Alþýðublaðið - 11.02.1969, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.02.1969, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ 11. febrúar 1969 „ALKÓHÓLISMI ER STÆRSTA HEILBRIGÐ ISVANDAMÁLIÐ Á ÍSLANDI“ Þannig hljóðar fyrir- sögn í bæklingi’ sem Á- fengismálafélag íslands gefur út. En hvar eiga íslenzkir áfengissjúklingar at- hvarf? Þeir staðir eru næsta fáir og smáir. Það skyldi þó ekki stafa af því, að fæstir viðurkenna alkóhólisma sem sjúkdóm? Til að fá nokkra mynd af áfengismálum á ís- landil, töluðum við við Steinar Guðmundsson, f ramkvæmdast j óra Á- fengismálaféla-gs ís'lands. —■ Steinar, hv.er voru þín fyrstu kynni af áfengisvörnum? — Þau -eru nú dálítið langt sótt, eða þegar ég sjálfur fékk aðstoð annarra fil að hættn drykkju. Og það eru þrettán ár síðan- Þá var ég búinn að drekka í tuttugu ár, hafði reynt að hætta og gat það ekki- En Bláa bandið var þá nýstofnað og þannig var, að ég hafði ver- ið á fylliríi í fjóra eða fimm daga og var alveg útkeyrður. Og ég lendi uppi á Bláa bandi á nýársdag. Ég var þar í sjö daga, og síðan hef ég aldrei smakkað vín- Þarna var það sem sagt ég, sem fékk að njóta þess arna. Nú, svo tekst mér að vera ófull ur árum saman, ég fer í AA- sam-tökin og starfa þar alltaf að áfengishjálp. En Bláa band- ið á Flókagötunni hættir smám saman að starfa eins og það gerði, það verður meira til langdvalar og loks hættir það alveg; ríkið tekur við og það er gert að lækningatiTrauna- stöð og geðveikráhæli í ígríp- um frá Kleppi. Og síðan það var gert, er hvergi staður til að koma fyrir vjrkum alkóhól ista, eins- og ég var þá, til 'að hann geti áttað sig- Rætt við Steinar Gnðmundsson, fram . kvæmdastjóra ÁMf ,Síðan hef ég ekki bragðað vín Hugmynd að skyndi- hjúkrunarstöð — Síðan ihefur vaknað hjá íþér hugmyndin um skyndihjúkr unarstöð? — Þetta hefur verið að brjót ast í mér svona í þrjú ár og spratt; mikið ti.l upp úr því, að ég var með drykkjusjúkling upp á Heilstiverndiarstöð og sé, að hann er að verða mjög veik ur og bið u.m hj álp fyrir hann og þeir segja, að það 'sé >etyki í sínum verkaiiring. Þá hringi ág inn á Klepp og bið þá um að ta'ka við honum, en þeir segja að það sé ekki hægt, nema hann sé kominn með deleríum tremens, eða á lífshættulegt stig- Nú, ég þorði ekki að hætta á neitt cg segja, að vo væri, því ég vi'ldi náttúrlega ekki vera að ljúga sjúkling inn á þá. Svo ég var bara rekinn út af stöðinni með þennan sjúk ling, sem var mi'klu veikari en ■margt það fólk, se.m tekið er inn á sjúkra'húsin í neyðartil- fellum. Síðan hef ég róið að því öll- um árum að vekja áhuga manna á að koma upp skynd'lijúkrunar stöð, sem gæti tekið við svona mönnum- Og ég talaði við marga um þetta, skrifaði enn fleirum. Endirinn er sá, að þarna er kominn tuttugu mianna ■hópur af ágætisfól'ki, .sem allt hefur lagt sig fram um að gera stofnun ÁMÍ mögulega og koma fyrs,t og fremst skyndihjúkrunar stöð á laggirnar og láta síðan allt til sín taka, sem alkóhól- isma viðvíkur- — Hefurðu kynnt þér áfeng ismál erlendis? — Ég hef fyrst og friemst afl að mér vitne-kju með stöðug- um bréfaskriftum við áfengis- málafélög í Bandaríkjunum og þá er ■sérstaklega að geta hins stóra félags National Council on Alcholism (NCA), sem hefur veitt mér feikilega miklar upp lýsingar, og er reiðubúið að veita okkur alla þá aðstoð, sem það megnar- Fór til Bretlandís og kynnti mér áfengisvarn ir — Þú hefur farið utan týl þess að komast í snertingu við áfengisvarnir? — Já. Ég hafði alla mína þekkingu frá Bandaríkjunum, og fannst ég yrði að fá evrópsk an vettvang inn í myndina- Til Bretlands fór ég til að kynna mér félagslegt svið þess- ara mála, og byrjaði á að setja mig í samband við fólk í Lon- don, sem vinnur úti á akrinum, ef svo mættj segja. Fólk í Lon don, sem stendur í félagsvörn- um við alkóhólisma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.