Dagur - 19.02.1921, Blaðsíða 5
7. tbi.
DAQUR
29
þessir menn hafa ekki getað staðið
í skilum, og þess vegna ekki getað
Ieynt sjóðsþurðinni lengur, þótt eng-
inn hafi litið eftir sjóðnum. Og
stundum er um svo mikla sjóðþurð
að ræða, að hún hefir hlotið að eiga
langan aðdraganda. Hún hl^tur að
hafa byrjað löngu áður en síðasta
„eftirlitið" fór fram.
Eftirlitið með þessum mönnum
hefir því verið f skýunum, eins og
ýmislegt fleira, hér á landi, sem ætti
að halda sér við jörðina.
Hér skal enginn alsherjardómur
Iagður á það, hvernig hæstu herrar
þjóðarinnar ræki skyldustörf sín yfir-
leitt. En eftirlitsskyldu sína hafa
margir þeirra svo átakanlega van-
rækt, að slfkt má ekki lengur liggja
í þagnargildi.
Peir hafa gert sig seka um megna
embættisvanrækslu gagnvart þjóðinni
og mega jafnvel teljast meðsekir
sumum þeim mönnum, sém orðið
hafa uþpvísir að sjóðþurð.
Veitingarvald og eftirlitsskylda
fylgist venjuleg að, beinlínis eða ó-
beinlínis. Veitingarvaldið ber siðferð-
ferðislega ábyrgð á skyldustarfrækslu
þeirra manna, sem það veitir opin-
ber störf, og getur vikið frá ef á-
stæða er til. — Þegar vitanlegt er,
að fremur lélegum starfsmanni, illa
launuðum, bláfátækum ómagamanni
og síst af öllu fjármálamanni, hefir
verið falið að gegna afar erfiðu
starfi og er trúað fyrir stórfé, þá er
eftirlitsleysi með þessu fé, í slíks
manns vörzlum, árum saman, svo
megn embættisvanræksla í mínum
augum, að eg vil ekki leyfa mér
að nefna hana opinberlega því nafni,
sem eg tel bezt við eiga.
B. L.
Þingmálafundur.
Ár 1921, þ. 29. d. janúarmánaöar,
var almennur þingmálafundur fyrir
Akureyrarkaupstað settur og haldinn
í Samkomuhúsi bæjarins.
Alþm. M. J. Kristjánsson, Iands-
verslunarstjóri setti fundinn. Fundur-
inn hafði verið boðaður í öllum
blöðum bæjarins.
Fundarstjóri var kosinn Júlíus
Havsteen, bæjarfógeti og tók hann
fyrir fundarskrifara þá kennarana
Brynleif Tobíasson og Lárus J. Rist.
Þá var þetta fyrir tekið:
I. Skattamál.
Alþingismaöurinn iagði fram nokk-
ur ný stjórnarfrumvörp og fór um
þau nokkrum orðum. Spunnust
nokkrar umræður um þessi mál.
Svo hljóðandi tillaga samþykt f
einu hljóði:
Fundurinn er mótfallinn öllum ót-
flutningsgjöldum á afurðum landsins,
en verði þeim baldið áfram, mótmælir
hann harðlega, að þau séu hlutfallslega
hærri á síld heldur en öðrum útflutt-
um vörum.
Enn-fremur var eftirfarandi tiliaga
samþykt með öllum greiddum atkvæð-
um gegn i:
Fundurinn er mótfallinn frumvarpi
því til stipilgjaldslaga, sem leggja á
nú íyrir Alþing og vill heldur láta
lög þau um stimpilgjald, sem nú
gilda, standa óbreytt.
2. Verzlunarviðskifti við
önnur lönd og Landsverzlun.
Alihörð senna varð um þetta mál
og snerust umræðurnar éinkum um
innflutningshöftin. Margir tóku til
máls.
Þá komu fram þrjár tillögur í
þessu máli:
a) Fundurinn skorar á þingið, að
hlutast til um það, að sala inn-
lendra afurða á erlendum mark-
aði fari fram sem mest undir
sameiginlegri stjórn og opinberu
eítirliti. Samþykt með 75 atkv.
gegn 52.
b) Fundurinn er mótfallinn öllum
verziunarhöftum og einkasölu á
nauðsynjavörum og skorar því á
Alþingi að afnema viðskiftanefnd-
ina, koma vörubirgðum Lands-
verzlunarinnar sem fyrst í pen-
inga og leggja hana síðan tafar-
laust niður. — Feld með 91
atkv. gegn 58.
c) Fundurinn er því mótfallinn, að
vald og verksvið viðskiftanefndar
verði i nokkru rýrt, meðan ekki
greiðist fram úr viðskiftakrepp-
unni. Jafnframt telur fundurinn,
að brýna nauðsyn beri til að
verðlagsnefnd láti til sfn taka
um verðlag á varningi, svo að
verðfall á erlendum markaði komi
jafnharðan fram í vörum hér á
landi.
Ennfremur telur fundurinn
nauðsynlegt, að Landsverxlun með
helztu nauðsynjavörur verði hald-
ið áfram og hyggilegt, að land-
ið taki einkasölu á einstökum
vörutegundum, svo sem lyfjum,
tóbaki og ef til vill fleiru. —
Samþykt með 97 atkv. gegn 22.
Pétur kaupmaður Pétursson mót-
mælti því, að atkvæöagreiðslan væri
lögmæt, með því að ókosningabær-
ir menn hefðu greitt atkvæði.
3. Bankamál.
Svo hljóðandi tillaga kom fram:
Fundurinn telur hina brýnustu nauð-
syn á, að þingið geri nú þegar ráð-
stafanir til þess, að bankamálum lands-
ins verði betur komið fyrir framvegis
en verið hefir.
Telur fundurinn íulla ástæðu til að
óttast, að bankamálum f landinu verði
eigi stjórnað með hag þjóðarinnar ein-
an fyrir augum, á meðan hlutabanki
einstakra manna, og mest útlendinga,
hefir einkarétt til seðlaútgáfu og þar
af leiðandi hin æðstu völd um alla
stjórn peningamálanna. Fundurinn
skorar því á þing og stjórn að leita
allra ráða til þess, að seðlaútgáfu-
rétturinn verði fenginn f hendur Lands-
bankanum annaðhvort einum, eða svo
að íslandsbanki megi framvegis hafa
í umferð aðeins þá seðlafúlgu, er
honum var heimilað í fyrstu; enda tel-
ur fundurinn íslandsbanka hafa brotið
svo skyldur sínar og skilyrði fyrir
einkaréttindum sfnum og hlunnindum,
að hann geti eigi lengur haldið nein-
um einkaréttindum gegn vilja stjórnar,
þings og þjóðar. Samþykt með öllum
þorra atkvæða gegn 1.
4. Brúin á Eyjafjaröará.
Eftir nokkrar umræður kom fram
svo hljóðandi tillaga:
Fundurinn telur óhæfilegan drátt
orðinn á brúarsmfðinni yfir Eyjafjarð-
ará og skorar á stjórn og þing að
láta þegar á næsta vori byrja á brú-
arsmíðinni og hraða því verki, svo að
brúin verði fullger eigi sfðar en sum-
arið 1922. Samþykt f einu hljóði.
5. Húsmoeöraskóli á Norður-
landi.
Svo hljóðandi tillaga samþykt í
einu hljóöi.
Fundurinn skorar á rfkisstjórnina,
að gera þegar á þessu ári nauðsyn-
legar ráðstafanir til undirbúnings þvf,
að húsmæðraskólinn fyrir Norðurland
verði reistur eigi síðar en árið 1922
á þeim stað, sem bæjarstjórn Akur-
eyrar hefir til tekið.
ó. Sjúkrahúsið á Akureyri:
Svo hljóðandi tillaga samþ. í
einu hljóði:
Fundurinn skorar á Alþing, að greiða
eigi minna en helminginn af kosnaði
þeim, sem leitt hefir af viðaukanum
við Akureyrarspftala og endurbótum
þeim, sem spftalinn hefir fengið, sem
nemur um 110,000 krónur.
Og þar cð fundurinn lítur svo á,
að árlegur styrkur til sjúkrahússins
hafi til þessa verið altof lágur í hlut-
falli við það, sem veitt hefir verið til
lítilla sjúkraskýla út um landið, skorar
fundurinn ennfremur á -Alþingi að
styrkja sjúkrahúsið árlega að hálfu
leyti við bæ og sýslu, því að aðsóknin
að spítalanum af utansýslusjúklingum
er í seinni tíð orðin þvf nær jafnmikil
og aðsókn sjúklinga frá Akureyrarbæ
og Eyjafjarðarsýlu og fer stöðugt vax-
andi hröðum fétum.
7. Loks bar F. B. Arngrímsson
fram svohljóðandi tillögu, er sam-
þykt var með öllum þorra greiddra
atkvæða:
Fundurinn skorar á þingið að koma
sem fyrst á fót rannsóknarstofu hér
á Akureyri til að rannsaka steina og
leirtegundir og nytsemi þeirra til
bygginga, jarðræktar og iðnaðar.
Rannsóknarstofan sé sett f samband
við Gagnfræðaskólann.
Fundarbók Iesin og samþykt.
Fundi slitið.
/«/. Havsteen,
fundarstjóri.
Brynleifur Tobiasson,
Lárus /. Rist,
ritarar.
«
Una Kristjánsdóttir
lézt hinn 30. desember sfðastliðinn að
Fremstafelli f Köldukinn eftir langvar-
andi hjartasjúkdóm. Hún var fædd að
Ulfsstöðum f Skagafirði 1856, en ætt
hennar öll eyfirsk. Kristján faðir henn-
ar var Þorsteinsson frá Grund. Systir
hans var Dómhildur kona Ólafs Briem
á Grund. Börn þeirra eru meðal ann-
ara sr. Valdimar sálmaskáld á Stóra-
núpi og Sigríður kona sr. Davíðs á
Hofi móðir Ólafs Davfðssonar.
Móðir Unu var Guðrún Margrjet
Sigurðardóttir og Ingibjargar frá
Hvassafelli. Er ætt sú vel kunn þar í
Firðinum. Sigurður var gáfumaður og
skáldmæitur vel. Bróðir Guðrúnar
var Sigtryggur »sterkic f Húsavík.
Una átti 13 systkini, dóu 5 þeirra
ung, en 6 fóru til Ameríku. Einn
þeirra systkina var Benedikt póstur á
Úlfsstöðum.
Hingað austur í sýslu fluttist Una
1883. Giftist Sveinbirni Guðmundssyni
ættuðum úr Reykjadal árið 1890.
Bjuggu þau lengst f Glaumbæjarseli
og þar andaðist Sveinbjörn árið 1907.
Þau áttu saman 3 börn, dóu tvö á
unga aldri, en hjá hinu þriðja, Valdi-
mar, hefir Una dvalið hin sfðustu árin.
Una var mikil raunakona, og bar
margt til, en vel reyndist gull hennar
í eldinum. Kunni hún að bogna en
eigi að brotna, mælti aldrei æðruorð
né beiskjublandin. Öllum óx til hennar
velvild og virðing með aukinni kynn-
ingu, og er vel um alla þá, er svo
er farið. /.
Kvittun
til Porsteins á Svínárnesi.
Jeg kann betur við að láta Þorstein
á Svfnárnesi vita, að eg hef gert hon-
um þann sóma, að lesa ritsmfð hans
hina sfðustu, er barst mér f fyrradag.
Vitanlega verða 5—ódálka fúkyrða-og
ósannindavef ekki svarað til gagns f
1 dálki, en bótin er að allir skynsamir
og réttsýnir menn munu sjá, að grein
Þ. er svo úr garði gerð, að hún atar
eingöngu höf. sjálfan, en hvorki mig
né minn málstað. Læt mér því nægja
að benda, rétt til dæmis, á tvö atriði,
þar sem fljótlegt er að gera Þ. ber-
an að ósannindum.
Annað ér sagan um kúna. Hún ér
auðsjáanlega sett til að gefa það f
skyn, að eg hafi svelt kúna um geld-
stöðutfmann annaðhvort af heyleysi
eða illmensku, og hafi hún fyrir það
komist í það ástand, er Þ. lýsir. Þ.
varar sig ekki á, að eg á enn mjókur—
og fóðurskýrslu frá 1913, og get þvf
sýnt svart á hvítu, hvað hæft er f
þessu, og vottorð um meðferð mína
á skepnum mun eg geta sýnt, ef Þorst.
skyldi reyna með málssókn að losa
sig við ósanaindamánns-stimpilinn sem
hann ávinnur sér með söguburði sín-
um. Honum dugir ekki afsökun Gróu
á Leiti, því að sagan ber með sér, að
enginn kunnugur hefir smfðað. T. d.
segir haun, að kýrin hafi verið nýborin
í fardögum 1913, og á því byggir
hann ályktun sfna um orsök veikinnar
en hún bar raunar 2S. marz hið um-
rædda ár. Vísvitandi ósannindamaður
verður hann þvf að heita, að öllu þvf,
sem hann segir að »sér hafi verið
sagt< um þetta mál, nema hann geti
tilgreint sögumann sinn, og ræður
hánn hvort hann telur þennan titil til
»krossa eða nafnbóta.* — Hitt er
ekki ástæða til að rengja, að Þ. hafi
séð hér veika kú þetta vor, þvf að
kýr, sem eg átti þá, veiktist nálega
á hverju ári. En henni batnaði altaf,
sem betur fór. Þetta var einstök
sómakýr, ættuð af Látraströnd, eins
og Þorsteinn, en miklu meiri gagns-
muna-gripur en hann. Þ. segir að hún
hafi haft »kroniskan doða.« Má vera,
að honum ratist þar satt á munn.
Sjálíur hefur hann sýnilega »kroniskan«
vitsmuna doða, og bera ritsmfðar hans
vott um, að andlegt ástand hans sé
sfzt glæsilegra en lfkamlegt ástand
kýrinnar var, er hann lýsir svo átakan-
lega. Og þvf er nú ver, að líklega er
torveldara að lækna vitsmuna-doða
Þorsteins en »kroniska doðann« kýr-
innar.
Hitt atriðið er dæmi um rithöfund-
ar ráðvendni Þorsteins. Hann hefur
það eftir mér, að embættismenn verði
að »tefla á skynsamlega vvogun« til
ag geta lifað, og notar það svo til
að reyna að gera mig samsekan sér f
barlómnum. Eg fullyrði, að enginn
maður með fullu viti geti skilið nokkra
setningu f grein minni á þapn veg, að
eg haldi þessu fram, og er því Þ. hér
með f annað sinn lýatur vísvitandi
ósannindamaður, svo framarlega sem
hann getur ekki lagt fram læknisvott-
orð um, að vitsmunadoði hans sé á
svo háu stigi að honum sé ofætlun að