Dagur - 16.03.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 16.03.1944, Blaðsíða 2
DAGUR 3 Fimmtudagur 16. marz 1944 RAUÐAR STJÖRNUR i. Bók með því nafni er nýlega komin út, prentuð í ísafoldar- prentsmiðju, en höfundur er Jónas Jónsson alþingismaður. — Bókin er rúmar 200 blaðsíður, en verð hennar er sagt aðeins 15 krónur, og er hún því ótrúlega ódýr. Alla rithöfundartíð Jónasar Jónssonar hefir það ekki orkað tvímælis, að hann kynni að með- höndla pennann með fádæma ritfimi og snilli. Gildir þetta jafnt um ritverk hans um stjórn- mál og önnur efni. Af þessum toga er það spunnið, hversu al- menningur er sólginn í að lesa allt, sem eftir J. J. liggur á prenti. Mun þetta gilda nokk- urn veginn jafnt um samherja hans og' andstæðinga. Almennt drekka menn í sig rit hans með jafngóðri lyst og spennandi skáldsögur eru lesnar. Þetta handbragð J. J. í hugsun og mál- fari er því furðanlegra, þar sem liann er hinn mesti afkastamað- ur við ritstörf og skrifar allt, er hann semur, jafnhratt og sendi- bréf um lítilfjörlegt efni, sem hann snarar á pappírinn eins fljótt og höndin leyfir. Af þess- um hamslausu afköstum við rit- störfin mun það stafa, að rit- hönd hans er orðin nokkuð ólæsileg og því ekki hverjum prentara hent að setja handrit hans viðstöðulítið Er mælt, að aðeins einn prentari í Reykjavík (Jón Þórðarson) væri fær um þetta, og eitt sinn bjó Mogginn til þá bráðfyndnu skrítlu, að þessi prentari semdi allt, sem nafn J. J. stæði undir, því að sjálfur væri hann ekki sendi- bréfsfærl Við stjómmálaritstörf sín er Jónas Jónsson bæði ádeilu- og uppbyggingarmaður. Bók hans, „Komandi ár“, er einkum vottur um hið síðartalda, svo og fjöld- inn allur af blaðagreinum hans. Sú bók hans, er hér ræðir um, er fyrst og fremst ádeilurit á kommúnista og er nokkurs kon- ar æfiferilsskýrsla flokks þeirra hin síðustu ár. Kommúnistar og blöð Sjálfstæðisflokksins hafa skemmt sér við það upp á síð- kastið að kenna J. J. við elli, en ekki bera Rauðar stjörnur vott um nein ellimörk á höfundi rits- ins, því að í því eru að finna öll hin sömu einkenni og getið er um hér að framan. Hitt er vitað mál, að þrátt fyrir aldur J. J. (hann er nú hátt á sextugsaldVi) eru kommúnistar ekki eins dauðskelkaðir við nokkurn mann sem hann. II. Bókin er í sex köflum, og eru fyrirsagnir þeirra sem hér segir: I. Stríð kommúnista við Öxul- ríkin. II. Helgi íslenzka forn- rita. III. Nauðungartvíbýli í ís- lenzkum kaupstöðum. IV. And- lát Húsavíkur-Lalla. V. Mr. Ford og bolsevíkar. VI. í fylgd meða Leon Blum. Síðan er eftirmáli í sex þátt- um, og eru þeir eins konar árétt- ing á kaflana á undan. í inngjmgsorðum gerir hftf. grein fyrir efni bókarinnar. Þar segir svo: „Sú nýjung hefir gerzt á Is- landi, að hér hefir myndast flokkur íslendinga, sem telur um fimmta hluta þingmanna, er stendur undir yfirráðum valda- manna í f jarlægu stórveldi. í ná- lægum lýðstjórnarlöndum svo sem Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Bandaríkjunum eru að vísu til kommúnistar, en þeir eru gjörsamlega áhrifalausir um all- an gang þjóð- og þingmála í þessum löndum í Bandaríkjun- um á enginn kommúnisti sæti á þingi, og í Englandi hefir þessi flokkur stundum einn, en oftast engan fulltrúa í parlamentinu. Enskir verkamenn útiloka kommúnista úr öllum stéttarfé- lögum og halda fast við þá stefnu, þó að Rússland sé nú í eins konar bandalagi með Bret- um á móti nazistum. Á Alþingi í vetur sýndu verkin merkin um áhrif kommúnista á íslenzk stjórnmál. Alþingi var að vissu leyti óstarfhæft fyrir upplausn, er stafaði af áhrifum þeirra. Hin langa þingseta og hin litlu afköst þingsins voru alveg sérstaklega að kenna kommúnistum. Eg var riðinn við nokkur mál á síðasta Alþingi, sem bregða glöggu ljósi yfir hina óheilbrigðu stefnu kommúnista. Eg hefi látið mér koma til hugar, að það gæti haft nokkra gagnlega þýðingu að gefa sérstaklega út nokkur þing- skjöl af þessu tagi með viðeig- andi skýringum. Fyrsta skjalið er kallar „Stríð kommúnista við öxulríkin". Flokkur kommún- ista lagði fram nokkru fyrir jól allýtarlega stefnu í utanríkismál- um landsins. Ef þing og ríkis- stjórn vildi hallast að þeirri stefnu, hefði þjóðin beinlínis verið komin út í ófriðinn, í stríð við öxulveldin. Auk þess mundi íslenzka ríkið þá hafa verið búið að biðja Rússland að vernda pólitískt sjálfstæði þjóðarinnar. Þegar þetta mál var tekið til meðferðar í opinberu þingskjali, skildi mikill hluti þjóðarinnar, að hér var voði á ferðum, og að kommúnistaflokkurinn mundi hvenær sem væri stofna lífi og frelsi íslendinga í stórhættu, ef hann fengi að ráða stefnu þjóð- arinnar í utanríkismálum. Annað baráttumál við komm- únista var um helgi íslenzkra fornrita. . . . Kommúnistar hafa byrjað skipulagsbundna starf- semi til að draga íslenzk fornrit niður í svaðið, gefa þau út af- bökuð, í soralegum útgáfum, með ljótum og leiðinlegum myndum og pólitískum áróðri fyrir stefnu kommúnista. Þar sem fomritin hafa frá upphafi verið líftaug íslenzkrar menn- ingar, þarf ekki að ganga í graf- götur með tilgang hins óþjóð- lega byltingaflokks í þessu efni.... Þriðja baráttumálið er um ,,nauðungartvíbýli“. Kommún- istar vita að í stjórnarlögum lýð- ræðislandanna er svo að orði komizt, að heimilið sé frið- heilagt. . . . Á þeirri skipan byggist persónulegt frelsi og menning vestrænna þjóða. í Rússlandi og öðrum harðstjóm- arríkjum er heimilið óvarið. Lögreglan og njósnarlið ríkisins geta hvenær sem er brotizt inn 1 heimilin í þágu valdhafanna. Kommúnistum tókst að koma SÖGN OG SAGA --------Þjóðfræðaþættir ,J)ags“----------------- SIGURÐUR BRENNIR (Framhald). hún sjúkt barn, og vakti yfir því margar nætur samfleytt. Var hún úrvinda af svefni og þreytu og sofnaði litla stund. Heyrir hún þá að Sigfús faðir hennar segir hátt og rösklega, eins og hans var von og vísa: „Það er hann séra Jón Austmann.“ Glaðvaknar Friðrika við þetta. Sigfús var þá dáinn fyrir nokkm, en séra Jón fyrir langa löngu. Eftir þennan atburð fór barnið að rétta við og náði fullri heilsu á mjög stuttum tíma. Nú víkur sögunni aftur þangað, sem Sigurður Brennir liggur á banasænginni. Gerir hann orð séra Jóni Austmann og biður hann að finna sig. Prestur tekur til sakramentin og hraðar sér á fund Brennis, og hyggst nú að drepa ærlega á karl. Kemur hann að rúmi Sigurðar og segir blítt: „Hvað vildir þú mér, Sigurður minn? Vildirðu að eg þjónustaði þig?“ Sigurður segir stutt: „Ekki var það nú. Eg ætlaði að biðja þig fyrir tíkarhvolpinn minn.“ Prestur segir þá enn bliðari: „Það skal eg gera Sigurður minn, eg skal sjá um tíkina þína.“ Tík þessi var eina skepnan, sem Sigurður átti þá. Vissi hann að kona prests fór vel með hunda og gerði því þessa síðustu ráðstöfun. Er ekki vafi á, að presti hefir fallið hún vel í geð og látið tíkina njóta þess. Síðan deyr Sigurður og er grafinn, en tíkin fer til prestsins og konu hans. Æfi Sigurðar var köld, enda var hann kaldur í svömm. Mannúð hans sézt þó glöggt, af umgengni hans við dýrin. Hann var valdsroönnum baldinn f orðnm, og birti ekki um að ýmsum borgaralegum þing- mönnum svo að óvörum í þessu máli, að við lá að í gegnumþing- ið kæmist löggjöf, sem útilokaði þingmenn, sem ekki eru búsett- ir í Reykjavík, írá að eiga rétt til að dvelja í bænum um þingtím- ann og skólafólki frá að sækja ríkisskólana. Að lokum var gert ráð fyrir, að nefnd úr bæjar- stjórn Reykjavikur gæti með þriggja daga fyrirvara sett hvaða fólk, sem vera skyldi, inn í heim- ili einstakra manna.... Kristinn Andrésson er aðal- starfsmaður kommúnista við bóklegan áróður fyrir byltinga- stefnu Rússa. Hann flutti snemma á þinginu frumvarp, sem laut að því að leggja störf menntamálaráðs, sem fram að þessu hafa verið þjóðleg og ópólitísk, undir stjórn kommún- ista. En fyrir náttúrlegan van- mátt sinn snerist Kr. A. síðar á þinginu móti þessu áhugamáli sínu og lagði til, að það yrði eyðilagt. Þetta sérkennilega alls- herjar undanhald á sér ekki for- dæmi í íslenzkri þingsögu.... Fimmta málið, um starfsað- ferðir Mr. Fords og bolsevíka, er alls ólíkt hinum fjórum, sem fyrr er að vikið. Hér á landi hafa kommúnistar gert allt, sem þeir hafa getað. til að minnka afköst vinnunnar við fram- leiðslustörfin. Hefir þeim unnizt mikið á í því efni einkum eftir tilkomu setuliðsins og óeðlilega eftirspurn um vinnuafl. Núver- andi valdhafar í Rússlandi ráku sig á sama fvrirbrigðið þar í landi og skildu, að þess háttar sviksemi í störfum mundi koma ríki þeirra á kaldan klaka. Þeir sáu þá ekki önnur úrræði en að leita til höfuðvígis auðvaldsins. Þeir kynntu sér vinnuaðferðir Mr. Fords og annara auðjötna Bandaríkjanna, þar sem hverj- um manni er borgað eftir af- köstum vinnu hans. . . .“ Inngangsorð þau, sem hér að framan hefir verið vitnað til og gera grein fyrir efni bókar þeirr- ar, er hér um ræðir, eru rituð 15. ágúst 1943. III. Sjötti kafli bókarinnar er dreifibréf, er höf. sendi Fram- sóknarmönnum fjölritað út um land vorið 1933. Kommúnistar komust yfir þetta bréf og birtu langa kafla úr því í flokksblaði sínu ,mjög afbakað að því er höf. segir. Hér er bréfið birt samkv. frumritinu. Um bréf þetta segir J. J. m. a.: „Tilgangur bréfsins var að benda samflokksmönnum mín- um á þá hættu, sem vofði yfir þjóð og landi, ef samvinnuflokk- urinn hefði villzt inn á slysaferil Leons Blum í Frakklandi og gengið í samstjórn með komm- únistum". ^Eins og öllum er kunnugt, viiltizt samvinnuflokkurinn aldrei inn á þann slysaferil, er höf. ræðir um í dreifibréfi sínu. Á það er vert að minna, sem J. J. upplýsir, að starf vetrarþingsins 1942—43 byrjaði með því, að 8 menn, tveir úr hverjum þing- flokki, freistuðu með 6 vikna fundahöldum að fá myndaða þjóðstjórn allra flokka, líka kommúnista. Sé það synd að ræða nokkurn tíma við kommúnista um þessa hluti, þá hefir sú synd þegar verið drýgð með þessum fundahöldum, þar sem allir þrír gömlu þjóðstjórn- Framh. á *> slðu. ■■■■HnnnnBaBSBn kaupa sér frið hjá þeim, og lét trauðla hlut sinn fyrir neinum. Sigurður er jarðaður í Lundarbrekktt, þar sem faðir hans og móðir, afi hans og amma, sú er kvað hið vakra vers, höfðu búið Að lfkindum situr hann nú að sumbli með frændum sínum, Galdra-Geira, Jóni lærða og Arnþóri á Sandi. Endir. ARI SÆMUNDSEN (Handrit Jónasar J. Rafnar, yfirlæknis í Kristnesi. — Að miklu leyti tekið saman eftir Norðanfara 1876 nr. 45—46 og 53—54, en að nokkru eftir sögusögnum manna). Ari Sæmundsen var fæddur 16. dag júlímán. 1797 á Krossi í Lundarreykjadal í Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar hans voru hjón- in Sæmundur Jónsson og Guðrún Þorsteinsdóttir, sem bæði voru vel metin og af góðu fólki komin. Áttu þau nokkur börn, og var Ari elztur þeirra. Vorið 1820 fór hann suður í Viðey til að nema þar prentiðn, og af því að hann var námfús, sóttist honum námið svo greiðlega, að hann tók sveinsbréf eftir þriggja ára kennslu hjá Skagfjörð prentara. Eftir það vann Ari aðeins í þrjá mánuði við prentverkið í Viðey, en flutti þá til Reykjavíkur og tókst á hendur barnakennslu og skriftir. Vegna heilsubrests, meinlæta og blóðuppgangs,1) varð hann þó að hætta við þau störf og leita aft- ur í bráð til átthaganna í Borgarfirði. Leitaði hann þá læknis- ráða hjá Sveini bónda í Ferjukoti, sem var nærfærinn maður, þótt ólærður væri, og varð sá árangur af, að hann náði aftur heilsu og gerðist um skeið skrifari hjá Pétri Ottesen sýslumanni í Svignaskarði. Þaðan fór hann norður að Grund í Eyjafirði, til D Með því er vafalaust átt við sullaveiki. (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.