Alþýðublaðið - 11.02.1969, Page 5

Alþýðublaðið - 11.02.1969, Page 5
ALÞYBUBLAÐIÐ 11. febrúar 1969 5 KRISTJÁN ÞORGEIRSSON: Við skulum hafa stjórn A ÞEIM erfiðleikatímum í at- vinnu- og efnahagslífi okkar Is- lendinga, er ekki nema eðlilegt að hugleitt sé hvers vegna þessir erfiðleikar hafi orðið til. Hvers vegna er nálega allur atvinnu- rekstur okkar rekinn með tapi? Hvers vegna er atvinnuleysi á Is- landi í dag? Þessar spurningar eiga að nokkru leyti eitt svar. Hér hefur um áratuga skeið ríkt stefna einstaklingshyggjunnar, skipu- lagsleysisins og stjórnleysis í fjár- festingu og uppbyggingu atvinnu- 'fyrirtækjanna. Afleiðingar þessa stjórnleysis hafa orðið þær, að hér hefur sprottið upp fjöldi fyrir- tækja í sömu atvinnugrein, sem leitt liefur til þess, að ekkert þeirra liefur borið sig vegna fjölda fyrirtækjanna og fámenn- is þjóðarinnar. Þar við bætist, að lánastefna bankanna er slik, að fjármagn það, sem fyrir hendi er, nýtist illa og ekkert eftirlit er haft með því, hvort það fjár- magn, sem ætlað er til atvinnu- rekstursins, fer til hans eða ekki. Það stjórnleysi, sem hér hefur ríkt í þessum málum, getur kann- ski gengið í góðæri, meðan afl- inn eykst og verðlag á erlendum mörkuðum hækkar, en þegar slíkt er ekki lengur fyrir hendi, þá eykur þetta stjórnleysi erfið- leikana og gerir þá enn verri viðfangs en vera þyrfti, ef við hefðum búið við skipulega upp- byggðan atvinnurekstur, þar sem höfð hefði verið stjórn á fjárfest- ingu, lánurn og styrkveitingum til atvinnuveganna. HER verður núverandi ríkis- stjórn að breyta um stefnu í þess- um málum. Lengra verður ekki haldið á þessari braut. Eg geri mér fullkomlega ljóst, að núver- andi erfiðleikar okkar eru að hluta til vegna utanaðkomandi erfiðleika, svo sem verðfalls og aflabrests, en það er ekki öll sagan. Það er ekki hægt að af- saka úrelta og ranga stefnu í efnahagsmálum með verðfallinu og aflabrestinum einum. Efna- hagsörðugleikarnir nú sýna okk- ur, hversu hið mikla frelsi í, efna- hagslífinu bjó okkur vel undir þau áföll, eða hitt þó heldur. Hér þarf að koma til heildarstefna með áætlun um uppbyggingu at- vinnuveganna, sem mörkuð er af styrkri ríkisstjórn. Heildarstefna byggð á raunsæi með þjóðarhag fyrir augum. Það verður að taka upp nýtt kerfi í útlánum lánastofnana til atvinnuveganna, til þess að koma í veg fyrir það skipulagsleysi, sem þar rikir. Það er kannske að bera ! bakkafullan lækinn að tala um að stofna enn eitt ráðið eða nefndina, svo margar eru þær nú orðnar. En ég tel eigi að slð- ur nauðsynlegt að komið verði á 1 fót eftirlitsstofnun með fjárfest-. ingu atvinnuveganna. Ungir jafn- aðarmenn ályktuðu á síðasta þingi sínu um þetta mál sem hér seg- ir: „Af hálfu bankakerfisins og fjárfestingarlánasjóða verði komið á fót sameiginlegri eftirlitsstpfn- un með því, að atvinnufyrirtæki séu rekin með fyllstu hagkvæmni og tryggt verði, að þegar lánsfé er veitt til uppbyggingar nýrra fyrirtækja, sé fyrir hendi öruggur rekstrargrundvöilur og séu þau þjóðhagslega arðbær.“ Þessi sama áiyktun fékkst sam- þykkt á flokksþingi Alþýðu- flokksins, og vænta því ungir jafnaðarmenn þess, að flokkurinn framfylgi þessari stefnu. • ALMENNINGUR í landinu unir því ekki len^ur, að af þeirn séu teknar hundruð milljóna ár- lega og pft á ári, og því fé svo ausið út um hvippinn og hvapp- inn eftirlitslaust með öllu. Við Shontvm UjVGltl Jiixintitmxn verðum að setja heildaráætlun um uppbyggingu atvinnulífsins, við verðum að koma á fót öflugra eftirliti með fjárfestingu atvinnu- veganna. F.n slíkt má ekki fram- kvæma með gamla „hrossakaupa- lagilíu," það verður að gerast fyrir opnum tjöldum. Það hlýtur að vera krafa almennings, sem gr.eiðir þessar milljónir, að um hver áramót verði birt skrá yfir þau fyrirtæki, sem notið hafa styrks eða fyrirgreiðslu af opin- beru fé. A þeirri skrá yrði getið upphæðar, sem hver einstakur hefur fengið, því sannarlega er það engum íslenzkum skattgreið- anda óviðkomandi, hvað við sam- eiginlegan sjóð okkar allra er gert. Efnahagsörðugieikar þjóðarinn- ar krefjast nýrra úrræða og nýrra vinnubragða, ef jafnvægi á að nást í atvinnulífinu. Það hlýtur þv! að vera krafa okkar jafnaðar- manna að á þeim málum verði ekki tekið með neinum silkihönsk- um. Því þegar öilu er á botn- inn hvolft, þá stendur efna- hagsiegt sjálfstæði þjóðarinnar og um leið frelsi hennar sem þjóð- ar því aðeins, að treystur sé grunnur atvinnuveganna, á þvn byggist lífsafkonia okkar allra. Aff því ber okkur að stefna, — annað ..er okkur ekki sæiriandi.. Kristján Þorgcirsson. WWWWWWWWMVtWWWttttWttttWttWWWttWWWtWttMtWWWItttWtWtWtMtWWttttttttt^Hwwww^ww^^ STARFSREGLUR AIVINNU MÁLANEFNDAR RfKISINS A ráðstefnu þeirri, sem haldin var með atvinnumálanefndum hér- aðanna dagana 27.—29. janúar, voru settar reglur um starfsemi atvinnu- málanefndanna. Þá hefur Atvinnu- málanefnd ríkisins á fundum sín- um að undanförnu tekið frekari ákvarðanir um starfsemi sína. Megintilgangur með starfsemi atvinnumálanefndanna er að útrýma því atvinnuleysi, sem nú hefur orð- ið, og efla heilbrigðan atvinnurekst- ur svo að atvinna sé betur tryggð í landinu í framtíðinni. Mun At- vinnumálanefnd ríkisins gera til- lögur til rlkisstjórnarinnar, fjárfest- ingarsjóða, annarra lánastofnana og annarra aðila um aðgerðir í þessu skyni eftir því, sem tilefni gefst til. Þá n^un nefndin veita lán af þeim 300 m. kr., sem ger.t er ,ráð fyrir, að hún hafi til ráðstöfunar, til að auka atvinnu í fyrirtækjum, sem nú eru starfandi, hefja að nýju rekstur atvinnutækja, sem ekki hafa verið starfrækt að undanförnu, og stuðla að útvegun nýrra atvinnu- tækja, þegar það á við. Lán verða v.eitt til arðbærra atvinnufram- kvæmda, er leiða til sem mestrar atvinnuaukningar, en geta ekki fengið nægilegt fjármagn frá fjár- festingarsjóðum og öðrum lánastofn- unum. Lánin verða veitt sem stofn- lán vegna nýrra framkvæmda og meiriháttar endurbóta á tækjum og mannvirkjum og til að bæta fjár- hagslega uppbyggingu fyrirtækja, þegar það er nauðsynlegt til að fvr- irtækin geti aukið atvinnu í starf- semi sinni. Um lánskjör hefur enn ekki vérið tekin ákvörðun. Gert er ráð fyrir, að við sérstakar aðstæður geti verið um styrkveitingar til at- vinnufyrirtækja að ræða, vegna kostnaðar við tæknilegar athuganir og undirbúning og til aukningar eigin fjár fyrirtækisins. Enda þótt lán til atvinnufyrirtækja sitji í fyrirrúmi, rnunu lán þó einn- ig veitt til opinberra framkvæmda. Mun þetta einkurn gert í því skyni að flýta fyrir framkvæmdum, sem veita verulega atvinnu og hafa mikla þýðingu fyrir framtíðarþróun at- vinnuilfs á staðnum. Er ætlazt til, að sllk lán geti yfirleitt endurgreiðst tiltölulega fljótt af reglulegum fram- lögum ríkis eða svcitarfélags eða af venjulegu lánsfé. Umsóknir um lán og styrki skulu sendast Atvinnumájanefnd rlkisins, c/o Efnahagsstofnunin, Laugavegi 13, Reykjavík. Afrit af umsókninni skal sent formanni atvinnumála- nefndar hlutaðeigandi kjördæmis, sem einnig mun, ef þess er óskað, taka við umsóknum og koma þeim áleiðis til Atvinnumálanefndar rík-* isins. Við umsóknir atvinnufyrir- tækja skal nota eyðublöð Atvinnu- jöfnunarsjóðs, en þau er unnt að fá hjá Atvinnujöfnunarsjóði, Lauga vegi 77, Reykjavík, I Efnahagsstofn- uninni, hjá formönnum atvinnu- málanefnda kjördæmanna og einn- ig, þar sem sérstaklega stendur á, fyrir milligöngu einstakra nefndar- manna. Við umsóknir um lán til opinberra framkvæmda skal ekki nota sérstakt eyðublað, heldur gera grein fyrir umsókninni I bréfi til Atvinnumálanefndar ríkisins með afriti til formanns hlutaðeigandi kjördæmanefndar, sem einnig Veitir slíkum umsóknum móttöku, ef þess er óskað. Kjördæmancfndirnar, At- vinnujöfnunarsjóður og Efnahags- stofnunin munu veita væntanlegum umsækjendum allar frekari upplýs- ingaf eftir því, sem óskað er. Athuganir á umsóknum munu framkvæmdar af starfsmönnúm At- vinnujöfnunarsjóðs og Fram- kvæmdasjóðs og af qðrum opinber- um að.ilum eftir því, sem við á. Stefnt verður að þvl, að athuganir taki sem skemmstan tíma, og athug- anir á þeirn framkvæmdum gangi fyrir, sem vænlegar eru til skjótrar atvinnuaukningar. Álits hlutaðeig- andi kjördæmanefndar verður ætlð aflað og umsóknir ræddar við hana eftir því, sem tilefni gefast til. Lán eða styrkir verða ekki veitir, ef fyrir liggur neikvæð umsókn kjör- dæmanefndar. Atvinnumálanefnd rlkisins mun taka öll þau mál, er’ þýðingu hafa fyrir atvinnuástandið, til umræðu og athugunar og gera um þau til- lögur eftir því, sent ástæða er til. Sérstaklega mun nefndin kanna álit og tillögur frá atvinnumála- nefndum héraðanna -um aðgerðir til aukningar atvinnu. Á fundum nefnd arinnar að undanförnu hafa þ,er hugmyndir og tillögur, er fram komu á ráðstefnunni með héraðs- nefndunum, verið til umræðu, en frá þeim nefndum er að vænta ítar- legri upplýsinga og tillagna á næst- unni. Þá hefur nefndin haft til at- hugunar og umræðu þær ráðstaf- anir til að auka rekstrarfé fyrirtækja og flýta lánveitingum, sem nú eru komnar lil framkvæmda. SÖLUSKATTUR Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 4. ársfjórðung 1968, svo og nýálagðar hækkanir á söluskatti eldri tímabila, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi 14- þ.m. Dráttarvextir eru 11/2% fyrir hvern byrjaðan mánuð frá gjalddaga, sem var 15. jan. s-l, Eru því lægstu vextir 3% og verða innheimtir frá og með 17- þ.m. Hinn 17. þ.m- hefst án frekari fyrirvara stöðvun atvinnur rekstrar þeirra; sem eigi hafa þá skilað skattinum. Reykjavík 10. febr. 1969. Tollstjóraskrifstofan Arnarhvoli-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.