Dagur - 02.03.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 02.03.1944, Blaðsíða 6
e DAGUR Fimmtudagur 2. marz 1944 #/rm (Framhald). Þeir heyrðu að rjálað var við hurðina og hlupu á fætur. Reynsl- an hafði kennt þeim, að varðmaðurinn ætlaðist til að þeir stæðu teinréttir í halarófu við fletin. JÞessi heragi meðal fanganna virtist allsendis óþarfur og heimskulegur, þar sem klefinn var ekki stærri en það, að varðmaðurinn gat hæglega talið alla gislana á auga- bragði, hvernig sem þeir lágu eða stóðu. F.n í augum nazistanna var heimskuleg fyrirskipun engu að síður fyrirskipun. Því skyldu fangarnir standa teinréttir í halarófu, meðan kastað var tölu á þá. Svartstakkur opnaði hurðina, leit inn og virti gislana fyrir sér. Þetta virtist bara venjuleg eftirlitsferð og gislamir urðu rólegir aftur. Varðmaður birtist allt í einu í dyrunum. Hann hélt á fötu og fimm aflöngum, grámyglulegum hlutum undir handleggnum. Þetta hét brauð á þessum stað. Hann skaut fötunni og brauðunum inn fyrir dyrnar, hvarf, en kom aftur að vörmu spori með könnu, fulla af heitum vökva og fimm blikkbolla. Hann endurtók fyrir- skipunina, sem hann hafði gefið þeim daginn áður: „Þið verðið að ljúka ykkur af við fötuna og ljúka morgunmatnum á 15 mínút- um. Einn ykkar á að bera fötuna út, þegar við komum aftur.“ Svartstakkurinn sagði ekkert, var ólundarlegur á svipinn. Preis- singer áræddi að ávarpa hann. „Fyrirgefið, herra minn,“ sagði hann. „Mætti ég spyrja, hvort nokkur frá Bæheimska kolahringn- um hafi spurt eftir mér?“ Janoshik var fljótur að skynja undirlægjuháttinn í ávarpinu. Honum fannst tími til kominn að gefa félaga Preissinger siðferði- legan stuðning. „Þessa herramaður," sagði hann, „er forstjóri Bæheimska kola- hringsins, og vitaskuld er honum mjög í mun að vita hvernig félag- inu vegnar í fjarveru hans, — hvað mikið af kolum var sent til Þýzkalands undangengna tvo daga og hvort þýzka stjórnin er ánægð með afgreiðsluna á kolunum. Það eru svona spurningar, sem ásækja samvizku herra Preissingers. Hann er, eins og þér sjáið, mjög svo mikilsverður þáttur í hernaðarrekstrinum og vill auðvit- að láta gott af sér leiða, ævinlega og alls staðar, líka hérna." Háðið í rödd og fasi Janoshik var auðlieyrt og auðskilið. Svart- stakkur hafði heldur ekki misskilið það. „Haldið ykkur saman," hreytti hann út úr sér. Hurðin skall i lás. Preissinger sneri sér að Janoshik og gerði sig líklegan til að ráð- ast á hann. „Hver djöfullinn gengur að yður maður?” öskraði hann. „Getið þér ekki látið mig í fr-iði? Haldið þér að eg geti ekki sjálfur haldið á mínum málum? Eruð þér að reyna að fyrirbyggja, að eg losni úr þessum andstyggilega stað?“ „Reynið þér að nota fötuna, maður, meðan tími er til,“ sagði Janoshik, ofur rólegur. „Það róar taugarnar. — bæ|ir höfuðverk- inn. Þér heyrðuð hvað varðmaðurinn sagði — það eru bara þrjár mínútur eftir.“ í Koblenka-verksmiðjunum var unnið allan sólarhringinn. Þar voru smfðuð ýms vopn fyrir þýzka herinn. Verkamennirnir áttu ekki annars úrkosta, en þeir hötuðu störfin — hverja stund á vinnustaðnum. Á yfirborðinu var allt slétt og fellt. En grunnt var á því góða. Það sást við rólega athugun. Það var auðvelt, eftir nokkra kynningu, að greina hverjir voru tékkneskir verkamenn og hverjir voru leigujrý nazista. Milada Markova hafði ekki verið lengi í verksmiðjunum, en nógu lengi samt til þess að skynja, að Breda, verkfærasmiðurinn, var maður, sem mátti treysta, en Seliger var auðvirðilegt leiguþý. Þegar dagvaktin hélt heim, klukkan sex, staldraði Milada við, ásamt öðru verkafólki úr verksmiðjunum, til þess að lesa auglýs- ingu, sem fest hafði verið upp við útganginn. Það var tilkynning Reinhardts lögreglustjóra um Glasenapp-málið og handtöku gisl- anna. Breda var í hópnum, og hann las tilkynninguna með athygli. Engin svipbreyting var sjáanleg á andlitinu, en kverkar hans skræl- þornuðu á augabragði. Ekki var seinna vænna, hugsaði hann, að eg kæmist á brott úr Mánes-ölkránni um daginn. En Janoshik! Hvað var orðið um Janoshik? Hann hlaut að vera einn af hinum dauðadæmdu gislum. Ef sú var reyndin, hver átti þá að koma vitneskjunni um heimilisfang Watzliks til hafnarverkamannanna? Ef |>eir fengju ekki þá vitneskju í tíma mundu skotfæarpramm- amir komast óáreittir leiðar sinnar. „Refsiaðgerðir! Refsiaðgerðir." Mjór rómur Seligers heyrðist út yfir allan hópinn. „Alltaf eru J>að refsiaðgerðir. Er ekki kominn tími til að við lærum, að við getum ekki staðið gegn þessu mikla afli. Þessir menn, sem drepið hafa liðsforingjann, hafa sannarlega verðskuldað dauðann. Þeir gera okkur öllum lífið erfitt." Milada Markova, verksmiðjustúlkan, sneri sér snögglega að Seliger. „Hvernig veizt þú að þeir myrtu Þjóðverjann?" spurði hún reiði- lega, „Hvað veizt þú um þennan Erich Glasenapp?" (Framhald). í heildsölu og smásölu KAUPFELAG EYFIRÐINGA varahlutadeild, 4V+Q+0404- DAlltil mistök uröu í birtingu britlge- þrautarinnar f siðasta blaði, en glöggir lesendur munu hafa áttað sig á því, að Austri átt'i spaðaás, drottningu og tíu, en ekki þrjá hunda, eins og gcfið var í d;em- inu. Dæmið er rétt þannig: S, —xjc.x.x. H.-D.lO.x.x. T. -Á.K.D. L.-K.x. 5.-Á.D.10. H,—---- T.—G.IO.xjcoc. L,—x.x.x.x-x. S. —x.x.x. H.-Á.K.G.9. T. -9.X.X. L.—Á.D.x. Lausnin er, að S. vinnu fjögur hjörtu, hvernig sem útspilið er, jafnvel spaði. V. N. A. S. 1. L.-x L.-K. L.-x. L.-x. S. hugsar sem svo: Þetta virðist liggja ( augum uppil Þarf ekki að tapa nema þrem spaðaslögum, og kemst í höfn. 2. H.-x. H.-x. L.-xl! H.-Á. S.: Nú, liggur það þá svona, — hvernig á ég nú að fara að því að tapa ekki einum trompslag ásamt með spaðaslögunum? Jæja, maður sér nú til....** 3. T.-6. T.-Á. T.-x. T.-x. 4. T.-2 T.-K. T.-x. T.-x. 5. : Eg veit það, V. karlinn, að þú hafðir ekki nema tvo tigla, en mér gerir það ekkert til. 5. L—x. L.—x. L.—x. L.—D. 6. L.-x. T.-D.ll L.-x. t L.—Á. 7. ? H.-xeðalO T.-x. * T.-x. Nú er S. kominn i höfn, hvort sem V. trompar eða ekki (og hann ætti ekki að gera það). Hann hefir tekið 7 slagi, og á þrjá hjartaslagi eftir — 10 alls! (Observer.) p.—K.x.x. H.—X.X.X.X.X. T.-6.2. L.—x.x.x. verður opnað við Munið, að vér gefum 5% afslátt gegn stað- greiÖslu og arö við reikninás- lok! jF ’jr Brekkubúar! • Lítiö inn í úti- búið við Hamarstíg 5! KAUPFELAG EYFiRÐINGA f

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.