Dagur - 16.03.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 16.03.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. marz 1944 D AQUR 5 Svipir samtíðarmanna III. JAWAHARLAL NEHRU Hinn fluggáfaði, hámenntaði og ósveigjanlegi leiðtogi í þjóð- ernisbaráttu lndverja, Jawa- harlal Nehru, varð hálfsextugur á sl. hausti. Þótt styrjöldin og ei jur hans við Breta hafi svift hann frelsinu um stundarsakir (hann hefir, ásamt Gandhi, setið í varðhatdi síðan í ágúst 1942) var afmælisins víða minnzt. — Brezk blöð fluttu t. d. greinar um hann og hinn ævintýralega feril hans. Því að Nehru er eng- inn meðalmaður. Hann mundi talinn áberandi andans maður og glæsimenni í hvaða vestrænu þjóðfélagi sem væri. Persónan sjálf er aðlaðandi. Harín er grannvaxinn, fínlegur, ör í tali og fasi, sérstakt snyrtimenni í búnaði og viðmóti og hefir á sér öll einkenni hins hófsama og stórgáfaða heimsborgara og snillings. Bretar sjálfir telja vafasamt, hvort innan veggja brezka þing- hússins séu 20 menn, sem tali enska tungu jafn fagurtega og hreint og hann. Sjálfsævisaga hans, rituð á ensku, ber þess ljós- an vott, að höfundurinn hefir nánð óvenjulega glæsilegum tök- um á tungumáli, sem var hon- um framandi til fullorðinsára. • Forfeður hans voru Brahma- trúar og bjuggu í Allahabad. Faðir hans var vel metinn lög- fræðingur þar i borg og var óvenjulega fjölhæfur maður. jawaharlal Nehru var ungur sendur til Bretlands til mennta. Hann innritaðist í Cambridge- háskóla og síðar dvaldi hann við Harrow. Hinn ungi Indverji kunni vel við sig í vestrænum fé- lagsskap og að námi loknu hafði hann tileinkað sér alla siði og háttu hinnar brezku yfirstéttar. Er heim kom varð ekki getum að því leitt hvað verða mundi úr hirium unga manni. Þar um mundi auðna mestu ráða. Hann hafði engan áhuga fyrir lög- fræðistörfum föður síns, en sökkti sér í lestur stjórnfræðirita. Það rann upp fyrir honum, að hans eigin þjóð var honum ó- kunnug. Óeirðirnar 1920—1921 gripu hann af alhug og hann varpaði sér út í stjórnmálabar- áttuna af eldheitum áhuga. í þann mund skipulagði Gandhi fyrstu óhlýðnisherferðina á hendur Bretum. Nehru var þeg- ar kominn inn fyrir múra fang- elsisins, fyrir þátttöku sína, þeg- ar Gandhi kom þangað í fyrsta sinn. Eftir það voru þeir óað- skiljanlegir. Nehru sórst í fóst- bræðralag við Gandhi og í meira en 20 ár hefir hann þolað sætt og súrt með honum og hlýtt for- yztu hans þótt stundum hafi Nehru verið á oddinum, en hinn aldni Mahatma hafi horfið í skuggann af hinum glæsta, fág- aða menntamanni. Á þessum tímum bandalaga og bandamanna eru fá ein, sem eru sérstæðari og einkennilegri en samband Nehrus og Gandhis. Bandalag þeirra er vígt frelsi Indlands. í öllum öðrum grein- um eru þeir algjörar andstæður. Gandhi er Hindúi af gamla skól- anum, uppreistarmaður gegn menningu og tækni nútímans, — andstæðingur vísinda, iðnaðar, skipulags og stjórnskipunar. Hann vill að þjóðin hverfi til hinna óbrotnu lifnaðarhátta indversku bændanna. Öll bar- átta hans byggist á vopnlausri ó- hlýðni gegn Bretum. í trúmál- um eru skoðanir hans mótaðar af dulhneigð og dulspeki. Nehru er aftur á móti barn sinnar aldar; hann er heitur að- dáandi hins nýja tíma, — tækn- innar, framfaranna, gjörbreyt- ingarinnar á lífi og háttum. Hann les vesturlandatungumál- in og fylgist frábærlega vel með því er þar gerist. Hann hefir yndi af menningu vestrænna þjóða. Hann er algjör raunsæis- maður og Hindúisminn og öll önnur trúarbrögð í kerfisformi, eru honum hugarraun. Hann er róttækur í stjórnmálaskoðunum og hefir orðið fyrir miklum á- hrifum frá Moskva. Hugmyndir hans um hið nýja Indland eru nú á ýmsan hátt mótaðar af kenningu og framkvæmdum Stalins. Stóriðnaður, vélunnin jarðrækt í stórum stíl og um- fangsmiklar vatnavirkjanir eru mál, sem hann setur efst á dag- skrá. í lians augum tilheyrir Gandhi-isminn liðinni tíð og mótmælaföstur Gandhis eru of- stækisfullar tiltektir. En þrátt fyrir það, hefir hann trúað því, að Indland þyrfti að njóta Gand- his eins lengi og honum entist aldur og þrek og því hefir hann stutt hann í blíðu og stríðu. En í þessum efnum og öðrum hefir gatan ekki verið greið fyr- ir Nehru. Sál hans hefir verið vettvangur efasemda og hugar- angurs. „Eg er orðinn", skrifar hann, „undarlegt sambland hins austræna og hins vestræna, utan- gátta alls staðar og heima hvergi.“ En hin ólíka skapgerð þessar bandamanna er þó aðeins einn þáttur þess. er greinir þá sjálfa og kenningar þeirra í andstæð- ur. Nehru veit vel, að sósíalismi sá, er hann boðar, er ókunnur og framandi hinni indversku þjóð. Nehru sjálfur er af borgarastétt. Kpngressinn indverski er borg- araleg samkunda og auðugir Hindúar standa straum af kostn- aðinum við störf hans. Gandhi er erkifjandi allrar stóriðju og stórbúskapar og þó ber hann blak af stórbændum og iðjuhöld- um. Nehru einn Kongressleið- toganna skilur, að pólitísk breyt- ing verður að vera fyrirrennari umbóta í stórum stíl meðal ind- versks almennings, og að þessi pólitíska breyting verður að ná til rótanna á stéttar- og trúar- siðum Hindúans, hugmynda hans um fjölskyldu, flokka, lög og stjórnskipun. • Nehru hefir aldrei liaft þolin- mæði til þess að geta orðið að- dáandi framfara með hægfara, þingræðislegu móti, eða með flokkabaráttu. Staða hans innan Kongressins. sem er pólitískur flokkur, er því ekki síður undar- leg og mótsagnakennd en sam- band hans við Gandhi. Umbóta- löggjöf er honum ekki að skapi. Slíkar aðfarir eru of seinvirkar í hans augum. Aldrei hefir hann fengist til þess að vera í kjöri til nokkurs embættis þótt hann sé allra manna skæðastur og ske- leggastur á framboðsfundum. — Pólitískir leiðangrar hans minna á Willkie og Bryan í Bandaríkj- unum. • Ungur uppgötvaði hann flæð- andi mælsku og snilli sína á fjöldafundum, og þótt hann sé í eðli sínu mótfallinn múgæsing- um, hafa pólitískir fjöldafundir lík áhrif á hann og áfengt vín, — og hann hefir ekki getað neitað sér um þá nautn. Nehru er áhangandi hinnar skipuiögðu óhlýðnisbaráttu Gandhis, — en í hjarta sínu er hann þó mótfallinn slíkum að- gerðuin. F.n hann hefir ekki tal- ið tíma til kominn, aðkomahug- FRÁ BÓKAMARKAÐINUM James M. Cain: Pósturinnhring- ir alltaf tvisvar. Maja Baldvins þýddi. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar. Akureyri 1944. Skáldsaga þessi er eftir amerískan rithöfund, hefir kom- ið út í stórum og mörgum upp- lögum á frummálinu, fengið stóryrt meðmæli ýmsra ritdóm- ara í hinum enskumælandi heimi, auk þess sem henni hefir hlotnazt sá heiður að vera kvik- mynduð og ná enn til mikils fjölda rnanna í þeim búningi. Bóksalafélagið brezka gaf hana fyrsta út allra bóka, er það hóf útgáfu til þess að keppa við „Penguin“-bækumar alþekktu, en næstur á blaði — og þannig skör neðar — var Churchill gamli settur með „Blenheim" og aðrir rithöfundar síðan enn utar á bekk! Og loks hefir bókin nú verið þýdd á fjörlega og lipra ís lenzku og borin á borð fyrir ísl. lesendur í sæmilega vönduðum búningi. Ætti þ4 ekki að þurfa frekar að sökum að spyrja um ágæti hennar — „allt í stakasta lagi“ o. s. frv. Sé nánar aðgætt er þetta „snilldarverk" raunar að efni til ein samfelld keðja af grimmúð- legum og villtum kynferðisór- um, lausung og glæpum. Aðal- söguhetjan er sadisti, rótlaus umrenningur, hórkarl og morð- ingi. Hann er látinn segja sögu sína með svo gagnorðu og lát- lausu blygðunarleysi — sem svo algerlega eðlilegum og hvers- dagslegum hlut, — að lesandinn gleymir næstum því „borgara- legri“ velsæmiskennd sinni og lætur hneykslin fram hjá sér fara, án þess að hneykslast eins og vert væri. Það er vel skiljan- legt, að sumir menn telja, að saga þessi só rituð af mikilli stíl- snilld, og í rauninni má það að nokkru til sanns vegar færast. En það eru álíka meðmæli með bókinni eins og ef sagt væri um brennivín eða ópíum, að það hafi það sér til ágætis fremur en rottueitur að það sé „listrænni" framleiðsla og því líklegra til að verða fleiri mönnum að tjóni. Og það er víst, að mörgum mönnum finnst að því góð „dægradvöl" og ,,skemmtun“ að láta eitra fyrir sig með slíkri „kjarnfæðu“, eins og einn ensku ritskýrendanna kemst að orði um bók þessa. — í stuttu máli: Bókin er „ultra-moderne“, og höfundur hennar hefði vafalaust verið settur á sérstök heiðurs- | laun af almannafé fyrir slíkt bókmenntaafrek", ef hann hefði verið svo lánsamur að vera íslendingur! Stígandi, 1. hefti, II. árg. Rit- stjóri Bragi Sigurjónsson. Af efni ritsins má nefni: Rit- stjórinn ritar athyglisverða grein, erhann nefnir: „Leitað að leiðum“ — um þjóðmálin, ástand og horfur að ýmsu leyti í land- inu. Sigurður L.Pálsson mennta- skólakennari ritar fróðlega grein um háskólanám í Englandi, Arnór Sigurjónsson mælir eftir Indriða á Fjalli látinn, en Krist- ín Sigfúsdóttir skáldkona segir þætti um feðginin í Miklagarði (sr. Hallgrím Thorlacius og El- ínu dóttur hans). Kvæði birtast í heftinu eftir Guðfinnu frá Höinrum, Guðmund Frímann, Guðmund Friðjónsson, Kristján frá Djúpalæk, SveiTÍ Áskelsson og Bjöm Daníelsson. Þá eru og í heftinu þýddar greinar, sögur og frásagnir, bókadómar o. fl. Er ritið allt hið læsilegasta og góðra gjalda vert. myndum sínum í framkvæmd. Hatur hans á hernaði er mikið og sterkt. Þrátt fyrir það, var hann Bretum hættulegastur þeg- ar Japanir stóðu við hlið Ind- lands og ógnuðu öllu Asíuveldi Breta. „Við getum ekki,“ sagði hann þá, „tekið þátt í stríðs- rekstri Breta.“ Og ennfremur: „Komi það sem koma skal, — við munum koma úr eldinum sem sjálfstæð þjóð, — eða brenna til ösku.“ Nehru hefir verið með annan fótinn í fangelsum Breta nær hálfa ævi sína. Síðan í ágúst 1942 hafa þeir Gandhi báðir set- ið samflevtt í fangelsi. Einföld tilkynning frá þeim, um að „óhlýðnisherferðin" sé afturköll- uð, mundi færa þeim báðum frelsi á ný. Og þessi herferð (Framh. á 8. síðu). RAUÐAR STJÖRNUR. (Framhald af 2. síðu). arflokkarnir samþykktu ágrein- ingslaust, að kommúnistar tækju þátt í þeim. Eftir að þjóðstjórnarmyndun- in, með kommúnista innan borðs, fór út um þúfur, hófust samningar milli Framsóknar- flokksins og verklýðsflokkanna beggja um myndun róttækrar umbótastjórnar þessara þriggja flokka. Það er þessi tilraun, sem J. J. telur hafa verið hættulega og misráðna. af því að þar hafi verið gert ráð fyrir stjórnarsam- vinnu með kommúnistum, en þeir séu óhæfir til samvinnu. En eins og áður er sagt, hafði nokkrum vikum fyrr verið hugs- að til samvinnu við þá ágrein- ingslaust. Hér var því engin ný yfirsjón á ferðinni, ef um yfir- sjón var að ræða. Sú pólitíska synd, sem þama var framin að dómi J. }., var að minnsta kosti aðeins hugrenningasynd en ekki verknaðarsynd, því eins og kunnugt er neituðu Framsókn- armenn með öllu að ganga að þeim skilyrðum, er kommúnist- ar settu, og þar með var öll sam- vinna við þá úr sögunni. Auk þessa er upplýst, að þingflokkur Framsóknarmanna og miðstjórn- in samþykkti einróma að gera umrædda tilraun að einu at- kvæði undanteknu, sem ekki var atkvæði Jónasar Jónssonar. Því verður naumast neitað með rökum, að samningatilraun- in við kommúnista var gagnleg að því leyti að leiða í ljós hið sanna innræti þeirra gagnvart umbótamálum þjóðarinnar. En það atriði hefir áður verið rætt í þessu blaði og verður ekki end- urtekið hér. Á einum stað í 6. kafla ritsins segir höf.: „Það er enginn vafi, að það var tilætlunin hjá komm- únistum í sumar, haust og vetur, þegar þeir þóttust rétta Fram- sóknarflokknum bróðurhönd, að véla flokkinn með fölskum vin- mælum og sundra jafnframt samvinnufélögunum með skemmdarstarfsemi innanfrá". Þessi tilætlun kommúnista hefir með öllu farið út um þúf- ur, og skemmdarstarfsemi þeirra nær aldrei tilgangi sínum. Allii Framsóknar- og samvinumenn stapda þar á verði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.