Dagur - 19.02.1921, Blaðsíða 7

Dagur - 19.02.1921, Blaðsíða 7
7. tbl, DAGUR 31 að tala af sannfæringu, þegar skoðun hans og áheyreudanna fellur saman. En er ekki þjóðarviljinn æðsti og helgasti réttur, jafnvel þótt vitfirrings- æði hafi gripið fólkið ? Eru ekki »böðlar þjóðarviljans* mestu afhrök mann- kynsins ? Hvf skyldi hann vera að gera sig óvinsælan með þvf áð tala á ann- an hátt en þann, sem fólkinu lfkar? Aðalatriðið er það að vera foringi. Hitt skiftir litlu eða engu, hvert for- ystan stefnir. Hann er talinn mætur maður og góður drengur. Hann ræðst ekki opin- berlega á menn með illindum, að fyrra bragði, og er jafnvel svo heilagur, að hann illmælir stundum ekki aftur, þótt honum sé ilimælt. Hann er hóg- vær og af hjarta Iftillátur, eins og leiðtogar þjóðarinnar eiga að vera. Hann geldur tfund af öllu sem hann á, — nema þvf sem áhættulftið verð- ur undan dregið. Hann gortar ekki af auðæfum sínum. Honum er kunnugt um, að fátækir menn öfunda hina auð- ugu og að auðugir menn vilja stund- um skóinn hver ofan af öðrum. Hann veit það vel, að sá maður er sjaldan vinsæll, er marga á öfundarmenn. Hann rr hygginn maður og aðgætinn. Honum eru allir vegir færir, — sem hann leggur ót á, og fólkjð fylgir honum, — og hann því, — alla leið til grafar. — Hann er kunningi okk- ar allra. Náungi. Akureyri. Fólksráðningaskrifstofu þá, sem hr. Sig. Fanndal hefir rekið að undan- förnu, hefir hann nú afhent Garðari Arngrímssyni, Lækjargötu 6, samkv. auglýstu. Slfkar skrifstofur eru algeng- ar erlendis og til mikils hægðarauka. Menn ættu að sinna þessari viðleitni, til að koma skipulagi á atvinnu- og verkafólksleit. Nokkrir hafa þegar orðið við til- mælum Dags að rétta ekkjunni, sem misti manninn sinn svo sviplega frá blásnauðu ómagaheimili, hjá'parhönd. Dagur er mjög þakklátur. Hann mælist enn til þess, að menn sendi svörin fljótlega, ekki stór heldur mörg. Póstafgreiðslan hér f bænum fær misjafnt orð. Póstmeistari þykir gera sér mikinn mannamun og vera hortug- ur við suma, en ákaflega kurteis við aðra. Allir þykjast standa jafnréttháir frammi fyrir þessum starfsmanni þjóð- arinnar. Margir kvarta um stirða af- greiðslu á póststoíunni, nema frá hendi stúlkukrakkans, sem þar er. Hún þykir vera lipur. Af þvf að Dagur lofaði þvf s. 1. sumar, þegar póstmeistarinn svar- aði fyrirspurnum ritstjórans með hrotta- skap, að geta um misfellur f póstaf- greiðslunni, vill hann segja eftirfarandi sögu: Bóndi hér yfir á Svalbarðsströndinni átti hálfvegis von á peningabréfi aust- an úr sýslum með desemberpóstinum. Hann kom hér í pósthúsið skömmu eftir að póstur kom og spurði um bréf. Honum voru aíhent almenn bréf og tjáð, að fieiri bréf ætti hann ekki. Þegar janúarpósturinn kom að austán, kom bóndinn aftur í sömu erindum. Fór á sömu leið, að honum voru af- hent almenn bréf og ekki meira. Nú þegar vestanpóstur kom seinast, kom bóndinn enn f bréfaleit, Kom þá með einhverjum hætti úr kafinu, að pen- ingabréf ti! hans var búið að liggja á póststofunni síðan 27. des. og var nú loks afhent 14. febr; Þetta kom bóndsnum afsr?!!a. Er þetta nokkur mynd á afgreiðslu, þegar við bætast hortug svör frá póstmeistara? Á þessu þurfa að verða einhver umskifti, ef ekki á að horfa til vandræða. Drengurinn minn heitir íeikur sem Leikfélag Akureyrar er búið að sýna þrisvar sinnum. Mönnum þykir leik- urinn tskast allvel. Sum hlutverkin leikin vel og sum meira en vel, önnur í lakara lagi eins og gengur. Tæplega virðist vera gengið nógu vel frá leik- ritinu sjálfu, þar sem þungamiðjan liggur, en það er rfkdómur lífsreynsl- unnar mitt f fátækdnni og einstæðings- skap yfirgefins manns. Þess verður þó að gæta, að leikurinn er þýddur og ef til vill margþýddur. Fólk er að tfnast inn f húsið fram eftir öllu. Sf- felt ráp og ys. Áhorfendurnir leika stundum meira, en fólkið á leiksviðinu er.da njóta liðsmunar. Söngur Skagfeldts s. 1. miðviku- dagskvöld þótti mönnum góður. Þó virtist söngvarinn vera tæplega eins léttvfgur og seinast. Lögiu ekki eins jafnvel sungin'og þá, né með þvf líku valdi sum þeiira. Hann fékk troðfult húsið og ágæta áheyrn og fóru menn ánægðir heim. í kvöld verður haldin samkoma í Samkomuhúsi bæjarins. Fyrir henni gangast þeir sem láta sér ant um sjúkrahúsið hér f bænum. Steingrfmur læknir flytur erindi og sömuleiðis ung- frú Júlfana Friðriksdóttir yfirhjúkrunar- kona og ef til vill fleiri. Söngur verður þar einnig til skemtunar. Óhæfa væri annað, en að húsið fyllist ger- samlega af fólki. Símskeyti Reykjavík 18. febr. Tillaga er komin fram á pingi Bandaríkjanna um að taka ný- Iendur Frakka og Englendingaí Vestur-Indíum upp í greiðslu á ríkisskuldum pessara þjóða við Bandaríkin. Englendingar senda fulltrúa til að semja um ríkis- skuldirnar við Bandaríkin. Stjórnin í Belgíu hefir felt úr gildi lögin um 8 stunda vinnu tíma. Konungshjónin dönsku fara fyrst til Grænlands og dvelja par 10 daga. Verða par 3. júlí. Þá verða Iiðin 200 ár síðan Hans Egede kom pangað. Síðan koma pau til íslands og dvelja hér vikutíma, og svo til Færeyja og dvelja par 2 daga. Ýmsir eru óánægðir yfir pví, að skræling- jar á Grænlandi verði heimsótt- ir fyr en fullvalda rikið og p)?k- ir gert í niðrunarskyni við ís- lendinga. Fréttaritari Dags, Rvfk. Úr öllum áltum. Húsbruni varð í Rvík kl. 9 að morgni þann 14 þ. m. Brann hús Jens B. Waage og sonur hans Eggert Waage brann inni. 13 manns brendust meira og minna og liggja 6 þeirra í sárum. Ein stúlka handleggsbrotnaði. Eldur- inn var ákaflega fljótvirkur og er kent um, að gasp'pa hafi sprungið. Hvað er skaðinn og brunasárin hjá missinum mikla ? Dagur samhryggist. Hjúskapur. UngfrúHeiðbjörtBjörns- dóttir frá Veðramóti og hr. Árni Daníels fyrrum bóndi á Sjávarborg f Skaga- firði voru gefin saman í hjónaband í Halifax 7. des. s. 1. Frumvarp til samþyktar fyrir fóð- urtryggingarféiög frá Búnaðarfélagi ís- lands, hefir blaðinu borist. Er vikið nánar að þvf á öðrum stað hér f blaðnu. Skýrsla um bændaskólann á Hól- um, hefir blaðinu verið send. Hún nær yfir 1918—'19 og '19 — '20. Fyrra árið útskrifuðust 11 nemendur. Síðara árið 7, það ár var settur skólastjóri Sig. Baldvinsson á Kornsá í stað Sig. Sig., sem hafði veitt skólanum fór- stöðu síðan 1902, en gerðist forseti Búnaðarfél ísl. það ár. Nú er Páll Zophoniasson tekin við forstöðu skól- ans. Aftast f skýrslunni er stutt sögu- Iegt yfiriit skólans 1602—’20 eítir Sig. Sigurðsson. Steinolía hefir lækkað í verði. Menn rekur minni til þess að s. 1. sumar fór v6rðið sfhækkandi hjá Stein- olíufélaginu. Verðlagsnefndin setti þá hámarksverð á olíuna, sem var að vfsu gffurlega hátt. En félagið vildi ekki beygja sig íyrir þeirri ráðstöfun. Neitaði að selja olfuna og hét öðrum afarkostum. Þá vildi okkur það happ til, að tiiboð kom frá Englandi um olfu við mun lægra verði. Þá sá fé- lagið vænlegast, að láta undan sfga. Það hafði barið þvf við, að það gæti ekki selt olíuna við hámarksverðinu, nema að stórskaðast, en nú fór verðið að lækka, fyrst um fjórar krónur fatið svo um 20 krónur frá þvf sem verðið var, þegar það var hæst. Landsvezlun flutti sfðan inn olfu og lækkaði þá verðið eun stórkostlega eða úr 165 ofan í 107.50 kr. fatið. Nú sfðast hefir Steinolíufélagið við orð að lækka verðið ofan fyrir Landsverzlun ofan í 100 50 kr. En hvaða búsifjár ætli þessi ill- ræmdi stéinolfuhringur hefði veitt sjá- varútvegi og öllum almenningi þessa lands, ef það hefði ekki haft jafn öfl- ugan keppinaut? Búast má við frekari lækkun þegar Landsverzlun flytur inn næsta farm. Gamall K1KU-R, ^ mt 7 óskast til kaups. Má ekki vera dýr. Ritstj. vísar á. Rúgmél á 72 kr. tunnan fæst hjá Finm Níelssyni. JVMsgrip, sem uröu á »waterproofskápumn á Akureyri 14. febr. s. 1., óskast leiö- rétt sem allra fyrst. Kennari Ingimar Eydal gefur upplýsingar. Sveinn Björnsson, sendi- herra oj? innflutningshöftin. Á fullveldishátíð, sem íslendingar í Kaupmannahöfn eíndu til 30. nóv. s. 1. flutti Sveinn Björnsson ræðu, sem birzt hefir f Morgunbl. Honum farast svo orð um innflutningshöftin: »Á ís- landi hefir verið tekið annað ráð. Þeg- ar það kom á daginn, að vér þurftum meira fé til að borga f útlöndum fyrir aðfluítar vörur, en vér fengum þar inn fyrir útfluttar vörur, var tekið það ráð, að reyna að minka innflutninginn svo að verðmæti útfluttrar framleiðslu nægði til að borga innflutninginn. Sumar aðrar þjóðir hafa reynt þessu lík meðöl, en fáar eða engar gengið svo langt í þvf sem vér, énda víða örðugra viðfangs en hjá oss. Þetta er róttæk lækningaaðferð og hlýtur að geta sviðið mörgum sárt á meðan á henni stendur. En — ef hún tekst — án þess að veikja oss um of, þá mun óhætt að gera ráð íyrir að vér stöndum flestum þjóðum betur að vígi f eínalegri framsójrnarbaráttu, þegar lag fer aftur að komast á heiminn. Flestar þjóðir, hvort sem tekið hafa þátt í ófriðnum eða ei, ganga nú svo af hólmi, að skuldirnar við aðra eru stórum auknar og framleiðsla Iandanna að meiru eða minna leyti Iömuð. Ef lækningin tekst hjá oss, verðum vér skuldlitlir við aðra á næsta ári. Og framleiðsla vor er ólömuð enn.c Kaupendur Dags á Akureyri geri afgreiðslunni tafarlaust aðvart, ef vanskil verða á blaðinu. |ón S. Espólín (Espolin Go.), sem sjálfur hefir svo góða námsgáfu, eins og sjá má af greinarstúf f sfðasta íslendingi, (einokunar-samvinnu Lands- verzlunar útflutningsvara, sagði Lfndal f fyrirlestrinum) virðist þó vera tregur til þess að veita H. G. fræðsluna. Þó hann viti ekki hver H. G. er né sé ritstj. ísl., veit hann samt að hugsun- arvilla H. G. var prentvilla. Ritstj. Dags þakkar fyrir tilboðið um að þiggja að gjöf »teiknistift,c sem hann á að geta hengt á, þó hann eigi að kafreka hana. Tilboðinu vill hann samt hafna. Espolfn Co. þarf á »teiknistift- umc að halda við uppfestingu á aulýs- ingum um landbúnaðarvélar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.