Orlögin höguðu þann- ig málum, að það átti ekki fyrir henni að íiggja að dveljast lang- dvölunt að Staðarfelli. Hallgrímur afi hennar dó að lokinni nierkri og vinnusamri ævi. A þessum tíma höfðu foreldrar Valgerðar slitið samvistum. Fluttist þá móðir henn- ar, María, til Olafsvíkur með dótt- lir sína og Ólafíu Sveinsdóttur, ömmu mína, scm Hallgrímur á Staðarfelli liafði tekið í fóstur. Þar sá María dóttur sinni og fósturdótt- ur sinni farborða af hagsýni og viturleika við kröpp kjör og var clugnaði hennar við brugðið. Árið 1917 flytzt Valgerður til Reykjavíkur og lióf nám í Kvenna- skólanum. Hún hafði í vöggugjöf lilotið góðar gáfur og var að eðlis- fari athugiil og skýr í hugsun. Árið eftir veiktist hún af berktum og varð að clveljast á. hæli um hríð. Þótt henni bÖtnuðu berklarnir, náði hún sér aldrci futlkomlega og átti við vanlieil.su að stríða upp frá því og til ævitoka. Hún bar sig þó ætíð vet og duldi veikindi sín fyr-, ir öðrum. Hún gekk að ýmsum störfum og réðst um árabil sem ráðskona til Aiexanders Valentínus- sonar, valinkunns hagleikssmiðs. Alexander var glaðvær maður og á heimili lians komu margir gestir. Þar var hún þar til Alexander dó og gæti ég trúað að þau ár hafi vcrið björtust ! ævi hennar, cftir að ihún komst til futlorðinsára. F.ftir þetta vann hún mikið við verzlunarstörf og allt fram á síðasta dag. Vinnu sína stundaði hún meira af vitja og ósérhlífni en mætti. Aðgerðariaus gat hún ekki hugs- að sér að vera og samvizkusemin var með eindæmum. Valgerður var viðkvæm og hjartahlý. Hún var trygglynd vinum sínum og þakklát fyrir ajlt, sem henni var vel gert. En mest hugsaði hún um að hlúá að öðrurn eins og í liennar valdi stóð. Sá, sem eignaðist vináttu lienn- ar, glataði henni ekki nema fyrir eigin tilverknað. Flún var ein af þeim, sem með góðvitja og fórn- arlund gera tífið fagurt. F.g man eftir Völtu allt frá mínúm fyrstu bernskudögum, því foreldrar mín- ir bjuggu í sama húsi og hún, þegar ég fæddist og þar hjó ég til sex ára aldurs. Má því segja, að vinátta okkar hafi hafizt þegar við fæðingu mína, ög rofhaði hún aldrei eftir það; Hún var alla líð tryggur vinur for- eldra minna og okkar systkinanna og var hún okktir börnunum sér- staklega göð. Þegar hún kom í heimsókn átti hún það iðulega til ■ að rifja upp hugljúfar endurminn- ingar lrá a'skudcigum-' mi'iium og var þá . oft hrosað að mínum bernskubrekum. i Það, er erfitt’ að meta hver er mestur og hver hefur varið lífi s!nu réttast. Það er ekki enditega sá, sem stendur með geislabaug frægðarinnar og allra augu beinast að, sem vinnur stærstu sigránh. Með augum góðviídarinnar og í tjósi kærleikans sjast afrek mannanna bezt. Svo dylst oft lind. undlr bergi blá og brunar. tárlirein skugga falin þótt veröldin sjái eigi vatnslind þá í vitund guðs hver dropi er talinn. Með þessum fátæklegu kveðju- orðum vil ég sýna Völlu hinztu virðingu og þakka fyrir þann ein- staka velvilja og umhyggju, sem hún sýndi mér, systkinum mínum. og foreldrum. Þegar starfsorkan er þrotin og hreystin liorfin er gott að fá hvíld. Ef líf er eftir þetta líf, þykist ég þess fullviss, að handan móðunnar miklu muni taka þéí, Valla mín, opnum örmum sá, .sem stýrir hnatta her og himinsins gætir stjórnarlaga. Guðmundur Þórðarson. yAIira meina báiA t Borgarfirði LEIKFÉLAGIÐ GRÍMNIR í Stykkishólmi hefur að undan förnu sýnt gamanleikinn „Allra meína bót“ víða á Snæfellsnesi við ágæta að- sókn og u’ndirtektir. Um næstu helgi verður leikurinn sýndur í Borgarfirði, á laug- ardag kl. 3 og 8,30 síðdegig í Borgarnesi og kl, 4 síðdegjs á sunnudag í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal. Þessi leikur er eftir Pat- rek og Pál og hefur verið sýndur með tónlist Jóns Múla víða um land á undanfömum árum, én fyrst var leikurinn sýndur í Reykjavík undir leikstjórn Gísla Halldórsson- ar með Brynjólf Jóhannesson 1 í aðalhlutverkinu. , Leikstjórn hjá Grírrmi í Stykkishólmi hefur [ með höndum Sævar Helgasoh úr Keflavík, en séra Hj alti' Guð mundsson stjórr.ar 5 níanna hljómsveit sem leikur á sýn ingunum. Aðalleikendurmr eru: Njáll Þorge rsson, Jóa Sv. Pétursso'n, Friðrik R. Guðmundsson, Jósefína Pét- ursdóttir og Gunnleifur: Kjart ansson. „Allra meina bót“ hefur nú verið sýr.t 5 sinnum í Stykk ishclmi og 5 siirnum annars- staðar á Snæfellsnesi og í Döl um. Myndin er úr sýningu Grímu is. Aronskan og útvarpsráð Tómas Karlsson, aðstoðarrit- stjórinn sem framleiðir versta óþverrann ! stjórnmálaskrifum Tímans, birtir þessa daga dálk eftir dálk um afgreiðslu útvarps- ráðs á Aronsmátinu. Sat Túmas í ráðinu sem varamaðúr, þegar málið var afgreitt og ætti því að þekkja það, þótt skrif hans beri þess ekki vott. Benedikt Grondal, formaður útvarpsráðs, tá í inflúenzu, þegar umræddur fundur var hajdinn, og mætti því ekki. Tillagan um að endurtaka samtalsþáttinn um aronskuna var felld af því að þrír sjálfstæðismenn og einn kommúnisti sátu hjá, og hún fékk aðeins tvö atkvæði fram- sóknarmanna. Nú bregður svo við, að Tómas Karlsson hefur upp harðvítugar árásir á Renedikt fyrir þetta mál, og hverfur það algerlega í skugg- ann, að sjálfstæðismenn og komm únisti réðu úrslitum þess. Er þetta gott dæmi um drengilegan mál- flutning og réttsýni Tómasftr Karlssonar, að hann ræðst fyrst og fremst á þann útvarpsráðs- mann, scm ekki var viðsladdur! Tómas gagnrýnir þau fundar- sköp, sem farið er eftir í útvarps- ráði. Hann hefur setið fjölda- marga fundi sem varamaður, en ekki haft fvrir því að spyrjast fyr- ir um, hvaða fundareglutn sé fylgt i ráðinu. Þarf hann þó ekki að fara lengr.a en til aðalritstjóra síns, Þórarins Þórarinssonar, sem liefur setið árum saman í útvarps- ráði og þekkir vel starfsaðíerðir þess. Tómas fylgir yfirleitt þeirri regtu að skrifa fyrst skammir og svívirðingar um menn og málcfni, og kynna sér staðreyndir síðar. Er því rétt að upplýsa, hver er regla útvarpsráðs um afgreiðslu mála með atkvæðagreiðslu. Þessi regla er byggð á langri hefð og befur ekki verið véfengd af út- varpsráðsmönnum árum sarnan, þótt skrifleg fundarsköp hafi aldrei verið sett fyrir ráðið. Reglan er þessi: Til þess að atkvæðagreiðsla sé lögleg afgreiðsla máls, verður helmingur útvarpsráðsmanna (nú minnst 4) að taka þátt í atkvæða- greiðslúnni. Sitji menn hjá, telj- ast þeir ekki taka þátt í atkvæða- greiðslu, nema fram fari nafna- kall. Þetta er sama regla og giidir í þingsköpum Alþingis, en Tómas kannast líklega ekki heldur við þau, þótt hann hafi verið um- svifamikill þingfréttaritari í mörg ár. Þegar efni er boðið til flutn- ings í útvarpinu, hefur samkvæmt þessari reglu verið talið, að það hljóti ekki stuðning, c£ minna en helmingur ráðsmanna taka þátt í atkvæðagreiðslu um það. Þannig hafa mörg hundruð mál verið afgreidd. árurn saman, og hafa. útvarpsráðsmerm ialdrei yéfengt þá afgreiðslu. Það hcfur komið fram, að Bencdikt GröndaL licfði greitt atkvæði með framsóknarmönn- um, ef hann hefði verið á fund- inum, sem fjallaði um aronskuna, Þetta Jtefði Tómas getað fengið að vita nteð einu símtali. Það er því næsta furðuleg ónáttúra, að hann skuli snúa árásum sínum aðallega að Benedikt', en nefna varla sjálfstæðismenn og komm- únistann, sem réðu uirslitum málsins. . wwwwwwwwwwwwwwwww»wwww«wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwv

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.