Alþýðublaðið - 25.01.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.01.1969, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLABIÐ 25. janúar 1969 Ititstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og 'Benedikt Gröndal. Símar:- 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Aug-> lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8—10, Rvík. •— Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald. ■kr. 150,00, í lausasöíu kr. 10,00' 'eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h.f," AÐILD AÐ EFTA Síðastliðinn fimmtudag gekk Gvl|i Þ. Gíslason viðskiptamála ráðierra ásamt tveilm aðstoðar tnöAnum sínum á fund EFTA- •eáðsins í Genf og flutti mál ís- fendinga, er nú sækja um inn- igöngu í bandalagið. Er þetta 'byrjunin á ítarlegri atliugun, sem mun leiða í ljós, með hvaða kjör um líslandi stendur til boða að gerast aðili að EFTA. Þegar það tíæfur verið upplýst, tekiir Al- þingi ákvörðun um, hvort stíga skuli þetta miikilvæga skref eða ekki. Tollmúrar heyra til liðinni tíð. Kú er öld hinna stóru viðskipta- bandalaga í austri og vestri, þar gem hægt er að beita tækninni tii að framieiða í stórum stíl fyrir l'iðfeðm'an markað. Tvö slík efna S'.agsbandalög eru í Vestur- Evrópu, eitt í Austur-Evrópu. Öll ríki í Vestur-Evrópu, nema Spánn og ísland, eru á einhvern wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm hátt í þessum bandalögum. Um 40% aif vöruvilðskiptum Is- lendinga eru (við EFTA-löndin, en þau eru: Bretland, Norður- löndin, Austurríki, Sviss og Portú gal. Hér er um að ræða svæði með 100 milljónum íbúa, og mundu íslendingar smám saman fá tolfrjálsan aðgang að því, ef til aðildar kæmi. íslenzkur sjávarútvegur ætti að hagnast verulega á aðild að EFTA. í Bretliandi, sem er eitt mesta markaðsland okkar, er 10% tollur á frystum flökum, síidar- lýsi, fisklmjöli, niðursoðnum fiski, hvalkjöti, hvallýsi og fryst um rækjum, svo að nokkuð sé nefnt. Þá ætti að op'nast mögu- ieikar til íað afla nýrra markaða, tii dæmis í Sviss og Austurríki. íslenzkur iðnaður hefur mestra hagsmuna að gæta í þessu sam- handi. Hinn mikli, tollfrjálsi markaður skapar algerlega nýja möguleika til útflutningsiðnaðar hér á landi, og verður þjóðin raunar hvort eð er iað fara inn á þá braut til að tryggja 34.000 rnanns atvinnu, sem bætast á vinnumarkaðilnn 1965-85. Verður að gera sérstakt stórátak til að gera þetta kleift. Vandi málsins er að sjálfsögðu sá, að íslendingar verða líka að fella niður tolla á innfluttum vör um á árabili. Hér er fjöldi iðn- fyrirtækja, sem nýtur meiri eða minni tollverndar, og starfa þar tæplega 4.000 manns. Þessum fyrirtækjum Iverður að sjá far- borða, með breyttum istarfshátt- um, svo að þau lilfi flest áfram — eða íað fólkið hafi trygga atvinnu hvað sem öðru líður. Fleiri erfiðleikar eru samfara aðild að EFTA, svo sem ýmsar sameiginlegar reglur um efnahags mál og ekki sízt atvinnurekstrár ákvæði. Þarf að grandskoða þau og leggja fyrir þjóðina, hvað um er að ræða, áður en ákvörðun verður tekin. Aðild að EFTA mundi verða ör- lagaríkt skref. í því fælust nýir möguleikar til betri afkomu, en líka ýmsar erfiðar kvaðir. En ísland getur ekki einangrað sig, heldur verður að samlagast þeim heimi, sem við húum í. Vonandi tekst það og her góðan ávöxt, þannig að siglt verði framhjá öll- um hættrnn. - SKIPTAFUNDUR verður haldinn í skrifstofu borgarfógeta að Skólavörðusfíg 12, Rvík., í þrotabúi Hvalfells h.f., Reykjávík, sem úrskurðað var gjaldþrota 17. des. sk, miðvikudaginn 29. þ.m. og hefst kl. 10 f.h. Skiptaráðandimi í Reykjavík, 22. janúar 1969, Sigurður M. Helgason (sign). AUGLÝSINGASÍMI ALÞÝÐUBLAÐSINS 14906 AÐALFUNDUR Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn í Tjarnarbúð í dag, laugardaginn 25. jánúarkl. 15. \'y Dagskrá samfevæmt félagslögum. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. ... /' ____________________________ Imtrömmun JBBJÖBNS BENEDIKTSSONAB íájtóUsstræti 7 Etlendar fréítir i stuftu máli PEKING 23. 1. (ntb-afp>; Aðalntálgagn kínvcrslcra konimúnista, „Dagblað fólksins“, heldur því fram í dag, að Rússar séu nú að hlaða varnargarða og fjölga herinönnum á landa mærum Kína og Mongó- líu í því skyni að ein- angra Kínverja en snúast á sveif með vestrænmn lieimsvaldasinnum. VÍNARBORG 24. 1 ÍTitb reuter): 17 ára gantall ung verskur nemandi, sent bar eld í föt sín á mánudags- kvöldið lézt í dag. Þá hafa alls 8 æskumenn reynt að brenna sig til bana í vikunni, 6 í Tékkð slóvakíu, 1 í Júgóslavíu og 1 í Ungverjala&di FRANKFURT 24. 1. (ntb- reuter): Þýzk franski stúdentaleiðtoginn Daniel Cohn Bendit, „Rauði Benni“, söng Alþjóðasöng jafnaðarmanna hástöfum fyrir vestur-þýzkum rétti í dag, er honum var til- lcynnt að átta mánaða skil orðshundinn fangelsis- dómur hans, hefði verið lækkaður í sex ntánuði. SAN FRANCISCO 24. 1. (ntb- reuter): Bandaríska lögreglan handtók í dag 420 stúdenta, er safnazt höfðu saman til ólöglegs fundahalds við háskólann í San Francisco. Stúdent- arnir voru allir látnir laus ir skömmu síðar. AÞENU 24.1. (ntbreat- cr): Fjórir karlmenn og ein kona voru í dag dæmd til 16 ára fangelsisvistar af herdómstóli í Aþenu. Var þeim gefið að sök að hafa reynt að steypa J grísku herforingjastjórn- inni og koma á kommón- istisku stjórnarfyrirkomu lagi. ’NEF WWWMM»WMWWMMW*WM > vi*'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.