Dagur - 20.01.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 20.01.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 20. janúar 1944 DAGUR 3 Jónas Jónsson: FJÁRPESTIN OG „VÍSINDIN44 Skömmu eftir að ráðuneyti Tryggva Þórhallssonar hafði strand- að á kjördæmamálinu 1932, ákvað sú stjórn, sem þá tók við, að beita sér fyrir innflutningi búfját í því skyni að bæta úr erfiðleik- um kreppunnar, sem þá þrengdi mjög að bændum. Þó að undar- legt megi heita, var Páll Zophóníasson, kvikfjárræktarráðunautur landsins, sem allra manna mest hafði hvatt til innflutnings er- lendra kinda, ekki látinn standa fyrir innflutning’’ um, heldur var mælingamaður Búnaðarfélags íslands, Ásgeir L. Jónsson, sendur til Þýzkalands og látirin kaupa þar nokkrar kara- kúl-kindur, sem síðan var dreift víða um landið. Eftir stutta stund tók að bera á fjársýki á nokkrum þeim bæjum, þar sem útlenda kynbótaféð hafði verið sett í því skyni að bæta bústofninn. Sýkin var einna fyrst kunn í Deildartungu í Borgarfirði, og síðan um stund kennd við þann bæ. En brátt kom í ljós, að karakúl-féð hafði sýkt víðar en þar, svo sem norður í Aðaldal í Þingeyjarsýslu og víðar. Veikinni var lítill gaumur gefinn í fyrstu. Var helzt leitað til Dungals, sem hafði þá um stund framleitt vel nothæft bóluefni móti bráðafári og flutt inn ensk ormalyf, sem reypdust vel við lungnaveiki í sauðfé. Dungal tók að rannsaka mæðiveikina í Deildartungu, og virtist alls ekki hafa áttað sig á, hver voði var á ferðum. Ef hann hefði sagt eins og var, að hér væri um að ræða nýjan og hættulegan fjársjúkdóm, sem ekki væri að svo stöddu unnt að lækna, myndu menn hafa orðið varasamir, reynt að ein- angra hið sjúka fé í Borgarfirði, enda hefði þá verið auðvelt að koma við fjárskiptum. En Dungal þóttist kenna sjúkdóminn og lýsti í Mbl. allítarlega sniglum, sem valdir væru að veikinni. Taldi hann sig hafa fundið þessa snigla í Deildartungu, og áttu þeir að lifa á grasinu og berast síðan í kindurnar og valda sjúk- dóminum. Morgunblaðið hafði lagt mikla stund á að kynna bændastétt landsins, að Dungal væri mikill vísindamaður og stæði ákaflega framarlega í öllu, sem lýtur að húsdýrasjúkdómum hér á landi. Bændum hafði þótt gott bóluefni hans, og héldu sumir, að hann hefði fundið upp hið enska ormalyf. Að vonum var bændastétt- irini þess vegna mikil fróun í því, þegar Mbl. fullyrti, að Dungal þekkti borgfirzku veikina til fulls, enda þótti þá einsætt, að meðul myndu þá finnast til að bæta úr þessu meini. En hér fór á annan veg. Sýkin breiddist út frá Borgarfirði um Gullbringu- og Kjósarsýslu, Árnessýslu, Húnavatnssýslu, Dali og nokkuð til Vestfjarða. Jafnframt kom önnur veiki, sem líka staf- aði frá karakúl-kindum, fram í Hreppum og á Austurlandi. Er sú pest nefnd garnaveiki og er talin öllu skæðari sjálfri mæðiveik- inni. Að lokum varð svo vart þriðju sýkinnar frá sömu uppsprettu í Þingeyjarsýslu. Hefir hún sýkt og eytt miklu af fjárstofni bænda milli Jökulsár í Axarfirði og Skjálfandafljóts. Á síðustu missirum breiðist hún út um vesturhluta Suður-Þingeyjarsýslu, og hlýtur því að sýkja fjárstofn Eyfirðinga og Skagfirðinga, ef ekki tekst að hindra, að sýkin haldi áfram vestur á bóginn. Eftir að átakanlega kom í ljós, að Niels Dungal hafði sagt miklu meira heldur en hann gat staðið við um borgfirzku pestina, dró hann sig að mestu í hlé frá opinberum afskiptum af málinu, en hafði þó eins konar tilraunastöð með mæðiveikar kindur rétt við Reykjavík. Mun kostnaður viðþessar tilraunir, sem var allmikill, hafa verið tekinn af ríkisfé, sem varið var til mæðiveikivarna. Ungur læknir, að nafni Guðmundur Gíslason, dóttursonur Jakobs Hálfdánarsonar á Húsavík, hafði unnið um alllangt skeið með Dungal að búfjárveikindarannsóknum hans. Varð nú að ráði, að hann tæki við mæðiveikirannsóknum og væntanlegum lækn- ingum. Ríkið keypti jörðina Keldur í Mosfellssveit, 10 km. frá Reykjavík, sem heimili fyrir rannsóknarstöð. Voru þangað fluttar kindur þær, sem Dungal hafði haft í tilraunastöð sinni. Auk þess voru þar nokkrir hestar, í sambandi við „serum“-framleiðslu til vamar mænuveiki í unglömbum. Þá er og ráðgert, að á Keldum skuli vera mikil rannsóknarstöð til að tryggja vörugæði á lýsi, sem selt er til útlanda, og fleiri þess háttar starfsemi. J>egar Guðm. Gíslason kom að Keldum, lét hann sem hann væri þaulæfður vís- indamaður, með marga sigra og uppgötvanir í lífsbókinni. Var honum umhugað um tvennt: Að vera talinn vísindamaður, og að hafa ekki yfir sér eftirlit neins valds nema ráðherra. Alþingi átti ekki að ákveða fjárveitinguna til „vísindanna" á Keldum. Til- raunaráð landbúnaðarins og rannsóknaráð ríkisins máttu ekki koma nærri starfsemi hans. Tilboð Guðmundar Gíslasonar um að hann vildi standa „undir ráðherra" voru í hans augum sama og að vera algerlega óháður öllu eftirliti þjóðfélagsins, en gæti fengið peninga úr ríkissjóði eins og hann vildi. Að lokum kom þar, að Alþingi neitaði að Guðmundi Gíslasyni væri fengnir peningar eftirlitslaust. Fór fjárveitinganefnd þá í heimsókn að Keldum. Gaf þar á að líta byggingaframkvæmdir Guðmundar. Var þar mikið samsafn af óskipulegum steinsteypuskúrum, og mun ríkið hvergi eiga jafn-viðvaningslega gerðar byggingar. í hesthúsinu var lítið um hesta vegna ,,serum“-framleiðslunnar, en því meira um vel alda gæðinga, sem undirmenn Guðmundar áttu, og munu að öllum líkindum hafa haft þá þar, án hans vit- undar. Um lækningar við mæði- eða garnaveiki var ekki að tala frekar en fyrri daginn. Þegar Guðm. Gíslason rak sig á, að hvorki Alþingi eða ríkisstjómin vildu hafa rannsóknirnar á Keldum utan við fjárlög og utan við aðhald mannfélagsins, sagði hann upp stöðu sinni. Tók mæðiveikinefnd hann þá í bili í þjónustu sína, og rak hann einhverja lækningastarfsemi á mæðiveiku fé norður'í Þingeyjarsýslu. Ekki bar sú viðleitni nokkurn árangur, en bænd- um, sem létu Guðmund fá kindur til meðhöndlunar, þótti hann erfiður og ósanngjam í viðskiptum um bætur fyrir féð. Eftir að séð var, að ekki myndi verða mikið gagn að „vísindum“ Guðm. Gíslasonar, var tíðrætt um annan ungan mann, sem nokk- uð hafði fengizt við sjúkdómafræði erlendis. Ekki reyndist hann smátækari í kröfum. Lét í veðri vaka, að maður á borð við hann gæti ekki sætt sig við minna en 4—5 sérfræðinga sem undirmenn við Keldnabúið, og að stofnunin væri engum háð, nema vilja forstöðumannsins og greiðsemd ráðherrans. Þriðji sérfræðingur af sama tagi, sem bauð fósturjörðinni vinnu sína við vissa tegund ar náttúrufræðirannsóknum, vildi fá eitt þúsund krónum hærri árslaun, heldur en elzti starfsmaður við rannsóknastofu atvinnu- veganna, og að kona sín fengi þar atvinnu og jafnhá árslaun eins og einn af helztu fræðimönnum sem þar starfa. Þorvaldur Thoroddsen, Stefán Stefánsson, Bjarni Sæmunds- son og Helgi Péturss töldu sér sæma að vinna ár eftir ár að hin- um merkilegustu verkum við rannsóknarstörf á Islandi með þeirn kjörum, sem þjóðin gat boðið. Eftir alla þessa rnenn liggja mikil og staðgóð vísindastörf. En 1 lausung yfirstandandi tíma kemur hver óreyndur skólapiltur af öðrum. Þeir kalla sig vís- indamenn, án þess að nokkuð liggi eftir þá, og heimta að gera fátækt og erfiðleika landsmanna, eins og sauðfjárpestirnar, að fjársukksfyrirtæki fyrir sig og sína. Eftir að sýnt var, að Níels Dungal, sem var sá eini, af hinum sjálfkjörnu vísfndamönnum, sem reynt hafði í alvöru að fást við íslenzka dýrasjúkdóma, hafði gefizt upp, var sýnt að ekki yrði á annað að treysta en brjóstvit bændastéttarinnar í fjárpestarmál- um. Má segja að bændur hafi á síðari árum algerlega haft mæði- veikivarnir í sínum höndum. Þeir hafa reynt að hindra útbreiðslu veikinnar með girðingum og varðsveitum. Þeir hafa gert tilraun- ir með fjárskipti. Þeir hafa leitazt við að lijálpa bændum til að finna í sínu eigin fé skepnur, sem kynnu að þola pestina. Meðan vel lætur í ári og dýrtíðin blómgast hefir verið hægt að eyða miklu fé í sambandi við mæðiveikivarnir. En þegar hin mikla kreppa er komin eftir að stríðinu lýkur, verður þyngra undir fæti með öll fjárútlát. Það er þess vegna eitt hið þýðingarmesta af framtíðarmálum atvinnulífsins á íslandi, að horfast í augu við þann voða, sem stafar af fjársýkinni. Vísindin .hafa í bili gefizt upp, þó að nóg sé framboð frá hálfu viðvaninga, sem lofa bjarg- ráðum, ef þeir megi leika vísindamenn í pestarmálum. Framlög til pestarmála, eins og nú tíðkast, tefja fyrir eyðileggingunni, en ekki heldur meira. Bændastéttin og aðrir menn, sem fást við þjóðmál, mega ekki gleyma þeim voða, sem stafar af fjársýkinni. m HJARTANLEGA ÞAKKA eg kvenfélaginu „Hjálpirí' í Saur- bæjarhreppi fyrir jólagjöfina. Óska félaginu gæfu og gengis á komandi árum. ALBÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR. HJARTANLEGA þakka eg öllum þeim, sem heimsóttu mig á 75 ára afmælisdaginn minn og gáfu rqér góðar gjafir. Sömuleið- is þakka eg öllum fjær og nær, sem sendu mér hugheilar kveðjur þarm sama dag. — Guð blessi ykkur öll. Arnarnesi, 16. janúar 1944. GUÐM. MAGNÚSSON. Húsasmíðar eftir stríðið. Tilbúin húsl Verksmiðjufram- leiðsla! Þessi orð eru tæpast lík- leg til þess að-vekja neina hrifn- ingu í hugum þeirra, sem bíða þess með óþreyju, að tímarnir leyfi þeim að reisa hús og heim- ili. Þau minna þá á eitthvert ómerkilegt hrófatildur, — stríðs- framleiðslu, en virðast fjarri traustu og notalegu framtíðar- áeimili. En orðið verksmiðju- smíði hefir þó rutt sér braut undanfarna mánuði og skapað sér þó nokkurn virðingarsess í hugumþeirra, sem fylgjast með. Og víst er, að kerfið, sem við það er bundið, getur skapað þjóð- inni mikil þægindi ef rétt er að farið. Lítum þá nánar á þýðingu þess. í húsabyggingúm er hún þessi: a) Úrvals teikningar af húsum eða húsahlutum notaðar þannig, að húsinu er skipt nið- ur í ákveðna hluta og hver hluti fyrir sig framleiddur í þúsunda- vís. b) Hlutarnir, eins og þeir koma frá verksmiðjunni, settir saman í heild. Til dæmis: bað- herbergi er teiknað þannig, að baðkerið og handlaugin eru við sama vegg. Verksmiðjusmíði þess mundi þannig hagað, að fyrst yrði skilrúmsveggurinn gerður og því næst baðkerið og handlaugin sett við hann, ásamt öllum leiðslum og krönum, er með þarf og þannig frá gengið, að setja megi vegginn upp í heilu lagi. Þessi húshluti er síðan sendur í heilu lagi á bygg- ingarstaðinn og settur upp á skömmum tíma. Víst er að 75% af innréttingu íbúðarhúsa má fullgera í verksmiðjum. Baðher- bergi, eldhús, skápa, stiga o. s. frv., mætti auðveldlega fram- leiða í stórum stíl. Reynsla hefir þegar sýnt, að þetta er auðvelt og margan hátt heppilegt. Allir vilja tilbreytingu í húsagerð og innréttingu og fá að ráða sjálfir um útlit heimila sinna. Þessu er engan veginn fórnað, þótt tekin yrði upp sá háttur, er hér hefir verið getið. Utanhússgerð er enn- þá á valdi húseigandans að mestu leyti. Innréttingar af ýmsu tagi mundu hæfa vissri gerð húsa og gefinni stærð her- bergja. Fyrir stríðið voru byggð 200.000 húsa árlega í Eng- landi .Nú er ráðgert að fljótlega eftir stríðið þurfi að byggja 4—5 milljónir íbúða í Englandi, auk skola og annarra opinberra bygg- inga. Þegar slíkar stórfram- kvæmdir eru ráðgerðar er verk- smiðjusmíði að einhverju leyti ekki aðeins æskileg, heldur bráð- nauðsynleg. Skipulagning fram- leiðslunnar er komin á það stig, að auðvelt á að vera, að reisa á þennan hátt hús, sem eru í senn traust, vistleg og búin öllum þægindum. Ýmsar nýungar í byggingaiðnaði verða þannig mun betur hagnýttar, heldur en ef hver einstaklingur á að brjóta þar öll vandamál til mergjar, eins og fyrr tfðkaðist. (Útdráttqr úr grein í Qbseryer).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.