Dagur - 30.07.1918, Page 7

Dagur - 30.07.1918, Page 7
55 DAGUR. allir hjer um bil tafnvel staddir, þegar veturinn kemur. Allur þorri landsmanna myndi þá fullnægja skilyrðum B. Kr. um »verulega neyð,« og geta komist á það lítið af dönskum skildingum, sem eftir væru frá því að forða tunnum út- gerðarmanna frá leiðinlegri bift. Ró að ísl. taki það ekki fram, þá mun það vera skoðun hans, og er líka skoðun mín, að Iandsversl- unin eigi ekki að kaupa síldina, nema meðan enginn vill hana og einbert tjón er að því að eiga hana. Eftir stríðið vil jeg ekki að landið hafi nokkrar tekjur af síldinni, til þess að samræmi sje í öllu. Jeg er á því, að þessi síldarkaup yrðu lítið skakkafall og þjóðinni auðvelt að bera. Og mjer finst það eiga ágætlega við, að þau blöð, sem sjá eftir hverjum eyri, sem var- ið er til að ljetta allri þjóðinni dýrtíðina (landsverslun, skipakaup), beiti áhrifum sínum til að efla þenn- an arðvænlega og mjer liggur við að segja þjóðlega iðnað. Litti—Haukur. Ath. Dagur er ekki nema í sumum atriðum samdóma Litla—Hauk, en vill þó ekki varna honum máls. Til skólanefnda og fræðslunefnda frá fræðslumálastjóra 27. maí 1918. Með auglýsingu, dags. 15. sept. í fyrrahaust, hefur stjórnarráðið veitt ýmsar undanþágur frá fram- kvæmd fræðslulaganna síðastliðinn vetur, heimilað að stytta námstima í heimangöngu-skólum frá því sem ákveðið er í reglugerðum skólanna, og það alt niður í 8 vikur; sömu- leiðis stytta vinnutíma farskóla, eða jafnvel láta niðurfalla farskól- ana, ef miklir erfiðleikar voru á að halda þeim uppi sakir eldiviðar- skorts, eða af öðrum ástæðum. En þá bar fræðslunefnd að ráða eftirlitskennara til 24. vikna, er skyldi aðstoða við heimilisfræðsl- una. F*að var hræðslan við eldiviðar- skort, sem í fyrrahaust gat geíið tilefni til að veita slíkar undan- þágur, einkum þó í heimangöngu- skólum, sem einvörðungu notuðu kol til hitunar, og annan eldivið erfitt að fá, þegar kolin brugðust. Sumstaðar á landinu hefur þetta undanþágu-leyfi alls ekki verið notað að neinu leyti, sumstaðar verið notað af nauðsyn, og sum- staðar nauðsynjalaust. Og ekki einungis notað leyfið, sem stjórn- in gaf, til að stytta kenslutíma eða jafnvel láta farskólahald niður falla, heldur hefur gleymst að fullnægja skilyrðinu, sem stjórnin setti: að ráða mann til eftirlits með heim- ilisfræðslunni. Áuglýsing stjórnar- ráðsins hefur þannig verið mis- skilin á einstaka stað, eða fótum troðin. Ekki er mjer enn fullkunnugt um, hve mikil brögð kunna að vera að því, að dregið hafi til muna úr barnafræðslunni síðastliðinn vetur með því að skýrslur eru enn að mestu leyti ókomnar, en jeg veit að nokkur brögð eru að því, og vil jeg því beina þeirri áskorun til skólanefnda og frœðslunefnda að gera nú í tœka tíð allar nauðsyn- legar ráðstafanir til þess að rjetta aftur við skólaíyrldið nœsta vetur, þar sem slegið kann að hafa verið slöku við það siðastliðinn vetur. Væntí jeg þess og, að hreppsnefndir tregðist elcki við að v.eita fje til barnafræðslunnar, þó að sumu leyti láti ekki vel í ári. Enginn maður ætti að vera svo grunnhygginn, að ímynda sjer að landinu verði forðað fári á neyðar- árum með því að sveitarstjórnirn- ar vanræki sjálfsögðustu skylduna. Barnafræðslunni má ekki fresta að skaðlausu. Vanræksla á henni kem- ur þessari kynslóð í koll — og eftirkomend^unum. Frá útlöndum. Síðustu skeyti fullyrða að Niku- lás fyrv. Rússakeisari hafi verið myrtur í Jekaterienborg um miðjan maí. Hann var stórauðugur mað- ur og hafa Maxímalistar gert eign- ir hans upptækar. Sókn Rjóðverja í Frakklandi er nú Iokið í bráð og hafa þeir orð- ið að hörfa undan Frökkum á nokk- ru svæði. Segja fregnirnar að Frakk- ar hafi tekið 17 þús. Rjóðverja til fanga, og litlar líkur sjeu fyrir því að þeim auðnist að taka París. Mikill fögnuður er í dönskum blöðum yfir því, að samkomulag náðist meðal dönsku ng íslensku nefndarmannanna. F*ó láta blöð íhaldsmanna sjer fátt um finnast. Bending til Hauks. Höf. með því nafni hefir nýlega í »ísl.« áfelt stjórnina fyrir að selja landsmönnum kol með okurverði. Rökstyður með því að kol sjeu ódýrari í Danmörku en hjer. Nú vil jeg í bróðerni benda Hauk á eftirfarandi atriði: 1. Að siglingaleiðin er afarmikið styttri milli Englands og Danm. heldur en Englands og íslands. Flutningur þessvegna ódýrari. 2. Stjórnin biðst ekki eftir að versla með kol og salt, heldur gerir það af því að útgerðarmenn og kaup- menn hafa reynst alófærir tii að draga að þessar vörur. Ef Hauk- ur getur útvegað ódýr kol, þá mundi stjórn og þjóð kumia hon- um þakkir fyrir. Og eftir öll digur- mælin ætti þessi herra ekki að iigg- ja á sínu pundi. 3. Sannleikurinn er sá, að þéir út- gerðarmenn, sem hrakyrða stjórn- ina, gera sig seka um herfilegt vanþakklæti. Það lif sem er i atvinnuveg þeirra, er að þakka dugnaði núverandi stjórnar: skipakaupunum og innkaupum á olíu, kolum og salti. Sjálf hafði þessi stjett gefist upp. En ísl. og NI. þakka hjálpina. Örn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.