Dagur - 20.01.1944, Síða 7

Dagur - 20.01.1944, Síða 7
Fimmtudaginn 20. jánúar 1944 \ DAGUR 7 — Guðm. Vilhjálmsson forstjóri gerir at- hugasemd við ummæli „I)agsw lLnóv.sL (Framhald af 5. síðu). — „Dagur6i gerir athugasemdir við grein Guðmundar Vilhjálmssonar forstjóra. (Framhald af 5. síðu). S. í. S. orðið að láta senda vörur sínar til Reykjavíkur, taka þær í land þar, og senda síðan út á land, það sem kann að vera selt þangað fyrirfram, og einnig það, sem selt er út á land eftir að vör- urnar eru komnar og mun það eiga sér stað um megnið af vör- unum. Enda munu langflestar verzlanir landsins kaupa vörur sínar fyrir milligöngu annars hvors þessara aðila, með því að annað fyrirkomulag hefir reynst lítt framkvæmanlegt. Þetta hljóta allir, sem nokkurn kunn- ugleika hafa á viðskiptum, eins og þeim er nú háttað, að vita. Er tæplega unt að búast við, að hægt sé að komast hjá auknurn kostnaði þegar þannig stendur á, og getur Eimskipafélagið á engan hátt ráðið við þetta, og því síður er hægt að ætlast til, að félagið taki á sig kostnað, er af þessu leiðir. Gildir þetta einnig um nokkrar aðrar vörur, sem nefndar eru „láns og leiguvörur" (þó að undanskildu alls konar járni til bygginga og smíða, serr er megnið af „láns- og leiguvör- unum“ sem hingað flytjast). — Vegna skorts á skiprúmi, hefir samist svo um, að þær vörur séu aðallega fluttar til landsins með skipum Bandaríkjastjórnar, sem Eimskipafélagið hefir á engan hátt umráð yfir, og hafa þau skip eingöngu affermt vörurnar í Reykjavík. Um flutninga þessa hafa íslenzk stjórnarvöld samið við Bandaríkjastjóm og hefir Eimskipafélagið engan þátt átt í þeim samningum, en hefir hins vegar tekið að sér að veita vörun- um móttöku, annast afhendingu þeirra og að innheimta flutn- ingsgjöldin fyrir hin erlendu skip. Af því, er að framan er sagt, ætti hverjum manni að verða ljóst, að Eimskipafélaginu verð- ur ekki kennt um neitt „Reykja- víkui-umhleðslufargan“, enda hafa þeir, sem hlut eiga að máli heldur ekki borið fram „ítrekað- ar umkvartanir", eins og grein- arhöfundur segir, því þeim er fullkunnugt um, að hér er um orsakir að ræða, sem óviðráðan- legar eru eins og sakir standa. Eins og Viðskiptaráðinu og öðrum þeim, sem að siglinga- málunum vinna, er vel ljóst, þá er vöruafgreiðslumálunum í Bandríkjunum og Kanada, þannig háttað, að umhleðsla á megni varanna er óumflýjanleg, en enda þótt unnt hefði verið að ferma vörur til smáhafnanna beint í skip vor og skrásetja vör- urnar beint til hafnanna, þá myndu tafir skipanna verða svo miklar við að skila vörunum á minni hafnirnar, að það myndi stórlega draga úr flutnings- möguleikum til landsins, en eins og kaupsýslumönnum er kunn- ugt, þá liggja alltaf tugþúsundir smálesta af vörum vestan hafs, sem bíða skiprúms og hefir því verið talið nauðsynlegt að flýta afgreiðslu skipanna hér við land eins mikið og framast er unnt. Síðar í grein þeirri, sem hér um ræðir, segir greinarhöfund- ur: „Það kemur æ betur í ljós, að leiðréttingar á þessu fyrirkomu- lagi er ekki að vænta frá forráða- mönnum Eimskipafélagsins í Reykjavík, sem vart getur lertg- ur talist „eign þjóðarinnar“ með þeirri aðstöðu, sem stórfyrirtæki og stórlaxar í höfuðstaðnum hafa sýnilega skapað sér innan félagsins“. í framangreindum orðum kemur fram svo mikil ósvífni eða vanþekking að undrun sæt- ir. — í sambandi við þessi um- mæli skal það upplýst að öll fyrirtæki, hvort sem þau eru stór eða smá, njóta nákvæmlega sömu viðskiptakjara-hjá félaginu og hefir engrar óánægju orðið vart af hálfu hinna svokölluðu „stórlaxa" út af þessu atriði. Ef greinarhöfundur á hins vegar við það, að þeir, sem hann nefnir „stórlaxa höfuðstaðarins“, hafi náð einhverri sérstakri að- stöðu innan félagsins, þannig, að það geti ekki lengur talist „eign þjóðarinnar", með því að kaupa upp hlutabréf í félaginu, skal það upplýst, að tala hlutahafa, sem var 14609 þegar þeir voru flestir, árið 1919, var við síðast- liðin áramót 13797. Hluthöfum hefir því á liðnum 24 árum að- eins fækkað um 5%. Er ávalt skýrt frá eigendaskiptum hluta- bréfa í ársskýrslum félagsins, jiannag, að um þetta atriði getur hver sem vill vitað hið rétta. í hvatningargreinum þeim, er birzt hafa í blöðum samvinnu- manna í sambandi við fyrirhug- uð skipakaup S. í. S., hefir ver- ið reynt að láta það líta svo út, að skipakaup þessi yrðu á engan hátt til að skapa samkeppni við Eimskipafélagið, heldur miklu fremur til að hjálpa félaginu með flutningana. F.nda þótt hér og forstjóranum linnst hart að- göngu, að „Dagur“ skuli ekki vilja viðhalda þeirri nafngift. Því miður treystir „Dagur“ sér ekki til þess. Gremja almenn- ings hér út af afskiptum félags- ins af málefnum dreifbýlisins að þessu leyti hefir við mikil rök að styðjast. Fyrirtæki þjóðarinnar mundi vart hafa leyft sér það, sem nú kemur þráfaldlega fyrir, I að þegar sá sjaldgæfi viðburður virðist muni vera um mjög hæpna ályktun að ræða, þá ber að viðurkenna, að í þessum hvatningargreinum hefir ekki fallið nein hnúta í garð Eim- skipafélagsins. Nú virðist höfundur umræddr- ar greinar í „Degi“ álíta, að skipta beri um aðferð til að vinna skipamálinu fylgi og stuðning samvinnumanna. Hvort samvinnumenn telja flutningamálum sínum betur borgið í höndum Sambandsins, gera þeir að sjálfsögðu upp við sig ,en hitt virðist óþarfi og óvið- eigandi, að bera Eimskipafélagið óverðskulduðum sökum til fram- dráttar skipakaupum S. í. S. — Þessir menn vita þó vel, að Eim- skipafélagið hefir verið, er og verður alltaf þjóðarfyrirtæki og „óskabarn þjóðarinnar". Reykjavík, 20. nóvember 1943. H. f. Eimskipafélag íslands. skeður, að millilandaskip kemur lrér í höfnina, þá neiti það flutningi frá fyrirtækjum hér suður um land. Þetta mun því miður ekkert einsdæmi þótt mesta athygli hafi vakið í seinni tíð, er eitt af skipurn félagsins var hér á ferð í samgönguleysinu fyrir jólin og neitaði öllum flutningi héðan til Reykjavíkur. Það sannar ekki þjóðarhollustu félagsins, þótt hluthöfum hafi ekki fækkað um meira en 812 síðan 1919, eins og forstjórinn upplýsir. Fækkunin virðist meira að segja bera með sér, að hún hafi sljóvgast, og fróðlegt væri að vita hvort nokkurt af hlutabréfum þessara 812 hlut- hafa hefir lent utan landamerkja höfuðstaðarins. í vitund þeirra, sem úti urn land búa, sker það eitt úr í þessu efni, hvern dreng- skap og réttlæti forráðamenn fé- lagsins sýna dreifbýlinu í æ erf- iðari aðstöðu þess fyrir ofvöxt höfuðstaðarins og fjárflóttans þangað. Því miður verður að segja það, eins og er, að Eimskipafélaginu hafi verið önnur sjónarmið kær- ari á undangengnum árum en þau, að láta landsmenn njóta sem mest svipaðrar aðstöðu með siglingar og viðskipti. Það er því ekkert undarlegt, þótt sam- vinnumenn, sem sterkust vígin eiga í dreifbýlinu, telji sig til neydda að hefja __ samtök um skipakaup og siglingar. Skap- brestir „óskabarnsins“, sem lifað hefir í meðlæti, eru orðnir of áberandi og erfiðir, til þess að una þeim aðgerðarlaust öllu lengur. Og ef til vill er holl sam- keppni ekki það lakasta, sem verða kann á vegi Eimskipafé- lagsins í framtíðinni. ★ G. Vilhjálmsson. íslendingar voru trúmenn miklir —. á sína vísu — á galdraöldinni, en ærið er hugs- urún og orðalagið á prédikun- um og sálmum þeirra tíma trá- brugðið því, sem nú gerist. Jaínvel titlarrúr á sumum guðs- orðabókum miðaldanna munu virðast nútímamönnum allhjá- kátlegir. Skulu hér neínd fáein dæmi þessa: Árið 1731 kom út á Hólum bók, er nefrtdist: „Það andlega tvípartaða hæna reyk- elsi. ... í andlegt einrúg tví- partað sálmasalve sett og snú- ið“. í Skálholti kom árið 1692 út bók, er nefndist: „Þau blómguðu bein þeirra dauðu“. — Og loks skal þess getið, að í Landsbókasafrúnu í Rvík er til handrit eitt (Lbs. rtr. 305. 4o)> er ber þennan langa og hátíð- lega titil: „Cataplasma Lugen- tium, eður plástursklútur við sár þeirra, sem syrgja afgang sinna ástvina og náunga, í útfar- ar minning þess bráðþroskaða blómsturs, sem í æskutíma var af sigð dauðans uppskorið, eðla- göfugs og hágáfaðs stud. art. lib. Skúla Brynjólíssortar Thorla- cii“. — Skrautlegt bókarheiti og mættu skáld og rithöfundar nútímans nokkuð af því læra, er þeir velja bókum sírrum hæfi- leg nöfn! ★ Hér er að lokum eitt lítið sýnishorn áf sálmakveðskap þeirra tíma, og er það að firtna í svonefndri Flokkabók (bls. 417 —18), en sú guðsorðabók kom út árið 1780. Er þetta upphaf sálmsins: „í helvítí er alls ills næéS, á öllu góðu mésta óhægS, óbærilegur hiti hár, heljarnístandi grimmdin sár. Ormur samvizku etandi, ótti, þurrkur, svengd, harmkvæli, öfund, hatur, víl, örbyrgð mest, engin góð von með heilsubrest. Myrkur og svæla sífelldleg, sorg og djöflamynd ófrín mjög, óp og ýlfranir eilífs veins, andstyggilég lykt brennisteins. Sól og tungl enginn sjá þar kann, sht at öjlu þó guS sjálfan. - ~ Sú litla skíma eldi af enga hughægð fordæmdum gaf. Magirm í hungri mæðist mest, munnur af þorsta pínist mest, eldsloginn verkar óp og kvein, innlæsist hann í merg og bein. Af einum neista af eymdar glóð ólíðanlegri pína stóð en þó kvinnu hér kynni sár kvelja jóðsótt um þúsund ár Hverrúg skyldi okkur, synda- selum 20. aldarinnar, getast að því, ef slíkir sálmar, eða aðrir ennþá magnaðri, væru kyrjaðir yfir hausamótunum á okkur á stórhátíðum — þar uppi á kirkjuloítinu? Ja, satt er það: Heimur versnandi fer, — og þá ekki hvað sízt braglist og orð- kynngi skáldanna og krafturinn og andagiftin í boðskap þeirra til samtíðarinnar!! ★ Kerling ein utan úr Möðru- vallasókn fór eitt sinn í verzlun- arerindum til Akureyrar. Þetta var íyrir miðja síðustu öld, Að loknum viðskiptum við kaup- mann einn á Akureyri gaf hann kerlingu tóbaksdósir í kaup- bæti. Þá kvað hún: Cóði kaupmann gef mér þessar dósir, honum þakka má ég mest, því hann reynist allra bezt. Logandi og gylltar eru innan, en kóngsmyndin á þeim er, sem allir mega líta hér. Attundi sá eðla kóngur góði Kristján heitir svo til sanns, sjá má hérna prýði hans. ★ Helgi Jónsson, til heimilis í Oxnafelli, var eitt sinn á ferð síðla dags með kú í eftirdragi. Kunningi hans mætti horrum, og kvaðst hann hafa haldið, að þar væri draugur á íerð, er Helgi fór. Helgi var hagorður og kastaði þá fram þessari stöku: Það er ei draugur, sem þú sérð sveima um græna velli, héldur er með Hjálmu á ferð Helgi í Öxnafelli. ATHUGIÐ! ★ Auglýsingar og tilkynningar, sem óskast birtar í blaðinu, þurfa að vera komnar á a£- greiðslu þess cða í Prentverk Odds Bjömssonar fyrir kl. 12 á miðvikudögum. ★

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.