Dagur - 20.01.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 20.01.1944, Blaðsíða 1
ANNALL DAGS Kvenfélagið „Framtíðin" minntist 50 ára af mælis síns með veglegu hófi að „Hótel Norður- land" sl. fimmtudagskvöld. Fé- lgaskonur og gestir minntust 50 ára starfsins með snjöllum ræð- um. Undir borðum las frú Gunnhildur Ryel, form. féiags- ins, gjafabréf er félaginu höfðu borizt. Höfðu hjónin Málfríður Friðriksdóttir og Kristján Krist- jánsson bifreiðaeigandi, gefið elliheimilissjóði „Framtíðarinn- ar" 50 þús. kr., til minningar um mæður þeirra hjóna, er létust á sl. ári. Þá hafði Kristján gefið 50 þús. kr. í sjúkrahússsjóð fé- lagsins, til minningar um þrjá látna bræður sína. Voru hjónin hyllt af öllum viðstöddum fyrir þessar höfðinglegu gjafir. * Árni Jóhannsson, forseti bæjar- stjórnar, flutti svohlj. tillögu á síðasta fundi: „Legg til að bæjarstjórn sam- þykki að fela skólaráði og skóla- stjóra barnaskólans að athuga og gera tillögur um, á hvern hátt verði heppilegast og ódýrast bætt úr húsnæðisþörf skólans. Tillög- um sé skilað til bæjarstjórnar í síðasta lagi 15. febrúar næstk.". Tillagan er fram komin vegna mjög ófullnægjandi húsnæðis barnaskólans. Þar er nú svo þröngt, að allsendis er óviðun- andi lengur. * Ungmennafélagið „Reynir" og kvenfélagið „Hvöt" á Árskógs- strönd æfa um þessar mundir gamanleikinn „Sundgarpinn". — Verður hann sýndur að Árskógi á laugardag og sunnudag næst- komandi. Dansleikur verður á eftir í bæði skiftin. Þórður Thorarensen gullsmið- ur andaðist í sjúkrahúsi bæjarins sunnudaginn 16. þ. m. Þessa merka borgara bæjarins verður getið í næsta blaði. * Frú Svava Jónsdóttir, leikkona, verður sextug n. k. sunnudag. Hefir hún um margra ára skeið verið fremsti leikari Leikfélags Akureyrar og er fyrir löngu landskunn fyrir leikstarfsemi sína hér, í útvarpi og í höfuð- staðnum. Gefst væntanlega tæki- færi til að minnast starfs hennar nánar síðar. * Mjög mikill skortur er á góð- um, nýjum fiski hér í bænum. Veldur þar einkum gæftaleysi, en hitt skiptir og talsverðu máli, að ekkert skipulag er á fiskútveg- un og fisksölu hér í bænum. Er þetta eitt þeirra mála, sem nauð- syn krefur að tekin verði til meðferðar og úrlausnar á næst- unni. Kvenfél. „Framtíðin" hafði skemmtun í Samkomuhúsinu sl. sunnudags- og mánudagskvöld. Til skemmtunar var gamanleik- ur, löngur, upplestur, DÁ XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 20. janúar 1944. 3. tbl. NY DRÁTTí ODDEYI Atvinnumál og nýjar f ramkvæmdir til um- ræðu á bæjarstjórnarfundi sJ. þriðjudag Bæjarstjórnarfundur var sl. þriðjudag. Á dagskrá voru m. a. I fjárhagsáætlun kaupstaðarins og erindi fulltrúaráðs verklýðsfélag- anna, er getið var í síðasta tbl. Kommúnistar höfðu haft mik- inn undirbúning fyrir þennan Eund. Hafði svonefnt „Sósíalista- félag Akureyrar" látið dreifa prentaðri áskorun um bæinn, þar sem skorað var á verkamenn að fjölmenna á bæjarstjórnar- fundinn og láta bæjarfulltrúana heyra kröfur sínar í atvinnumál- unum. Leiðtogar kommúnista telja, að þessi mál verði frekar leyst með lýðæsingum en rólegri yfirvegun. Verkamenn eru aft- ur á móti ekki á sömu skoðun. Einir 8—10 menn fóru að ráði kommúnistaleiðtoganna og mættu á fundinum. Var þetta æsingabrall „foringjanna" hvort tveggja í senn þeim til vonbrigða og haðungar. Á fundi bæjarstjórnar var er- indi fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna tekið til umræðu. Flestar þær uppástungur er þar komu fram voru þegar til athugunar í bæjarstjórn, komnar frá atvinnu- málanefnd eða einstökum bæjar- fulltrúum. Sérstök nefnd var sett til að athuga 4., 5. og 6. lið er- indis verkalýðsfélaganna, en þar er rætt um aukna útgerð héðan, Verkamaður stefnir Vinnuveitendaf élaginu og Verkamannafélagi Akur- eyrarkaupstaðar Bergþór Baldvinsson, verka- maður hér í bæ hefir stefnt Vinnuveitendafélagi Akureyrar og Verkamannafélagi Akureyrar- kaupstaðar, þar sem hann telur, að samningur Vinnuveitendafél. og Verkamannafélagsins, þar sem áskilið er, að félagsmenn Verkamannafélagsins skuli sitja fyrir vinnu, svifti sig rétti til þess að stunda atvinnu sína og muni þar að auki brot á stjórnar- skránni, en Bergþóri mun hafa verið neitað um vinnu með þeim forsendum, að hann er ekki fé- lagi í Verkamannafél. Ak.kaupst. Málið hefir komið fyrir sátta- nefnd og urðu ekki sættir. Verð- ur fróðlegt að sjá úrskurð dóms \i hessu málii aukinn fiskiðnað og væntanlegar ríkisverksmiðjur til framleiðslu áburðar og herzlu síldarlýsis. Um 2. lið erindis fulltrúaráðs- ins er það að segjá, að í því efni voru þegar hafnar framkvæmdir, eins og lesendum „Dags" erj kunnugt, en þar er rætt um dráttarbraut og ný hafnarmann- virki. Nefnd sú, er starfar í drátt- arbrautarmálinu, skipuð af bæj- arstjórn, útgerðarmönnum og fiskifélagsdeildinni hér, hafði þegar tekið málið föstum tökum. Hafði nefndin fengið norður Finnboga Rút Valdemarsson, verkfræðing, til þess að ákveða brautinni stað og gera teikning- ar að framkvæmdum. Er hann þegar tekinn til starfa. í sam- bandi við þessa athugun er hon- um einnig falið að athuga um stað fyrir nýja bátakvf, en Árni Jóhannsson hafði flutt tillögu um slíka athugun fyrir nokkru síðan. Ennfremur að athuga um stæði fyrir kolabryggju á Tang- anum, en oft hefir verið rætt um bað, að nauðsyn bæri til að flytja kolageymslur úr miðbænum nið ur á Tanga, en til þess að svo megi verða þarf bærinn að skapn aðstöðu til losunar þar. Bæjar- fulltrúar munu yfirleitt sam- mála um nauðsyn þessara fram- kvæmda og er því líklegt, að strax og undirbúningsáætlanir hafa verið gerðar, verði fram- kvæmdir að þessum mannvirkj- um hafnar. Eru þegar komnar fram tillögur um, að reisa þessi mannvirki 611 á svæðinu á milli golfvallarins og Skipasmíða- stöðvar Nóa Kristjánssonar, á Oddeyrartanga norðanverðum. Er verkfræðingurinn að athuga möguleika fyrir því. Er hér um milljónaframkvæmdir að ræða og mikla atvinnu. 1.1. erindisins, um tunnuverksm. var settur í athugun hjá atvinnu- málanefnd. Þriðja lið, um aukna ræktun bæjarlandsins, vísað til jarðeignanefndar. „Dagur" mun greina nánar frá þessum fyrir- ætlunum öllum, þegar frekari ákvarðanir hafa verið gerðar. Dwight D. Eisenhower yíirhershöfðingi innrásarhers Banda- manna, er kominn til Englands og hefir tekið við störfum sínum þar. 29 menn farast með „Max Peniberton" Togarinn „Max Pemberton" úi Reykjavík hefir farizt í of- viðri fyrri part sl. viku. Var skip- ið á leið til Rvíkur frá veið- um við ísafjarðardjúp. Skip og flugvélar hafa leitað en ekkert hefir fundist, sem gefið getur til kynna hver hafa orðið afdrii skipsins. 29 vaskir sjómenn hafa farizt með skipinu og tugir barna hafa orðið munaðarlaus. Er þetta eitt hið mesta og hörmulegasta sjóslys hér við land. Fjárhagsáætlun kaupstað arins f yrir 1944 samþykkt Á bæjarstjórnarfundi sl. þriðju- dag var f járhagsáætlun kaupstað- arins samþykkt, samkv. frum- varpi fjárhagsnefndar, er greint var frá í síðasta blaði, með smá- vægilegum breytingum. Útsvars- áætlunin var hækkuð urr^43 þús. kr. og eru niðurstöðutölur áætl- unarinnar því 2.621.700 kr. — Gjöldin hækkuðu og um 43 þús. kr., og skiptist það þannig: Verk- legar framkvæmdir hækka um 30 þús., styrktur til Amtsbóka- safnsins um 4 þús. og samþ. að greiða barnakennurum hér stað- aruppbót 9000 kr. samtals. Jarðarför ÞÓRÐAR THORARENSEN gullsmiðs, er and- aðist 16. þ. m., fer fram miðvikudaginn 26. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hans, Aðalstræti 13, Akureyri, kl. 1 e. h. Ekkja, börn og tengdabörn. BiBaaw—w—¦ Hríseyjar-, Svarfaðar- dals-, Árskógs- og Arnar- neshreppar vilja kaupa rafmagn frá Laxár- virkjun Oddvitar hreppanna hér út með Eyjafirði hafa sent bæjar- stjórn Akureyrar erindi, þar sem þeir óska að fá keypt rafmagn frá Laxárvirkjun, þegar háspennu- lína hefir verið lögð um viðkom- andi hreppa. Aflþörfina áætla þeir 12—1400 kw. og er þar inni- falin orkuþörf síldarverksmiðj- anna á Hjalteyri og Dagverðar- eyri. Erindi þetta yar tekið til með- ferðar á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag og var samþykkt álit rafveitunefndar, þar sem segir, að líklegt sé, að nágrannahrepp- ar geti fengið keypta raforku jafnskjótt og þeir hefja fram- kvæmdir á raflögnum. Hins veg- ar frestar bæjarstjórn að gefa ákveðið loforð um raforku fyrr en vitað er hvenær hin fyrirhug- aða lína um hreppana verður til- búin. ERLEND TlDIHDI Vaxandi skemmdarstarfsemi í Danmörku. — Norskir stúdentar stóðust prófið. — Sókn Banda- manna. Ný alda skemmarverka hefir riðið yfir Danmörku eftir morð- ið á Kai Munk. Danskir föður- landsvinir hafa sprengt í loft upp hluta af skipasmíðastöð Burmeister 8c Wain í Khöfn, að því er segir í enskum fregnum. Á þriðjudagínn urðu sprenging- ar í 2 verksmiðjum, sem vinna fyrir Þjóðverja og í nokkrum járnbrautarstöðvum. Þýzka út- varpið tilkynnti sl. þriðjudag, að Þjóðverjar hefðu neyðst til að taka lögreglustjórn Kaupmanna- hafnar í sínar hendur. Lögreglu- liðið, um 5000 manns, hefir ver- ið kyrrsett. 400 norskir stúdentar hafa ný- lega verið fluttir fangar til Þýzkalands. Er þetta einn þáttur- inn í sókn Gestapo á hendur sjálfstæðri hugsun, menningu og þjóðlífi í Noregi. Þegar ákveða skyldi, hverja skyldi senda í út- Iegðina, voru lagðar þrjár spurn- ingar fyrir stúdentana, og þótti yfirvöldunum þýzku svör þess- ara 400 algjörlega óviðunandi. (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.