Dagur - 24.02.1944, Page 4
4
' DAQUR
Fimmtudaginn 24. febrúar 1944
DAGUR
Rltstióm: Ingimcrr Eydttl,
Jóhann Frímann,
Houkur Snorrason.
Afgreiðslu og innheimtu annast:
Sigurður Jóhannesson.
Skrifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96.
Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi.
Árgangurinn kostar kr. 15.00.
Prentverk Odds Björnssonar.
Úrbótatillögur og íslenzkir
kommúnistar
glNS OG getið er um á öðrum stað hér í blað-
inu í dag, er nýkomin út á íslenzku bók eftir
brezka hagfræðinginn Sir William Beveridge,
þar sem hann ræðir um tillögur sínar um alhliða
tryggingarkerfi og áætlun um félagslegt öryggi
í brezka heimsveldinu eftir stríðið. Tillögur
þessar, Beveridge-áætlunin svonefnda, hafa svo
sem kunnugt er, vakið óhemju eftirtekt í heimin-
um og þykja hvarvetna hinar merkilegustu. Hef-
ir þeirra áður verið getið hér í blaðinu og efni
þeirra rakið að nokkru.
Menn skyldu nú ætla, að þeir menn, sem nota
annars hvert tækifæri til þess að vitna á götum
og gatnamótum um áhuga sinn fyrir bættum
kjörum alþýðunnar í heiminum og fullkomnum
lýðtryggingum, myndu fagna því hjartanlega, að
íslenzkri alþýðu gefst nú færi á því að lesa á sínu
eigin máli hugleiðingar um aðalefni tillagna
þessara eftir sjálfan höfund þeirra. En nú bregð-
ur svo undarlega við, að í aðalmálgagni sósíalista-
flokksins, „Þjóðviljanum“, birtist fáum dögum
eftir útkomu bókarinnar svæsin níðgrein um
hana og höfund hennar, Mr. Beveridge. Er það
sjálfur Halldór Kiljan Laxness, sem heldur þar
enn á pennanum. Aðalniðurstöður hans eru á þá
lund, að tillögurnar séu „skottulækningar og
kratismi" og höfundur þeirra „flón“. — Aumingja
Beveridge að hljóta svona útreið hjá þessum and-
ans jöfri íslenzkra kommúnista!
En skáldið frá Laxnesi hefir þarna kveðið
fleiri í kútinn en Sir Beveridge einan! Hann
hefir einnig gefið flokksbróður sínum, Mr.
Gallacher, — einum af leiðtogum kommúnista-
flokksins brezka og eina þingmanninum, sem
flokkurinn á nú í enska þinginu — allrækilega
utanundir. Mr. Gallacher lét nefnilega svo um-
mælt, er tillögur og áætlanir Beveridge voru
til umræðu í brezka þinginu í febrúarmánuði í
fyrra: „Verkalýðshreyfingin vill að Beveridgetil-
lögurnar nái fram að ganga, samvinnuhreyfingin
vill það. Verkamannaflokkurinn vill það.
Kommúnistaflokkurinn vill það. Frjálslyndi
flokkurinn og hluti af íhaldsflokknum vilja það
einnig. Meginþorri þjóðarinnar vill, að áætlunin
nái fram að ganga“. Og þessi brezki kommúnisti
taldi í þessari þingræðu sinni um tillögur
,,flónsins“ Beveridge — þessar . skottulækningar
og kratisma“, sem íslenzka kommúnistablaðið
kallar svo, — helztu vonina um „frelsun til handa
þjóðinni í"þessu landi um ókomna tíma“.
Það er von að menn spyrji í þessu sambandi:
Vilja eða geta kommúnistarnir íslenzku nokkuð
annað en haft allar umbótatillögur og fram-
sóknarviðleitni hvarvetna í heiminum á homum
sér?
/
Herflutningar yfir Atlantshaf.
Tuéþúsundir Bandaríkjamanna eru lerjaðir yíir Atlantshaf á mánuði
hverjum til þess að taka þátt í innrásinni á meéinlandið.
„Baráttan um bókmenntir og
listir“.
pG HEFI VERIÐ að blaða um
stund í nýjasta hefti „Vinnunnar“,
txmarits Alþýðusambands íslands.
Þetta er myndarlegt rit, sem flytur
margt fróðlegt og læsilegt lestrar-
efni. En því mun ætlað að vera „rúm-
góð þjóðkirkja" fyrir stéttastríðið í
landinu, enda flýtur þar alltaf öðru
hvoru ýmislegt með, sem er svo
hræmulega blandað skammsýnu og
ófrjóu stéttahatri, úlfúð og áróðri, að
það setur svartan blett á þetta annars
svo. menningarlega rit. Glöggt dæmi
um þessa tegund sálarfóðurs er að
finna í þessu síðasta hefti „Vinnunn-
ar“. — Einhver Halldór Pétursson
fær þar birta mynd af sér og grein, er
nefnist „Baráttan um bókmenntir og
listir". Minnist eg þess naumast að
hafa í seinni tíð séð öllu heimsku-
legra, ofstækisfyllra og hlutdrægara
skrif um menningarmál en þetta.
„Mikið er, hvað gorgeirinn
gúlpar".
p REIN ÞESSI hefst auðvitað á
hæfilegum, heimspekilegum inn-
gangi um sögu listhneigðarinnar allt
„fram úr myrkri frumaldanna". Er
þar margt spaklegra og skarpvitur-
legra athugasemda um eðli listanna
og viðhorf almennings til hennar!
Kemst höfundurinn m. a. að þeirri
niðurstöðu, að „jafnvel sé hugsanlegt,
að ólistfróður maður geti fengið
meira út úr listaverki en listamaður-
inn hefir í það lagt“(!) Ennfremur
fremur: „Öll sönn list á þá heilögu
einfeldni að vera skiljanleg hverju
barni“. Ætla mætti, að ekki yrði sér-
lega hátt risið á þeim Einari Ben.,
Stephani G. og öðrum slíkum, þegar
þeir væru kallaðir fyrir slíkan dóm-
stól, og hætt við, að myndlistarmenn
á borð við þá Einar frá Galtafelli og
Kjarval yrðu þar dæmdir og léttvæg-
ir fundnir, svo að einhver nöfn séu
nefnd af næstu stráum og ekki seilzt
lengra en þetta til dæmanna, hvorki í
tíma né rúmi. — En svo slær dálítið
í bakseglin hjá H. P. um þessa annars
svo einkar ljósu og skorinorðu skil-
greiningu á eðli listanna, þótt hvergi
verði þess vart, að höfundur geri sér
þess nokkra grein, að hann er að fara
gegnum sjálfan sig, þegar hann segir:
„Enginn þarf að hugsa sér, að (ís-
lenzka) þjóðin hafi gert sér grein fyr-
ir listagildi fomrita vorra, þó lifði hún
á lestri þeirra í margar aldir“. Ekki
hefir nú farið mikið fyrir hinni
„heilögu einfeldni" í þeim garði,
nema ef skýringarinnár er að Leita í
þessari spaklegu athugasemd um
fornsögumar: „Það heillar mann og
göfgar að heyra fallegt mál, þó að
efnið sé lítils virði“(!) —- Jæja. Þá
heyrum við það: Efni þessara ágætu
bókmennta, sem „þjóðin lifði á í
margar aldir". er ósköp lítils virði, en
þær eru bara ritaðar á „fallegu
máli“ (sjálfsagt þá svo einföldu, að
hvart barn geti skilið það til hlítar!)
— „Mikið er, hvað gorgeirinn gúlp-
ar“, segir höfundur greinarinnar (í
öðru sambandi þó). Virðist það sann-
ast allrækilega á honum sjálfum, og
er þá ekki „fengið meira út úr lista-
verkinu en listamaðurinn hefir sjálf-
ur í það lagt“.
Hvernig þjóðin „murkar lífið“
úr skáldum sínum og listamönn-
um.
TjÁ ER LOKS höfundur greinarinn-
ar kominn að nútímanum á
göngu sinni aftan úr „myrkri fmm-
aldanna". Og ekki er nú ástandið
björgulegt. Islenzka þjóðin hefir að
vísu átt tiltölulega margt af skáldum
og listamönnum, en „við höfum búið
að þeim flestum á einn veg: Sumir
hafa sálazt úr hungri, aðrir úr hugar-
angri og basli“. Og enn þann dag í
dag stöndum við „í stríði út af því,
hvernig eigi á ódýrastan hátt að
murka lífið úr skáldum og listamönn-
um vorum“. Og þetta er sagt, þegar
nefndir, sem kosnar eru af listamörm-
unum sjálfum, hafa nýlokið við að út-
hluta handa sér lanésamleéa rífleé-
ustu fjárfúléu tiltöluleéa, sem nokkur
þjóð hefir nokkurn tíma laét af
mörkum af almannafé til skálda sinna
oé listamanna. Einn nefndarmann-
anna hefir t. d. getað leyft sér þann
munað að skammta sjálfum sér rúm-
lega 12 þús. kr. ,:heiðurslaun“ ofan á
sæmileg embættislaun, sem hann hef-
ir frá „því opinbera“ fyrir fremur lítið
starf, og álíka fúlgu árlega fyrir þýð-
ingar, sem hann fær sennilega betur
borgaðar en nokkur annar Islending
ur bæði fyrr og síðar og loks rit-
stjóralaun frá einhverju stærsta og
íburðarmesta tímariti, sem út er gefið
lá þessu landi, og virðist þar ekkert til
Isparað. Þessi maður hefir þó aldrei,
svo vitað sé, frumort neitt í bundnu
né óbundnu máli, hvorki fyrr né síð-
ar, nema lítið ljóðakver, sem út kom
fyrir meira en tuttugu árum síðan, og
varla nokkur maður veit hvað heitir,
hvað þá heldur meira. — Það er ekki
undarlegt, þótt H. P. komizt að
þeirri niðurstöðu, að íslenzka þjóðin
sé „að hengja gefendur i staðinn fyrir
þjófa“ með þvi að launa skáldum sín-
um á svona hraklegan hátt!
„Öfugstreymi“ — að þurfa að
vinna!
QG HUGSUM okkur nú þetta
" öfugstreymi", andvarpar grein-
arhöfundur að lokum: Ásmundur
Sveinsson er að byggja sér hús með
eigin höndum og „er kannske hálfn-
aður“. „Hann hrærir, steypir, stingur
mó og keyrir í hjólbörum úr grunn-
inum“. Hvílík svívirðing! — Og
„Kjarval verður að láta málverkin
(Framhald á 7. síðu).
r
Hanzkapoki.
REGLUSEMI er ein af höfuðdyggðum hvers
manns.
Á heimilinu gerir það lífið léttara og skemmti-
legra að vita hvar hver einstakur hlutur er, og
þurfa ekki að leita og róta í mörgum skúffum og
skápum til þess að finna einn eða annan smáhlut
sem mann vanhagar um. Sti ndum getur slíkt
valdið sundurþykkju á heimilmu og orðið til
margs konar óánægju og leiðinda.
Reynið því að koma því þannig fyrir, að hver
hlutur, smár sem stór, sé á sínum stað og ekki
annars staðar.
* * *
Þið munuð sjálfsagt einhvern tíma hafa orðið
fyrir því, að^inna ekki hanzkana ykkar — eða
annan hanzkann, þegar þið voruð að fara út. Þið
voruð komnar í kápuna og allt virtist leika í
lyndi, en þá finnst ekki annar hanzkinn! Það er
óskemmtilegt. Svo er farið að leita og leita og
þegar hanzkinn loksins finnst á bak við mið-
stöðvarofninn, eru allir komnir í vont skap og
eru helzt að hugsa um að hætta við að fara.
Það er áreiðanlega bezt að vera laus við slíkt,
og eg vona að þessi forstofuharmleikur hendi
enga ykkar, þegar þið hafið búið ykkur til þenn-
an hanzkapoka.
* * *
Efni: 2 herðatré og mislitur léreftsstúfur eða
annað efni. Búturinn á að vera 60 cm á lengd og
töluvert breiðari en lengd herðatrésins (ca. D/£
lengd trésins). Fyrst eru bæði trén klædd ræmu
af efninu og saumað vel fyrir endana. Síðan er
annar endi léreftsins smáfelltur þannig, að
breidd efnisins verði jöfn lengd trésins.
Þá er efnið fest utan á tréð með örsmáum nögl-
um, einn nagli í hvert fall.
Eins er farið með hinn enda léreftsins og hann
festur utan á hitt tréð.
Hliðarnar eru svo dregnar saman með teygju,
svo að ekkert geti fallið út úr pokanum. Þegar
tekið er í báða króka herðatrjánna, og þeir
hengdir saman upp, hafið þið fengið ágætis poka
undir alla ykkar hanzka og vettlinga.
Þessi poki á að hanga í forstofunni og má *
hengja kápu utan yfir nann, ef vkkur sýnist svo.
í pokann má nota hvaða efni sem er, næstum
því, bæði mislit og einlit. F.innig má nota af-
ganga ýmsa, og auka þá saman, en þá er bezt að
fóðra hann.
Ef þið vandið ykkur á pokar.um, getur hann
orðið tilvalin afmælisgjöf handa vinstúlku ykkar.
„Puella“.
„Þú hefir verið syfjaðri en venjulega, Jón minn,
þegar þú skiptir á barninu í nótt!“
* * *
Drambsemi er undanfari tor-
W---------^ tímingar og oflæti veit á fall.
(Orðskviðir Salómons).