Alþýðublaðið - 12.02.1969, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 12.02.1969, Qupperneq 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 12. febrúar 1969 3 Stjórnarfrumvarp um hækkun á bótum Almannatrygginga: annarra 17% I í gær var lagt fram stjórnarfrumvarp um hækk- un á bótum almannatrygginga. Helztu ákvæði frum varpsins eru þau, að frá jan. 1969 skulu fjölskyldu- skyldubætur hækka um 10% frá því sem þær voru á árinu 1968. Fæðingarstyrkur skal frá sama tíma vera kr. 10.200 við hverja fæðingu. Aðrar bætur skulu eftir því sem við getur áít, hækka um 17% frá sama tíma, Hækkunin skal, að því er við kem- FLOKKSSTARF ur bótum fyrir janúar og febrúar, greidd með bót- um marzmánaðar 1969. í lathjugase'mduní segir m.a. að við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1969 ‘hafi ríkisstjórnin beitt sér fyrir iþví, að framla'g ríkis sjóðs til almannatrygginga yrði hækkað um 90 millj. kr. frá jþví sem það var áætlað, er frum varp til fjárlaga var lagf fram í þingbyrjun. Sé lagt til að af þeirri fjárhæð verði 29,2 millj. kr. varið til hækikunar fjölskyldu ibó'ta, en 60.8 millj. kr. til 'hækk usnar. á öðrum bótum lífeyristrygg inga. Síðan hafi verið gert ráð fyrir, að hlutur anniaiTa framlagsaðila 'hækkaði í hlut- falli við síðarnefndu fjárhæð ina, og samkvœmt því verði heildanlæk'kun fnamlaga til líf ■eyristrygginga 198,1 milljón króna. Málverka- I sýning Á Mokkakaffi við Skólavörðustjg sýnir Eyjólfur Einarsson listmálari 13 olíukrítarmyndir, scm hann njál- aði fyrir skemmstu í „einu temp- ói“, eins og hann segir sjálfur. Eyjólfur hóf sitt myndlistarnám í kvöldskóla sjá Sigurði Sigurðs- syni og fór árið 1962 til Kaup- mannahafnar, þar sem hann lærði við Listakademíuna næstu fimm árin. Síðan hefur hann farið ýmsar „ævintýraferðir“ til úrlanda, eins og hann orðar það. þíðasta sýning hans var í Boga- sal Þjóðminjasáfnsins árið 1964, ;en hann kveðst aldrei hafa átt verk á samsýningum, hvorki hér né er- lendjs. Verð málverkanna er frá 2000 til 3 200 krónur og þau verða s|nd á Mokka næsta hálfa mánuðinn. FÉLAGSVIST Fyrsta spilakvöld Albýðuflokksfélags Reykjavíkur á þessu ári verður haldið að Hótei Borg næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 8.30 stttndvíslega- (IMunið að þeir' sem em mættir fyrir kl. 8.30 þurfa ekki að borga rúllugjald.) Veitt verða góð kvöldverðlaun. iStjórnandi verður Gunnar Vagnsson- Fólk er hva't til að fjöl- mcnna, mæta stundvíslega og taka með sér gesti. Stjómin., leikin vestan hafs Iteykjavík — St. S. Þjóðleikhúsið mun halda í sýn- ingarför til Vesturheims með Is- landsklukkuna þann 16. júní næst- komandi. Guðni Þórðarson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Sögu, hefur gert Þjóðleikihúsinu ferðina mögulega með því að taka á leigu flugvél, sem jafnframt mun flytja ferða- menn. Séra Olafur Skúlason verð- ur fararstjóri allrar ferðarinnar. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, mun væntanlega taka þátt í ferðinni. Á fundi með fréttamönnum kvaðst Þjóðleikhússtjóri þegar hafa skrifað forseta Þjóðræknisfélagsins ytra og ýmsum öðrum forystumönn um um þessa för. Elefðu undirtekt- ir verið mjög góðar. Islandsklukkan verður fyrst sýnd 17. júní í Winnipeg, en þá heldur fólk þar af íslenzkum ættum dag- in hátíðlegan. Sjö sýningar til við- bótar þessari verða að líkindum haldnar og tvær síðustu utan Is- lendingabyggða, eða í Chigaco og New York. Verkið verður flutt stytt. Um það bil klukkutími hefur verið skorinn af sýningunni frá því, sem hér var. Auk þess verður saminn á ensku útdráttur úr leikritinu til að auð- velda áhorfendum að fylgjast með. Leikurum hefur verið fækkað, en margir þeirra leika fleiri en eitt hlutverk. 16 leikarar verða f förinni, sem Guðlaugur Rósinkranz, Þjóð- leikhússtjóri, stjórnar fyrir hönd Þjóðleikhússins. Flogið verður vestur í DC-6-B flugvél, sem tekur 90 manns, en ferðin er hugsuð sem hópferð á vegum Sunnu. Hún mun kosta 47.900 krónur, en tekið verður upp nýtt greiðslufyrirkomulag á henni fyrir þá, sem láta skrá sig fyrir 1. marz. Þeir geta fengið að borga út mánaðarlega 8.000 krónur af andvirði fargjaldsins. Auk þessa er áríðandi, að menn láti skrá sig fljótt vegna þess, að í Lögberg- Heimskringlu verða birtir listar yfir þá, sem verða með i ferðinni, HINN 7. jan. sl. var auglýst laus staða bókafulltrúa ríkisins. Af því tilefni sendi Bókavarðafélag Islands menntamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, eftirfarandi ályktun: „Fundur í Bókavarðafélagi Is- lands 19. janúar 1969 lítur svo á, að við skipun í starf Bókafulltrúa ríkisins, sem nú er auglýst til um- sóknar, beri að velja þann mann einan, er starfað hefur í bókasafni, er gjörkunnugur bókasafnsmálum og með nægilega þekkingu á al- mennum bókasafnsfræðum. Við viljum ennfremur benda á 28. grein laga um almenningsbókasöfn, sam- þykkt á Alþingi 19. apríl 1963, sem hljóðar þannig: „Menntamálaráðherra skal skipa hókafulltrúa ríkisins. Bókafulltrúí skal hafa eftirlit með öllum almenn- ingsbókasöfnum landsins, leiðbeina stjórnum þeirra og bókavörðum um bókaval, húsbyggingar, ráðningu starfsmanna og allt, sem lýtur að rekstri bókasafna. Hann skal efla menntun bókavarðastéttarinnar í samráði við Háskóla Islands og Bóakvarðafélag Islands með nám- skeiðum og útgáfu fræðslurita. Einnig skal bókafulltrúi vera ráðu- nautur menntamálaráðuneytisins um öll málefni almenningsbóka- safna.“ Hér eru þær skyldur lagðar á herðar bókafulltrúa ríkisins, sem að eins bókasafnsmanni með reynslu og þekkingu er unnt að leysa af hendi.“ - Umsóknarfrestur rann út 25. }an, og reyndttst þá hafa sótt um stöð- una þrír starfandi bókaverðir og fjórir aðrir, sem annað hvort hafa mjög litla reynslu af bókasafns- rekstri eða alls enga. Hinn 9. febr. var tilkynnt, að Stefáni Júlíussyni rithöfundi hafi verið veitt staðan, þrátt fyrir ótvíræða yfirburði ann- arra umsækjenda, að því er varðar sérmenntun og reynslu. Því hefur Bókavarðafélag Islands ákveðið að gera opinberiega grein fyrir fjórum af umsækjendunum, bókavörðunum þremur og þeim, sem staðan var veitt. Verður rakinn starfsferill þeirra í þágu bókasafna og mennt- un á því sviði. Anna Guðmundsdóttír hóf störf í Bókasafni Hafnarfjarðar árið 1941 og starfaði þar sem aðstoðarmaður til 1955. Síðustu fimm ár þess tíma- bils mátti þó heita, að hún hefði alla umsjón með -safninu. Árið 1955 var hún ráðin forstöðumaður safns- ins og hefur gegnt því starfi síðan. Á þeim árum hefur bókakostur þess vaxið úr 11 þús. bindum í 35 þús. bindi. Sumarið 1956 dvaldist Anna í Danmörku og kynnti sér rekstur almenningsbókasafna. Síð- an hefur hún fjórum sinnum farið til Norðurlanda sömu erinda, síðast sem fulltrúi Bókavarðafélags íslands á þing norrænna bókavarða í Björg- vin. Anna hefur ritað bækling um þróun og rekstur íslepzkra almenn- ingsbókasafna, sem bráðlega kemur út í Danmörku, svo og greinar um íslenzk bókasafnsmál í norræn bóka- safnsrit. Anna átti um skeið sæti 1 stjórn Bókavarðafélags íslands. Hilmar Jónsson hefur verið bóka- vörður við Bæjar- og héraðsbóka- safn Keflavíkur frá 1958. Þegar hann tók við safninu, voru í því um 1600 bindi, en bókakosturinn hefur vaxið síðan upp í 13 500-bindi, og hafa afnot safnsins aukizt að sama skapi. Áður en Hilmar tók við bókasafninu í Keflavík, hafði hann starfað tvö ár við Borgar- bókasafn Reykjavíkur. Hilmar var um skeið í stjórn Bókavarðafélags Islands. Kristín H. Pétursdóttir stundaði nám í bókasafnsfræði við Háskóla íslands árið 1964 og 1965 og lauk þar prófum 1. og 2. stigs í þeirri grein. Sama ár hóf hún framhalds- nám við Pratt Institute í New York, sem er annar elzti bókavarðaskóli í Norður-Ameríku, og lauk þaðan meistaraprófi í bókasafnsfræði. 1 New York sat hún einnig lándsþing bókavarða, sem um 4—5 þús. bóka- verðir sóttu. Sumarið 1968 dvaldist Kristín um tíma í Englandi til að kynna sér bókasöfn. Kristín veitti forstöðu bókasafni Upplýsingaþjón- ustu Bandaríkjanna 1962—65, Má segja, að hún hafi byggt upp starf- semi þess, sem er að mörgu leyti nútímalegri en annarra almennings bókasafna hérlendis. I ársbyrjun 1967 tók hún við starfi sem bóka- vörður Borgarspítalans í Reykjavík og hefur nú unnið í rúmlega tvö ár að skipulagningu tvenns konar bókasafnsþjónustu þar — fyrir starfslið og sjúklinga. Auk þess hefur hún verið mjög til ráðuneytis um allsherjar endurskipulagningu. bókasafnsþjónustu í þágu heilbrigð- ismála. Af öðrum störfum Kristín- ar í þágu bókasafna ber að nefna, að hún sá urn bókasafn Siglufjarð- ar um skeið í fjarveru bókavarðar árið 1955 og vann um tíma viff Fiskesafnið í Cornell árið 1966. Hún er formaður nefndar innan Bpka- varðafélags Islands, er vinnur að kynningu bókasafna, og f jan. s.l. hóf hún kennslustörf í bókasafns- fræði við Háskóla Islands. Stefán Júlíusson starfaði við Bóka safn Hafnarfjarðar árin 1938—41, síðasta árið sem bókavörður. Hann sat í stjórn Bókasafns Hafnarfjarð- ar Lrá 1950 til 1962, frá 1954 sem Framhald á 10. sið«

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.