Dagur - 26.03.1942, Qupperneq 4
4
DAGUR
Fimmtudaginn 26. marz 1942
Jóhannes Elíasson, stud. jur.:
Sfúdentar samein*
aðir uiii endurheimt
Garðs
Þeir iiiunu lála 1 í 1 skarar skríða
Þegar Bretar hertóku land
vort, fyrir tæpum tveim árum,
gáfu þeir hátíðleg loforð um að
blanda sér ekki í innanlands-
málefni og ennfremur að láta
sem minnstar truflanir verða á
daglegu lífi landsmanna, af
þeim hernaðaraðgerðum, sem
þeir teldu sig þurfa að gera.
Samt sem áður kröfðust hern-
aðaryfirvöldin þess, að ýmsar
opinberar byggingar yrðu
fengnar þeim í hendur til af-
nota um stundarsakir. Urðu af
þessu, sem vænta má, mjög
mikil óþægindi, ekki sízt þar
sem mörg þessara húsa voru
skólahús og heimavistaríbúðir.
En samt horfðu menn vonglaðir
fram á við í trausti þess, að
Bretar, ein hin mesta og voldug-
asta þjóð heimsins, sú þjóð, sem
berst fyrir menningu og réttar-
öryggi smáþjóðanna, stæði við
gefin loforð.
Nú eru nær tvö ár liðin.
Nokkrum þessara bygginga hef-
ir verið skilað aftur, en í mörg-
um sitja Bretar og bandamenn
þeirra enn. Þar á meðal má
telja Menntaskólahúsið í
Reykjavík og heimili háskóla-
stúdenta „Garð“.
Það er skiljanlegt, að íslend-
ingum var það ljóst, að nauð-
synlegt væri, að herliðið tæki
til afnota allmikið húsrúm fyrst
í stað, en hitt er með öllu óskilj-
anlegt, og næstum því hlægi-
legt, að slík stórþjóð sem Bretar
þuríi að halda slíkum smákofa
á þeirra mælikvarða og Garður
er.
Mér er tjáð, að nú fyrir
skemmstu hafi Bretar gefið
skriflega yfirlýsingu um, að þeir
ætli að rýma Menntaskólahúsið
í tæka tíð, svo hægt verði að
hefja kennslu í því á komandi
hausti. Megum vér fagna þyí,
þó mikið og dýrt verk sé fyrir
höndum að hreinsa til eftir það
athæfi, sem þar hefir farið
fram. Er hörmulegt til þess að
vita, að svo frægur staður í sögu
landsins, sem Menntaskólahús-
ið í Reykjavík er, skuli vera
notað fyrir brezka knæpu.
Stúdentaheimilið Garður var
reistur fyrir sameiginleg átök
allra landsmanna — framlög úr
öllum sýslum og bæjarfélögum
— og reistur sem minnisvarði
um fengið fullveldi íslenzku
þjóðarinnar. í þessu húsi sitja
nú Bretar, og hafa þeir nú ný-
lega gefið yfirlýsingu um, að
þsir muni ekki láta hann lausan
iyrr en að stríðinu loknu. —
Kæruleysi sem þetta nálgast
mjög að vera hrein og bein
óvirðing í garð íslenzkra stú-
denta og íslenzku þjóðarinnar í
heild.
Þegar Bretar hertóku Garð,
skömmu eftir komu fyrstu her-
flokkanna, vorið 1940, áður en
stúdentar höfðu lokið prófi, hóf
Garðstjórn þegar samningaum-
leitanir við hernaðaryfirvöldin
hér. Var henni tekið vel og gefið
ákveðið loforð um, að Garður
yrði rýmdur um haustið 1940.
En hvað skeður? Brezka her-
stjórnin telur sig ekki geta stað-
ið við gefin loforð og fer ekki af
Garði um haustið. Stúdentar
urðu að leita húsnæðis annars-
staðar og gekk það vonum
framar, þar sem húsnæðisvand-
ræði voru ekki orðin eins mikil
þá og þau nú eru.
Samt sem áður var samn-
ingaumleitunum haldið áfram
af Breta hálfu, vildu þeir fá
Garð leigðan áfram, en Garð-
stjórn neitaði að gera nokkra
samninga. Þá fór málið fyrir ísl-
brezku samninganefndina og í
samningsuppkasti því, er hún
gerir, er tekið fram, að brezka
herstjórnin geti sagt Garði upp
með eins mánaðar fyrirvara, en
af Garðstjórnar hálfu er hann
alls ekki uppsegjanlegur. Enn-
fremur fylgdu þær upplýsingar
samningsuppkasti þessu frá
herstjórninni, að Garður yrði
hernuminn áfram, hvort sem
Garðstjórn skrifaði undir þstta
eða ekki, en ef hún skrifaði ekki
undir, fengi hún engar bætur.
í Morgunblaðinu, sunnudag-
inn 8. marz, dirfist svo her-
stjórnin að bera það fram fyrir
íslenzku þjóðina, að hún hafi
stúdentagarðinn á leigu með
frjálsum samningum við Garð-
stjórn. Þegar til slíkra ráða er
tekið, er samvizkan farin að
gruggast.
Á síðastliðnu hausti keyrði
úr hófi með húsnæðisvandræði
stúdenta. Brezka herstjórnin
lagði þá fram boð um að láta
reisa skála fyrir stúdenta, með
líku sniði og hermannaskála, til
að hafast við í um veturinn. Þó
áttu íslendingar að annast all-
an kostnað af byggingum þess-
um. — Þessum smánartilboð-
um var auðvitað hafnað af hálfu
Garðstjórnar.
Að lokum var ákveðið að
stúdentar skyldu fá húsnæði í
kjallara Háskólans, þar sem áð-
ur var líkskurðarstofa og hjálp-
arstöð Rauða krossins. Þarna
komust aðeins fáir stúdentar
fyrir, og verða þeir að víkja það-
an strax og þörf er fyrir húsrúm
þetta til hinna fyrri afnota, t. d.
ef kryfja þyrfti lík. — En það
er .á meðan er. — Margir stú-
dentar hafast við úti í bæ hjá
skyldfólki sínu, því til mikilla
óþæginda og án þess að hafa
nægilegt næði til lestrar. Sumir
hafast við úti á Seltjarnarnesi
eða jafnvel í Hafnarfirði.
Alltaf öðru hvoru hafa Bret-
ar verið beðnir að hverfa af
Garði. Hafa þeir alltaf lofað
hálft um hálft að verða við
þeirri ósk, og nú í vetur, laust
fyrir jól, fór fulltrúi brezku
stjórnarinnar til London til þess
að gefa brezku stjórninni
skýrslu. Meðal annarra mála
átti Garður að vera á dagskrá.
En nú um daginn kom svo þessi
fulltrúi Breta. hingað aftur og
með þær upplýsingar, sem fyrr
getur, að herstjórnin telji sig
ekki geta látið Garð lausan fyrr
en að stríði loknu.
Þetta varð þá árangurinn af
þeim ummælum Winstons
Churchill, forsætisráðherra, að
vilji Breta væri, að menningar-
samband tækist milli Breta og
Islendinga. Og þetta varð þá
árangurinn af þeim loforðum
Breta, að þeir skyldu ekki
blanda sér í innanlandsmálefni.
Þegar stúdentum urðu þessi
málalok kunn, héldu þéir mjög
fjölmennan stúdentafund í Há-
skólanum og ræddu Garðsmál-
in. Var þar borin upp og sam-
þykkt í einu hljóði eftirfarandi
ályktun:
„Þar eð brezka herstjórnin
hefir nú neitað réttmætum kröf-
um stúdenta um, að Garður
væri rýmdur, eftir að hafa
dregið málið á langinn með sí-
felldum loforðum nú í nær tvö
ár, þá samþykkir fundurinn að
hefja nú þegar markvissa ‘og
einhuga baráttu fyrir þessu
mikla hagsmunamáli stúdenta.
Telur fundurinn, að eigi sé
með nokkurri sanngimi hægt að
krefjast þess, að stúdentar sýni
frekara langlundargeð í þessu
máli^ þar sem þau loforð, er
þeim hafa verið gefin á samn-
ingsgrundvelli, hafa verið að
engu höfð.
Fundurinn skorar því á stú-
dentaráð að beita sér fyrir því:
1. Að stúdentar fari kröfu-
göngu á hendur stjórnar-
valda Breta hér á landi og
mótmæli hernámi Garðs og
annarra menntastofnana
landsins.
2. Að skora á íslenzk stjórnar-
völd, yfirherstjórn og sendi-
herra Bandaríkjanna, sem
nú hafa tekið að sér her-
vernd landsins og íslenzkra
hagsmuna, að beita sér fyr-
ir því, að Garður og aðrar
menntastofnanir landsins
verði rýmdar sem fyrst.
3. Að skora á ríkisstjórnina að
láta sendiherra sinn í Lon-
don mótmæla harðlega her-
námi Garðs, Menntaskólans
og annarra íslenzkra
menntastofnana, sem al-
geru broti á gefnum loforð-
um enskra umboðsmanna,
sem og freklegri móðgun
við æðstu menntastofnun
landsins og þjóðina í heild.
Fundurinn skorar á dagblöð,
vikublöð og tímarit landsins og
alla góða íslendinga, að styðja
háskólastúdenta í baráttunni
fyrir heimtun Garðs og ann-
arra menntastofnana landsins
úr höndum brezka setuliðsins,
enda er hér um að ræða sjálf-
sagða menningar- og réttarbar-
áttu.
Fundurinn lýsir því að lok-
um yfir, að ákvarðanir þessa
fundar, sem og allar frekari ráð-
stafanir, beinast á engan hátt
að því, að vinna gegn eðlileg-
um og réttmætum, brezkum
hagsmunum, né á nokkurn hátt
að torvelda nauðsynlegar hern-
aðarráðstafanir setuliðsmanna
hér, heldur miða þær eingöngu
að því, að fá framgengt óvé-
fengjanlegum rétti íslenzkra
stúdenta og vernda íslenzka
hagsmuni11.
Stúdentar! Vér verðum að
hafa það hugfast, að standa ein-
huga í þessari hagsmunabaráttu
vorri. Það eru takmörk fyrir því,
hve mikla þolinmæði vér getum
sýnt erlendu setuliði.
Islendingar! Stöndum ein-
huga að endurheimt minnis-
varða þess kærasta — minnis-
varða fullveldis þjóðar vorrar.
cr sápa liinna
vaiullálu
N ý k om i ð:
Efnií
FERMINGARFÖT,
KVENDRAGTIR,
PEY SUF ATAKÁPUR.
flnoa & Ffeyja.
Dr Pingejj-
arsýslu
Fréttaritari blaðsins á Húsavík
skriíar:
' . . .« - - J * ■ ’ •
j^ÝLEGA er dáinn Björn
Helgason í Ytritungu á
Tjörnesi, nálega hálfáttræður
að aldri. Hann bjó lengi að
iftritungu, en synir hans voru
nú teknir við búskapnum, Jó-
hannes og Steingrímur.
Björn var mikill dugnaðar-
maður og að góðu kunnur. Kona
Björns, Guðrún Jóhannesdóttir,
iifir mann sinn og dvelur hjá
börnum þeirra að Ytritungu.
Börn þeirra eru: Jóhannes,
bóndi að Ytritungu. Stein-
grímur, bóndi að Ytritungu.
Jóhanna, gift Katli Indriðasyni,
oónda að Ytrafjalli. Helga,
ógift, bústýra hjá Steingrími að
* tritungu. Líney, gift Ulfi Ind-
riðasyni, oddvita að Héðins-
nöfða. Aðalbjörg, ekkja Loga
rielgasonar frá Saltvík.
j] HÚSAVÍK hafa bátar fiskað
anvei í pe^sum manudx, peg-
ar á sjo nenr genó. aiunn nær-
cækur.
JARÐSKJÁLFTA hefir orðið
J vart í nusavik og grennd í
pessum mánudi. henr peirra
oroid vart soiarnring eítir soiar-
nrmg. Engar skemmair hafa
uroio áf voiaum peirra. En ein-
aver röskun nelir oröið í göml-
um eldsumbrotasprungum í
xiúsavíkurhöfða, sem er norðan
við kauptúnið. Kemur 20 til 30
gráða heit gufa upp úr þeim
sprungum, en heitt vatn hefir í
omunatíð komið þar fram í
ilæðarmáli.
Minnir þetta sterklega á mál-
afni, sem Húsvíkingar hafa
nugsað mikið um síðustu árin,}
3n það er borun eftir heitu'
/atni norðan við kauptúnið og
nitaveita þaðan í kauptúnið.
Gangið í
Geffunar- I
fölum
Á síðustu árum hefir íslenzkum iðnaði fleygt fram, jjj
ekki sízt hefir ullariðnaðurinn aukizt og batnað og á : :
iij: ullarverksmiðjan Gefjun á Akureyri mikinn þátt í þess- iii
um framförum.
: Gefjunardúkarnir eru nú löngu orðnir landskunnir \]\
ií; fyrir gæði. |ij
Ullarverksmiðjan vinnur úr íslenzkri ull, fjölmargar i:
tegundir af bandi og dúkum til fata á karla og konur, jíj
jjjj börn og unglinga. :ij
Gefjun starfrækir saumastofur í Reykjavík og á Ak- jjj
ureyri. Gefjunarföt eru smekkleg, haldgóð og hlý.
Gefjunarvörur fást um land allt hjá kaupfélögum og j
kaupmönnum.
| Gef jun
?5$4$4S444$4S$$$$$$S$4$44$$4$4$$4$44$4$$44$44$4$$4S$4$44$$$4$$4$$$4$4S$44$4'/.£