Dagur - 24.02.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 24.02.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 24. febrúar 1944 DAGUR 5 Charles F. Kettering: MENNTUNIN BYRJAR HEIMA „Það verður dýrlegur dagur á morgun“, raulaði skóladrengur á götunni í rnorgun. Þú kannt að hafa rétt fyrir þér, snáðinn, hugs- aði ég, en það verður þá vegna þess, að þú og milljónir annarra drengja á þínu reki skapa þann dýrðlega dag. Þegar stríðinu léttir, eigið þið fyrir höndum stærsta og erfiðasta verk allra kynslóða: að endurreisa hinn stríðshrjáða heim. Leggja nýja hornsteina undir frjálst líf í frjálsum löndum. Lincoln Steffens kenndi ung- um mönnum það, að ekkert verk hefði nokkurn tíma verið unnið eins vel og hægt væri að vinna það; allsstaðar væru tækifærin til þess að endurbyggja, — og byggja betur. Þetta verður enn þá sannara er dagur hins nýja heims skín. ★ Vér, sem eldri erum, vitum ofur vel, að vér höfum aðeins komizt að landamærum þess heims, er geymir þekkingu og framkvæmdir. U ppfyndingar framtíðarinnar munu verða svo stórkostlegar, afrek vor munu þvkja jafnfrumstæð í aug- um komandi kynslóða og örygg- isnælan er í vorum augum. En ef börn vor eiga að starfa betur en vér höfum gert, skapa betri heim en þann, er vér höfum lif- að í, verðum vér að gefa þeim tækifæri til þess að hefja starf betur undirbúin en vér vorum. Hin bezta leið í þessu efni er að reyna að tryggja það, að Sir William Beveridge: Traustirl homsteinar. Bókaútgáfa M. F. A. Benedikt Tómasson íslenzk- aði. gÓK ÞESSI er saln af ræðum og ritgerðum, eftir brezka hagfræðinginn Sir William Beveridge, þar sem hann gerir grein fyrir hinum frægu tillög- um sínum um alftiannatryggíng- ar og alhliða félagslegt öryggi í Bretlandi eftir stríðið. Hefir bókin af sumum verið nefnd ný frelsisskrá brezku þjóðarinnar, er hún leitast við að reisa nýjan og betri heim á rústum þeim, sem yfirstandandi ófriður hefir eftir sig látið. í formálsorðum fyrir bókinni gerir Jóhann Sæmundsson yfir- læknir grein fyrir aðalefni henn- ar á þessa leið: „Beveridge-áætlunin hefir vak- ið fádæma athygli, ekki aðeins í Englandi, en einnig í fjölmörg- um öðrum löndum. Þjóðunum er enn í fersku minni ástandið, er fylgdi í kjölfar fyrri heims- styrjaldarinnar .atvinnuleysið og skorturinn, þessar andstæður og óvinir frelsisins, sem þær eru að berjast fyrir. Þær spyrja, hvort stríð og eyðilegging séu nauðsyn- leg til þess að útrýma atvinnu- leysi. Hvort Adam geti ekki ver- ið í Paradís, nema því aðeins að hann standi öðnim fæti í Hel- unga kynslóðin eigi í sem ríkust- um mæli þá þrjá eiginleika, sem prýða hvern skapandi brautryðj- anda. Þessir eiginleikar eru víð- sýni, hugrekki og hugmynda- auðgi. Víðsýnir menn sjá hlutina í réttu ljósi, hugrakkir vinna ó- trauðir að framkvæmd hugsjóna sinna og hugmyndaríkir eiga margra leiða völ. Til þess að öðlast víðsýni verða börriin að læra að hugsa sjálf. Ef þau byrja ekki á því heima fyrir læra þau það aldrei. Þrátt fyrir þetta er það háttur margra foreldra að láta börnin gleypa fordóma, kenningar og hegðunarreglur, sem eru raun- verulega úreltar. ★ Unglingar eru að eðlisfari for- vitnir. Það er merki hins heil- brigða unglings að vilja kanna ókunna stigu. Það er rétt að hvetja börnin til þess að hugsa um eðli og ásigkomulag allra hluta umhverfis þau. Ef hjól- hesturinn bilar er gott að dreng- urinn fáist sjálfur við að skil- greina bilunina og gera við hana. Ef kakan „fellur" í ofnin- um hjá mömmu, er ekki nema eðlilegt að litla telpan vilji vita og skilja orsakirnar til þess. Börnin sem spyrja um þetta eða glíma við þessar spurningar af eigin ramleik, eru þau sem vér megum vænta mestra dáða af þá tímar líða. Það er einnig holt, að börnin vinni að nýsköpun sinni með öðrum aðferðum en þeim, er vér víti. Og Sir William Beveridge svarar: Jú, vissulega. Hann ber ófriðinn fvrir sig sem sönnunar- gagn. Á ófriðartímum eru auð- lindir þjóðarinnar nýttar til hins ýtrasta, hverri starfhæfri hönd er fengið verk að vinna, og hún vinnur það. Vinnuaflið er skrá- sett og skipulagt, framleiðslan skipulögð af liinu opinbera. Hann heldur því fram, að þjóð- artekjurnar á friðartímum, jafn- vel á krepputímum, séu nógu rniklar til þess, að enginn þurfi að líða skort í landi hans, ef þeim sé dreift skynsamlega. Hann heldur því ekki fram, að allir eigi að vera eða þurfi að vera jafnir, nema að því leyti, að enginn megi líða skort. Hann leggur áherzlu á, að útrýma beri atvinnuleysinu, og sú raunabót, sem atvinnuleysistryggingar geti veitt, sé tiltölulega lítils virði í sambandi við það. Hann er tiltölulega ófeiminn við að krefjast opinberrar skipulagn- ingar í því skyni að samhæfa hagnýtingu auðlindanna þörf- um fólksins. Hann telur, að vel geti farið svo, að taka verði upp ríkisrekstur í stað samkeppni og einkareksturs í gróðaskyni á hin eldri höfum vanist, ef þeim sjálfum sýnist svo. Eg er senn 70 ára gamall og eftir því sem árin færast yfir mig skil eg æ bet- ur, að það liggur engin ein leið að neinu því verki, sem gera þarf. Þær eru ævinlega fleiri. Ef að barnið yðar heldur því fram, að moldarkökur, búnar til með heitu vatni, séu betri en þær, sem búnar eru til með köldu vatni, þá leyíið því í herrans nafni að sjóða vatn og sannprófa gildi kenninga sinna. ★ Börn vor eru, eins og vér sjálfir, orðin vön því, að skrúfa frá krana eða þrýsta á knapp, umhugsunarlaust, til þess að njóta vatns, rafmagns, hita og annarra lífsnauðsynja. En höf- um vér gert oss grein fyrir því, hvort börn vor telji ekki ofmargt í lífinu sjálfsagt og fáanlegt fyr- irhafnarlaust? Börnin dást að skrúðgrænni jörðinni, heiðum himninum og dimmbláum sjón- um. Höfuðskepnurnar eru ævin- týri í þeirra augum. Vér meg- um ekki gleyma, að vekja at- hygli þeirra á því, að enn erum vér furðu skammt á veg komnir í viðureigninni við hin voldugu náttúruöfl. Stormar geysa, flóð- bylgjur þeysa, sól skín og þurrk- ar herja, — og þúsundir manna deyja eða verða öreigar af völd- um þess. Þegar vér beinum at- hygli barnanna að verkefnum framtíðarinnar, — að uppfynd- ingum, sem heimurinn bíður eftir, að Ijóðum, hljómkviðum, sumum sviðum. Hins verði að, gæta, að bæði éinkarekstri og ríkisrekstri sé markaður bás inn- an allsherjar skipulags. Hann trúir á lýðræðið, á mál- frelsið, frjálst stöðuval, réttinn til að eignast eitthvað, afla sjálf- stæðra tekna og ráða yfir þeim. „í lýðræðisríki er hægt að skipta um stjórn án þess að grípa til byssunnar", segir hann. Bever- idge vill ekki refsa þeim, sem eitthvað hafa lagt fyrir, með því að svipta þá réttinum til bóta, t. d. vegna atvinnuleysis eða sjúk- dóma, þótt þeir gætu séð sér far- borða án þeirra. Hann'telur, að það mundi vinna gegn sparnað- arviðleitni af hálfu hins mikla fjölda, sem býr við ótrygg kjör. Svipað er að segja um ómaga- styrki, er hann vill að séu greidd- ir án tillits til efnahags. Hann bendir á, að fólk með ábyrgðar- tilfinningu vilji ógjarnan eiga fleiri börn en það geti komið til manns. Því sé rétt að örva þetta fólk til að eignast börn, með því að greiða ómagastyrki. Það muni bæta kynið. Þessi atriði skulu látin nægja til að lýsa viðhorfi. hans", • — starfinu, sem ókomin ár bera í faðmi sér, — þá finni þau og skilji, að í heimi framtíðarinnar verði óþrjótandi tækifæri og verkefni fyrir hina ungu þegna. En enginn sigur er unninn án fyrirhafnar. Það skvldi hin unga kynslóð vel muna. Þeir, sem ungir lifðu við þröngan kost, en komust síðan í álnir og völd, reyna oft að forða börnum sínum frá því, að finna til erfiðleika sem þeir sjálfir sigr- uðust á í æsku, — útiloka þau frá aganum, sjálfstæðiskenndinni og baráttuhugum, sem þokaði þeim sjálfum fram á við. Slíkir foreldrar hafa gott af að hug- leiða söguna um góðhjartaða ná- ungann, sem fór að rækta fiðr- ildi að gamni sínu í frístundum. Hann komst svo við, er hann sá hversu erfiðlega þeim gekk að fæðast úr púpunni, að hann braut eitt skurnið með fingrin- um, svo að fiðrildið kæmist inn í veröldina á auðveldari hátt. Þetta vesalings fiðrildi fékk aldrei að svífa í tæru loftinu. Vængirnir báru það ekki. ★ Unglingurinn, sem glímir við erfiðleikana og sigrast á þeim, vex af þeirri viðureign. í hvert sinn, sem unglingurinn tekur ákvörðun á eigin spýtur og hefur framkvæmdir djarfmannlega og ákveðið, — vex honum hugrekki og traust á sjálfum sér. Það er til tvenns konar hug- rekki: Annað ræðst ótrautt að erfið- Þetta er bókin, sem „Þjóðvilj- inn“, málgagn Sósíalistaflokks- ins, hefir fagnað á íslenzku með því að kalla höfund hennar „flón“ og tillögur hans „skottu- lækningar og kratisma“. Helgafell, jólahefti 1943. þETTA JÓLAHEFTI tímarits- ins Helgafell hefir orðið nokk- uð á seinni skipunum norður hingað, og er það fyrst nú nýlega komið hér á markaðinn og í hendur áskrifenda. Af efni þess má m. a. nefna: Skoðanakönnun í lýðveldismálinu, grein eftir Torfa Asgeirsson. Myndlist okk- ar forn og ný, eftir Halldór Kiljan Laxness; grein eftir Tóm- as Guðmundsson um Gunnlaug Blöndal listmálara; Skáldið á Litlu-Strönd (Þorgils gjallandi) eftir Sigfús Bjarnarson og Upp- eisn Dana, eftir Jón Magnús- -,on. Þá flytur heftið ljóð eftir Tómas Guðmundsson, Þorstein Erlingsson, Nordahl Grieg og Melittu Urbantschitsch, upphaf sorgarleiksins Fást eftir Goethe, í þýðingu Magnúsar Ásgeirsson- ar, sönglag eftir Pál ísólfsson o. fl. — Heftið er prýtt fjölda mynda af ísl. og erlendum lista- verkum, þ. á. m. er ein litprent- uð mvnd af málverki eftir Gunn- laug Blöndal. leikanum, hvatað af snöggri kennd. Hitt er það, sem þraukar, þol- ir byrjunarósigra án þess að bug- ast. Oss er gjarnt, að varpa að fót- um barna vorra þeim tækjum fullbúnum, ei mannsandinn hefir flóknustsmíðuð, — útvarpi, síma, undralyfi, — án þess að segja þeim jafnframt frá þeim feikna erfiðleikum sem uppfynd- ingamenn þessara lífsþæginda áttu við að stríða. Vér látum sem það skipti litlu máli, að allar framfarir, — í flugi, samgöngunr, vélfræði, heilbrigði, — hafa kostað þúsundir misheppnaðra tilrauna. En þetta skiptir miklu í uppeldi og menntun barna vorra. Vér skyldum jafnan leggja áherzlu á, að engin virki á vegi framsóknar og menningar eru tekin í fvrsta áhlaupi. Misheppn- aðar tilraunir eru vörðurnar á þeirri leið. ★ Og þótt hin síðasta tilraun hafi heppnast, — þá er síður en svo að allir erfiðleikar séu sigraðir. Hinir ungu mega gjarna læra það, þegar braut- ryðjandinn hefir í sveita síns andlitis fullkomnað uppfynd- ingu sína, — þá eru e. t. v. mestu erfiðleikarnir eftir. Margir vís- indamenn og hugsuðir hafa mátt bíða lengi eftir viðurkenningu, sem er skapandi huga jafn nauð- synleg og vatnið jurtinni. Loks skyldum vér kenna vel þau miklu sannindi, að tíminn er náðargjöf, sem vel skal varð- veita og ávaxta. Unglingar von'- ar tíðar eiga rnikinn auð, þar sem eru frístundir þ^irar. Nátt- úran krefst 8 stunda svefns og starf vort krefst a. m. k. annarra 8 stunda. Þá eigum vér eftir hin- ar þriðju 8 stundirnar á hverj- um sólarhringi til annarra nota. Of mikið af þessum tíma fer að jafnaði til þess að hlýða á út- varp, sjá kvikmyndir, eða blátt áfram sitja auðum höndum. ★ Saga mannkynsins ber mörg örlagaþrungin merki þeirra, er hafa kunnað að nota frístundir sínar. Ánton van Leeuwenhoeek, ómenntaður Hollendingur, hafði ofan af fyrir sér með því, að gera hreint í ráðhúsinu í Delft. En í frístundum sínum undi hann við að srníða smásjána, sem opn- aði mannlegu auga hinn ógnum- þrungna heim bakteríanna. — Whrigt-bræður öfluðu til hnífs og skeiðar með því að gera við hjólhesta nágrannanna, en frí- stundirnar fóru allar í smíði á „fljúgandi vél“. - Ef foreldrarn- iir kenna ekki börnum sínum að nota hinar dýrmætu frístundir vel, — undirbúa sig undir fram- tíðarstarf, — verða þau aldrei í hópi hinna skapandi brautryðj- enda. þá nýr dagur rennur. Úr ameríska tímaritinu „Skóli og þjóðfélag“. Höf, er þekktur uppfyndinga- maður í Bandaríkjunum. Óska að kaupa tvenna drengjaskauta, handa 5 og 9 ára. KIRKEGAARD, StjörnuApótek FRÁ BÓKAMARKÁÐINUH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.