Dagur - 19.02.1921, Blaðsíða 6

Dagur - 19.02.1921, Blaðsíða 6
30 DAOUR 7. tbl. lesa eða skilja ritað mál. Rúmið leýfir ekki fleiri dæmi úr ósannindasafni Þorsteins. Vil eg svo að endingu þakka ritstjóra »Dags« fyrir það veglyndi, að leyfa mér heilan dálk f blaðinu til að svara 5 — 6 dálka skammaromsu Þorsteins, þessa »and- lega aðstandanda* blaðsins sem ritstj. finst væntanlega að hafi lagt drjúgan skerf til að gera það að »skuggsjá á- hugans, fórnfýsinnar, gáfnaog ritléikni* árið sém leið (sbr. »Dagur« 1921, 1. tbl., bls. 2). Eg skil vel, að í blaði, þar sem menn af Þorsteins sauðahúsi eiga að gera garðinn frægan, getur ekki verið mikið rúm fyrir mig og mfna lfka. Dalvík, 22. jan. 1921. , Sigurjón Jónsson Ath. Ritstj. Dags leit svo á, að þar sem Sigurjón Iæknir hóf deilu þessa, hefði verið rétt, að loka umræðunum með svari Þorsteins. En þar sem voru persónulegar árásir í svari Þorsteins áleit hann það ónærgætnislegt gagn- vart lækninum. Að leyfa þessum, lang- orðu, 8kömmóttu mönnum ótakmarkað rúm, náði auðvitað engri átt. Enda er það nú eini kosturinn á þessari grein læknisins, að hún er stutt. Ritstj. leggur því sem næst að jöfnu sauði og hafra, þegar umræður um mikils- verð mál snúast f persónulegar skamm- ir, en tekur með þökkum sýnishorn fórnfýsi, gáfna og ritleikni, hvort held- ur þau berást af Látraströnd eða úr Dalvfk. Ritstj. Fundarályktun gerð á fundi Verkfræðingafélags íslands 15. desember 1920. Verkfræðingafélag íslands hefir á tveim fundum, þ. 17. og 24. nóvember þ. á., rætt fossamálið við ýmsa stjórn- málamenn og aðra, og er skoðun fé- lagsmanna f aðalatriðum þessi: Félagið telur það æskilegt, og að vissu leyti jafnvel nauðsynlegt framtfð landsins, að innlendur iðnaður vaxi hér upp, fyrst og fremst til að vinna með vatnsorku úr afurðum landsins, sem nú eru fiuttar út óunnar, en einnig til þess að hagnýta sér hráefni, sem til eru f landinu, og loks einnig til þess, eftir ástæðum, að vinna úr útlendum hráefnum. En með þvf að landið ér enn lítt rannsakað, að því er snertir hráefni til iðnaðar, vantar enn að miklu leyti undirstöðu undir slfkan atvinnurekstur, og telur féiagið því hina mestu þörf þess, að þær rann- sóknir verði framkvæmdar hið bráðasta. Svo sem kunnugt er, sótti félag eitt um sérleyfi til Alþingis 1917 til þess að virkja Sogið. Málið varð þá ekki afgreitt á þinginu, en skipuð nefnd, fossanefndin, er meðal annars skyldi koma fram með |tillögur viðvíkjandi umsókn félagsins. Meiri hluti hennar lagði til, að landið sjálft léti fram- kvæma rannsóknir til undirbúnings virkjunar Sogsfossanna og þingið 1919 heimilaði landsstjórninni að gera þessar rannsóknir og ákvað jafnframt, að vatnsréttindin skyldu tekin lögnámi, landinu til handa. Samninga mun hafa verið leitað við félagið um afsal vatns- réttindanna, en úr rannsóknum mun lítið hafa orðið. Verkfræðingafélagið lítur svo á, að við þetta megi ekki una. Félaginu er það ljóst, hvflfk feikna framför öllu Suðurlandsundirlendinu muni að virkjun Sogsfossanna og jafn- framt Isgning járnbrautar trá Reykjavík austur f sveitir. Telur félagið því brýna þörf, að þessi mannvirki komist f framkvæmd svo fljótt, sem unt er. Jafnframt telur félagið nauðsynlegt, að rannsakað verði til hlýtar, hvort til- tækilegt muni, að landið sjálft láti framkvæma virkjunina, svo sem var tilætlun þingsins 1919. Verkfræðingafélagið lftur svo á fossa- málið yfirleitt, að það megi verða öllu landinu til mikilla framfara, að hagnýtt verði vatnsorka í stærri stíi, og telur félagið með öllu hættulaust að veita góðum félögum sérleyfi í því skyni, en auðvitað með þeim kjörum, að full trygging sé gegn yfirgangi útlendinga og gegn því, að aðalatvinnuvegum landsins sé skaði ger. En tii þess að ráðast ekki að óreyndu í mjög stórkostlegar framkvæmdir, telur fé- lagið rétt að setja nokkur takmörk fyrir því, hve mikil vatnsorka verði virkjuð að sinni. Jafnframt telur félagið æskilegt, að veitt verði sérleyfi 2 — 3 élögum eftir ástæðum, en sfður að eins einu íélagi til virkjunar allrar orkunnar. — Að öðru leyti vísast til umræðanna, sem birtar eru í 5. og 6. hefti Tíma- rits V. F. I. Á fundi sínum 15. desember hefir því félagið samþykt svohljóðandi. > Alyktun um fossamáiið: Að gefnu tilefni ályktar Verkfræð- ingafélag íslands að skora á lands- stjórnina og Alþingi: 1) a ð styðja rannsóknir, er miði að því, að fá ítarlega þekkingu á skilyrðum og möguleikum fyrir íslenzkum iðnaði, er noti innlend eða útlend hráefni og vatnsafl sem rekstursafl 2) a ð hraða undirbúningi Sogsvirkj- unarinnar og járnbrautarmáls- ins sem frekast er unt, og að skipa í þeim tilgangi starfs- nefnd, er leggi áætlanir sfnar og tillögur um framkvæmd eða sérleyfisveiting fyrir lands- síjórnina. 3) • a ð Alþingi veiti sérleyfi til virkj- unar fyrst um sinn alt að 100000 hestöflum, ef um það verður sótt, svo framarlega sem vissa er fyrir að alvara og bolmagn fylgi hjá leyfis- sækjendum. * * Ath. Fundarályktun þessi er birt fyrir tilmæli Verkfræðingafélags íslands. Ritstj. Ritstjóri: JÓNAS ÞORBERGSSOþl~S Prentari: ODDUR BJÖRNSS0|< ^ Undirritaðir taka að sér smíðar og aðgerðir á húsum, húsgögnum og fleiru. Fljót afgreiðsla! Sanngjarnt verð! Þorsteinn & Einar.___________ Jfér með tilkynnist, að Trésmiðafélag Akureyrar tekur að sér tré- smíðar hér í bæ og grendinni. Og þar sem fé- lagið er skipað beztu handverksmönnum bæjar- ins í hvaða trésmíðafagi sem er, ætti að vera trygging fyrir því, að hvergi væri betra að kaupa vinnu, en hjá félaginu. Peir sem vilja skifta við félagið eru beðnir að snúa sér til timburmeistara Jóns Guðmundssonar, sem fyrst um sinn hefir umsjón með því sem unnið er. Akureyri 7. febrúar 1921. Félagsstjórnin Hann er —. 11. Haon er talsvert mikill maður með mönnum, — mestur þó f sjálfs sfn augum, eins og algengast er. Hann er einn af leiðtogum þjóðar- innar. — í eigin augum er hann sjálf- kjörinn til þess, íæddur foringi. En forystan er erfið, þegar haldið er upp brekkuna eða móU straumn- um. Einnig þegar troða skal nýjar slóðir, f illu færi, og sneiða hjá hætt- um og torfærum. Þá reynir bæði á vit og þrek. Brekkan er erviðust þeim, er fyrstur leitar uppgöngu, og hrfðin er grimmust f fangið á þeim, er gengur móti henni f fararbroddi. Þá eykur það og ekki lítið erfiðið, þegar treglega gengur að fá fylking- una eða björðina til fylgdar. Og þetta gengur venjulega því erfiðar, þvf meiri sem nauðsynin er á því að haldið sé saman f horfinu, því ákveðnari sem stefnan er og takmarkið, sem kept er að. Leiðtogi vill hann að vísu vera, eða íorystusauður. En hvf skyldi ekki vera sjálfsagt að vinna sér þetta sem léttast, eins og önnur störf? Mikill er munurinn á erfiði forystu- sauðarins, þegar hann brýzt áfram, í fararbroddi, móti brekkunni, í ófærð og illviðri, til þess að réyna að koma hjörðim i í landkjarnahaglendið, þar sem öllum er unt að bjarga sér, ef ekki brestur dugnaðinn, eða þegar hann hleypur f fararbroddi, undan brekkunni, margtroðnar slóðir, heim að húsunum. Á leiðinni upp á móti til þess erviðið, er allri sjálfsbjargar- viðleitni er samfara, fylgir hjörðin honum treglega, stingur við fótum í öðru hverju spori, og lötustu kindurn- ar snúa við eða rölta sín í hverja áttina, svo að fylkingin riðiast og hjörðin dreifir sér f allar áttir, þar sem verst gegnir og mest nauðsyn var á samheldni. En á heimleiðinni, undan brekkunni, til fóðursins f garðanum, — meðan það endist — skortir eigi fylgið. Þá hleypur hver sem betur getur. Þar er ekki annað erfiði f væudum en erfiði munnsins við að tyggja fæðuna. Sá er fyrstur kemst að kjötkötlun- um, er foringi þangað, á sinn hátt.— Það skip, er fljótast berst með straumnum, er hraðskreiðast, á sína vísu. '— Fæstir eru jafn byrsælir og Hrafnistumenn, er altaf fengu leiði, hvert sem ferðinni var heitið. En sá sem aðeins hugsar um það að haga seglum eptir vindi, og altaf siglir undan vindinum, hefir lfka leiði, hvert sem hann fer. Og f flota sifkra manna verður sá venjulega í fararbroddi, er bezt kann skyn á þvf, af hvaða átt vindurinn blæ3, f þann og þann svipinn. Alt þetta er honum fyllilega ljóst, og eigi síður hitt, hve miklu þakkját- ari sú forysta er, sem hagar sér eptir vilja hjarðarinnar, heldur en sú, er vill reyna að leiða vilta hjörð á rétta leið. — Hann er ekki svo skyni skroppinn, að hann ekki sjái, að ein leiðin er þjóðinni heillavænlegri en önnur. Og því sfður skortir hann vit til þess að sjá og skilja, hvað honum sjálfum er fyrir beztu. En hagsmunir hans og þjóðarinnar fara ekki alltaf saman. Honum er sérstök ánægja í því að vinna að hagsmunum þjóðarinnar, þeg- ar hagsmunir hennar og eigin hags- munir eiga samleið, — helzt þó auð- vitað sem minst starf fyrir sem mesta borgun, eins og flestir þeir menn, er hafa jöfnuð, bróðerni og réttlæti á stefnskrá sinni. En þvf skyldi hann fórna sfnum eigin hagsmunum fyrir alþjóðarheill ? Er ekki hver sjálfum sér næstur? Hvf skyldi hann ekki hugsa mest um sjálfan sig, þegar keppinautar hans um forystuna og æðstu sætin gera þetta, og komast greiðast leiðar sinnar á þann hátt? Honum er hin mesta ánægja f því

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.