Dagur - 04.11.1927, Page 2
176
DAGUR
46. tbí.
son, Jón ólafsson, Jóhann Skafta-
son, Jóhann Þorkelsson, Sigfús
Sigúrhjartarsort, Bjarni Sigurðs-
osn, Jón Geirsson, Kristinn Stef-
ánsson, Árni Guðmundsson.«
------o-----
Heilsuhœli Norðurlands
vígt
Hinn 1. þ. m. fór fram vígsla á
Heilsuhæli Norðurlands í Krist-
nesi. Var þar saman komin fjöldi
fólks úr Eyjafirði og af Akureyri
og nokkuð margir úr Þingeyjar-
sýslu — alls um 400 manns. —
Vígslan hófst kl. 1 e. h. Fór hún
fram á 2. hæð hússins. Var reist-
ur ræðustóll á öðrum enda gangs-
ins, en fólkið safnaðist þar að og
í stofurnar til hliðar við ganginn.
Fjöldi fólks var í tröppunum'og á
neðri hæð, og heyrði varla það
sem fram fór. — Samkoman hófst
á því, að söngflokkurinn Geysir
söng sálminn: »Faðir andanna«.
Því næst flutti séra Gunnar
Benediktsson mjög góða prédik-
un. — Á eftir henni var sunginn
sálmurinn: »Á hendur fel þú hon-
um«.
Ræða Ragnars Ólafssonar.
Norðurland hefir ekk farið var-
hluta af því, að eiga um sárt að
binda af völdum »hvíta dauða«.
Enginn hefir verið óhultur fyrir
fyrir sigð hans. Öll íslenzka þjóð-
in hefii' stunið undan þeim
svöðusárum og holundar, sem
hann hefir veitt, bæði beint og ó-
beint. Árum saman var lítið um
viðnám. Loks kom að því að þekk-
ing og mannræna þjóðarinnar
veitti viðnám gegn óvininum.
Heilsuhælið á Vífilsstöðum var
bygt og sjúkrahúsum fjölgaði.
Þar urðu vígin. Árangurinn af
þeim er svo góður, að þjóðin þyk-
ist fullviss, að hún muni að lokum
sigra »hvíta dauða«. Og þann sig-
ur ætlar hún að reyna að vinna
sem fyrst.
Á æskuárum mínum voru ungl-
ingar látnir lesa íslendingasögur.
Mig langar til að rifja hér upp
eina setningu úr þeim. Menn
muna frásögn Njálu um víg Þrá-
ins. Skarphéðinn hljóp yfir vök-
ina í Markarfljóti, er féll »meðal
höfuðísa«, og hjó Þráinn bana-
högg. Félögum Skai'phéðins þótti
mikið að gert. Og þá svaraði
Skarphéðinn: »Eftir er enn yðvar
hluti«. Þessi setning dettur mér í
hug nú. Norðlendingar fundu oft
sárt til þessv að eftir var enn
þeirra hluti, í baráttu fslendinga
við »hvíta dauða«. En svo var þó
komið fyrir rúmlega tveimur ár-
um síðan, að þeir hófust handa og
ákváðu að byggja Heilsuhælið í
Kristnesi, sem hér má nú sjá. —
»Samband norðlenzkra kvenna«
hóf fyrst framkvæmdir að stofn-
un heilsuhælisins; á aðalfundi
Samb. á Akureyri 1918, var sam-
þykt tillaga um stofnun hælisins
og hafin fjársöfnun á félagssvæð-
inu. Söfnuðust þá kr. 11004,06 og
auk þess lofaði U. M. F. A. 1000
kr. og Kaupfélag Eyfirðinga lb
þús. kr. — Á næsta aðalfundi S.
N. K. var samþykt hvöt til allra
kvenfélaga og ungmennafélaga á
Norðurlandi,. að hafa einn fjár-
söfnunardag á ári fyrir væntan-
legt heilsuhæli og stungið upp á
17. Júní. Félögin tóku þessu vel.
U. M. F. Akureyrar skaraði þó
langt fram úr öllum félögum, með
því að safna alls um 20 þús. kr. til
hælisins. Árið 1919 voru prentuð
minningarspjöld til ágóða fyrir
hælið, er ávalt hafa verið til sölu
síðan. Aðalútsölu þeirra á Akur-
eyri hafa annast Baldvin Ryel
kaupm. og Hallgr. Davíðsson
verzlunarstj. Þau hafa og verið
seld á fleiri stöðum á Norðurl.
Alls mun heilsuhælissjóðnum hafa
áskotnast fyrir sölu þeirra um 15
þús. kr. — Vonandi er að sala
þeirra gangi eins greiðlega hér
eftir, því að stjórn heilsuhælisfé-
lagsins ætlast til að ágóðinn renni
í sérstakan sjóð, er notaður verði
til að gleðja og hressa sjúklinga
þá, sem á hælinu dvelja.
— Á aðalfundi S. N. K. 1920,
voru valdar í sjóðnefnd: frú
Laufey Pálsdóttir, ungfrú Anna
Magnúsdóttir og ungfrú Ivrist-
björg Jónatansdóttir. Heilsuhælis-
sjóðurinn var þá orðinn kr.
31,698.44 að meðtöldum áður-
nefndum loforðum. Nefndin samdi
skipulagsskrá fyrir sjóðinn, er
var samþykt á næsta fundí S. N.
K., og sá um ávöxtun hans, unz
sjóðurinn var afhentur »Heilsu-
hælisfélagi Norðurlands«. — Þá
var sjóðurinn orðinn um 70 þús.
krónur, og auk þess hafði Eim-
skipafél. íslands lofað 10 þús. kr.
og Magnús sál. Sigurðsson á
Grund 20 þús. kr., með skilyrðum,
er síðar breyttust í þá átt, að
Heilsuhælisíélagið fékk peninga
þessa, en ákvað að eitt af minni
sj úkraherbergj um hælisins skyldi
bera nafn þeirra Grundarhjóna.
Og verður vestasta herbergið
niðri að sunnan helgað minningu
þeirra.
»Heilsuhælisfélag Norðurlands«
var stofnað á alménnum fundi á
Akureyri 22. Febr. 1925, er hald-
jnn var samkvæmt fundarboði frá
18 borgurum í Akureyrarbæ.
Fundarstjóri var Steingrímur
Jónsson bæjarfógeti, en Jónas
Þorbergsson ritstjóri reifaði mál-
ið. Að lokinni ágætri ræðu hans,
var félagið stofnað og lÖg þess
samþykt. Stofnendur voru 340. Þá
var kosin stjórn fél. og varastjórn
og framkvæmdanefnd. Daginn
eftir, 23. Febr. héldu stjórnin og
framkvæmdanefndin fyrsta fund
sinn, var þá ákveðið að biðja rík-,
isstjórnina að senda húsameistara
ríkisins hið fyrsta norður, til þess
a,ð v^ra í ráðum um val á stað
I Byssingar oörur |
fy r ir l iggjan d i.
§§• Skólpvaskar email. hvítir fleiri stærðir.
Skólpleiðslur. — Vatnsleiðslurör. —
— Linoleum dúkar. — Pakjárn. —
Kaupfélag Eyfirðinga.
fyrir liælið, ákveða stærð þess og
fyrirkomulag og síðar gera teikn-
ing af því og áætlun um bygging-
arkostnað. Ennfremur í símskeyti
til Alþingis farið fram á 150 þús.
kr. á fjárlögum 1926 til bygging-
ar hælisins, gegn jafnmiklu fram-
lagi frá félaginu. Um miðjan
Marz kom húsameistari norður til
þessara athugana. 17. Marz var
landlækni ritað rökstutt erindi um
málið. Um 20. Júlí 1925 komu
þeir landlæknir og húsameistari
norður og rannsökuðu þá, ásamt
^stjórn og framkvæmdanefnd
Ileilsuhælisfél. alla þá staði í
grend við Akureyri, er líklegir
þóttu fyrir hælið. Hinn 24. Júlí
var ákveðið, að hælið yrði bygt
í Kristnesi — hinni fornu land-
námsjörð Helga magra. Urn
haustið var byrjað að undirbúa
byggingu og vegur lagður frá
þjóðbrautinni upp að hælisstaðn-
um. Jafnframt var stöðugt unnið
að fjársöfnun til hælisins og hafði
félagið handbært, og í loforðum í
árslok, um 200 þús. krónur.
Hinn 26. Apríl 1926, var sam-
þykt að taka tilboði Jóns Guð-
mundssonar og Einars Jóhanns-
sonar um bygging á hælinu sjálfu
fyrir 222 þús. kr. auk leguskála
fyrir 12 þús. kr. — Höfðu komið
fram 4 tilboð um að byggja það
samkvæmt uppdrætti húsameist-
ara og var þetta langlægst. En 17.
Apríl hafði ríkisstj. samþykt að
Ilinn 2. Okt. síðastl. tók stjórn
Iieilsuhælisfél. við byggingunni
af þeim Jóni Guðmundssyni og
Einari Jóhannssyni.
Það lýsir að nokkru, hvern hug
Norðlendingar alment hafa borið
til hælisbyggingarinnar, að við
nálega öll »útboð« er snerta bygg-
inguna, eða eitt eða annað til
hennar, reyndist ávalt svo að
lægstu »tilboðin« voru frá þeim.
Það er og öllum, sem starfað hafa
að þessari byggingu hið mesta
gleðiefni, að svo mun reynast, að
sú áætlun er húsameistari í fyrstu
gerði um kostnaðinn, verði mjög
nærri hinu raunverulega.
Áður en skilið verður við kostn-
aðarhlið málsins, er rétt að skýra
frá samskotum og fjársöfnun til
hælisins, meðal almennings. Eru
það kr. 255,186,36, sem hælinu
hafa áskotnast í gjöfum og tillög-
um ásamt vöxtum, og er það fé að
mestu greitt til Heilsuhælisfélags-
ins, eða nákvæmlega sagt kr.
223,957,52. (Ræðumaður las upp
samskotalista sem eigi birtist nú
sökum rúmleysis).
Þegar »Heilsuhælisfél. Norður-
lands« var stofnað, voru þau
Kristbjörg Jónatansdóttir, Böðvar
Bjarkan og Ragnar ólafsson kos-
in í stjórn fél. og endurkosin síð-
an. í Ágústmán. síðastl. skipaði
ríkisstjórnin í stjórn hælisins*
etir að ríkið hafði tekið við því,
þá Ragnar ólafsson, Böðvar
hælið yrði bygt í Kristnesi og—|Bjarkan og Vilhjálm Þór.
jafnframt sarnþ. teikningar ogQ Hinn síðastnefndi hefir verið
kostnaðaráætlun húsameistara umgífoi’maður framkvæmdanefndar fé-
bygginguna o. fl. — Áætlunin varMlagSins frá byrjun og int mikið
að öllu meðtöldu 512 þús. kr. —'j/starf af höndum.
Læknir hælisins var í fyrra
'settur Jónas Rafnar. Fór hann ut-
an í fyrrahaust og dvaldi erlendis
víðsvegar í Skandinavíu og
Þýzkalandi, fram á sumar, til þess
að kynna sér síðustu nýjungar í
lækningum berkla, og jafnframt
fyrirkomulag, rekstur og tilhögun
á hinum beztu og fullkomnustu
berklahælum í nágrannalöndun-
um.
Heilsuhælið í Kristnesi stendur
í mikilli þakkarskuld — ef svo
mætti að orði kveða — við mörg
Var svo byrjað á byggingunni, og
25. Maí 1926 lagði varaformaður
Steingr. Jónsson bæjarf., niður
hornstein að heilsuhælisbygging-
unni, í fjarveru formanns, er þá
var staddur erlendis. Var áætlað
að byggingin yrði fullger 1. Okt.
1927. Stöðugt var unnið að henni,
allir veggir steyptir, húsinu kom-
ið undir þak, lýsingartæki og
jarðhitunarleiðslur lagðar í hælið
það málað o. s. frv. — Verkinu
miðaði áfram jafnt og þétt, án
nokkurra óhappa, fyr eða síðar,
i