Dagur - 24.02.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 24. febrúar 1944
DAGUR
3
Jónas Jónsson:
Milli fjalls og fjoru.
Stærsta verkamannafélag landsins, Dagsbrún í Reykjavík, hefir
sagt upp vinnusamningum seint í febrúar og hótar verkfalli ef
ekki er gengið að ca. 30% kauphækkun auk margvíslegra hlunn-
inda. Jafnhliða hefir stjórn félagsins bréflega lýst yfir, að verka-
rnenn væru fúsir að taka að sér stjórn helztu atvinnufyrirtækjanna
í Reykjavík, þar á meðal Eimskipafélagsins. — F.f gengið verður að
þessari hækkun, hefir það mjög þýðingarmiklar afleiðingar. Dýr-
tíðin fær að vaxa óhindrað, líkt og sumarið 1942. Ríkisstjórnin
hefir ekkert. fjármagn til að halda nauðsynjavörum í lítt breyttu
verði. Kaupgjald og neyzluvörur hækka með risaskrefum mán-
aðarlega. Ríkisstjórn, bæjarstjórn og flestöll stærstu atvinnufyrir-
tæki geta ekki staðið við umsamdar kaupgreiðslur. Krónan fellur
raunverulega að sama skapi og dýrtíðin vex. Fjárflótti byrjar úr
landi eftir leyfilegum og óleyfilegum leiðum. Hrun krónunnar og
eyðing innstæðna verður fyrirsjáanlegt, nema kraftaverk komi til.
Framleiðsla íslendinga verður of dýr til þess að hafa nokkurn
markað erlendis. Kommúnistar stjórna þessari kröfuherferð. Ef
dugandi menn í landinu standa saman um að stöðva þennan fé-
lagslega éyðingareld, getur þjóðin bjargast úr hættunni. En til
þess þarf manndóm og þjóðlega samheldni.
• • •
Úr herbúðum kommúnista í Rvík hafa borizt umsagnir í þá
átt, að flokkur þeirra hugsaði til að koma á vinstri stjórn á Akur-
eyri með Alþýðuflokknum og Framsóknarmönnum. Það fylgir
sögunni, að til séu á Akureyri og í Eyjafirði ekki allfáir áhrifa-
miklir Framsóknarmenn, sem séu hlynntir pólitísku samstarfi við
kommúnista, og þá vitaskuld fyrst og fremst heimafyrir. Mér er
ljóst, að þetta er hægt, ef ekki vantar viljann. Framsóknarmenn í
bæjarstjórn Akureyrar gætu sagt Steinsen bæjarstjóra upp holl-
ustu. Konrmúnistar myndu þá bjóða fram Steingi ím Aðalsteins-
son sem bæjarstjóra og tryggja honum fylgi Erlings Friðjónssonar.
Framsóknarmennirnir í bæjarstjórn gætu jafnhliða þessu lokið
við samkomulag um, hve mikið skal þjóðnýta á næstu missirum.
Mér þætti allmiklu máli skipta, ef til eru á Akureyri eða þar í
nánd áhrifamenn, sem trúa því, að samvinnumenn og kommún-
istar geti stjórnað í félagi stórum bæ eins og Akureyri eða land-
inu, þá reyndu þeir að gera grein fyrir því opinberlega. Ef gera
ætti þessa tilraun á Akureyri, þyrfti að fá samþykkt á flokksþingi
Framsóknarmanna í apríl næstkomandi, undanþágu frá hinu al-
gera banni flokksþinganna 1937 og 1941 gegn pólitískri sam-
vinnu við kommúnista. Ég vildi fúslega greiða fyrir að slík tján-
ing frá „vinstrisinnuðum“ Framsóknarmönnum kæmi í einu eða
tveim blöðum Dags, þar sem ég skrifa annars um þjóðmál.
• • •
Sjúkrahúsmál Akureyrar þokast áfram, en þó þurfa að koma
enn fleiri vakningargreinar um málið. Það er vonlaust að sigra
á þeim grundvelli, að Akureyri ein fái slíkt sjúkrahús. Aftur á
móti eru miklar líkur til að málið viftnist á grundvelli fjórðungs-
spítala-skipulagsins. Höfum við, sem sérstaklega unnum að þessu
máli á Alþingi, tekið upp þá aðferð. Ríkið myndi þá kaupa af ís-
firðingum þeirra hlut í sjúkrahúsi bæjarins, reisa Akureyrarspít-
ala fyrir Norðurland og eitt hæfilega stórt sjúkrahús fyrir Múla-
sýslur. Austfirðingar myndu ráða mestu um, hvort sá spítali yrði
við Lagarfljótsbrú, á Seyðisfirði eða Reyðarfirði. Bruni læknis-
bústaðar á Brekku eystra hefir þýðingu í þessu efni. Útlit fyrir að
tveir læknar með lítið sjúkrahús verði starfandi við Lagarfljóts-
brú og hafi undir allt Héraðið. Ef fjórðungsspítali Austfirðinga
yrði endanlega byggður á Egilsstöðum, kæmi til stækkun á þeirri
byggingu, sem væntanlega verður reist þar næsta sumar. — Það
er nauðsynlegt, að allir þeir, sem vilja fá myndarlegan ríkisspítala
á Akureyri vegna almennra þjóðarþarfa, vinni að framgangi mál-
anna á grundvelli þess skipulags, sem hér er sagt frá. Þá eru allir
fjórðungar landsins settir við sama borð. Ríkið starfrækir þá eina
stofnun, sem er skipt í fjórar deildir til hægðarauka fyrir lands-
fólkið. Þegar Austfirðingar og Vestfirðingar sækja fram við hlið
Norðlendinga um þetta jafnréttismál, mun sigur vinnast, og það
von bráðar.
• • •
Því hefir verið hreyft opinberlega, að við íslendingar ættum
að hlusta eftir hvað Svíar segðu um rétt íslendinga til að verða
sjálfstæð þjóð. Sjálfsagt er að eiga vinsamleg kynni við Svía um
ýmiss konar viðskipti, bæði andleg og efnaleg, eftir því sem efni
standa til. Eru horfur á, að þar geti verið um gagnkvæmt viðhorf
að ræða. En hver þjóð á sjálfstæði sitt undir sjálfri sér en ekki
frændsemistilfinningum. Svíar héldu í nálega heila öld Norð-
mönnum í bóndabeygju, sér til lítils sóma að því er snertir óeigin-
girni, og slepptu ekki takinu fyrr en þeir sáu, að þeir höfðu ekki
aðstöðu til að halda Norðmönnum niðri með vopnavaldi, eins og
Hitler gerir nú. Þegar Dönum lá mest á 1864, voru nokkrir valda-
menn í Svíþjóð, sem vildu koma Dönum til liðs, en þó varð ekki
úr því, enda myndi það hafa verið feigðarflan. Svíar hafa aldrei
stutt íslendinga, svo að í frásögur sé færandi í sjálfstæðisbarátt-
\innl, þvorKi íyrr l»epr |afn að ís*
lendingum frá Dana hálfu eins og með skrælingjasýningunni, þá
kom engin liðveizla frá frændþjóðunum, heldur kom bjargræðið
þá sem endranær frá vakandi þjóðarmetnaði íslendinga sjálfra.
Er það á vitorði allra íslendinga, sem hafa nokkur pólitísk kynni
í Svíþjóð, að þar er haldið fram, með hógværð að vísu, þeirri
skoðun, að íslendingar eigi að hafa sameiginlegan konung með
Dönum, eins og þeir vildu leggja Norðmönnum til samkonung
með sér. í skiptum íslendinga við Svía, Norðmenn og Dani má
taka við vinmælum um hversdagsleg skipti og dægurmál, en sjálft
frelsið hvílir eingöngu á manndómi hverrar þjóðar.
• • •
Jón Pálmason, ritstjóri ísafoldar, sýnir mikla óeigingirni fyrir
hönd bændastéttarinnar í sambandi við fjárpestarmálin. Hefir þó
fé hans og samsýslunga hans hrunið niður ár eftir ár af völdum
karakúlpestarinnar. Honum finnst litlu skipta, þó að ekkert sér-
fræðilegt eftirlit væri liaft við innflutninginn. Heldur ekki, þó að
hver viðvaningurinn hafi komið í annars spor og látið auglýsa sig
í blöðunum, án þess að geta komið með nokkra raunverulega
skýringu á eðli þessa voðasjúkdcims. Ég spurði nýlega einn af
þeim mönnum, sem mesta yfirsýn hefir um sauðfjárveikimálin,
hvort nokkur vonarneisti hefði borizt til bænda á veikindasvæð-.
inu í þá átt, að „vísindin" gætu bent á læknisdóma í þessu efni.
.Hann taldi, að alls engin meinabót væri enn fengin frá hinum
mjög auglýstu vísindum.
Bændur í Þingeyjarsýslu hafa nú sent Alþingi áskorun um
stuðning til að koma á fjárskiptum rnilli Jökulsár og Skjálfanda-
fljóts. Ef til vill yrði að gera þau skipti á tveim árum. Þess er að
vænta, að þingið taki þessu máli með fullkominni sanngirni. Það
verður ekki um það deilt, að byggðin í sauðfjárhéruðunum leggst
í auðn, ef pestin eyðir bústofninum. Úr því að vísindin standa
varnarlaus frammi fyrir voðanum, verður fólkið að treysta á
brjóstvit sitt. Girðingar og fjárskipti eru úrræði bændanna sjálfra.
Þeir geta ekki beðið búlausir eftir því, að einhverjir sjálfskírðir
fræðimenn finni áður óþekkta læknsdóma. Bændur þurfa að taka
á þessu mál með yfirsýn og hóflegri dirfsku. Fjárskipti verða að
gerast, þar sem bændur búa við sýktan fjárstofn og hafa ekki aðra
atvinnu.
Til hjónanna
Níelsar Sigurgeirssonar
og
Halldóru Jónsdóttur
frá
Sesselju Sigurgeirsdóttur,
við burtför þeiira frá Hraun-
tanga á Axarfjarðarheiði.
Þar sem heiðin breiðir barm
blíð á sumri, köld á vetri,
okkar gleði, okkar harm
áttum við í lágu setri.
Þó að vetrarveldið hart
vildi þyngja hug og sinni,
innra gerði aftur bjart
ylurinn af vorsólinni.
Heillað gátu himintjöld
hægur blær í grasi og meiðum,
þegar hlýtt og kyrrlátt kvöld
kvaddi sól á vesturleiðum.
* * *
Margoft hverri mæðu og raun
mættum við með léttu geði.
Voru okkar verkalaun
velgoldin með starfagleði.
Vissulega, þegar þjóð
þegna sinna verkum gleymir,
alla daga, undurhljóð
okkar sögu heiðin geymir.
* * *
Þrjóti gleði, þyngist spor,
það eru alltaf raunabætur
að eiga bernsku indælt vor
inn við sínar hjartarætur.
Eg á von. sem aldrei brást
og mér létti margan vandann:
' Að við fáum öll að sjást
einhversstaðar fvrir handan.
E.
Bréf
,,í „Raddir lesendanna“ í síð-
asta íslendingi, skrifar nafni
minn svolitla hugvekju um leik-
húsmál. Hann tekur réttilega
fram, að útbúnaður allur á
leiksviði sé gjörsamlega ónógur.
Þetta hafa nú fleiri sagt, en það
virðist eins og hin háttvirta hús-
eignanefnd bæjarstjómar Akur-
eyrar hafi annað hvort sofið á
verðinum, eða þá gleymt því, að
það er nokkuð til í Samkomu-
húsinu, sem heitir brakandi
bekkir og illviðunandi útbúnað-
ur að öðru leyti fyrir þá, sem
þurfa að nota Samkomuhúsið
með leiksviðinu. Margt eldra
fólk, sem eg hefi talað við, hefir
viðurkennt það við mig, að það
vildi gjarnan konra í leikhúsið,
en það bara treysti sér ekki til að
sitja á þeim ,,pínubekkjum“,
sem í húsinu eru.
í húseignanefnd bæjarins eru
þrír stæðilegir menn. Það eru
þeir: Ámi Jóhannsson, Jón
Sveinsson og Jakob Árnason.
Maður skyldi nú halda að það
væri eitthvað gert fyrir húsið,
með þessa menn í nefndinni.
Langt er síðan að farið var að
finna að sætunum. Ennþá hefir
ekkert verið gert til að laga þau.
Eg trúi ekki öðru, en að hús-
eignanefndin taki nú einu sinni
rögg á sig og reyndi að búa svo-
lítið betur fyrir Samkomuhúss-
gestina, heldur en hingað til hef-
ir verið gert.
En svo minntist hann nafni
minn á heiðurskvöldið hennar
frú Svövu. Hann gat þess rétti-
(Franjhald 4 6- síðu).
Á bak við stálvegginn.
Úr nýútkominni bók eftir
sænska blaðamanninn Arvid
Fredborg (Svenska Dagbladet),
sem dvaldist í Berlín 1941—’43.
bAÐ er ekki hægt að efa, að
Hitler og félagar lians verði
taldir hinir mestu níhilistar sög-
unnar, þá tímar líða. Því að þeir
hafa viljað snúa við öllum hug-
sjónurn og hugsunum hinnar
þýzku þjóðar.
Hitler hóf að gefa þjóð sinni
ný trúarbrögð. Æskan var fjar-
lægð frá kirkjunum og henni
fengið nýtt trúarkerfi. Víða v'arð
Hitlers-dýrkunin komin í nokk-
urs konar safnaðarform, — en þó
aðeins á yfirborðinu. Kjarninn í
hinum nýju kenningum, sem
jrýzk æska hefir drukkið í sig, er
blóðdýrkun, valdadýrkun og
þjóðemisdýrkun. Hinir ungu
Þjóðverjar vita ekkert um hug-
sjónir og menningu annarra
þjóða.
Hugar- og menningarástand
þýzkrar æsku geymir eitt hörmu-
legasta og hættulegasta rnein
Þýzkalands og allrar Evrópu. Því
að vissulega mun sáðmennska
Hitlers einhvern ávöxt bera.
Það kann að taka margar kyn-
slóðir, að uppræta til fulls það
illgresi, sem nazisminn hefir
ræktað í garði Þjóðverja. Jafn-
hliða sköpun þessara nýtrúan
bragða hefir hruni hins gamla
réttarkerfis Þýzkalands verið
flýtt. Þýðingu þess skilur naum-
ast nokkur, sem utan við stend-
ur. Engin orð lá lýst því réttar-
fari, sem nazisminn hefir komið
á, svo að rétt mynd sé gefin.
Þyzkaland er nú í svipuðum
hrellingum og á liinu illræmda
„stjórnleysistímabili" 1254—73.
Saklausir, heiðvirðir borgarar
eru handteknir og drepnir án
dóms og laga, án yfirheyrslu og
án sannana. Stundum eru þeir
blátt áfram myrtir á heimilum
sínum. Það er varla hæg tað lýsa
því, hver hyldýpis-niðurlæging
þetta er fyrir þjóð, sem talin hef-
ir verið meðal helztu menning-
arþjóða heims....
Þjóðverjar eru nú komnir í
skelfilega sjálfheldu. Þeir hafa
búið við meira en tíu ára nazista-
kúgun, — skipulagsbundna úti-
lokun frá umheiminum. Hinir
hófsömustu og skynsömustu
skilja, að sigur nazismans mundi
herða enn á óðratreyjunni, sem
nazisminn hefir sveipað um eig-
in þjóð, sem aðrar. En þeir sem
muna 1918 vita hvað það er að
vera vopnlaus og sigraður. Þessi
ósigur yrði hinum verri. Og þeir
þjappa sér saman í von um
stundargrið,
Hversu málum verður háttað
er dregur að stríðslokum, er enn
hulið. Skortur, neyð, tortryggni
og hvers konar hörmungar hafa
skapað ömurlegt ástand innan
Þýzkalands, og bylting er alls
ekki útilokaður möguleiki, ef
stórkostlegir .ósigrar bíða þýzka
hersins. Útlendingarnir, sem
færðir hafa verið nauðugir til
(Framhald á 7. siðu).