Alþýðublaðið - 25.01.1969, Blaðsíða 4
4 AUÞÝÐUBLA2HÐ 25. íanúar 1989
Auglýsing
um gjaiddaga fyrirframgreiðslu
opinberra gjalda 1969.
Samkvæmt reglugerð um sameiginlega inn-
íheimtu opmberra gja'lda nr. 95/1962 sbr.
reglug. nr. 112/1963 og nr. 100/1965, ber
íhverjum gjaldenda í Reykjavík að greiða á
fimm gjalddögum frá febrúar til júní, fyrir-
•fram upp í opinber gjöld, fjárhæð, sem svarar
helmingi íþeiirría gjalda, er á hann voru 'lögð
síðast liðið ár.
Gjöldin eru þessi:
Tekjuskattur, eignarskattur, námsbókagj ald,
kirkjugjald, lífeyristryggingagjald, slysa-
tryggingagjald, iðnl'ánasj óðsgjald, íaim.trygg-
ingasjóðsgjald, tekjuútsvar, eignarútsvar, að-
stöðugjald, atvinnuleysistryggingagjald,
kirkjugarðsgjald, launaskattur, iðnaðargjald
og sj úkrasamlagsgj ald.
Fjárhæð fyrirframgreiðslu var tilgreind á
gjaldheimtuseðli, er gjaldendum var sendur
að lokinni álaigningu 1968 og verða gjald-
seðlar vegna fyrirframgreiðslu því ekki send
ir út nú.
Fyrsti gjalddagi fyrirframgreiðslu er 1. febrú
ar n.k.
Kaupgre'Jðendum ber að halda eftir opinber
um gjöldum af launum starfsmanna, skv.
ókvæðum fyrrgreindrar reglugerðar, og verð
ur lögð rík áherzla á að full skil séu gerð
reglúlega.
G|aldheímtustjdrinit.
MINNING:
THOROLF SMITH
THOROLF SMITH var um
margt óvenjulegur maður og ó-
gleymanlegur öllum er honum
kynntust. Þegar ég renni huganum
yfir það stutta tímabil, - sem við
þekktumst, blasa við litríkar mynd-
ir af manninum Thorolf Smith;
myndir af gáfuðum tilfinninga-
manni, sem á fremur stuttri ævi
gekk um í heimi skugga og ljóss,
þar sem ljósaskipti voru tíðari en
hjá fiestum. — En hver svo sem
myndin verður, er sú skýrust, sem
leiftrar af sterkum litum liins ó-
venjuicga persónuleika Thorolfs
Smith; kímnigáfu, hnyttnum til
svörum, frábæru minni og vit-
neskju um ólíklegustu hluti. — Það
á kannski ekki við ’í minningar-
grein, en einmitt þegar ég skrifa
þessar línur um Thorolf, get ég
ekki að mér gert að brosa, þegar
mér detta í hug allar þær ánægju-
stundir, er við áttum saman, aliir
hlátrarnir og kátínan er fylgdi hon-
um og frásögnum hans af atburð-
um og mönnum, sem hann kynnt-
ist á viðburðaríkri ævi. Með Thor-
olf hefi ég hlegið meira en nokkr-
um öðrum manni. — Ég minnist
einnig viðkvæmninnar í fari hans,
og ekki er ótrúlegt að hann hafi
verið viðkvæmari en svo, að þessi
heimur hæfði honum. I hverjum
manni cr brotalöm, en mörgum
tekst að hylja liana. En, Thorolf
var þannig farið, að aðeins verða
eftir þessar þægilegu og skemmti-
legu minningar. Elann var sam-
blaud a£ velmenntuðum og fáguð-
um heimsmanni og viðkvæmum
dreng, og sé hægt að tala um mann
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR:
HÁDEGISVERÐARFUNDUR
verður lialdinn n.k. laugardag k 12.15 í Iðnó uppi.
Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands íslands talar um
kjaradeilumar.
Félagar eru hvattir til þess að fjölmenna og taka með sér gesti.
— Þáttíaka tilkynnist skrifstofu Alþýðuflokksins fyrir föstudags-
kvöld. Sími 15020.
STJÓRNIN.
l’HOROLF SMITH.
„andstæðnanna” • var Th'orolf
Smith það.
Ég ætla mér ihvorki að rekja
æviatriði Thorolfs né tala um
fréttamanninn Thorolf Smitli. Það
er fyrst og frcmst hið mannlega í
eðli hans, sem verður mér hug-
stætt. Þcssi óræða, en þó auðráðna
lyntliseinkunn hans, sem mér kom
oft í opna skjöldu, þótt ég telcli
mig þekkja manninn. — Þá er það
Thorolf Smith, sem réði yfir því-
líkum hafsjó af fróðleik, að eng-
inn dró í efa Salomons-dóma hans
um ártöl, mannanöfn eða söguleg-
ar staðreyndir. Þótt ekki væ'ri nema
fyrir þann fróðleik, sem hann
rniðlaði mér, á ég Thorolf mikið
að þakka. Ég held, að við öli, sem
kynntumst Thorolf, værum mun
fátækari ef leiðir okkar hefðu ekki
legið saman. Viljandi eða óvilj-
andi kenndi harín okkur ýmislegt,
sem nkkur kemur til góða í dag-
legu lífi.
A fréttastofu útvarpsins höfum
við orðið að sjá á bak þremur önd-
vegismönnum á skömmum tíma.
Fvrst var það Hendrik Ottásson,
þá lórt Magnússon og ríú Thþrolf
Smitli. Þetta ei\mikil blóðtakaj fyr-
ir stofnun, sem svo ímög þurfti
á gáfum þessara mann^að haida.
En það sem þcir kenndu okkur,
situr eftir. Það er gaman að hafa
þekkt þessa sómamcnn.
Kú, þegar Thorolf Smith er dá-
inn, hafa í raun orðið kynslóða-
skipti í starfshópi okkar. Abend-
ingar og föðurlegt tiital T.horolfs
er' ég þakklátur fyrir, erí efst í
'hugh mér verður þó ævinlega
myndin af .manninum, sem gerði
tilveruna litríkari, skemmtílegri
og ánægjulegri.
. Arni Gunnarsson.
SÍMASKRÁIN
1969
Síjnnotesidnr í Reykjavík, Kópa-
vogi, Gardahreppi, Hafnarfirói og
Selfjarnarnesi.
Vegna útgáfu nýrrar símskrár eru símnotend
ur góðfúslega beðnir að senda breytifngar
skriflega fyrir 1. febrúar n.k. til Bæjarsím
ans auðkennt símskráin.
Bæjarsíminn.
Skrifstofustúlka óskast
Opinber stoínun óskar effir að ráffa skrifstofustúlfcu nú
þegar. Góð reknings- og nokkur vélritunarkunnáíta nauð.
synleg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins tfyrii- 31. janúar
1969, merkt „Janúar 1969“.