Dagur - 03.02.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 03.02.1944, Blaðsíða 6
DAGUR Fimmtudaginn 3, febrúar 1944 sre/uii/MVM (Framhald). við mig, vesalingurinn, og þar brast hann í grát, — tárin streymdu niður kinnarnar á honum-------“ Patzer gat ekki setið á sér lengur. „Herr Gruber! Þetta tékkneska svín er að tala um þýzkan her- mann. Eg verð að krefjast þess að. . . . “ Janoshik vissi hvað hnefaleikarinn Gruber mundi gera næst. Það var ofur einfalt. Hann mundi slá hann í höfuðið. Janoshik vildi helzt komast hjá því að svo stöddu. Hann þurfti að sannfæra Þjóðverjana um að hann væri meinlaus einfeldningur. Því var nú nær lokið. En hann átti eftir að sannfæra þá um, að hann hefði ekki verið nálægur þegar Glasenapp hvarf. „Ef eg má halda áfram, herra minn,“ hélt Janoshik áfram, — „þá sá eg það síðast til liðsforingjans, að hann sat háskælandi þarna á stigaþrepunum, — en hvort hann komst nokkurn tíma inn í snyrti- tierbergið, — ja — það veit eg hreint ekki. Eg varð nefnilega að fara hingað upp, því að honum hafði orðið ilt hér og gólfið allt út atað....“ „Nóg komið, nóg komið,“ sagði Gruber. Hann sá að hann mundi aldrei ráða þessa gátu þarna. — „Takið saman pjönkur ykkar,' hrópaði hann yfir salinn. „Allir verða okkur samferða." — Gestirnir fóru að klæða sig í yfirhafnirnar og Gestapoþjónarnir ráku á eftir. Tveir gestanna sátu þó kyrrir við borð sitt, — Lev Preissinger og dr. Wallerstein. Preissinger tottaði vindilstubb í makindum og lét sem sér kæmi allt þetta umstang ekkert við, en Wallerstein sat auðum höndum og horfði aðdáunaraugum á vin sinn. Gruber slangraði að borðinu til þeirra og horfði fyrirlitlega á þá. „Þér ætlið þó ekki að hafa mig með í þessari kómedíu?" sagði Preissinger og tottaði vindilstúfinn um leið. Gruber var fljótur til svars. Hann reiddi upp höndina og sló Preissinger bylmingshögg utan undir, svo að vindilstúfurinn þeyttist út í horn. „Þessa skal yður iðra sárlega," sagði Preissinger, reiður og særð- ur, — þér vitið kannske ekki að eg er góður kunningi Görings marskálks og. . . . “ „Enzinger," — kallaði Gruber og Preissinger þagnaði. Einn af Gestapoþjónunum kom hlaupandi. — „Þessi virðulegi herra hefir tilkynnt okkur að hann sé góðkunningi ríkismarskálksins. Mér finnst þess vegna að við ættum ekki að neyða hann til þess að vera í sama flokki og hinir. Takið hann, bindð hann og setjið hann í bílinn. Ef hann sýnir mótþróa þá vitið þið hvað þið eigið að gera.“ * * * Reinhardt ríkislögreglustjóri sat við skrifborðið í einkaskrif- stofu sinni. Hann var aleinn. Hann dútlaði við að strjúka af borð- inu með fingrunum. Það var ástríða á honum, að geta ekki séð ryk- korn á skrifborðinu. „Þetta er minn hluti víglínunnar“, hugsaði hann, „og ég verð að halda þar öllu í röð og reglu og gefa gott fordæmi“. Á borðinu lá skjalamappa, merkt Erich Glasenapp, liðs- foringi. Hann greip skjölin og blaðaði í þeim. JJpplýsingarnar um manninn voru af skornum skammti. Fædd- ur í Mainz, árið 1909. Lauk stúdentsprófi, og las síðan bókmenntir og tungumál við háskólann í Köln. Kallaður í herinn árið 1939. Hafði þjónað í Tékkoslóvakíu, Noregi, Póllandi og Frakklandi. Aldrei í fremstu víglínu. Sjónin miðlungi .góð, — plattfættur. Giftur? Nei. Engum börnum fyrir að sjá — en hermennirnir segja nú sjaldnast frá því, þótt þeir hafi eignazt eitt eða tvö í lausaleik. Jafnvel þótt við reynum að koma því inn hjá þeiin, að það sé heið- ur fyrir þ>á, að hafa lagt þýzka ríkinu til hermenn í styrjöldum framtíðarinnar. Látum okkur nú sjá, — hvað er meira að hafa úr þessum skjölum. Hermannavegabréf. Venjulegt. Gefur engar upp- lýsingar. Ah, — og þarna er bréfið sem fannst á líkinu, — hafði aldrei lokið við það og aldrei sent það. Kannske var þar að finna lykilinn að leyndardóminum. Ástkæra Milada: Eg er viti mínu fjær af örvæntingu og harmi, eins og þú mátt sjá af því, að eg skuli senda þér þetta bréf, eftir allt sem hefir farið í milli okkar. Eg veit hvemig þér er innanbrjósts og eg fullvissa þig um, að tilgangur minn var algjörlega heiðarlegur. Hvað annað gat eg gert? Ekki gat eg fært þér hann aftur. En eg gat ekki látið vera að heimsækja þig. Það varð mér nauðsyn. Líf mitt var autt og tómt þangað til eg kynntist þér. Þá vaknaði eg til lífsins á ný. Og nú er þetta allt liðið, — horfið. Eg veit að eg hefi ekki leyfi til þess að biðja Bréfið hafði legið í vatninu, í vasa liðsforingjans, í 12 klukku- stundir. Þeim hafði tekist vel að skýra stafina og ráða rúnirnar. Reinhardt var hugsi. Honum líkaði ekki inniháld bréfsins. Það var sjálfsmorðsblær yfir því. Hann greip ljósmynd af Glasenapp og velti henni fyrir sér. Áreiðanlega var ekkert sérkennilegt við manninn. Grannleitur, toginleitur, þunnar varir, — andlitið allt blátt áfram og venjulegt. Skyldi nokkur hafa haft ánægju af því, að drekkja slíkum manni? Það var ólíklegt. ÚISÆÐISKARTÖFLUR Þeir félagsmcnn, sem hafa hugsað scr, að biðja okkur að útvega sér útsccðiskartöflur fyrir vorið, þurfa að senda pantanir sínar til skrifstofu félagsins fyrir febrúarlok. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA TILBÚINN ÁBURÐUR Pöntunum á tilbúnum áburði óskast skilað | á skrifstofu vora fyrir 20. febrúar næstk. KAUPFELAG EYFIRÐINGAÍ KAUP VERKAMANNAIFEBRUAR Dagv. Eftirv. Nset.& hdv. Almenn vinna 5.89 8.84 11.78 Skipavinna 6.47 9.70 12.94 Kola-, salt-, sements- og grjótvinna .. 7.10 10.65 14.20 Stúfun á síld 7.89 11.84 15.78 Kaup díxilmanna og hampþéttara ... 6.71 10.07 13.41 Lempun á kolum í skipi og katlavinna 11.55 17.32 23.09 Kaup drengja, 14—16 ára Mánaðarkaup í febrúar 3.84 904.72 5.76 7.68 Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar. IDUNNAR-SKÓFATNADUR er viðurkenndur af öllum landsmönnum fyrir gæði. \ i RAFGEYMAR FYRIR BIFREIDAR og vindrafstöðvar, 80-207 amp.st KAUPFÉLAG EYFIRDINGA Véla- og varahlutadeild. 2lii* Skákfélag Akureyrar er 25 ára á þessum vetri. Væntanlega gefst tæki- færi til þess að minnast starfs félags- ins í þessum dálki á næstunni og birta skákir tefldar af félagsmönnum á ýmsum tímum sögu þess. Skákdálk- urinn skorar á gamla Skákfélggsmenn að láta honum í té skemmtilegar skák- ir er þeir kynnu að eiga í fórum sín- um, hvort heldur er frá innanfélags- mótum, kappjöflum utan félags eða símskákum. Skáklistin á Akureyri er þó eldri en þetta. Skákfélag Akureyr- ar hið eldra mun hafa verið stofnað haustið 1901. Segir svo í skáktímarit- inu „í Uppnámi" vorið 1902: „Skákfélag Akureyrar var stofn- að í nóvember sl. haust af 6 mönn- um, en seint í febrúar í ár voru meðlimir orðnir 30. Fundir eru haldnir á víxl á Akureyri og Odd- eyri, tveir í hverri viku, en þó tal- ið sem einn fundur. I hverjum mánuði er einn sameiginlegur fundur; fundir eru vel sóttir. í stjórn félagsins eru: formaður Otto Tulinius kaupmaður, skrifari Asgeir Sigurðsson kaupmaður og gjaldkeri Jón Jónsson, söðlasmið- ur. Formaðurinn er talinn bezti taflmaður í félaginu". Ekki er mér kunnugt um hve lengi félag þetta starfaði. Væri gaman að fá pistil um það frá einhverjum er það man. Skák m. S. . Sikileyjarleikur. Teflt á þingi í Salzburg í júní sl. sumar. Hvítt: P. Keres. Svart: E. Boéoljuboif. 1. e4, c5. 2. Re2, e6. 3. d4, cxd4. 4. Rxp, Rf6. 5. Rc3, d6. 6. g4! Rc6. 7. g5, Rxd4. 8. DxR, Rd7. 9. Be3, a6. 10. Be2, Dc 7. 11. f4, b6. 12. f5, Re5. 13. fxe6, fxe6. 14. a4, Be7. 15. h4, Dc5. 16. Dd2, Dc7. 17. Hfl, Bb7. 18. Bd4, Hf8. 10. 0—0—0, HxH. 20. HxH, Bd8. 21. Df4, Rg6. 22. Dg4, De7. 23. Dh5, e5. 24. Be3, Bc7. 25. Dxh7, Rf4. 26. BxR, pxR. 27. Bh5f kd7. 28. Bg4f Kc6. 29. Df5, b5. 30. Dd5f, Kb6. 31. Dd4f Kc6. 32. Rd5, gefui'. Spurningar og svör Viljið þér gjöra svo vel og koma eftirfarandi spurningum á framfæri við framkvæmdanefnd íþróttahúss- byggingarinnar hér á Akureyri: Hvenær verður íþróttahúsið til- búið til notkunar? Átti það ekki að vera til sl. haust? Á hverju hefir staðið? Er nokkuð farið að hugsa fyrir leikfimiáhöldum í húsið, svo sem hestum, mottum o. fl.? Hver á að ráðstafa leigu á hús- inu, ef það verður einhvern tíma til? „Spurull". íþróttahússnefndinni er heimilt rúm her í blaðinu til þess að svara þessum fyrirspurnum. Ritstj. Nýtt íbúðarhús í útbænum er til leigu nú þegar. Getur komið til mála með sölu. — Upplýs- ingar geíur undirritaður. SV-EINN BJARNASON. Sími 26. (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.