Dagur - 03.02.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 03.02.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 3. febrúar 1944 3 Jónas Jónsson: HVERNIG ER OSS STJÓRNAÐ? Alþingi er nýlega kornið saman. Vonir eru tengdar við störf þess um að ísland verði að lokum stjómfrjálst, eftir margra alda kúgunarsamband við Noreg og Danmörku. En jafnhliða réttmæt- um fögnuði yfir væntanlegum framgangi þessa mikla máls, spyr þjóðin um, hver muni verða störf Alþingis, og hvernig landinu verði stjórnað á næstu mánuðum. Menn eiga ekki að spá, í mesta lagi benda á líkur. Eg álít, að núverandi stjórn eigi að fara með völd fyrst um sinn, eða önnur henni algerlega hliðstæð, ef núverandi ráðherrar vilja ekki halda áfram. Mannaval í ríkisstjórninni er í bezta lagi, eftir því sem efni standa til hér á landi. Hún vinnur hin daglegu störf á venju- legan hátt og stundum heldur betur en gerist. En hún hefir ekki þingfylgi og ekki skipulegt þjóðfylgi. Hér þarf að gera eitt verk, og það er ekki gert. Það þarf að framkvæma tillögu Búnaðarþings í fyrravetur, færa dýrtíðina niður á þann hátt, að jöfnum höndum verði lækkað verð á innlendum afurðum, kaup hjá atvinnurek- endum og laun hjá ríki og bæjarfélögum. Ríkisstjórnin hefir reynt að beita sér fyrir þessu, en hvorki fengið stuðning þings né þjóðar. Allur þorri manna í öllum stéttum vill græða á dýrtíð- inni eins lengi og unnt er. Menn keyra vagn gróðans með ofsa- hraða, og stefna beint fram af hengifluginu, í atvinnuleysi, fall krónunnar og gereyðingu erlendra inneigna. Meðan meginþorri þjóðarinnar er aðallega önnum kafinn við að veiða hundrað krónu seðla, verður að stjórna landinu á þann hátt, sem nú er gert, hindra dýrtíðina frá að vaxa, og bíða þar til gróðavíman rennur af þjóðinni. Þegar skynsamleg varúðartilfinning hefir gripið menn, þannig að þeir vilja hindra að hér komi atvinnu- leysi, krónan verði að fimmeyring og mannfélagið verði eins og stjórnlaust skip, þá gera borgarar landsins, þeir sem eitthvað hafa að missa, með sér bandalag, veita þessari stjórn, óbreyttri, lítið breyttri eða nýrri stjórn, nægilegan stuðning til að taka atvinnu- lífið og fjármálin nauðsynlegum tökum. Meðan beðið er hins nýja tíma, má þjóðin vera þakklát fyrir að hafa þá ríkisstjóm, sem henni var fengin. FJARSTOFNAR OG FJÁRSKIPTI Bændastéttin hefir í 10 ár búið við voða karakúl-pestanna. Vis- índin hafa ekkert getað hjálpað, þekkja ekki sjúkdóminn, ekki eðli hans, og enn síður gagnleg varnarlyf. Að síðustu hefir þea helzt gætt í því máli, að óreyndir menn hafa boðizt til að verða „vísindamenn" í baráttu við pestina, ef þeir fengju nógu marga aðstoðarmenn við væntanlegar rannsóknir og óhindraðan aðgang að ríkissjóði til að kosta þá starfsemi. Erlendis verða menn ágætir í vísindum með löngu og hörðu rannsóknarstarfi, sem leiðir til mikilla uppgötvana. Hér eru menn byrjaðir að kalla sig vísinda- menn, áður en dagsverkið er hafið. Pestamálið kemur að vísu mest við bændastétt landsins, en um leið allri þjóðinni. Ef beztu sveitir verða svo að segja sauðlausar, hverfur fólkið á burt, og byggðin leggst í eyði. Eg nefni sem dæmi tvær blómlegar byggðir í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu, Mý- vatnssveit og Kelduhverfi. Pestin herjar í báðum þessum sveitum. Þær geta orðið sama sem sauðlausar eftir nokkur missiri, ef ekki eru fundin bjargráð. Og í þessum sveitum er sauðfjárrækt, í sam- bandi við prýðileg heimalönd og góðar afréttir undirstaða allrar lífsafkomu í þessum byggðum. Ef þar þrífst ekki sauðfé, verða þessar byggðir í eyði, nema þegar fólk kemur frá ströndinni um mitt sumarið til að njóta fegurðar náttúrunnar og líta á sögustaði, þar sem Skúli fógeti og Þorgils gjallandi fæddust upp endur fyrir löngu. En það sem hér er sagt um Kelduhverfi og Mývatnssveit, á við aðrar byggðir í tugatali, bæði í Þingeyjarsýslum og annars staðar á landinu. Bændurnir hafa tekið pestarmálin í sínar hendur. Þeir hafa reynt að hindra eða tefja útbreiðslu sýkinnar með girðingum og varðsveitum. Þeir hafa skipt um fé í einum hrepp í Þingeyjar- sýslu, og þeir hafa veitt allmiklu féúralmannasjóðumtilaðfreista að ala upp kynstofn af íslenzku fé, sem gæti staðizt pestina. Meðan peningaflóð er í landinu, flýtur þetta umtalslítið. En eftir stutta stund kemur verðhrunið og fátækt ríkissjóðs. Þá, ef ekki fyrr, verður að grípa til neyðarúrræða. Úr því að bændastéttin hefir tekið málið að sér, og á líka mest undir, hversu þar tekst til, verður að sinna fjárpestarmálum meir en gert hefir verið. Um það verða að byrja umræður og leit að úr- bótum, sem framkvæmanlegar eru. Búnaðarsamböndin og Bún- aðarfélag íslands verða að láta málið miklu meira taka til sín, heldur en verið hefir. Eg vil nefna dæmi þessu til sönnunar. Allur fjárstofninn milli Jökulsár á FjöllumogSkjálfandafljóts.erívoða. Á sumum bæjum á pestarsvæðinu eru 10—12 ær eftir af 100, og á þessum stofni á heil fjölskylda að lifa. Fjárskipti hafa verið reynd í einum hreppi á þessu svæði og gefizt vel. Meiri hluti manna milli þessara stóru vatna vill reyna fjárskipti. En löggjöf um þetta DAGUR -------------------: —---------------------- efni er óheppileg og nær ekki tilgangi sínum. Þess vegna geta fjár- skiptin dregizt ár eftir ár, og hallæri pestarinnar þrengt meir og meir að fólkinu. En jafnvel í svo augljósu máli er enginn almenn- ur áhugi eða skilningur. Menn berast með straumnum og hafast lítt að. Og þó er karakúlpestin eins og stóreldur í borg, sem færir út svæðið, tekur götu eftir götu, ef ekki er að hafzt. í sumum landshlutum hafa bændur tekjur af öðru en sauð- fjárrækt. Þeir búa við mjólkuriðnað, álitlega garðrækt eða hrossa- uppeldi, sem gefur nokkra tekjubót. Á þessum stöðum er lieppi- legt að halda áfram að ala upp stofn með viðnámsþrótti gegn pest- inni. Auk þess telja sumir búfróðir menn sennilegt, að undir vissum kringumstæðum megi fá hrausta dilka til slátrunar með vissri kynblöndunaraðferð, þar sem pestin kemur ekki til greina. En þar sem ekkert er um að ræða nema sauðfjárrækt, verður að hefjast handa með að skipta landinu í hæfilega stór hólf, og koma við fjárskiptum. Ef sýkin kemst í eitt hólfið, verður að skipta þar að nýju. Sauðfjárhéruðin íslenzku mega aldrei vera sauðlaus, því að þá verða þau mannlaus. Og ísland má ekki við því, að leggja byggð sína í eyði. HJÁLMARSTEFÁNSSON F. 1869. - D. 1943. DÁNARMINNING. Hjálmar Stefánsson var Mý- vetningur að ætt og uppruna. Stefán faðir hans var sonur Gamalíels skálds — þess er orti Griðkurímu, snemma á 19. öld, en hún var svo snjallt gaman- kvæði að enn lifir á vörum manna. Kona Gamalíels, og móðir Stefáns hét Helga og var frá Vogum, af sama ættstofni og Benedikt Gröndal. Móðir Hjálmars var Björg Helgadóttir frá Skútustöðum, og Helgu Sig- mundsdóttur frá Belg. Stór, þróttmikill og sérkennilegur ætt- stofn er frá þeim hjónum runn- inn. Tvímenningar við Hjálmar í þennan ættlið voru þeir meðal annarra: Jón á Litluströnd (Þor- gils gjallandi), sr. Helgi á Grenjaðarstað, Jón i Múla, sr. Árni á Skútustöðum og Sigurður í Yztafelli. Svipaði Hjálmari mjög til þessara frænda sinna um svipbragð og gáfnafar, — Systkini Hjálmars voru mörg, og efnabagur foreldranna erfiður, svo sem víða gerðist á harðind árunum kringum 1880. Var Hjálmar að miklu alinn upp hjá nafna sínum og móðurbróður, föður sr. Helga á Grenjaðarstað. En gamli Hjálmar var einn hinna ,,fróðu“ manna á forna vísu, og hafði sannar spurnir gamalla manna um menn og at burði liðinna alda. Man sá, er þetta ritar, Hjálmar hinn gamla á níræðisaldri, ernan og kvikan í spori, þylja sögur og ættvísi með eldlegu fjöri, svo löngu liðnir atburðir liðu fram, skýrð ir logandi leiftri lifandi frá- sagnar. Þetta veganesti ættar og upp- eldis átti Hjálmar sem fullþroska maður um síðustu aldamót. Hann var einn hinn glæsilegasti liðsmaður þeirrar ágætu fylk- ingar, er vígð var til dáða og hert eldraunum þrenginganna frá 1880—90, en hóf síðan hina sigursælustu baráttu sem sagan getur; reisti þjóðina úr dauða- dróma barlóms og fátæktar til þeirrar vorbjörtu sigurvissu er nú ríkir, er við horfum móti morgunbjarma hins rísandi nýja lýðveldis. Enginn af frændum Hjálmars var honum fremri að gáfum eða ! glæsileik. Sumir þeirra urðu þjóðkunnir foryztumenn f fé- lagsmálum og gerðu þingeyska garðinn frægan. En aldrei var Hjálmar kjörinn til foryztu á þeim sviðum, hann komst aldrei í hreppsnefnd hvað þá ,,hærra“. En enginn, sem sá Hjálmar Stefánsson, eða heyrði, mun nokkuru sinni gleyma honum. Svo miklir og bjartir töfrar fylgdu manninum í augum karla sem kvenna. Eg minnist Hjálmars fyrst, er hann var rösklega fertugur. Hann var með hæstu mönnum, teinréttur, herðibreiður og mið- mjór, kvikur á fæti og léttur í hreyfingum öllum. Hárið var hrafnsvart, og fór vel, ennið hátt og brúnirnar miklar, yfirskeggið ljóst, mikið og vel til haldið. Allur var svipurinn mikilúðleg- ur og hver dráttur mótaðist fast í minni. En minnistæðust munu flestum augu hans. Aldrei hefi eg séð blárri augu. Oft var kyrrð yfir þeim bláma svo sem rökk- urdjúpur kveldhiminn, þar sem heiðríkjan speglar sléttan og bámlausan útsæinn. En snögg- lega var kyrrðin stundum rofin, augun skutu leiftrum og elding- um. Hjálmar fór um sveitir á þess- um árum og málaði híbýli manna. Fyrir hans daga voru baðstofur sjaldan málaðar. Hvar sem hann kom með pensla sína, urðu híbýlin öll önnur. Hann málaði jafnan björtum litum og hlýjum með mildum blæbrigð- um. En í poka Hjálmars var fleira en penslarnir. Fiðlan var sjálfsagður föi-unautur, og þegar önnum málarans lauk, og rökk- vaði í ranni, hópaðist fólkið um Hjálmar og fiðluna. Þá lukust upp draumheimar ævintýranna, harðfrosið útmánaða hjarnið þiðnaði á augabragði, frostnæð- ingurinn þagnaði, en léttur vor- blær strauk um laufgar hlíðar með lækjarnið og þrastasöng. Og fólkið barst til fjarlægra landa, hljómtöfrar fiðlunnar báru það yfir höll Dofrakonungsins ti sænskra vatna, skóga og borga. Bellmann og Gluntarnir hljóm- uðu um nýmálaðar þiljur. Við syifum yfir bjarta Rín og blá- djúp alpavötnin til landanna „þar gul síti'ónan grær“. Að lok- um er fiðlan aftur komin í litla gula silkipokann á snagann í horninu. Lundin er létt, margt er hjalað. Hjálmar segir gaman- sögur og skrítlur og leikur höf- uðpersónur, gamla karla, suma (Framhald á 5. síðu). j Óvissa um framtíðina í Bandaríkjunum. Engin af lýðræðisþjóðunum lagði út á braut hins nýja árs í meiri óvissu um framtíðina en Bandaríkjaþjóðin. Hverri spurn- ingunni af annarri er varpað ::ram og er ósvarað. Mest þeirra er: Vinnst sigur? Svarið við þeirri spurningu er á allra vör- um og þar gætir ekki efasemda. Efasemdirnar eru flestar í sam- bandi við innanlandsmálin, sem þó hljóta að hafa djúptæk áhrif á stríðsrekstur ríkisins. Því að á sama árinu og þjóðinni er lífs- nauðsyn að leggja hart að sér, gera sér grein fyrir að teflt er um tortímingu eða framtíðarham- ingju, eiga að fara fram forseta- kosningar. Það væri kraftaverki líkast, ef þjóðinni tækist að vera sameinaðri í styrjaldarátakinu jafnframt því að deila liatram- lega um innanríkismál. Það rná vera að það takist, og hversu það tekst er spurningin, sem reynsl- an ein fær svarað. Hér er áhættu- samt mál, ekki aðeins fyrir Bandaríkin sjálf. heldur og fyrir sameinuðu þjóðirnar allar og styrjöldina. Það er ekki auðvelt að afstýra kosningabaráttu á þessu ári. Helzt var að hafa kosningar að- eins að nafninu til, gera engar breytingar, fullnægja * aðeins ákvæðum stjómarskrárinnar og láta baráttuna um völdin niður falla að þessu sinni. Það gat ekki orðið. Kosningabaráttan verður háð af eigi minni ákefð en fyrr, að öllum líkindum með meiri ofsa. Þeim er utan við standa kann að virðast hér vera hættu- legur leikur í uppsiglingu, því að það er ekkert leyndarmál, að það er styrjaldarrekstur stjórnar- innar og undirbúningur hennar undir friðartímabilið, sem bar- áttan snýst um. Hversu þjóðinni tekst þessi leikur, án þess að vinna stríðsrekstri Bandaríkj- anna tjón, er líka spurning, sem reynslan ein fær úr skorið. Héðan af verður ekki sneitt hjá því, að þjóðin verður að velja sér forseta á þessu ári og hún verður að taka örlagaríkar ákvarðanir í dýrtíðarmálunum. Hér skal engu spáð um það, hvernig þessum málum reiðir af, — aðeins vikið lítilsháttar að því, hvernig útlitið er í ársbyrjun. Um forsetavalið er það þegar ljóst, að enginn möguleiki er fyrir því, að Roosevelt verði kos- inn mótsóknarlaust. Repúblik- anir eiga enn eftir að kjósa sér forsetaefni og raunar kosninga- stefnuskrá líka, ef Roosevelt er maðurinn sem þeir þurfa að berjast við. Þeir hafa ekki ákveð- ið ennþá, hvort þeir eiga að deila á forsetann fyrir styrjaldarstefnu hans eða hvort þeir eiga að deila á hann fyrir að hafa ekki staðið við styrjaldarstefnuskrá sína. Ef þeir tefla Willkie fram, verður það á þeim grundvelli, að hann verði heilbrigðari f stjórnarhátt- um og ötulli en Rooesvelt, en um stórfellda stefnubreyting (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.