Dagur - 03.02.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 03.02.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 3. febrúar 1944 DAGUR 7 AKUREYRARBÆR. RAFVEITA AKUREYRAR. TILKYNNING Ár 1944, hinn 26. janúar, framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað hinn árlega útdrátt á skuldabréfum bæj- arsjóðs fyrir 6% láni bæjarsjóðsins til raforkuveitu frá Gler- árvirkjun. Þessi bréf voru dregin út: Litra A, nr. 1, 9, 11, 59, 76, 77, 82, 122, 142 Litra B, nr. 17, 87. Skuldabréf þessi verða greidd í skrifstofu bæjargjaldkerans I á Akureyri hinn 1 júlí 1944, ásamt hálfum vöxtum fyrir | fyrir það ár. Bæjarstjórinn á Akureyri, 27. janúar 1944. Steinn Steinsen. HKHS<HS<HS<H5<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<BS<BS<BS<BS<BS<HS<HS<HS<HS<KHS<HS<HS<BS AKUREYRARBÆR. LAXÁRVIRKJUN. TILKYNNING Ár 1944, hinn 26. janúar, framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað hinn árlega útdrátt á skuldabréfum bæj- arsjóðs Akureyrar fyrir 6% láni bæjarsjóðsins til raforku- veitu fyrir Laxárvirkjun. Þessi bréf voru dregin út: Litra A, nr. 6, 15, 87, 117, 120, 127, 129, 147. Litra B, nr. 2, 43, 78, 98, 104, 143, 147, 152. Litra C, nr. 36, 41, 50, 72, 85, 86, 102, 148, 159, 162, 211, 219, 227, 232, 237, 264, 322, 340, 389, 410, 434, 459, '460, 466, 503, 538, 568, 584, 594, 689. Skuldabréf þessi verða greidd í skrifstofu bæjargjaldkerans á Akureyri hinn 1 júlí 1944, ásamt hálfum vöxtum fyrir það ár. Bæjarstjórinn á Akureyri, 27. janúar 1944. Steinn Steinsen. Síh><hWhKhWh><h><hKh><hkkKhkh><h><h><h><h><hKh><hS<hKhkh><Kh><«h><h5 HKHKHKHKHKHS<HKHS<HKHKHKHKHS<HKHKHS<HKHKHWHKHKHWHKKKHKHKI HJARTANLEGA ÞAKKA eg Síldarverksmiðjunni Dagverð- areyri iyrir rausnarlega peningagjöf og heillaóskir mér til handa. BJÖRN ODDSSON. Hellulandi. <HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HKHS<HS<HS<HS<HKHS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HSI H. f. Eimskipafélag íslands AÐALFUNDUR Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags Islands, verður haldinn í Kaupþingssalnum í liúsi félagsins í Reykjavík, laug- ardaginn 3. júní 1944 og hefst kl. 1 e. h. Dagskrá: í. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rel stursreikninga til 31. desember 1943 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjómarinnar og tillögum til úrskurðar frá endur- skoðendum. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. Kosning 4 manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögum. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til lagabreytinga. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 31. maí og 1. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félags- ins í Reykjavík. Reykjavík, 6. janúar 1944. 2. 3. 4. Stj ornm. Anglýsið í DEGl Milli f jalls og f jöru Bréf ríkisstjóra til þjóðarinnar vekur að vonum mikla og fremur óþægilega cftirtekt. Ýmsir, þar á meðal eg, höfðum árið 1941 mælt með þjóðfundi til að fram- kvæma skilnað. En þá fékkst ekki sam- komulag um málið. Meiri liluti þings og þjóðar var ekki tilbúinn í það sinn. Enn- þá voru allar leiðir opnar og færar fyrir heimflutningi hins æðsta valds. En sum- arið 1942 samþykkti Alþingi stjórnarskrá, þar scm aðferðin til skilnaðar var lög- bundin. l’jóðin samþykkti þessa stjórnar- skrá haustið 1942 með haustkosningum. Alþingi lagði samþykki sitt á málið litlu síðar, og 15. des. 1942 undirritaði Sveinn Björnsson ríkisstjóri þessa stjórnarskrá. Þar er svo fyrir mælt, og fest í virðuleg- ustu lögum þjóðarinnar, að skilnaðurinn verði framkvæmdur með þeim hætti, að Alþingi geri um þetta efni nýja stjórn- lagabreytingu, sem nái siðan lokasam- þykki með almennri atkvæðagreiðslu þjóðarinnar. Ríkisstjóri mælir með leið, sem var gerð ófær 1942, með stjórnarskrá þeirri, sein þjóðin samþykkti og ríkis- stjóri gaf fullnaðargildi mcð undirskrift sinni. Tillaga Sveins Björnssonar er þess vegna óframkvæmanleg og verður af þeim ástæðum lögð á hilluna. • Ritstjóri Mbl. ræðst með mikilli ókurt- eisi á Vilhjálm Þór fyrir að hafa beitt sér fyrir að laga hin niðurníddu herbergi í stjórnarráðshúsinu og gera þau þannig, að þar séu sæmileg vinnuskilyrði, og ekki lakari húsbúnaður heldur en gerist á myndarlegum skrifstofum einkafyrirtækja í landinu. Ráðherrann á skilið þakkir fyrir framkvæmd sína, en ekki last. Það sýnir leiðinlega afturför um smekk og stórhug, að sonur Stcfáns skólameistara, sem átti mestan þátt í að Akureyrarskóli var reistur með svo miklum myndarskap, sem raun ber vitni um, skuli nú í stærsta blaði landsins gerast málsvari hins mesta kotungsskapar um húsakynni ríkisstjórn- arinnar. Þjóðin setur niður l áliti sjálfrar sín og í augum erlendra gesta, sem hingað koma, með því að láta ráðherra þjóðar- innar og starfsfólk þeirra vera í húsakynn- um, sem ekkert sæmilegt kaupsýslufyrir- tæki myndi telja samboðið sinu fólki. Allur húsgangshugsunarháttur viðkom- andi vinnuskilyrðum landsstjórnarinnar hjálpar til að rýra veg þjóðfélagsins og auka lífsskilyrði upplausnar í landinu. • Dansk aútvarpið írá London segir eitirfarandi sögu: Á sl. hausti var Rommel mar- skálkur sendur í eftirlitsferð til Danmerkur. Þegar hann kom til Kaupmannahafnar þyrptist fjöldi manns út á götur til þess að sjá hirm fræga hermann aka í gegrtum borgina. — Þegar mannfjöldirm var tvístraður og Rommel löngu horfirm tók lög- reglan eftir strák nokkrum, sem stóð þar á torgi og skimaði í all- ar áttir. ,JHvað er þetta, dreng- ur,“ sagði lögreglumaður nokk- ur, „eftir hverju ertu að bíða, veiztu ekki, að Rommel er fyrir löngu farirrn hér hjá?“ — „Veit eg það,“ svaraði strákur, „en eg er að bíða eftir Montgomery, því hann kvað ævirúega vera á hælurmm á honum!“ ★ FræðimaSurinn Jón Ólafsson trá Grunmvik (1705—1779) lýsir í einu rita sirma (Orðábók Jóns Ólafssonar A. M. 433, fol.) Islandi og Islendingum á þessa leið: „íslartd má raunar kallast einslags stórt hrúgald af grjóti, með grasgeirum frá sjó upp eft- ir skorað. Að sörrnu er þar hag- lendi á sumardag fyrir naut, kvikfé og hesta, veiðistöður til fiskfanga víða við sjó;opt ganga þar stór harðindisár með Iöng- um köflum. Landslýður óróa- samur með óþokkamál og eyðir sjálíum sér; yfrið ósamþykkt og sundurlynt fólk, ágjarnt líka, óhreinlynt og illa geðjað. Þeir góðu menn eru miklu færri og fá engu ráðið“. ★ Rithöfundakritur er heldur engin ný bóla hér á landi. — Grurmavíkur-Jón talar t. d. ekki alls staðar t ritum sínum og bréfum sérlega virðulega um nafna sinn og ,JkolIega“, Jón Marteinsson (1711—1771). Ber honum á brýn marga óknytti, að harrn hafi rægt sig, hnupplað frá sér bókum og handritum o. s. frv. í bréfum til Jóns Þorkelssonar, 11. des. 1758, segir Jón Ólafsson meðal armars (og er bréfkaflirm einrtig gott sýnishorn af málfari Jærðra“ manna á þeim tímum, því að þar ægir öllu saman: dönsku, þýzku, latírru og — ís- lertzku). „Sá famosus þræll og réttur spitzbub und galgenvogel Jón Martinsson hafði með lymsku lokkað mig til að sýna sér historiam mína literariam; vissi síðan, hvar lá og snappaði burtu, en neitar nú öllu, síðan eg hefi við hann talað; eg stend nú sem irtermis eptir og verð erm á ný að forfigta og fram- brjótast proprio marte“. * Jón þessi Marteinsson, sem Grunnavíkur-Jón talar svo kuldalega um, samdi eitt sinn m. a. ritgerð um „alls konar undur á íslandi“. („De frivolis Islandorum miraculis"). Þar er á einum stað t. d. þessi frásögn um skrítna veiðiaðferð í Ölvusi. Kvaðst Jón hafa söguna eftir marmi einum ,er kallaður hafi verið Gæru-Brinki, og hafi hann sagt hana undir borðum í Skál- holti. Virðist Jón Marteinsson trúa sögunni sjálfur eins og nýju neti. En hún er annars á þessa leið (og mættu laxveiðimerm nútímans gjarna leggja hana sér á mirmi): „Þegar kýr vaða um flóa og keldur í Ölvusi, hanga stundum laxar við spena þeirra, og þá er hægt að ná þeim, laxarnir sjúga kýrnar úti í vatninu, en eru stundum ekki búnir að fá nægju sína og hanga við, þegar kýrin fer upp úr foraðinu“. Höfðhverfingar eiga nú við mikla erfið- leika að striða með sín vegamál. Fjárpest- in vofir fyir byggðinni, en þar eru hin beztu skilyrði til mikillar mjólkurfram- leiðslu. Liggur framtið byggðarinnar við að geta komið mjólk til Akureyrar, ekki síður en Svarfdælinga, sem búa hinum meginn við fjörðinn og hafa góðan ak- veg til Akureyrar. Á undanförnum árum hefir Alþingi veitt fé í þennan veg, og er búið að fullgera erfiðasta kaflann. En samt eru eftir nokkrir km. áður en hægt er að koma mjólk úr Höfðahverfi landleið á markaðinn. Höfðhverfingar hafa nú snúið sér til ríkisstjórnarinnar og beðið hana að rannsaka leiðir til að bæta úr þessum vanda. Hefir stjórnin falið vega- málastjóra að gera tillögu um þetta efni. Framtíð tveggja blómlegra sveita, Sval- barðsstrandar og Höfðahverfis, er komin undir því, að unnt verði sem allra fyrst að gera akfæran veg allt árið frá Fnjóskár- brú hjá Laufási og á Norðurlandsbraut gegnt Akureyri. J, J. Dráttarvél til sölu ef um semur, ásamt jarð- vinnsluverkfærum. Vél og verk- færi í góðu lagi. — Upplýsingar í Garðyrkjustöðinni Flóru, Akur- eyri. Einbýlishús 3—5 herbergja einbýlishús ósk- ast til leigu frá 14. maí n. k. Til- boð sendist blaðinu fyrir 6. febr. j n. k. mcrkt: „EinbýlUhús".

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.