Dagur - 24.02.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 24.02.1944, Blaðsíða 1
ANNAL DAGS !*P Ws9 if^^ls ^SiBI ^^í Bréf úr Árskógshreppi 14. fe- brúar 1944. „Almenn ánægja er hér ríkj- andi yfir vexti og viðgangi Dags og telja menn breytingu hans mjög til bóta. Tíðin hefir verið óstillt hér í vetur sem víðar. Snjólítið er nú og vegasamgöngur góðar. * Fólk mun nú með fæsta móti á mörgum heimilum. Unga fólk- ið fer margt með farfuglunum á haustin fyrst og fremst í skólana og sumt í atvinnu í bæjum og sjóþorpum. Kaupstaðirnirkeppa mjög um að fá sveitastúlkur til veturvistar og á þessari gull- eða seðlaöld er ekki sparað að bjóða hátt í þær. En hvað gera ungu stúlkurnar í bæjunum, eru þær ekkert til létta Við húshaldið eða ganga þær allar menntaveg- inn? * Þrátt fyrir þó margt af unga fólkinu dvelji nú utan sveitar- innar, er nokkuð eftir heima og virðist það vel vakandi. Hefir það í frístundum æft sjónleik og leikið nokkru msinnum. Þá hef ir U. M. F. Reynir gengizt fyrir íþróttakennslu. Kennari varOsk- ar Ágústsson, frá íþróttasam- bandi íslands. Að afstöðnu námskeiðinu fór fram leikfimi- sýning í íþróttasal barnaskólans. Sýndu þar fjórir flokkar. í eldri flokkunum voru átján piltar og tíu stúlkur en í hinum tveim, voru 26 telpur og drengir úr barnaskólanum. Má þetta teljast mjög góð þátttaka. Áhorfendur voru margir og gerðu þeir góðan róm að sýn- ingunni. * Unglingaskóli starfar hér í vetur, á vegum ungmennafélags- ins. Nemendur eru 12. Þess má einnig geta, að éldra fólkið er heldur ekki dautt úr öllum æðum, því nú nýlega hélt það hjónasamkomu, þar sem flest Ívjón sveitarinnar voru mætt. Hófst hún með sameigin- legu borðhaldi. Skemmt var með söng og ræður fluttar. Síðan var stiginn dans af miklu fjöri". Ungmennafélagið „Þorsteinn Svörfuður" í Svarfaðardal hefir að undanförnu haft sýningar á sjónleiknum „Tárin" eftir Pál J. Árdal. Sýningar þessar hafa ver- ið mjög vel sóttar og þótt takast ágætlega, enda leikritið frá höf- undarins hendi skínandi. — Fé- lagið hyggst sýna í síðasta sinn laugardagskvöldið 26. þ. m. Innbrot var framið í símastöð* ina í Dalvfk aðfaranótt sl. mánu- dags. Stolið var lítilli peninga- upphæð. Ekki hefir enn tekist að hafa upp á sökudólgnum, XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 24. febrúar 1944. 8. tbl. Samkomulagið um skilnaðarmálið á Alþingi: bJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA FER VÆNTANLEGA FRAM 20. MAÍ N.K. Gildistökudagur lýðveldisst jórnarskrár-1 innar ákveðinn á sérstökum þingfundi 15. júní næstkomandi GAMKVÆMT fregnum frá Reykjavík, er nú talið víst, að endan- legt samkomulag verði milli þingflokkanna um lausn skilnað- ar- og lýðveldismálsins á sama grundvelli og lauslega var frá greint í síðasta blaði. Samkomulagið er í áðalatrið- um. 1. Þjóðaratkvæðagreiðslafari fram 20. maí n.k., en þá eru þrjú ár liðin síðan sambandslagasátt- málanum var sagt upp af hálfu íslendinga. 2. Gildistökudagur 17. júní verði tekinn út úr nú- verandi stjórnarskrárfrumvarpi og öðlist stjórnarskráin gildi þegar Alþingi ákveður. — Sósíal- istaflokkurinn er ekki aðili að þessu samkomulagi við Alþýðu- flokkinn, en þó er ætlað að flokkurinn samþykki þessar breytingar á fyrirætlun flokk- anna í lýðveldismálinu. Ætlunin er síðan að þing komi saman 15. júní n. k. og þá verði gildistöku- dagur stjórnarskrárinnar ákveð- inn 17. júní, enda þótt sam- komulag hafi verið um að fella þá ákvörðun út úr stjórnarskrár- frumvarpinu. Þá mun samkomulag þing- flokkanna einnig hafa náð til af- greiðslu tillögu um skip- un hátíðarundirbúningsnefndar. Var þar gert ráð fyrir skipun fimm manna nefndar til þess að undirbúa hátíðahöld á Þingvöll- um 17. júní n. k. Á þingfundi sl. mánudag var samþykkt að vísa málinu til stjórnarinnar og mun stjórnin samkvæmt því annast þennan undirbúning. Er mikið fagnaðarefni, að þingflokkarnir skuli hafa komizt að samkomu- lagi um málið og væntanlega sameinast menn nú um málið allt og láta deilur niður falla. Sýslufundur EySafjarSarsýslu: Sigur á Kyrrahafi Ábyrgð arbóta vegna hafn- í Olafsfirði synjað Aðalfundur Hesta- mannaf él. „Léttis" Hestmannafélagið „Léttir", Akureyri, hélt aðalfund sinn sunnudaginn 13. þ. m. Á síðast- liðnu ári hefir félagið komið á einum kappreiðum, þar sem reyndir voru 18 hestarog 1250.00 krónur veittar í verðlaun. LJnn- ið var að byggingu skeiðvallar, skammt frá bænum og haft happdrætti um reiðhest. Á næsta. sumri hyggst félagið að koma á minnst einum kappreiðum, vinna að byggingu skeiðvallarins og Ijúka henni, útvega leyfi til að starfrækja veðbanka við kappreiðarnar, koma upp myndasafni og skrá um ættir hesta, sem á einhvern hátt skara fram úr. Stjórn félagsins var endurkos- in, en hana skipa Jón Geirsson, Ragnar Ólason og Jóhannes Jón- asson, Sýslufundur kom saman sl. fimmtudag og stendur enn yfir. Astæða til fundarkvaðningar fyrr en venjulega var sú, að bor- izt hafði beiðni frá hreppsnefnd Ólafsfjarðar um ábyrgð sýslu- sjóðs á láni til hafnarbóta í Ól- afsfirði. Var þetta aðalmál fund- arins. Talið er að hafnarmann- virki þau, er hér um ræðir. mundu kosta fullgerð um 5 millj. króna, en ábyrgð sú, er far- ið var fram á, var þó aðeins til þess að hefja framkvæmdir á komandi sumri, nokkur hundr- uð þúsund kr. Á fundi sl. þriðjudag synjaði sýslunefnd ábyrgðarbeiðninni, en nánar verður greint frá störf um fundarins í næsta tbl. fi^-W.irtl'&'-f •..... Landgönguliðar ameríska flotans draga fána að hún eftir töku Tarawa i Gilberts- eyjaklasanum fyrir skemmstu. Þar var háð Móðugasta orrusta Kyrrahafsstyrjaldarinn- ar til þessa. Framganga amerísku land- gönguliðanna var mjög rómuð. Þarna féllu nær 6000 Japanar, en manntjón Bandaríkjanna var einnig tilfinnanlegt. Alit stjórnarskrár- nef ndar Alþingis væntanlegt í þessari viku Mesta breytingartillaga: Forseti verði þjóðkjör- inn, — þingið kjósi hann þó í fyrsta sinn. Álit stjórnarskrámefndar Al- þingis mun væntanlegt í þessari viku, en nefndin f jallaði svo sem kunnugt er um stjórnarskrár- frumvarp milliþinganefndar í lýðveldismálinu, er ríkisstjórn lagði fyrir Alþingi 10. janúar sl. Allmiklar breytingar eru ráð- gerðar í áliti nefndarinnar og er sú mest, að forseti skuli þjóð" kjörinn, en ekki þingkjörinn, eins og ráðgert er í frumvarp- inu, — en þó með þeirri undan- tekningu, að forseti verði þing- kjörinn til eins árs í fyrsta sinn.. Er það borið fram til réttlæting- ar þessari ákvörðun, að ekki verði við komið þjóðkjöri í tæka tíð. Mun þessi breyting- artillaga nefndarinnar þykja orka nokkurs tvímælis meðal kjósenda, sem áreiðanlega fylgja skilyrðislausu þjóðkjöri forseta að stórkostlegum meirihluta. Verður nánar vikið að þessu at- riði síðar. Athugasemd í grein í Degi frá 6. janúar eftir Jónas Jónsson, er ber nafn- ið: Áramótahugleiðingar, eru gerðar að umtalsefni viðræður þær um myndun róttækrar um- bótastjórnar, sem fram fóru vet- urinn 1942-1943. Þar segir m. a.: „Sumarið 1942 buðu komm- únistar Framsóknarmönnum samstjórn með sér og Alþýðu- flokknum og gáfu hinni ófæddu sameiningu heitið „vinstri stjórn"". Ennfremur segir' „Meiri hluti þingsflokks og miðstjórnar Framsóknarmanna tóku þessu boði kommúnista vel, en allir reyndustu samvinnumennirnir í þeim hóp tóku sömu afstöðu til (Framhatd á 8. síðu. Friðun Faxaflóa og breyting á fiskveiða- landhelgislínu íslands til umræðu á fisk- veiðaþinginu í London í fréttatilkynningu frá utan- íkisráðuneytinu segir: Á síðastliðnu sumri barst rík- isstjórninni boð brezku stjórnar- innar, um að senda íslenzka full- trúa á ráðstefnu, er halda skyldi í London þá um haustið, til þess að undirbúa þar samkomulag þjóða á milli um eftirlit með fiskveiðum í Norður-Atlantshafi og Norður-íshafi, svo og um vernd á ungfiski. íslenzka ríkisstjórnin tók þessu boði og valdi fulltrúa af sinni hálfu til þess að sækja ráðstefri-- una, þá Stefán Jóh. Stefánsson alþm. og hæstaréttarmálafl.m., er var formaður nefndarinnar, Árna Friðriksson fiskifræðing og Loft Bjarnason útgerðarmann. Ráðstefna þessi var haldin í London 12.-22. okt. sl., að báð- um dögum meðtöldum, og mætti þar einnig, sem skrifari íslenzku sendinefndarinnar, Ei- ríkur Benedikz, 2. sendiráðsritari við sendiráð íslands í London. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar 15 ríkja, eða frá íslandi, Belgíu, Kanada, Danmörku, Frakklandi, Hollandi, írlandi, Nýfundna- landi, Noregi, Póllandi, Portú- gal, Spáni, Svíþjóð, Bretlahdi og Bandaríkjunum. Aðalverkefni ráðstefnunnar var að undirbúa nýjar og víðtæk- ar reglur um eftirlit það, er að framan greinir, og ráðstafanir í samræmi við það, er framkvæmt væri af öllum þeim þjóðum, er gerðust aðilar að reglum þessum. Á ráðstefnunni náðist sam- komulag um frumvarp að ítar- legri reglugei-ð um þessi efni, og mæltu allir fulltrúar með því, við ríkisstjórnir sínar, að reglu- gjörð þessi yrði endanlega sam- (Framhald á 8. síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.