Dagur - 03.02.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 03.02.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 3. febrúar 1944 DAGUR 5 SVIPIR SAMTÍÐARMANNA, I. JOSIP BROZ EÐA TITO HERSHÖFÐINGI Dularslæða hefir til þessa ver- ið vafin um líf og persónuleik Josips Broz, króatiska verka- mannsins, sem nú stjórnar 200 þúsund hermönnum í barátt- unni jjegn Þjóðverjum, undir nafninu Tito hershöfðingi. Hann er 53 ára gamall. Þrí- tugsaldrinum varði hann í styrj- aldir heima fyrir og erlendis, fer- tugsaldrinum í uppreistarráða- brugg og byltingar, fimmtugs- aldrinum m. a. í spænska borg- arastríðinu og á sextugsaldrin- um er hann heimskunnur orð- inn sem leiðtogi frelsishers þjóð- ar sinnar og mikilsmegandi í herbúðum Bandamanna. Við lok hvers kafla í lífi hans hefir verið brotið blað í sögu Evrópu. Hann hefir verið eins og kallaður til að taka áberandi þátt í örlaga- leik Evrópuþjóðanna, en þungi atburðanna hefir gjörsamlega yfirskyggt persónuleik hans. Fátt eitt er vitað um hann með vissu. Engar sögur um líferni hans og daglega hætti ganga manna í milli. Orð hans og skoðanir hafa ekki verið í hámæli. Einkalíf hans er óskrifað blað í vitund hans eigin þjóðar. Hann er fjöl- skyldumaður, — á tvo unga syni. Ekkert er í sjálfu sér algengara og fátalaðra um persónuleik mannsins. Jafnvel líf hans sem byltingamanns og píslarvotts hefir ekki varpað neinu verulegu ljósi á hann. Hann var einn af mörgum, og þegar hinir féllu eða hurfu af sjónarsviðinu, lifði hann. Atburðirnir og sagan hafa þokað honum áfram til frægðar. Josip Broz er fæddur í hrörleg- um verkamannakofa í nágrenni Zagreb-borgar árið 1890. Faðir hans var króatiskur, en móðir hans tékknesk. Hann óx upp í óánægju- og eymdarandrúms- loftinu, sem stjórn Habsborgar- anna hafði skapað meðal Slóvena og Króata. Árið 1914 var hann kvaddur til þjónustu í her keis- arans, og sendur til Rússlands- vígstöðvanna. 1 hjarta sínu ósk- aði hann keisarahernum ósigurs. Fall Habsborgaranna mundi færa Slóvenum og Króötum frelsið langþreyða. Árið 1915 strauk hann úr hernum og komst til Rússlands. Þar var hann tek- inn höndum og dvaldi næstu tvö árin stríðsfangi á rússneskri i'rund. Byltingin leysti hann úr íaldi, en færði honum ekki frið. Hann var þátttakandi í hinum grimmúðlegu orrustum rauðliða við hvítliða. Hann var í Rauða hernum í þrjú ár. Árið 1921 gaf hann sér fyrst tírna til þess að heinrsækja heimaland sitt, sem nú var endurfætt. Hvernig hon- um var innanbrjósts við heim- konruna er hvergi skráð. En ekki mun það fjarri sanni, að von- brigðin hafi verið ríkust í huga hans. Lífsskoðun hans hafði mót- ast í tveimur byltingum:. Hinni þjóðernislegu byltingu þjóðar- brotanna í hinu gamla austur- ríska keisaradæmi, þar sem bar- izt var um frelsi Króata, Slóvena, Tékka og Slóvaka og jafnrétti þeirra við Magyra og Þjóðverja, og hinni sósíalistisku byltingu í Rússlandi, sem í upphafi stefndi. að sjálfseign smábændanna og yfirráðum verkamanna yfir iðn- aðinum. Reynsla hans á þessum tveimur örlagastundum Evrópu hafði gert Josip Broz að óeigin- gjörnum aðdáanda jafnréttisins og frelsisins, — gert hann að frjálslyndum Jakobína. Og fyrir þessar hugsjónir sínar hafði hann bæði vilja og þor til þess að berjast. Það var því ekki nema eðlilegt, að hann kæmist fljótt í andstöðu við hið jugoslafneska ríki. Sem Króati fannst honum munurinn nú sá einn, að hús- bændurnir voru orðnir serb- neskir, en þeir austuiTÍsku voru horfnir. Sem verkamanni fannst honum lítið hafa áunnizt. Verka- mennirnir voru jafn ánauðugir og áður, þrátt fyrir fengið þjóð- frelsi. málaþrætum dagsins. Andi lag- anna sveif ekki ævinlega yfir vötnunum. Árið 1923 var Josip Broz ákærður fyrir þjóðhættu- lega samsærisstarfsemi og dæmd- ur til fimm ára þrælkunarvinnu. Fangelsin á Balkanskaga hafa aldrei verið þægilegir dvalarstað- ir. Fimm ár innan múra þeina voru dauðadómur hverjum miðl- ungsmanni. En þau yfirbuguðu ekki Josip Broz. Þau kenndu honum varkárni. Hann hvarf af yfirborðinu, en varð þeim mun athafnasamari í undirgöngum og neðanjarðarsölum hinnar óleyfilegu byltingastarfsemi. Einveldi var komið á í landinu um líkt leyti og hann slapp úr prísundinni. Næstu sjö árin hvarf Josip Broz sjónum þeirn, er hann höfðu þekkt áður. Hann fór liuldu höfði, en var ekki að- gerðarlaus. Á þessum árum tók hann sér nafnið Tito, til þess að dulbúast enn betur. Það er ekki f^rr en spænska borgarastríðið hófst, að. honum skaut upp á yf- irborðið aftur. Þá var hann orð- inn leiðtogi, sem talsvert kvað að. Saga alþjóðaherdeildarinnar á Spáni hefir ennþá ekki verið skráð. Þegar hún verður færð í letur, mun koma í ljós, að Tito var einn þeirra manna, sem skipulagði harðsnúna herdeild úr agalausum og ráðvilltum hóþi byltingamanna og sjálfboðaliða. Þessi herdeild gat sér mikið frægðarorð og vann mörg afrek í þágu spænska lýðveldisins. Spánn varð nokkurs konar há- skóli fyrir Tito, og undirbjó hann undir það starf er forlögin ætluðu honum að vinna síðar meir, þegar meira var í húfi. Að nokkru leyti er réttmætt að segja, að barátta þjóðfrelsishers hans í Júgóslafíu sé áframhald af baráttu alþjóðaherdeildarinn ar á Spáni. Þótt her Titos berjist nú fyrst og frémst fyrir frelsi Júgóslafíu, þá eru einkunnarorð hans: „Frelsi til handa öllum Hann gerðist leiðtogi króa- tiskra járniðnaðarmanna. Félag þeirra varð undir hans stjórn eitt hið umsvifamesta og róttækasta í landinu. Deilur voru heitar og heiftúðugar og blandnar stjóm- þjóðum. Dauði yfir fasismann". Ymsir af undirforingjum hans, svo sem Kosta Nagy, voru með lionum á Spáni og stjórnuðu al- þjóðaherdeildinni þar. Alþjóðasamvinna er eitt áhuga- mál Titos. Frjálslyni í stjórnmál- um annað. Hermennirnir, sem berjast með honum eru af ýms- um stjórnmálaflokkum, allt frá kommúnistum, yzt til vinstri, að hægrimönnum. í héraðastjórn- um þeim, sem hann hefir sett á laggirnar, eru fulltrúar allra þessara skoðanadeilda. Tito get- ur leyft sér þetta. því að hann þekkir leyndardóminn, sem teng- ir herinn saman, þótt hann sé af ólíkum þjóðernum og ólíkum skoðunum: hatrið á óvininum og bardagahugurinn. Það er langt frá því að dular- slæðunni hafi verið svipt frá ásjónu Titos hershöfðingja. En þrátt fyrir það, er ekki um það deilt, að hann sé ein hin eftir tektarverðasta persóna Evrópu um þessar mundir, — fyrir eigin tilverknað. Hann er lýsandi full trúi hinnar evrópisku byltingar, sem hefir lifað í glóðum síðan 1789 og blossað upp annað veif- ið, steypt þremur stórveldum, farið eldi um Spán, Frakkland og fleiri lönd, og er nú, þótt hún sé ekki í beinu sambandi við styrjöldina, grunt hulin rjúk- andi rústum hinna ýmsu evróp- isku landa. Hér er maður, sem fer eigin götur, harðgerður útlagi, sem ör- lögin og sagan hafa steypt í hetjumót, herstjórnari og skipu leggjari, sem ljómi stendur af Tito stendur nú á vegamótum Hann hefir nú náð þangað í bar áttunni, að stjórnmálahæfileikar hans verða krufðir til mergjar Árangurinn ^f því mun skera úr um það, hvort hans verður getið í sögunni sem mikils, skapandi máttugs byltingaforingja og leið toga þjóðar sinnar, eða sem hrausts útlaga, skæruhermanns sem lifir lengur í þjóðsögum en sögu. Jörð, 5. hefti IV. árg. — Ritstjóri Bjöm O. Björnsson. Þetta er jólahefti Jarðar. Hefst það á jólahugleiðingu eftir rit- stjórann. Þá er „Heillin", fjörleg og listavel skrifuð smásaga eftir Gunnar Gunnarsson skáld, grein um byggingarlist nútímans eftir Hjörvarð Ámason, leikdómur og ritfregnir eftir ritstjórann og ýmislegt fleira. Heftið er prýtt allmörgum myndum. — Ritstjóri Jarðar lætur þess getið 1 orðsend- ingu frá útgáfunni, að á þessu ári muni Jörð verja helmingi hærri upphæð til ritlauna en tvö síðast- liðin ár, og „muni sá árangur væntanlega auðkennast af nöfn- manna. — í síðara heftinu er um ágætra höfunda“. Þá er þess | grein eftir ritstj. um jólaannir FRÁ BÓKAMARKAÐIHUM un annars hvors mánaðar, eða 6 hefti á ári. Tímarit iðnaðarmanna 5. og 6. hefti 16. Srg. — Ritstjóri Svein- bjöm Jónsson. Aðalefni fyrra heftisins er þinggerð 6. iðnþings Islendinga, er háð var í Hafnarfirði sl. sum- ar. Þá ritar ritstjórinn um Einar Erlendsson húsameistara sjötug- an og um skólamál iðnaðar- og getið, að Jörð muni á þessu ári koma út reglubundið í byrj- og ennfremur greinar eftir hann um Halldóru Bjamadóttur, Jón í Villingaholti áttræðan og loks um heimsókn til Einars Jónsson- ar myndhöggvara. Fylgir þeirri grein kápumynd af einu nýjasta listaverki Einars. Dr. Guðmund- ur Pinnbogason ritar í heftið grein, er hann nefnir „Smiður“. Þá er þarna kvæði eftir Davíð Stefánsson og annað eftir Long- fellow, þýtt af Einari Benedikts- syni og loks gátur um smíðatól og fleira smælki. — Tímarit iðn- aðarmanna er oftast hið læsileg- asta og iðnaðarmönnum og sam- tökum þeirra til gagns og sóma. Straumhvörf, rit um þjóðfélags- og menningar- mál, 5.-6. hefti 1943. Efni þessa heftis ritsins og höf- undar er sem segir: Sigurbjörn Einarsson: Á nýársdag. — Lúð- vík Kristjánsson: Minjar og menning. — Hermann Jónsson Takmörkun eignarréttar. — Ósk ar Bergsson: Að velja og að hafna. — Kristmundur Bjarna son: Kærleikur? (smásaga). Jón Árnason: Merkisdagar. — Eiríkur á Skotastöðum: Smala mennt. — Jóhann frá Öxney Ræktunarframkvæmdir. — E. H Carr: Leit að nýju siðferðislegu markmiði. — Broddi Jóhannes son: Heimili og þjóðfélag. Ferskeytlur. — Úr dagbók Leiru Gríms. Straumhvörf koma út í 6 heft- um á ári og kostar 15 kr. árgang- urinn. Efni ritsins er að ýmsu leyti fróðlegt og eftirtektarvert. Hjál mar Stefánsson (Framhald af 3. síðu). löngu horfna. Foreldrar mínir muna margt liðið, talið berst til fyrri tíma. Hjálmar hefir enn mest orðið, fræði fóstra hans og nafna rifjast upp, nýjar íslend- ingasögur sagðar af hinni fornu snilld, og raunsæjum skilningi á mönnum og atburðum. Að rnorgni hefst starfið enn á ný. Það er sungið og kveðið, hlegið og spjallað. Við matborð- ið og hvenær sem færi gefst til viðtals fylgir gleðin Hjálmari. Hann mælir oft ljóð af munni, svo hratt sem óbundið mál. Margt smáatvikið er enn glöggt minni eftir rúm þrjátíu ár, vegna þess að því fylgir hnittin vísa frá Hjálmari, auðlærð og þó ógleymanleg. Margir Þingeyingar munu eiga fyrstu hrifningu sína af hljórn- list að þakka fiðlu Hjálmars. í hvert sinn er eg heyrði í æsku talað um listamann, eða lista- mannseðli, kom mynd Hjálmars í hugann. Hann var ekki aðeins náfrændi Benedikts Gröndals, heldur andlegur bróðir Grön- dals, Steingríms og Matthíasar. Hann var sem rómantíkin sjálf klædd holdi og blóði. Hann var allt í senn: listaskrifari, málari, skáld, tónsnillingur, leikari og hverjum manni snjallari í frá- sagnarlist. En öllu framar var þó persónan sjálf gædd töfrum lista- mannsins. Margir hafa sagt um Hjálmar Stefánsson, að annað væri gáfa en gjörvileiki. Hann kvæntist ungur mikilhæfri og glæsilegri konu, og festu þau bú saman. Hvorugt gekk að óskum, hjú- skapur eða búskapur, og slitu þau samvistum. Munu sakirnar eigi hafa síður verið hins fjöl- gefna bónda, er átti illt með að einbeita sér að önnum heimilis- ins. Eitt barnið fór í fóstur, en hin fylgdu móðurinni. Hjálmar varð lausamaður, eft- irsóttur á mörgum heimilum. Með pensla sína og fiðlu. Kæi'- komnastur allra á gleðimótum með tónlist sína, sögur og kvæði. En þótt gleðin fylgdi honum jafnan, mun þó þung undiralda gamalla rauna og stórra skaps- muna oft hafa legið undir lygnu yfirborði. Hin síðustu tuttugu ár festi Hjálmar rætur að nýju og stofn- aði heimili. Hann byggði sér ný- býli að Vogabrekku við Mývatn. Með ástríkri konu og yngri börnum sínum uppkomnunr, var honum þar búið traust elli- skjól. En þess naut skemur en varði. Hann dó af hjartaslagi síðastliðna jólanótt. Var Hjálmar Stefánsson ógæfu- maður? Ef mælt er á vogarskál auðs og metorða, verður gæfa hans léttvæg fundin. En hann var öllum mönnum auðugri af fögrum hugsýnum, lifði í fátækt sinni í auðugum heimi listrænn- ar fegurðar og frjórrar lífsnautn- ar. Og að síðustu hvarf hann brott úr þessari veröld, þegar dagsverki var lokið, á helgustu stund ársins, með óskertum þrótti sálar og Hkama. n. n,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.