Dagur - 02.03.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 02.03.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. marz 1944 DAQUR 3 Jónas Jónsson: Greiðsla ríkisskuldanna. íslendingar hafa borgað meira af skuldum á síðustu missirum heldur en nokkurn tíma fyrr. Bændur til lands og sjávar, kaupfé- lög, kaupmenn, iðnfyrirtæki og sveitarfélög hafa greitt skuldir meira en nokkurn gat órað fyrir. Tvö fyrirtæki, og þau bæði stórlega skuldug, hafa ekki farið þessa leið. Það er höfuðborg landsins og ríkið sjálft. Reykjavík hefir lent í því óláni að vera að gera sitt dýrasta mannvirki í yfir- standandi dýrtíð og þess vegna aukið skuldir sínar. Ríkið hefir nálega ekkert greitt af skuldum undangenginna kreppu- og at- hafnaára. Á þingi fyrrihluta þessa vetrar flutti ég tillögu ] sameinuðu þingi um skuldamál ríkisins. Ég benti á þá staðreynd, að borgar- arnir greiða skuldir sínar, að ríkið hefir afar miklar tekjur, og gat í bili að minnsta kosti lagt á nýja skatta til skuldagreiðslu. Ég taldi það hættulega villu, að ríkið léti hjá líða að greiða skuldir sínar á yfirstandandi tíma. Skuldir ríkisins voru þá um 50 miljónir króna, sumt erlendis, en nokkuð innanlands. Með þeim peningastraumi, sem er og hefir verið í landinu, hefðí átt að vera búið að borga þessar skuldir að fullu. En í stað þess eru skuldir landsins lítið minni nú en fyrir stríð. Tillögu minni var vel tekið af öllum almenningi, en með fá- læti í þinginu. Ég hygg, að það hefði verið auðvelt að skapa hrifn- ingu fyrir þeirri stefnu, að fullgreiða ríkisskuldirnar, ef svokall- aðir forustumenn stjórnmálanna hefðu viljað búa fyrir ríkið eins og þeir búa fyrir sig sjálfa. En svo var ekki. Kommúnistar réðust með fúkyrðum móti þeirri hugmynd að borga skuldir landsins. Blöðin þögðu yfirleitt um tillöguna. Engir af þingmönnum borg- araflokkanna tóku til máls til að styðja þessa sjálfsögðu fjárhags- aðgerð. Að lokum var tillagan send til ríkisstjórnarinnar, með bölbænum kommúnista og litlum hlýleik frá meginþorra hinna borgaralegu fulltrúa. Tilraun mín hafði sannað það, að fulltrúar þjóðarinnar höfðu ekki nú sem stendur jafn mikinn ráðdeildarhug fyrir þjóðarbúið, eins og einstöku menn hafa fyrir sjálfa sig. Það voru skilyrði til að fá samkomulag borgaranna til að leggja á sig fómir í þessu skyni. En forustuna vantaði. En þetta mál hafði nokkra forsögu. Ég hafði í sambandi við þessi skuldamál bent á, að á örfáum missirum hefðu einstakir menn og fyrirtæki eignazt erlendis meir en áttfalda upphæð ríkis- skuldanna. Að sama skapi höfðu myndazt innstæður hér á landi. Það var sannarlega af miklu að taka, ef til skuldagreiðslu átti að koma. Vorið 1943 kom mikill skattkröfuhugur í þá menn, sem þá höfðu veturlangt reynt að koma á sameiginlegri ríkisstjórn komm- únista og Framsóknarmanna. F.ftir að sá draumur var að engu orðinn, lifði þó eftir í glæðunum nokkur hiti. Kom hann fram ( gagnkvæmum heilaspuna kommúnista, krata og Framsóknar- manna, um að leggja nú skatt á stríðsgróðann, svo að um munaði. Var búið til frv. í þessu skyni og skyldi vera einn flutningsmaður úr hverjum flokki. Vildu kommúnistar framlengja þingið um 6 —8 vikur fram á sumar til að konia þessu frv. gegnum allar um- ræður. Framsóknarmenn töldu óþarfa að halda vorþing vegna þessa eina máls, því að langt þing myndi verða um haustið, og sömu gjaldstofnar þá við hendina. Varð þetta ofan á, að málið biði haustþingsins. Sumarið 1942 hafði eg látið í ljós þá skoðun, að þó að kommún- istar væru ekki hæfir til landsstjórnar, þá mætti ef til vill nota þá sem eiturlyf. Með því átti ég við, að hugsanlegt vaeri að nota þá til að styðja löggjöf, sem legði allþungar byrðar á breiðustu bökin. Þetta mál hafði vorið 1943 ekki fengið fullnaðarúrskurð. Mér kom til hugar að flytja eignaaukafrv. með fulltrúum frá verka- mannaflokkunum, til að geta af framkomu þeirra séð við nánari kynni, hvort hægt væri að nota kommúnista sem eiturlyf. En áður en til þess kom að gengið væri frá flutningi frv., hafði ég fengið fulla vitneskju um, að kommúnistar væru að engu hafandi í þessu efni. Gerðist Hermann Jónasson flm. frv. af hálfu Framsóknar- manna. Nú kom haustið. Alþingi kom saman i byrjun september. Frv. um eignaaukaskattinn lá fyrir efri deild frá því um vorið. Stein- grímur Aðalsteinsson var forseti deildarinnar og réði algerlega hvenær málið kom á dagskrá. Kommúnistar áttu fulltrúa í nefnd- inni, sem hafði málið til meðferðar. En þar bólaði seint á Barða. Septembermánuður leið. Október leið. Nóvember leið, án þess að kommúnistar sýndu nokkra hryggð yfir því, að hafa eignaauka- skattinn kyrran í efri deild. Nú var ekki sami asi á og um vorið, þegar átti að framlengja þingið um margar vikur vegna þessa máls. Steingrímur Aðalsteinsson og kommúnistar drógu eignaauka- skattinn svo á langinn, að hann komst til neðrideildar rétt fyrir jólaleyfið. Kommúnistar vildu aldrei láta þann skatt komast á. Og bíygðunarleysi þeirra var svo mikið, að þeir létu forseta sinn í efri deild haga svo til, að málið kæmist ekki gegnum nema aðra deildina. Þegar kommúnistar voru búnir að sýna í verki, að þeir voru að gera gys að Alþingi með þessum málatilbúnaði, lagði ég fyrir þá nokkrar þrautir. Við 3. umræðu í efri deild bar ég fram tvær breytingartlilögur. Aðra um það, að skatt skyldi greiða af gróða, sem væri 60 þús. í stað 100 þús., sem kommúnistar vildu hafa að lágmarki. í öðru lagi vildi ég, að allar tekjur af eigna- aukaskattinum gengu til að greiða ríkisskuldir. Kommúnistar gengu móti báðum tillögunum. Ég greiddi þá atkvæði á móti frv. út úr deildinni með þeim formála, að ég vildi ekki koma nærri máli, þar sem allt væri fullt af óheilindum frá hálfu þeirra, sem þóttust beita sér fyrir því. Kommúnistum gekk margt misjafnt til með þessa málsmeðferð. Þeir vildu láta verkamenn halda, að þeir væru með eignaauka- skatti. Þeir vildu leika á Alþýðuflokkinn og Framsóknarmenn eins og í „vinstristjórnarmálinu", með því að bjóða samstarf, en hlaupast síðan í brott frá öllum efndum. Þeir vildu hlífa gróða- mönnum sínum frá skattgreiðslu. Fjöldi kommúnista hefði komið í eignaaukaskatt, ef lágmarkið var 60 þús. Auk þess eru í flokkn- um auðmenn eins og Sigurður Thoroddsen, sem greiddi eitt árið yfir 60 þús. kr. í útsvar í Reykjavík, og Áki Jakobsson, sem er stór- grósseri í fiskútflutningi. Óbeit kommúnista'á því, að borga rík- isskuldir stafar af því, að þeir vilja á allan hátt veikja það þjóð- skipulag, sem þeir ætla að eyðileggja. Þá játa kommúnistar, að þeir vilji ekki jafna auð mannfélagsins, til þess að geta haldið við sárri óánægju með þjóðfélagið. Þegar skilnaðarþingið byrjaði 1944, komu kommúnistar enn með sama frv.o g þeir höfðu sofið á um þriggja mánaða skeið. Þeir fengu Harald Guðmundsson, sem meðflutningsmann. Her- mann Jónasson var búinn að fá nóg af óheilindum kommúnista í þessu máli og gerðist ekki flutningsmaður. Tíminn tók hans vegna í sama streng og fordæmdi prettvísi og blekkingar komm- únista og hina augljósu sviksemi þeirra um að vera með í skatta- álagningu á mikinn auð. í þetta sinn var efri deild nóg boðið. Málið féll við fyrstu um- ræðu. Mönnum þótti minnkunn að því, að láta ábyrgðarlausa snápa vera með bersýnilegan loddaraskap um alvarleg mál í þing- sölunum. x Að þessu sinni greiddi ég strax atkvæði gegn málinu, af því að ég hafði engan hug á að taka þátt í skrípaleikjum kommúnista. En jafnframt benti ég á þörfina á að greiða ríkisskuldirnar, og þá heimskulegu mótstöðu, sem það mál hafði fengið. Ég lýsti yfir þeirri trú minni, að enn mætti rétta við það mál. Þjóðin myndi sætta sig vði að leggja á sig auknar byrðir, ef alvara væri að losa komandi kynslóðir við ríkisskuldirnar. Þar ætti eignaaukaskatt- urinn heima auk þess, sem það væri sjálfsögð skylda allra lands- rnanna, að leggja fram eftir efnum og ástæðum i því skyni. Ríkisskuldirnar eru enn ógreiddar. Og kommúnistar eru ekki einu sinni hæfir til að vera eiturlyf, við að jafna efnamuninn í landinu. Þeir vilja ekki fækka meinum mannfélagsins, af því að þeir telja sér hentara að öllum almenningi líði fremur illa heldur en vel. JÖRÐIN ÆSUSTAÐAGERÐI í Saurbæjarhreppi er laus til sölu og ábúðar í næstu fardögum. Jörðin hefir verlð nytjuð sem eyðibýli um 6 ára skeið. Flest bæjar- og peningshús eru þó uppistand- andi. Afgirt land er ca. 35 hekt. að stærð, þar af um 20 dagsl. ræktaðar og véltækar. Ræktunarmöguleikar eru góðir. Frekari upplýsingar má fá hjá undirrituðum. GARÐAR JÓHANNESSON, KristneshælL & ORÐSENDING Þeir, sem hafa iengið borðbúnað og leirtau að láni, gjöri svo vel að skila því strax. Verður sótt, e£ óskað er. — Hringið í síma 457. GILDASKÁLI K.E.A. Enn um DIASONE. Berklasjúklingar hafa tilhneig- ingu til þess að vera of bjartsýnir um bata, en 100 manna sjúkl- ingahópur í Lake County- heilsuhælinu, við Waukegan í Illinoisríki, höfðu sannarlega óvenjulega ástæðu til bjartsýni í sl. viku (des.byrjun 1943). — Diasone, nýja berklavarnalyyfið, virðist á góðri leið með að hjálpa þeim til heilsu aftur. Dr. Petter, yfirlæknir hælis- ins, flutti skýrslu um árangurinn af 120 daga diasone-notkun þess- ara sjúklinga, á læknafundi fyrir skemmstu. Hann sagði m. a.: 1) af níu minniháttar berklatilfell- um varð framför hjá öllum, hjá sumum nær algjör bati. 2) af 42 meirihátthar tilfellum var um mikla framför að ræða hjá helm- ingnum. 3) af þungt höldnum sjúklingum var um framför að ræða hjá 1/5 hluta. Berklaveikin er hægfara sjúk- dómur og dr. Petter álítur, að ekki verði fullkomlega dæmt um tilraunirnar fyrr en eftir langan tíma. Hann vai mjög varkár í spádómum sínum um hið nýja lyf. Diasone er ekki óbrigðul lækning. ætti ekki að notast utan heilsuhæla, er ekki „lokasvar" vísindanna til berklaveikinnar. En hann gaf líka ástæðu til góðra vona. „Diasone“, sagði hann, „getur orðið stórt stökk fram á við í baráttunni við „hinn hvíta dauða", sambærilegt við það er heilsuhælin voru fyrst stofnsett og lungnaþjöppun var fyrst reynd“. (Ameríska tímaritið ,,Time“). (Um Diasone er grein í Reader’s Digest febr. 1944, útdr. í Degi 17. febr. sl.). Meðal við sjóveiki. Um 40% þeirra er á sjó fara eru sjóveikir. Tilkynning í sl. nóvember þess efnis, að kana- diski flotinn helði fullreynt nýtt sjóveikismeðal með ágætum árangri hlýtur því að hafa vakið mikinn fögnuð í brjóstum margra. Meðal þetta er árangur af tveggja ára rannsóknum kana- disku læknanna Best og Peni- field (Best átti þátt í insulin- uppfyndingunni). Meðalið var fyrst prófað á 1000 hermönnum á hafi úti. Af hermönnum á skipi þessu urðu 30% af þeim, er ekkert meðal fengu, sjóveikir, en aðeins 6% af þeim, er fengu hið nýja meðal, fundu til sjóveiki. Kanadiska herstjórnin lætur útdeila meðalinu til hermanna sinna, er eiga að taka þátt í inn- rásinni eða þurfa að flytjast lang- an veg á sjó eða í lofti áður en þeir taka þátt í bardögum. (Time).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.