Dagur - 20.01.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 20.01.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 20. janúar 1944 DAGUR 5 EIMSKIPAFÉLAGIÐ OG UMHLEÐSLURNAR í RVÍK Guðmundur Vilhjálmsson forst jóri gerir athugasemd við um- „I)agur4i gerir athugasemd við grein Guð- mæli „Dags“ 11. nóvember s.l. mundar Vilhiálmssonar í 46. tbl. vikublaðsins „Dag- ur“, sem út kom 11. nóv. sl., birt- ist greinarkorn með yfirskrift- inni „Skipakaupasjóður S. í. S.“. 1 grein þessari er allharkarlega ráðist á Eimskipafélagið og for- ráðamenn þess, án þess þó, að leitast sé við að rökstyðja sakir þær, sem bornar eru á félagið. Erfitt er að átta sig á, hvað átt er við með þessari klausu: „Hvert nauðsynjamál það er orðið, að samvinnufélögin eign- ist flutningaskip, sézt bezt á Reykjavíkurumhleðslufargan- inu, sem kostar neytendur úti um land stórfé og engin leiðrétt- ing fæst á, þrátt fyrir ítrekaðar umkvartanir". Virðist af þessu, sem greinar- höfundi sé lítt kunnugt um ástandið í viðskipta- og siglinga- málum yfirleitt og við hverja örðugleika er að etja á þessu sviði. Þar sem svo kann að vera ástatt um fleiri, er oss kært að fá tækifæri til þess að benda á nokkrar staðreyndir til skýringar þessu máli. Eins og flestum mun kunn- ugt, hafa stjórnarvöldin allt frá stríðsbyrjun unnið eftir föngum að því að birgja landið af helztu nauðsynjavörum og liafa bæði samvinnufélögin og innflytj- endasamband kaupmanna starf- að að þessu undir eftirliti og í samvinnu við Viðskiptaráðið. Sömuleiðis hafa stjórnarvöldin unnið að útvegun skipakosts að því leyti, sem vor eigin skip hafa ekki nægt til vöruflutninga hing- að til lands. Nauðsynjar, eins og matvörur og fóðurvörur, tilbúinn áburður o. fl. hafa þannig mestmegnis verið keyptar í stórum slöttum, jafnvel heilum skipsförmum. Hafa stjórnarvöldin lagt áherzlu á að tryggja landinu nokkra inánaða birgðir af slíkum vör- um, en venjulega liefir ekki, við komu skipanna, verið búið að ráðstafa live mikið af vörum þessum hefir átt að fara út á land og því síður á hvaða hafnir vörurnar ættu að fara. Hefir því reynst óhjákvæmilegt að afferma vörurnar í Reykjavík, og geyma þær þar, þangað til ákvörðun hefir verið tekin um þetta af réttum hlutaðeigendum. Þégar unt hefir verið, hafa þó skip fé- lagsins verið látin fara út á land og afferma vörurnar á Akureyri, Húsavík og Seyðisfirði, en nokkru af farminum hefir síðan verið dreift á aðrar hafnir úti á landi. Iðulega hafa vörurnar leg- ið í Reykjavík svo mánuðum skiptir, áður en innflytjendur hafa tilkynt félaginu hve mikið ætti að fara út á land og á hvaða hafnir. Vegna skorts á geymslu- rúmi, hefir þetta valdið Eim- skipafélaginu miklum erfiðleik- um auk kostnaðar, en félagið hefir séð um geymslu á þessum vörum, sendingu þeirra út á land og greitt strandferðaflutn- ingsgjaldið til þeirra skipa, sem hafa flutt vörurnar áfram. Hafi vörurnar verið fluttar með skip- um félagsins, hafa þær verið fluttar áfram ókeypis, þannig, að viðtakandi varanna hefir ekki þurft að greiða annan um- hleðslukostnað af þeim, en upp- skipun þeirra í Reykjavík og vörugjald til hafnarinnar, sam- kv. sérstökum samningum, en þetta getur aldrei orðið stór- vægilegur liður í kostnaðarverði vörunnar. Sé um vörur að ræða, ltverrar tegundar sem er, sem skrásettar eru beint á hafnir úti á landi, eru þær sendar áfram viðtakendum algjörlega að kostnaðarlausu, jafnvel þótt orð- ið hafi að taka þær í land hér og flytja þær áfram með öðrum skipurn. Þá eru þær vörur einnig flutt- ar, án þess að strandferðaflutn- ingsgjald sé reiknað, sem sendar eru áfram í hinum upplunalegu umbúðum sínum, og viðtakend- ur (S. í. S. eða kaupsýslumenn) hafa tilkynnt skriflega innan ákveðins tíma eftir komu skips, að eigi að fara út á land, enda þótt þær hafi .verið fluttar í geymsluhús hlutaðeigandi fyrir- tækja eða Eimskipafélagsins þess í milli, og þær hafi verið skrá- settar til Reykjavíkur, en ekki beint á hafnir úti á landi. Það er því ekki með nokkurri sanngirni hægt að halda því fram, að „umhleðslufarganið" á þessum vörum kosti „neytendur úti um land stórfé“. Til þess að fyrirbyggja mis- skilning, viljum vér þó taka fram, að frá stríðsbyrjun hefir undantekning verið frá þessum reglum um flutning á timbri, sem sérstök ákvæði gilda um. Að því er aðrar vörur snertir, viljum vér taka fram eftirfar- andi: Sökum staðhátta í Banda- ríkjunum, verður að kaupa flest- ar vörur í stórslöttum, og mun jafnan miklum örðugleikum háð eða allsendis ómögulegt að fá seljendur vara til að skifta niður vörupöntunum og afgreiða þær beint til móttakenda úti um land. Af þessum orsökum hafa bæði heildsalar í Reykjavík og (Framhald á 7. síðu). „Dagur hefir ærið oft síðast- liðin 2 ár rætt um siglinga- og birgðamál landsins, frá sjónar- miði dreifbýlisins. Hefir blaðið talið margt athugavert og óvið- unandi í þeim málurn og mun sú skoðun vera talsvert útbreidd hér norðanlands og ekki að ósekju. Það er einkum tvennt, sem í þessu sambandi hefir verið efst á baugi: Umhleðslurnar í Reykjavík og öryggisleysi Norð- lendingaf jórðungs, ef ís yrði landfastur eða til hernaðarað- araðgerða skyldi koma. Um- hleðslurnar í Reykjavík kosta stórfé, þótt herra Guðmundi Vil- hjálmssyni finnist sá kostnaður smávægilegur og vitaskuld kem- ur þessi kostnaður fram í hærra vöruverði og því á bak neytend- anna hér um slóðir. Öryggisleys- ið stafar af því, að ef í harðbakk- ann slær, er það harla lítil bót fyrir Norðlendinga, að eiga vör- ur á hafnargarðinum í Reykja- vík, ef ekki er fær siglingaleið norður. Þetta getur alltaf komið fyrir, og aðvörun sú, sem Norð- lendingar fengu á sl. vori, er hér var fóðurvörulaust, er harðinda- kafli gekk yfir og lá við felli, er ekki gleymd. Þess vegna hefir blaðið vítt það, að á það skuli lögð megináherzla, að hrúga vör- unum á land í Reykjavík, án til- lits til þess, hvort þær komizt nokkurn tíma til viðtakenda úti um land. Forstjóri Skipaútgerð- ar ríkisins hefir í grein hér í blaðinu tekið undir þá skoðun, að rétt væri að haga siglingun- um svo, að nokkur af millilanda- skipunum sigldu beint á hafnir úti um land og skipuðu vörum þar upp. Þessar aðalhafnir sæju síðan um dreifingu til smærri SÖGN OG SAGA Þjóðfræðaþættir „Dags“ Herthu-strandið 1888. (Framhald). gömlu. Voru þeir feðgar allir miklir sægarpar. — Stýrimaður á Herthu hét Clausen, 33 ára að aldri. Alls munu skipverjar á Herthu hafa verið 6 eða 7 talsins. Skipið var orðið gamalt og mun hafa verið orðið lélegt, en segl og annar útbúnaður skipsins hefir eflaust verið í góðu lagi, því Petersen var hinn mesti hirðu- maður. Um nóttina, þegar hríðin og stórviðrið gekk að, sneri Petersen undan og hugðist taka Eyjafjörð. Þetta tókst þó ekki sökum hríðarinnar og náttmyrkursí Hertha var þrauthlaðin, og lá hún undir áföllum, enda skipshöfnin fáliðuð til að hagræða seglum. Gekk svo um nóttina og fram undir morgun, og vissu þeir ógerla hve langt vestur þeir höfðu hleypt. í lýsinguna um morgpninn virtist þeim að þeir sjá örla fyrir landi um horf, og sýndist það snæþakið. Héldu þeir að það væri Siglunes. Sú missýning varaði þó skamma stund, því brátt sáu þeir, að hvítan, sem þeir hugðu snjó, var brimið við ströndina. Voru þeir nú komnir upp í brot og engin leið til að fría sig frá landinu, enda skipti það nú engum togum, að Hertha renndi á land, og var hnykkurinn svo mikill er hún steytti, að þilfarið og efri hluti skipsins gliðnaði frá neðri hlutanum eða botni þess, og barst yfiraskjan nær landinu en bol- urinn varð eftir. Skipverjar voru allir á þiljum og var Clausen stýrimaður við stjórn er skipið strandaði. Kastaðist hann áfram á stýrishjólið og lenti með bringspelina á því svo hart. að eitt hand- fangið gekk nærfellt inn úr brjósti hans. Stórsjóirnir gengu yfir skipið í sífellu. Engan skipverja tók þó út. Líðan Clausens stýrimanns var hræðileg, og mun honum sjálf- um hafa verið ljóst, að hann var banvænn, en ekki mælti hann æðru. Smám saman lýsti meira af degi, og sáu skipverjar nú að mjög var sæbratt og klettótt þar, er þá hafði að borið, og fjara nærfellt engin. Var því landtakan óálitleg í slíku brimi. Eigi vissu þeir neitt gjörla hvar þá hafði borið að, en síðar varð það ljóst, að það var nyrzt undir Hvanndalaskriðum,1) en þær eru austan megin Héðinsfjarðar, milli Hvanndala að norðan og Víkur í Héðinsfirði að sunnan. Er þar nefndur Hvanndala-landsendi, er Hertha strandaði, og Hvanndala-forvaði, — klettanef eitt, er þar gengur í sjó fram. Bar flakið með mönnunum á, að forvaða þessum. Æfi skiptbrotsmannanna var ill á flakinu og horfur um björg- un mjög uggvænlegar. Brotsjóarnir gengu yfir flakið í sífellu og lömdu því við klappir og klungur strandarinnar. Var fyrirsjáan- legt, að það mundi von bráðar liðast þar sundur. Afréð því Peter- sen skipstjóri að freista að koma kaðli í land, þótt tvísýnt væri að sá kæmist lífs af, er fyrstur reyndi það. Matsveinninn var syntur vel, en ungur piltur og óharðnaður. Féll það í hans hlut, að fara fyrstur í land og batt skipstjóri um hann mjórri línu, sem hann (Framhald). J) í almanaki Þjóðvinafél. órið 1890, Árbók ársins 1888, er sagt, að Hertha hafi strandað á Ólafsfjarðarmúla, en það er rangt. hafna í sínu nágrenni. Með því móti ynnist tvennt: dregið væri úr umhleðslukostnaðinum og birgðaöryggi landsins í heild væri aukið. Það er ótrúlegt, að ekki megi haga hleðslu skipanna svo vestan hafs, annað slagið a. m. k., að einu skipi væri fært að losa á höfnum norðanlands og austan, ef nokkur vilji væri fyrir hendi til þess hjá þeim, er stjórna þeim málum. Forstjórinn segir í grein sinni, að enda þótt unnt væri að ferma vörur til smærri hafna beint í skipin, mundu taf- ir við afferming draga úr flutningsmöguleikum til landsins. Þessi sjónarmið virðast vart hafa ráðið hjá forráðamönn- um siglinganna í þann tíma, er mest var að gera við Reykjavík- urhöfn og skip urðu að bíða lengi eftir afgreiðslu. Þá var bent á það hér í blaðinu, að Eimskip þætti hagkvæmara að láta skip liggja aðgerðalaus dögum, jafnvel vikum saman, í Reykjavíkurhöfn, en nota t. d. höfn og vörugeymslur hér, sem þá var hvort tveggja lítt notað. Virðist slíkt ekki hafa verið til þess fallið, að „flýta afgreiðslu skipanna hér við land.“ Hinn 29. sept. 1942 var þess getið hér í blaðinu, að þá liggi í Reykjavík vörur úr 10 skipum, sem þangað höfðu kom- ið og átti hluti af flutningi allra þessara skipa að fara norður. Á þeim tíma höfðu Reykvíkingar ólíkt greiðari flutningasamgöng- ur við New York en Akureyring- ar við Reykjavík. Svo að aftur sé vikið að um- hleðslu- og aukakostnaðinum, sem legst á vörurnar með um- skipun í Reykjavík, þá er þess að geta, að kostnaður við höfn- ina í Reykjavík mun reiknaður vörueigendum á 100 krónur á smálest, eða 10 aurar á kg. Þegar um er að ræða iðnaðarvörur, sem iðnaðarmenn hér þurfa að selja á markaði um land allt í sam- keppni við Reykjavíkurfyrir- tæki, þá sýnist það ekkert leynd- armál, að iðnaðurinn hér stend- ur höllum fæti í samkeppninni. Þetta er að vísu ekki nema einn liður þeirrar starfsemi, sem nú virðist efst á baugi hjá ýmsum forráðamönnum í höfuðstaðn- um, að stefna öllu atvinnu- og framkvæmdalífi suður þangað. Að sömu rót hnígur það, er Eimskip reiknaði 20% hærra farmgjald af timbri til Akureyr- ar en til Reykjavíkur. Þetta eru þau „sérstöku ákvæði", sem um getur í grein forstjórans. Við- skiptaráðið hefir nú nýverið af- numið þessa 20% aukagreiðslu og verður að líta svo á, að ráðinu hafi fundist það ranglátt, að fé- lagið reiknaði sér þetta auka- gjald, sem gerði aðstöðu Norð- lendinga þeim mun verri. Sú var tíðin, að Eimskipafélag- ið var „fyrirtæki þjóðarinnar" { (Framhald á 7. siðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.