Dagur - 20.01.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 20.01.1944, Blaðsíða 6
6 DAGUR Fimmtudaginn 20. janúar 1944 sreMÍi/MM (Framhald). „Jæja,“ Janoshik hélt áfram með söguna eins og ekkert hefði í skorist, — ,,dag nokkurn hélt Krupatschka heim frá vinnu sinni og bjóst við að konan hefði dýrindis kvöldverð tilbúinn handa hon- um eins og venjulega, — en hann greip í tómt. Konan var ekki þar og kvöldverðurinn ekki heldur. Hún hafði hlaupizt á brott með Lúðvík nokkrum Polatschek, laglegum strák, sem les læknisfræði við háskólann." Þjónninn sleit sig lausan. „Hvers vegna ertu að tefja mig með svona nauða ómerkilegri sögu?“ „Vegna þess, að hún er ekki eins vitlaus og þú heldur," sagði Janoshik, ofur rólegur. „Það er nefnilega dálítið svipað, sem hér hefir gerzt. Því að það er alveg eins með Þjóðverjann þinn og kon- una hans Krupatschka. Hann er horfinn. Ekki snefill eftir af honum." „Ertu vitlaus?“ Þjónninn var skelfdur. „Þetta getur ekki verið.“ „Leitaðu þá sjálfur,“ sagði Janoshik. — „Eg finn hann hvergi.“ Þjónninn hringsnerist nokkrum sinnum á ganginum, leit inn á öll salernin, gægði'st út um litlu dyrnar, út í myrkrið á pallinum, — en sá ekki neitt af Glasenapp liðsforingja. — „Heilagi Mósesl“ hrópaði hann. „Þetta er óskaplegt, - skelfilegt. Veíztu hvaða af- leiðingar þetta getur haft fyrir okkur?“ „Nei,“ svaraði Janoshik, ráðvendnislega. „Eg hefi enga hug- mynd um það.“ — Bara að Breda væri nú sloppinn! — Þjónninn var fölur sem nár. „Þú ert svo vitlaus að eg gæti snúið þig úr hálsliðnum," hreytti hann út úr sér og hélt upp stigann. Hann skildi dyrnar eftir opnar og Janoshik heyrði fljótt hvaða áhrif fregnin um hvarf Glasenapps hafði á gestina uppi. Þungt skóhljóð heyrðist í efstu stigaþrepunum. Janoshik sá Þjóðverjann þramma niður stigann, — fyrst sá hann leðurstígvélin, þá einkenn- isbuxurnar og loks manninn allan. Öll var sýnin heldur óskemmtileg. Skelfing og ofsaleg bræði brunnu í augum Þjóðverj- ans. Hann hélt á skammbyssu í hægri hendi. „Hvar er Glasenapp liðsforingi?“ þrumaði Patzer, jafnskjótt og hann steig fæti á gólfið. Janoshik fórnaði höndum til himins. „í einlægni sagt, herra minn, hefi eg ekki hugmynd um það. Eg get ómögulega fylgzt með því, hverjir koma hér niður og hverj- ir fara. Eg fór upp þarna áðan, eins og þér munið.“ Hann sneri sér undan og fór að tína hrein handklæði út úr skápnum. Höfuðsmaðurinn froðufelti af bræði. „Komið með mér undireinsl“ „Hvert? Til hvers?“ spurði Janoshik. Skammbyssuhlaupi var þrýst að bakinu á honum. Þjóðverjinn hafði svarað spurningunni á sinn hátt. „Enga vafningal Komið undireinsl" endurtók hann. Janoshik brosti sakleysislega. „Þér verðið að afsaka, herra minn,“ sagði hann, „en eg spurði bara vegna þess að liúsbóndanum líkar ekki að eg slæpist 1 vinnu- tímanum. En vitaskuld er mér sérstök ánægja að því að vera yður samferða. Þér heiðrið mig sannarlega með þessu kurteislega boði yðar. Eg á að hjálpa yður að finna liðsforingjann. — Glasenapp. heitir hann víst, — er það ekki?“ Janoshik hélt áfram spjalli sínu á leiðinni upp stigann og virtist hinn kátasti. Hvarf Þjóðverjans hafði valdið miklum æsingum í veitingastof- unni og þar heyrðist ekki mannsins mál. „Þögnl" hrópaði Patzer, ógnandi, — um leið og hann ýtti Jano- shik inn fyr<r. Dúnalogn datt á. „Yður er kunnugt, hvað hér hefir komið fyrir,“ - hann gerði sér far um að vera ekki þvoglumæltur, en tékkneski snapsinn leyndi sér þó ekki, — „og því mun engan furða á því, þótt eg geri róttækar ráðstafanir. Glasenapp, liðsfor- ingi er horfinn, — horfinn á mjög dularfullan hátt. Þetta eru erfiðir tímar. Við Þjóðverjar erum að reyna að koma á aga og skipulagi í þessu landi, en svo virðist sem allir kunni ekki að meta störf okkar. Það hefir komið fyrir að þýzkir hermenn hafa týnzt. Eg ásaka engan hér, — takið eftir þvi, — engan — ekki ennþá að minnsta kosti.“ „Gæti ekki verið að liðsforinginn hefði bara farið aftur til her- mannaskálanna?" spurði einhver. „Hver talaði?" spurði Patzer byrstur. „Það gerði eg,“ svaraði roskinn maður í góðum holdum. „Eg heiti Lev Preissinger, forstjóri Bæheimska kolahringsins." „Einmitt það,“ sagði Patzer. „Kannske þér viljið þá vera svo góð- ur, að segja okkur hvort þér hafið séð Glasenapp liðsforingja fara út um dyrnar þarna,“ — hann benti á útidyrnar, — „og hvenær þér sáuð hann fara?“ „Því miður get eg ekkert um það sagt, því að eg var niðursokk- inn í samræður við vin minn, dr. Wallerstein." „Jú, jú, — allir áttu svo sem annríkt, - allir voru niðursokknir (Framhald), f* Framsóknarfélag Akureyrar: ÁRSHÁTÍÐ verður haldin í Samkomuhúsi bæjarins laugardaginn 29. janúar n. k., kl. 8.30 e. h. ! Til skemmtunar: 1. Kaffidrykkja. 2. Ræðuhöld. 3. Söngur (kvartett). 4. Lúðrasveit Akureyrar (Jakob Tryggvason stjórnar). 5. Dans. Áskriftalisti fyrir félagsmenn og gesti liggur frammi í || Timburhúsi K. E. A. næstu viku. I V. STJÓRNIN TILBÚINN ÁBURÐUR Pöntunum á tilbúnum áburði óskast skilað f á skrifstofu vora fyrir 20. febrúar næstk. KAUPFELAG EYFIRÐINGA Fyrirligg jandi: ★ SKÍÐABINDINGAR m. a. KANDAHAR og DARTMOUTH STÖKK- OG SLÁLOM-BINDINGAR Ennfremur skíði og skíðastafir. — Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Járn- og glervörudeild. BRAUÐARÐMIÐUM frá s. 1. ári eru félagsmenn vorir beðnir að skila á skrifstofu verksmiðjanna fyrir 30. jan. n. k. BRAUÐGERÐ r Aramót Far vel, þú liðna ár í gengins gröt. Hver geisli nýr raun sindra skær sem tyrr í baksýn raðast upp þin myrkra mögn. Lát fymast, hljóðna öll þín kvalakvein, með kistu þinni jarðist heimsins sorg. Tak með þér dauðans gný í grafar þögn. Hvað ber þú, nýja ár, á armi þér? Mun alda blóðs og tára svelgja þig, likt og hún dró i djúp sitt liðið ár? Hvort gróa vorrar jarðar svöðusár? Fá saklaus böm um heimalandsins skóg, mót björtum degi að leiðast, hönd í hönd? Sjá, ennþá litar bárufald þann blóð, sem brotnar upp við þína lágu strönd. Kristján Einarsson frá Djúpalæk. Æfður spilamaður stendur auðvitað miklu betur að vígi við spilaborðið en sá, sem sjaldan grípur í spil, jafnvel þótt hann kunni eitthvað dálítið fyrir sér. En „spilalukkan" er svo hverful, að það kem- ur ekki ósjaldan fyrir, að hinn æfði garp- ur hefir lakari útkomu í keppni en mið- lungsmaðurinn. Það er ekkert einsdæmi, að klaufabárðurinn slampast á að vinna sögn, sem garpurinn, þrátt fyrir mikil heilabrot og „vísindalegar" aðferðir, tap- ar. Þannig gengur það stundum. Og gam- an er fyrir skussana að geta snúið á garp- ana, annað veifið. Eftirfarandi Jeikur er úr keppni í Lon- don fyrir áramótin: S. -10. H.-A.9.3. T. -K.G.9.8.4. L.-10.7Æ.3. S. -K.D.G.9.4.3. H.-K.8.7.5. T, — - L.-G.8.4. S. -A.8.7.6. H.-10.6.4. T. -A.D.10.7.6. L.-D. S. átti sögnina, 5 tigla. V. hafði sagt spaða og A. lauf. V. sló laufgosanum út. Þegar spil blinds voru lögð á borðið, sá S.„ að hann mundi tapa einum slag í laufinu og tveimur i tigli. A. tók fyrsta slaginn með laufkóngnum og spilaði út spaðafimmunni. S. spilaði ásnum og næst, — í veikri von, — spaðasexunni. Það virt- ist augljóst, að hann ætlaði sér að trompa frá blindi, og V. gekk f gildruna. Hann gaf fjarkann i, en S. hafði gizkað rétt á það, að þegar A. spilaði spaðanum, hefði hann látið sitt hæsta spil, og S. lét því hjarta i slaginn frá blindi, og spaðasexan átti slaginn! — (Times.) S. -5.2. H.-D.G.2. T. -5.3.2. L.-A.K.9.65. m:i0*&>íux Hið fyrsta íslenzka skáktímarit hét „f uppnámi" og hóf göngu sina á þorranum 1901. Taflfélag Reykjavikur gaf það út, en Pétur Zophóníasson stjórnaði útgáf- unni. Tímaritið var hið vandaðasta að frágangi og mun að útliti og efni til hafa verið í fremstu röð slikra tímarita i Ev- rópu á þeim tíma. Því miður varð það ekki langlíft. Síðasta heftið kom út á jólum 1902. Ritið flutti ýmislegan fróð- leik um skáklif innan lands og utan, skákir og mikið af skákdæmum. Flestar skákirnar voru erlendar, enda litið um það hér þá, að skráð væru töfl og fátt góðra skákmanna. Mesta athygli ( þá daga vakti Vestur- íslendingurinn Magnús Smith, sem varð skákmeistari Kanada um aldamótin. Birt- ust nokkrar skákir hans i „í uppnámi". Hér fer á eftir ein, sem tefld var í Winni- peg 1901. Spænskur leikur. Hvítt: Magnús Smith. Svart: G. Patterson. 1. e4—e5. 2. Rf3-c6. 3. Bb5-d6. 4. Bxc6f—bxc6. 5. d4—Df6. 6. dxe5—dxe5. 7. Bg5—Dd6. 8. De2-f6. 9. Bd2-Rge7. 10. Rbc3-a6. 11. 0-0-Reg6. 12. Hadl-De6. 13. Rfel—Bc5. 14. Ra4-Ba7. 15. Bb4- Rgf4. 16. Dd2—Bb7. 17. Bc5-Dc8. 18. DeS —Bb8. 19. Hd2-Re6. 20. Rf3-Rxc5. 21. Raxc5—Ba7. 22. Hfdl-0-0. 23. DbSf- KhR, 24, Rvb7—H*b8. 25. Hd8, Gefið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.