Dagur - 24.02.1944, Blaðsíða 8

Dagur - 24.02.1944, Blaðsíða 8
8 DAGUR Fimmtudaginn 24. febrúar 1944 CELLULOSELÁKK Höhun fyrirliggjandi litlaust, enskt celluloselakk, ásamt þynni. Lakkið er í 15 kg. brúsum. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA1 Járn- og glervörudeildin. ORÐSENDING Allir, sem hafa fengið borðbúnað og leirtau að láni, gjöri svo vel að skila þvi tafarlaust. Gildaskáli K. E. A. UR BÆ OG BYGGÐ □ RÚN 5944317 - Frl. I. O. O. F. = 12522581/2 = III Sóknarpresturinn, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup, fór til Reykja- víkur, flugleiðis, sl. sunnudag. í fjar- veru hans þjóna nágrannaprestarnir svo og sr. Magnús Már Lárusson. Messur í Möðruvallakl.prestakalli: Á Bakka, sunnudaginn 27. febr., í Glæsibæ, surmudaginn 5. marz, að Bægisá, surmudaginn 12. marz og á Möðruvöllum, sunnudaginn 19. marz. Næturvörður í Akureyrar-Apóteki þessa viku; frá næstk. mánudags- kvöldi í Stjörnu-Apóteki. NÆTURLÆKNAR: Föstudagsnótt: Victor Gestsson. Laugardagsnótt: Pétur Jónsson. Sunnud.- og mánud.nótt: J. Geirss. Þriðjudagsnótt: Victor Gestsson. Miðvikudagsnótt: Pétur Jónsson. Ferðafélag Akureyrar hefir aðal- fund sinn í kvöld. Sjá auglýs. í blað- inu. ZÍON. Föstusamkoma verður á föstudags- kvöld kl. 8.30. — Takið Passíusólm- ana með. — Almenn samkoma ó sunnudagskvöld kl. 8.30. Gunnar Sig- urjónsson, cand. theol. talar. — Baransamkoma á sunnud. kl. 10 f. h. Bræðrakvöld st. „Brynju" verður næstk. þriðjudag, 29. þ. m. Systrunum er sérstaklega boðið. >eir bræður, sem ætla að taka þátt í þessu bræðra- kvöldi, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það æðstatemplar st. eða Eiríki Lárussyni, Skjaldborg. Barnastúkan Bernskan heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 1 e. h. A-flokkur skemmtir. Barnastúkan Samúð heldur fund í Bindindisheimilinu Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 10 f. h. Venjuleg fund- arstörf. Framhaldssagan (Oliver Twist). A-flokkur skemmtir og fræð- ir. KVÖLDVAKA. Fjórða kvöldvaka I. O. G. T. verð- ur í Bindindisheimilinu Skjaldborg næstk. föstudagskvöld kl. 8.30. — Efni: Erindi (Konráð Vilhjálmsson). Einsöngur (Ragnar Stefánsson). Upp- lestur: Saga og kvæði. — Munið að koma með handavinnuverkefni! Þeir Austfirðingar, sem ætla að sækja Austfirðingamótið 11. n. m., eru vinsamlega beðnir að skrásetja sig á lista þá sem liggja frammi í bókabúðunum fyrir mánaðamótin næstu, því að þá verða teknar frekari ákvarðanir í sambandi við málið. Ný trésmíðavinnustofa. Þeir Jón Þorvaldsson trésmiður, Hjalti Guð- mundsson húsgagnasmiður, Jakob Stefánsson o. fl. hafa stofnað hlutafé- lag um rekstur nýrrar trésmíðavinnu- stofu hér í bænum. Eru þeir nú tekn- ir til starfa í húsnæði nálægt horni Strandgötu og Grundargötu, og hafa aflað sér nokkurra nýrra trésmíða- véla og annars nauðsynlegs útbúnað- ar. Tekur fyrirtæki þeirra, „Skjöldur h.f.“, að sér ýmiss konar trésmíða- vinnu og húsgagnasmíðar og mun ennfremur ávallt hafa líkkistur og lík- klæði fyrirliggjandi. Forstöðumaður fyrirtækisins er Jón Þorvaldsson. Árshátíð íþróttafél. „Þór“ verður haldin laugardaginn 4. marz næstk. að Hótel Norðurland. Askriftarlistar í Bókaverzl. Eddu, rakarastofu Sigtr. Júlíussonar og útbúi K. E. A. Brekku- götu 47. AÐÁLFUNDUR FERÐAFÉLAGS AKUREYRAR verður í Skjaldborg fimmtu- daginn 24. þ. m„ kl. 8.30 e. h. Dagskrá samkvæmt félags- lögum. Lagabreytingar, Stlómln. SLYS Á sunnudaginn fældust hestar fyrir mjólkurvagni við Mjólkur- samlag K. E. A. og missti ekill- inn vald á þeim. Féll hann og drengur, sem með honum var, Skjöldur Tómasson, Jónssonar bifreiðarstjóra, ofan af vagnin- um og þvældust með honum nokkurn spöl, áður en hestarnir stöðvuðust. Skrámaðist maður- inn, Tryggvi Haraldsson, á höfði og mun hafa fengið að- kenningu af heilahristingi. Meiddist einnig á síðu. Dreng- urinn ' handleggsbrotnaði og hlaut fleiri meiðsli. FRIÐUN FAXAFLÓA. (Framh. at 1. síðu). þykkt í höfuðatriðum á nýrri ráðstefnu, er gert er ráð fyrir að halda að stríði loknu. Þar og þá mun og frá því gengið, á hvern hátt einstök ríki gerast aðilar að reglum þessum. Áður en íslenzka sendinefndin sótti ráðstefnu þessa, fól rfkis- stjórnin henni i samráði við sjávarútvegsnefndir alþingis, sér- staklega að athuga á hvern hátt unnt væri, eða tiltækilegt að koma á framfæri þeim óskum, að íslenzk fiskveiðalandhelgislína yrði viðurkennd 4 sjómílur og að Faxaflói yrði að verulegu leyti friðaður. Á ráðstefnunni kornu reglur um landhelgislínu til athugun- ar, og í frumvarpi því er þar var lagt fyrir í upphafi, var gert ráð fyrir þriggja mílna landhelg- islínu. Af hálfu íslenzku sendi- nefndarinnar voru þá bornar fram í ræðuformi, rökstuddar óskir um viðurkenningu á fjög- urra sjómílna íslenzkri fiskveiða- landhelgislínu, og þess þá getið ura leið, að ísland vildi ógjarna gcrast aðili að nýju milliríkja- | samkomulagi um fiskveiðar á úthöfum, ef þriggja sjómílna landhelgislínan væri þar fast- mælum bundin. Með því að óskir sumra ann- arra ríkja, meðal annars Noregs, hnigu á líka lund, varð það nið- urstaðan á ráðstefnunni, að taka út úr frumvarpinu og reglu- gjörðinni, ákvæðin um land- helgislínuna, en gera í stað þess ráð fyrir gagnkvæmum samning- um á milli ríkja um það atriði sérstaklega. Meðan á ráðstefnunni stóð rh- aði íslenka sendinefndin bréf til forseta hennar, og lét því bréfi fylgja greinargerð um frið- an Faxaflóa, þar sem farið er fram á það, að ráðstefnan mæli með því við alþjóðlega hafrann- sóknarráðið, sem mál þetta hefir nieðal annars til meðferðar, að það flýti eftir föngum rannsókn- um sínum og niðurstöðum. Þessi greinargerð var síðan afgreidd í lok ráðstefnunnar og birt í loka- gerningi hennat (Final act.). Það má því gera ráð fyrir að tveimur framangreindumáhuga- málum íslands hafi nokkuð þok- að áleiðis á ráðstefnunni. HUSEIGNIN Aðalstræti 13 er til sölu. Upplýsingctr gefur ÓLAFUR THORARENSEN. Blóma- og matjurta- FRÆIÐ er komið. Birgðir takmark- aðar. GARÐYRKJUSTÖÐIN FLÓRA, BREKKUGÖTU 7, I ATHUGASEMD. (Framhald af 1. síðu). málsins, eins og Jón Baldvins- son, þegar Héðinn vildi trúa kommúnistum". Út af þessum ummælum þyk- ir mér nauðsynlegt, að eftirfar- andi komi fram. Á sameiginleg- um fundi þir.gmanna og mið- stjórnar Framsóknarflokksins, sem haldinn var 18. desember 1942, var rætt bréf frá Sósíalista- flokknum, þar sem sá flokkur gerði þá tillögu, að reynt yrði að mynda þriggja flokka stjórn, þ. e. Framsóknarflokksins og verkalýðsflokkanna beggja. Ennfremur segir í sömu grein: „Eftir langvinnt samningaþóf allan veturinn sýndu kommún- istar stéttabræðrum mínum þá lítilsvirðingu að hætta að sækja samtalsfundina". Svo sem raunar öllum er kunn- ugt, sem um það vilja vita, fer því fjarri, að þessi yrði endir um- ræðanna á milli flokkanna. Full- trúar Sósíalistaflokksins vildu þvert á móti halda umræðunum áfram og þvældu málin. Það voru fulltrúar Framsókn- arflokksins, sem tóku af skarið í nefndinni, þegar tekist hafði að ’áta það liggja málefnalega ljóst fyrir, að Sósíalistar vildu ekki rnyndá róttæka umbótastjórn. Að öðru leyti get ég látið nægja að vísa til þess, sem margsinnis hefir verið upplýst um þessar viðræður og þýðingu þeirra og þá m. a. til þess, sem í þessu blaði hefir af ritstjórnarinnar hálfu verið rætt um það mál. Eysteinn Jónsson. sem ný, til sölu. Afgr. vísar á. FLATEYJARBOK er að koma út. — Sig. Nordal sér um útgáfuna og ritar íormála. Áskriftum veita móttöku FINNBOGI OG IÓHANN á pósthúsinu. TILBOÐ ÖSKAST í bifreiðina A-155 (Chevrolet Mo- del 1939, með mótor 1941). Á bif- reiðinni er 10 farþega hús og vöru- pallur. Væntanlegir kaupendur snúi sér til afgreiðslu Dags eða undirritaðs, fyrir 15. marz n. k. Stefán Jóhannesson, Vindheimum. VINNUFÖT VINNUVETTLINGAR VINNUSKÓR (gúmmí) Vöruhús Akureyrar. sýnir í kvöld kl. 9: FJANDMENN ÞJÓÐFÉLAGSINS Föstudaginn kl. 9: FJANDMENN ÞJÓÐFÉLAGSINS Laugardaginn kl. 6 og kl. 9: TORSÓTTAR LEIÐIR Sunnudaginn kl. 3: SJá götuauglýsingar! Sunnudag kl. 5 og kl. 9: FJANDMENN ÞJÓÐFÉLAGSINS RENNILASAR Pöntunarfélagið. TILBOÐ OSKAST í bifreiðina A-207 (Chevrolet Mo- del 1939). Á bifreiðinni er 10 far- þega hús með gúmmísætum. Til- boðum sé skilað til undirritaðs fyrir 1. apríl n. k. Áskilinn réttur iil að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Pétur Jónsson, Hallgilsstöðum. ÖNGLAR 7XX fást nú í Verzl. Eyjafjörður h/f Til sölu reiðhestur, 10 vetra. — Afgr. v. á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.