Dagur - 30.07.1918, Síða 4

Dagur - 30.07.1918, Síða 4
52 DAGUR. sem hún hefir á hendi. Danmörku ber eigi skylda til að auka hana frá því sem verið hefir.« Nái sambandsiagafrumvarpið fram að ganga, verður ekki annað sjeð, en að rjettur okkar, sem við lengi höfum barist fyrir, sje loks að fullu viðurkendur. Má því telja víst að þjóðin öll verði óskift í þessu máli. Óhugsandi er, að þeir sem voru með frumvarpinu frá 1908 snúist nú móti þessu frumvarpi. Ósennilegt er það líka, að andstæðingar frum- varpsins frá 1908 geti ekki allir sætt sig vel við nýja frumvarpið, þar sem misfellurnar, er á þóttu vera, eru iagaðar, alt sambandið, að kon- ungnum undanskildum, uppsegjan- legt eftir fá ár og ísland viðurkent fullvalda ríki. En mjög Iíklegt er að við kærum okkur ekkert um skiln- að, þegar sambandið er orðið frjálst og rjettur okkur viðurkendur. I frumvarpinu er ísland nefnt fullvalda ríki berum orðum. Pað hefði auðvitað litla þýðingu, ef efni þess færi ekki þar eftir. En ýms á- kvæði frumvarpsins eru alveg ótví- ræð hvað þetta snertir, og allur heildarsvipúr frumvarpsins ber á sjer fullveldismerkið. Pað er ekki að- gengilegt að telja ísland ríkishluta eftir frumvarpinu. Nægir í því efní að benda á 19. gr. þess. Er það með öllu óhugsanlegt, að partur af ríki geti .verið hlutlaus í ófriði en hinn ekki. Pá ætti það ekki að vera lítið gleðiefni fyrir okkur íslendinga eftir alt sem á undan er gengið, að fá loks fullan rjett til notkunar okkar eigin fána hvar í heimi sem vera skal. Rann rjett höfum vjer að vísu þótst eiga, en hefir skort mátt til að framfylgja honum. Nú er þessi rjettur viðurkendur eftir frumvarp- inu. Er það skýrt fram tekið í at- hugasemdunum. Allir, sem unnið hafa að fram- gangi þessa máls, eiga heiður skil- ið, og þá ekki síst sá maðurinn, sem öðrum fremur) hefir borið það fram til sigurs — íslenski forsætis- ráðherrann. Fóðurskortur. Pað er ekki til neins að loka augunum fyrir því, aðreglulegurfóð- urskortur er fyrir dyrum vegna gras- leysis í sumar. Pað er alveg sýnilegt, að bændur verða að skerða bústofn sinn að miklum mun í haust, eigi eingöngu að byggja á heyaflanum. Grasræktin, annar aðalgrundvöllur framleiðslunnar, bregst nú þegar verst gegmr, þegar líf og velferð þjóðarinnar er undir því komin, að hún sje í sem bestu lagi. Petta er enn ískyggilegra en dýrtíðin, þó að hún sje þung. Það er ekki hið allra versta, þó að sauðfjáreignin gangi saman; hitt er enn meiri voði, ef framleiðendur þurfa að fella kýr sínar að helmingi, sem nú er útlit fyrir. Mjólkurframleiðslan má ekki rýrna, sjeu nokkur ráð fyrir hendi til að koma í veg fyrir það. Þetta er svo auðskilið mál, að óþarfi er að röksíyðja það. Úrræði verða að finnast, til þess að afstýra þessum voða, sje þess nokkur kostur. Málið þolir enga bið. Landsstjórnin verður að taka það að sjer með aðstoð Búnaðar- fjelags íslands. Rað verður að gera ráðstafanir tafarlaust. Vitanlega getur stjórn landsins ekki látið grasið vaxa. En hún getur ef til vill gert annað. Gert ráðstafanir til að afla mönnum töðuígildis, svo að ekki þurfi að leggja kýrnar niður við trogið í haust. Síldarmjöl er talíð afbragðs fóð- ur handa kúm. Mælt er að það geti sparað heygjöf alt að helmingi. Til þess að framleiða það, þarf síld, verksmiðju, verksmiðjustjóra og kol. Líkindi eru til að ekki þurfi að standa á síldinni. Búist við að Iandsstjórn- in hafi ráð á 50 þús. tunnum, sem ekki er fenginn markaður fyrir í útlöndum. Bregðist sú veiði, mundi vera hægt að kaupa síld að Eng- lendingum, sem þeir eiga hjer ligg- jandi í stórum stíl, og sem ef til viil liggur elcki annað fyrir en verða ónýt. Trúlegt að hún fengist fyrir Iágt verð. Síldarbræðsluverksmiðjan í Krossanesi hjer við fjörðinn mun standa ónotuð í sumar. Líklega fengist hún leigð. Meiri erfiðleikum bundið getur það orðið að fá hæf- an mann til að stjórna verksmiðj- unni og afla kola til reksturs henni. En beinast sýnist liggja við að landsstjórnin geri nú þegar hinar ítarlegustu tilraunir með að þoka V þessu máli í það horf, sem hjer hefir verið drepið á. Það er sjálf- sögð skylda hennar að neyta allra bjargráða til tryggingar því, að ein helsta máttarstoðin undir afkomu fjölda manna bresti ekki með öllu, og það er skylda allra góðra manna að styðja að þeim bjargráðum eftir btstu föngum. Menn verða að gera sjer það vel Ijóst, að ægilegri fóðurskortur vofir nú yfir en átt hefir sjer stað um langan aldur, því nú er ekki hægt að t'reysta á útlendan fóður- bæti eins oft áður. Framleiðsla á síldarmjöli í stórum stíl, selt með vægu verði, mundi áreiðanlega geta dregið mikið úr þeirri hörmung, að mjólkurframleiðslan rýrnaði frá- munalega mikið. Retta mál er alvarlegra en svo að um það megi þegja. Nú hefir þögnin verið rofin. En orðin ein ern gagnslaus, ef athafnir og fram- kvæmdir ekki fylgja. Bændur verða sjálfir að knýja þetta mál áleiðis, ef ekki gengur með öðru móti. Verst og ókarlmannlegast er að »krjúpa og vola« en hafast ekki að, þegar voðinn ber að dyrum. Tillaga. Ein meginregla stjórna banda- þjóða í viðskiftasamningum við hlutlausu smáríkin er að hlutleys- ingjar græði ekki á því ástandi er af stríðinu hefir Ieitt. ísland verður því að sætta sig við það, að fá ekki hærra verð fyrir afurðir sínar en sem svarar því verði, er greiða þarf úr landi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.