Dagur - 02.03.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 02.03.1944, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudagur 2. marz 1944 Jjálfstæðismálið er ekki flokksmál og á ekki að vera það Síðasti Alþm. tilgreinir fáeina meira og minna nafnkunna Framsóknarflokksmenn, er hall- azt hafi að kenningum „lög- skilnaðarmanna" í sjálfstæðis- málinu, og virðist vera mjög undrandi yfir því, að stjómmála- ritstjóri Dags skuli ekki vera á sömu slóðum í málinu eins og þessir flokksbræður hans. Af þessu er Ijóst, að Alþm. hef- ir enn ekki áttað sig á því, að sjálfstæðismálið er ekki lengur flokksmál, eins og það var í gamla daga. Þá var flokkaskipt- ingin á landi hér einmitt byggð á afstöðu manna til sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar út á við eða deilumálanna við Dani um rétt vorn til sjálfsforræðis. Kröfur manna í þeim efnum gengu misjafnlega langt, sumir vildu ganga fram hart og djarflega, aðrir vildu fara hægt og bítandi, og jafnvel vom þá til íslending- ar, sem virtust standa með Dönum, en á móti málstað ís- lenzku þjóðarinnar; að minnsta kosti var þeim bragðið um það. Það er eftirtektarvert hversu sumir þeir menn, er fyrrum vom skeleggir í sjálfstæðisbaráttunni og gengu þá fram fyrir skjöldu í kröfum um rétt vorn á hendur sambandsþjóðarinnar, em nú hikandi og hræddir við bráðan skilnað íslands frá Danmörku og stofnun lýðveldis á íslandi. I því efni má benda á gamla „landvamar“menn, sem nú í lokaátakinu um sjálfstæðismálið vilja kippa að sér hendinni og hafast ekki að. Svona fer aldur- inn með suma menn. Baráttu- hugur æskuáranna snýst upp í værðarkennda varfærni, þegar ár- in færast yfir þá og hárin grána. Með smbandslagasamningnum frá 1918 féll flokkaskipunin í rústir, þar eð hún átti ekki leng- ur við. Kall tímanna heimtaði nýja flokkaskipun, byggða á nýjum grundvelli. Þeir stjórn- málaflokkar, sem þá mynduðust em í aðalatriðum enn við lýði með svipuðum ummerkjum og stefnum eins og upphaflega, og starfsemi þeirra hefir alltaf síð- an snúizt um innanlandsmálin og gerir það enn. Jafnhliða samskiptum stjóm- málaflokkanna um alinnlend mál bar sjálfstæðismálið við og við á góma og alltaf á sömu lund íslendingar vom staðráðn- ir í að segja sambandslagasamn- ingnum upp, þegar tími væri til þess kominn. Má í því efni minna á aðgerðir Alþingis á ár- unum 1928, 1937 og 1941, sem allar hnigu i þessa sömu átt. En þegar til átaka kom um úrslit málsins, sem í raun og vem var ekki annað átak en það að merkja við já eða nei á kjörseðli, þá bregður svo við, að einhver hluti landsmanna hikar við að stíga skrefið að svo stöddu, og sundmng og flokkadrættir skap- ast um málið, en þeir flokka- drættir falla ekki saman við flokkaskipunina um innanlands- málin. Sjálfstæðismálið er ekki flokksmál, eins og það var i gamla daga, og á ekki að vera það. Hér er því um framför að ræða. Ef vel á að fara þarf hin litla íslenzka þjóð jafnan að standa saman sem einn maður út á við. Sundrung sú, er átt hefir sér stað í frelsismáli þjóðarinnar að undanförnu, var því mikið mein. Það, sem mestu skiptir, er, að íslendingar geti safnast sam- an um einn og sama málstað — málstað þjóðarinnar — þegar til þjóðaratkvæðis kemur um frelsi íslands. Það er því mikið fagn- aðarefni, að í sölum Alþingis horfir til sátta og samlyndis í sjálfstæðismálinu, og aðalsam- komulagsatriðið ekki stórvægi- legra en það, að þjóðaratkvæði fari ekki fram fyrr en eftir 20. maí í vor. Er hér um svo útláta- lítið atriði að ræða, að sjálfsagt var að fallast á það, til þess að samkomulag og samhugur næð- ist á þinginu um málið og þá væntanlega einnig utan þings. Verður að vænta þess, að kjós- endur landsins láti ekki sinn hlut eftir liggja, og að ótvíræður vilji þjóðarinnar komi fram um það, að hún óski að verða frjáls í frjálsu landi og öðrum þjóðum óháð. Hitt er svo annað mál, að ef svo skyldi fara að Danir þykktust við frelsiskröfur vorar og tækju sér skilnaðinn nærri, þá er næsta ólíklegt að þeim stæði ekki nokkum veginn á sama, hvort úrslit þess máls frá íslendinga hálfu færu fram fyrir eða eftir 20. maí. En trúlegast er, að Danir líti með velvild og skilningi á frels- iskröfur vorar, Sá skilningur ætti að skerpast í þeirri þjáning- arreynslu, er þeir nú verða að gegnumganga, og allir Islending- ar óska einhuga að sem fyrst megi taka enda með óskomðu frelsi þessarar gagnmenntuðu frændþjóðar vorrar. LEIÐRÉTTING í birtingu athugasemdar Ey- steins Jónssonar, í síðasta tbl., urðu þau leiðinlegu mistök, að niður féll ein málsgrein. Á eftir orðunum: .... Þar sem sá flokkur gerði þá tillögu, að reynt yrði að mynda þriggja flokka stjóm, þ. e. Framsóknarflokksins og verka- lýðsflokkanna beggja, átti þessi málsgrein að koma: Á fundi þessum kom það ótví- rætt fram við atkvæðagreiðsluna, að allir þingmenn og miðstjóm- armenn, sem fundinn sátu, að einum undanskildum, sem þó var ekki greinarhöfundur, vom fylgjandi því, að rætt yrði við verkalýðsflokkana um stjómar- myndun með þeim einum, ef eigi væri hægt að koma á fjög- urra flokka stjóm. Áður hafði verið ákveðið ágreiningslaust með öllu, að ræða við Sósíalista um þátttöku þeirra í fjögurra flokka stjóm. Síðan komi: Ennfremur segir í sömu grein, eins og segir í blað- inu. Hlutaðeigandi og lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Goo bujoro í Eyjafjarðarsýslu fæst til ábúðar í næstu far- dögum. Nokkurt bú get- ur fylgt. Uppl. gefur Árni Jóhannsson, KEA SÖGN OG SAGA --------Þjóðfræðaþættir „Dags“----------------- SIGURÐUR BRENNIR (Framhald). Viðureign Magniisar og Sigurður. Magnús hét bóndi á Jarlsstöðum, fnjóskdælskur að ætt. Hann var kvenhollur nokkuð. Gerði hann sér títt um komur að Brenni- ási og sat á tali við Maríu jafnan, ef Sigurður var fjarverandi. Stundum fór hann í Heiðarsel, sem er næsti bær við Brenniás í norður. Sat Magnús þar á tali við Helgu konu Jónasar bónda þar. Það var á mannfundi að Magnús kyssti Helgu svo allir sáu. Þá kvað Ulugi skáld Einarsson á Hlíðarenda: Eg var staddur úti á storði innan um minna vina krans, er keisarinn Frakka kyssa þorði kæra unnustu sjáandans.1) Brennir sagði við kunningja sína: „Einu sinni sá eg við slag, þegar eg var í Brenniási. Magnús á Jarlstöðum kom á góðu hryssunni sinni, og býður mér að koma á bak. Eg fór á bak. Hann segir: „Þú mátt ríða norður í Heiðar- sel“. Eg hleypti norður með öllum Heiðarselsási. Ó, þetta var sú ljómandi snilldar-skepna. En þegar eg var kominn norður undir bæinn, fór mig að gmna að Magnús hefði verið að hugsa gott. En D Keisari Frakka = Karla-Magnús. — Sjáaftdi — spámað.ur, þ. e. Jón- as einn af spámöúnunum. Innantómir málrófsmenn Fomstusauðir kommúnista- hjarðarinnar eru teknir að brigzla tveimur stærstu þing- flokkunum um samningsrof í lýðveldismálinu, þar sem þeir hafi samið um það við þing- menn Alþýðuflokksins að fella ákvæðið um gildistöku lýðveld- isins 17. júní úr stjórnarskrár- frumvarpinu. Það er fullsnemmt af komm- únistum að bregða á loft vopni svikabrigzla út af þessum sökum. Vitanlega er það algert aukaat- riði, hvort 17. júní ákvæðið stendur í frumvarpinu eða ekki. Hitt er aðalatriðið, að gildistak- an fari fram ekki síðar en 17. júní, og er þá um engin samn- ingsrof að ræða. Samningurinn við Alþýðuflokksmennina hindr- ar þetta alls ekki. Það er og orðið á allra vitorði, að ætlast er til að Alþingi komi saman um miðjan júnímánuð í þeim tilgangi að ákveða gildis- töku lýðveldisstjórnarskrárinn- ar nefndan dag. í yfirlýsingu, er Sósíalista- flokkurinn hefir gefið út í sam- bandi við þetta mál, segir svo í lokin: „Sósíalistaflokkurinn mun hins vegar standa fast á þeim grundvelli, er samið var um 1. desember 1943: stofnun lýðveld- iis á Islandi eigi síðar en 17. júní, gera allt, sem hann megnar til að fylkja þjóðinni um það mál og fá hana til að vera á verði gegn hvers konar afslætti eða svikum við málið. Mun flokkur- inn í þessari baráttu einnig taka þátt í hverju því samstarfi, sem getur stuðlað að því að leiða sjálfstæðismálið til farsælla lykta“. Fallega er nú talað. Aðeins getur bmgðið nokkmm fölskva á þenna áhugaeld og hreystiyrði, þegar það er athugað, að komm- únistar hafa hingað til reynzt innantómir málrófsmenn, eða eins og það venjulega er orðað, mestir í munninum. Það vantaði svo sem ekki málrófið hjá þeim, þegar þeir fyrir síðustu kosning- ar voru að lýsa sjálfum sér sem umbótaflokki, en Framsóknar- menn leiddu það síðar í ljós með prófi yfir kommúnistum, að allt það hjal þeirra var ekki annað en innantómt orðaskvaldur. Vonandi verður ekki það sama upp á teningnum í sjálfstæðis- málinu. Við bíðum og sjáum hvað setur. Kommúnistar leggja sterka áherzlu á, að allt verði að gera, sem hægt er, til að fylkja þjóð- inni saman um sjálfstæðismálið. En í sömu andránni eru þeir fokreiðir út af því, að gerður hefir verið samningur við þing- menn Alþýðuflokksins, sem ein- mitt miðar að því að tryggja samfyylkingu þjóðarinnar um málið, án þess að því sé stofnað í hættu. Það vantar ekki samræm- ið hjá kommúnistum! En nærri má fara hvar fiskur liggur undir steini. Eftir að lýð- veldi er stofnað á íslandi, ætla kommúnistar að gylla sig í aug- um þ rðarinnar með því, að þeir hafi staðið „á verði gegn hvers konar afslætti eða svikum við málið“. Lýðveldismyndunin sé þv! þeirra ahrk! Kemur þá til greint það, sem skáldi'f sagði: „Heldur leirugt gef mér gull en gylltan leir“. þegar eg kom heim, komu bölvuð hjúin út úr hesthúsinu og vom búin að öllu saman. Ó! Þetta var sú dýrlegasta skepna, merin hans Magnúsar.“ Glettur Sigurðar við hreppstjóra. Þorlákur hét bóndi á Stóru-Tjömum í Ljósavatnshreppi. Hann var annar hreppstjóri dalsins. Hreppstjórar áttu eitt sinn leið inn Bárðardal, austan fljóts. Brennir slóst í för þeirra. Var hann á hryssu sinni, kópalinni, og hafði bundið taglið upp í hnakkinn. Stillti Sigurður svo til, að endi merar hans væri sem næst andfit- um hreppstjóranna. Slóu þeir í hesta sína og hugðu að koma karli af sér, en hryssa Sigurðar varð drýgri, og var hann í óbreyttri að- stöðu, hvort þeir hægðu eða hertu reiðina. Sneru þeir þá í fljótið sem bráðast og héldu að nú myndi duga. En jafnskjótt var Sigurð- ur kominn fram fyrir þá í fljótið. Riðu nú þrímenningar þessir vestan fljóts í sömu röð og áður og fóm nú hægar, því að hrepp- stjóramir höfðu gefið upp alla von. Þorlákur hreppstjóri hafði höfðað meiðyrða-mál á hendur Gisla í Skörðum. Var Gísli dæmdur í sekt. Þegar réttinum lauk gekk Gísli að Þorláki og las í eyra honum þessa vísu hálf-hátt: „Það mig gmnar, Þorlákur,. þó þrotni spuni ljóða, að við þig uni ættgengur æra og muna þjófnaður. Þorlákur sat hreppstjórnarfund á Stóru-Völlum. Sigurður kom þangað og kvað i sífellu framanskráða vísu. Þorlákur spyr, um hvem vísan sé. Brennir segir: „Ekki veit eg það, en hún er sjálf- sagt um einhvem andskotans óþokka.“ (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.