Dagur - 16.03.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 16.03.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR Rttstjóm: Ingimar Eydfil, Jóhcrrm Frímann, Harukur Snorrason. Aígreiðslu og innheimtu cmnast: Sigurður Jóhonnesson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. Fjárhagsafkoma þjóðarbúsins og greiðsla ríkisskuldanna pJÁRMÁLARÁÐHERRA gaf nýlega á Al- þingi skýrslu um fjárhagsafkomu ríkisins árið 1943 og ræddi jafnframt nokkuð um horf- urnar í þeim efnum á næsta ári. Tekjur ársins 1943 fóru 43,7 milj. kr. fram úr áætlun fjárlag- anna, en á hinn bóginn fóru gjöldin einnig, sam- kv. yfirliti ráðherrans, 31,9 milj. kr. fram úr áætlun og reyndust hvórki meira né minna en 91,3 milj. kr. Fjármálaráðherrann taldi reksturs- hagnað ársins 1943 16,4 milj. kr,, en þá munu verðuppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur fyr- ir framleiðslu ársins 1942 vera taldar til gjalda þess árs, þótt þær hafi komið til útgjalda fyrir ríkissjóð á árinu 1943. Fer þá reksturshagnaður ársins 1943 að verða nokkuð vafasamur, enda hvatti ráðherrann þingið mjög alvarlega til aukinnar varfærni í fjármálum þjóðarbúsins og lagði í því sambandi mikla áherzlu á það, að ekki væri ann- að sýnna en að tekjur þessa árs myndu hvergi nærri reynast jafn miklar og nú væri ráð fyrir gert á fjárlögum. Ekkert bendir hins vegar til þess, eins og sakir standa, að útgjöld ríkisins drag- ist saman frá því, sem nú er. Var auðheyrt á ræðu ráðherrans, að hann taldi, að vonum, þetta hinar alvarlegustu horfur og réttmætt áhyggjuefni öll- um hugsandi og ábyrgum mönnúm. j ÞESSU SAMBANDI munu ýmsir vakna upp við vondan draum og minnast þess, að forráða- mönnum þjóðarbúsins hefir í undanförnu góð- æri farizt að því leyti óhyggilegar en flestum fyr- irhyggjusömum einstaklingum og fyrirtækjum í landinu, að þeir hafa látið undir höfuð leggjast að gera ráðstafanir til þess að ísl. ríkið greiddi allar skuldir sínar erlendis frá kreppuárunum með nokkrum hluta stríðsgróða undangenginna veltiára. Tillögum formanns Framsóknarflokks- ins um þetta hefir verið fálega tekið í þinginu fram að þessu. T. d. var slík tillaga hans, er fram kom á haustþinginu síðasta, „send til ríkisstjórn- arinnar, með bölbænum kommúnista og litlum hlýleik frá meginþorra hinna borgaralegu full- trúa“, að því, er hann skýrði sjálfur frá hér í blaðinu nú fyrir skemmstu. Sami alþingismaður mun hafa lagt svipaða til- lögu um þetta efni nú fyrir vetrarþingið, en ekki er blaðinu enn um það kunnugt til fulls, hvaða meðferð tillaga hans hefir fengið þar að þessu sinni. En fálega hefir henni enn verið tekið af ýmsum flokksblaðanna. VÍSU mun það rétt vera, sem fjármálaráð- herra sagði í ræðu sinni, að ríkisskuldirnar geti „varla.talizt þungur baggi, eins og nú standa sakir, þótt minna hafi verið lagt til hliðar en skyldi af tekjum ófriðaráranna". Taldi hann, að hinar raunverulegu skuldir ríkissjóðs næmu nú aðeins 31.272 þús. kr., þegar búið er að draga þær skuldir, sem bankarnir, síldarverksmiðjurn- ar og sérstök bankavaxtabréf standa nú undir, og ennfremur hið geymda fé, sem ríkissjóður hefir nú handbært í þessu skyni, - frá heildarupphæð skuldanna, eins og hún er talin á ríkisreikning- um, eða 63 milj. kr. - En jafnvel röskar 31 milj. kr. geta reynzt lítilli og fátækri þjóð óþarft og erfitt fótakefli, þegar vandræði og kreppa eftir- stríðsáranna gengur í garð. DAOUR ítölsk börn fá góða máltíð ítölsku börnirt á myndinni fá góða máltíð í íyrsta sinni í langa hríð, eftir að Bandamerm hrekja Þjóðverja úr heimabæ þeirra. Bæjarútvarp eða Ríkisútvarp? JþEGAR RAFVEITA Reykjavíkur bilar — svo sem oft vill verða — og höfuðstaðarbúar geta þannig ekki almennt haft gagn af viðtækjum sín- um í bili, gera forráðamenn Ríkisút- varpsins, — en svo vilja þeir láta nefna stofnun þessa — sér hægt um hönd og slíta dagskránni í miðjum klíðum og bjóða landslýðnum föður- lega góða nótt um áttaleytið á kvöld- in: Reykvíkingar geta ekki hlustað. Verið þið sæl og blessuð á meðan. Punktum og basta, góðir hálsar! — Við „útskæklabúamir", erum orðnir svo vanir slíkum og þvílíkum aðferð- um, að við erum fyrir löngu hættir að kippa okkur upp við þær. En þeg- ar þessi „ríkisstofnun“ eyðir næstum því heilu kvöldi í það, að segja okk- ur á mjög klaufalegan og leiðinlegan hátt frá því, sem er að gerast á ein- hverri sundsýningu í Sundhöll Reykjavíkur •— og lætur einhverja náunga, — sem virðast kallaðir af einskærri hendingu að hljóðneman- um — ræða við okkur heila kvöld- vöku á máli, sem ekki getur talizt ís- lenzka — hvorki framburður né orða- val — þá finnst okkur skörin vera farin að færast upp í bekkinn. — „Nú snýr Pétur við. Nú snýr Páll við. Nú startar þessi og nú startar hinn“. A þessu og þvílíku er þrástagazt því nær allt kvöldið í dýrasta og vegleg- asta „útbreiðslutæki menningarinn- ar“, sem þjóðin á ,svo að sleppt sé álíka menningarlegum og riddaraleg- um athugasemdum eins og þessum, sem heyrðust þar m. a. sl. mánudags- kvöld: — „Hvað er þessi ófríða þarna að fitla við hárið á sér?“ — „N. N. er víst orðinn þreyttur, því að ljót eru sundtökin hjá honum“, o. s. frv., o. s. frv. Og að lokum er svo einhverj- um, sem af hendingu eru nærstaddir, þegar hinn orðlagði og ómissandi út- varpsiabbari er loks orðinn leiður á sjálfum sér — sem aldrei verður þó fyrr en í síðustu lög — hóað saman í skyndi og þeir látnir kalla til okkar álengdar, í ýmsum tóntegundum, skipulagslaust og slitrótt, eins og á hreinustu skotspónum: — „Góðanótt, — góða nótt, — — góða nótt“, o. s. frv., o. s. frv., unz einhver segir að lokum í háðstón á næstu grösum: „Jæja, ætli allir séu nú ekki búnir að bjóða þeim góða nótt?“ Skyldi nokkurt útvarp í víðri ver- öld láta sér sæma að bjóða hlustend- um sínum tímunum saman upp á slíka „dagskrá" sem þessa — ofan á allt annað ólag, sífelldar bilanir, þagn- ir, ræskingar og mismæli — nema Ríkisútvarpið íslenzka? Kirkjur og skrípamyndir. TJ EYKJAVÍKURBLÖÐIN birtufyr- ir nokkru síðan myndir af kirkjuteikningum þeim, er verðlaun hlutu í samkeppninni um beztu teikn- *f fyrirhup^ðri kirkjubygfingu í Nessókn í Reykjavík. í þetta sinn var húsameistari ríkisins ekki látinn einn um hituna, heldur voru það hin- ir ungu og upprennandi bygginga- fræðingar höfuðstaðarins, sem gengu með sigurinn af hólminum, og er það sízt að lasta út af fyrir sig. Menn munu hafa búizt við miklu, eftir þá óvægilegu gagnrýni, sem hugmyndir og tillögur Guðjóns Samúelssonar um Hallgrímskirkju í Rvík höfðu hlotið, m. a. hjá mönnum úr þessum hópi. En eg hygg, að ekki sé það of- mælt, þótt sagt sé, að þorra manna hafi brugðið allmjög í brún, er verð- launateikningamar birtust í allri sinni dýrð, og mun margur hafa spurt sjálf- an sig í því sambandi, hvort það sé þetta, sem koma skal í byggingastíl okkar íslendinga í framtíðinni. Er þar skemmst frá að segja, að kirkjuupp- drættir þessir em — í mínum augum a. m. k. og vafalaust mjög margra annarra af hinum „gamla skóla“ í þessum efnum — hver öðrum af* skræmilegri og ófegurri. Minna þeir skárstu þeirra fremur á nýtízku verk- smiðjnbyggingar, jámbrautarstöðvar eða vörugeymslur en guðshús, en hin- ir á klunnaleg grípahús eða sniðlaus- ar heyhlöður. X7ERSTI GALLINN við þessa upp- drætti er þó vafalaust sá, að þeir eru hvorki fugl né fiskur — hvorki nýtt ný gamalt — heldur er þar öllu blandað saman á hinn hræmulegasta hátt. Teikning sú, sem hlaut I. verð- laun í samkeppni þessari, er þó að því leyti næst lagi, að hún virðist öll nokkurn veginn í sama nýtízkulega verksmiðjustílnum, en í hinum virð- ist öllu því þyngsta, silalegasta og sniðlausasta úr gömlum og nýjum byggingastíl blandað samvizkusam- lega saman, — og má vera, að það geti kallast samræmi á sína vísu! Þá hefir slík grautargerð gamalla og nýrra stíltegunda tekizt margfalt bet- ur en þetta í nýju kirkjunni okkar, þótt sitthvað megi með réttu að henni finna. Þegar slíkar teikningar eru bornar saman við fagrar, erlend- ar kirkjur og jafnvel einnig við það, sem bezt hefir tekizt í þessari grein byggingalistarinnar hér á landi, verð- ur munurinn álíka og á svörtu og hvítu. Þörf hugvekja. T NÆSTSÍÐASTA tbl. íslendings" 4 birtist ágæt og athygliverð grein um verndun og friðun fuglalífs hér á Pollinum. Var þar gefin ófögur — en vafalaust sönn — lýsing á hinu skrælingjalega fugladrápi og eggja- ráni, sem tízkast hér við höfnina og í nágrenni bæjarins. M. a. var skýrt frá því, að sumir „veiðigarpar" bæj- arins temdu sér veiðiaðferðir, sem hvergi annars staðar á byggðu bóli myndu teljast samboðnar siðuðum mönnum. T. d. læðast þair með (Framhald á 8. •I0u). Fimmtudagur 16. marz 1944 1 Ótrúlegt cn satt. Nýlega talaði eg við raann, sem var að koma úr löngu ferðalagi um sveitir Norðurlands. Eg fór að spyrja frétta af ferðalaginu, eins og geng- ur. Þessi maðiir kvaðst ekki nógsamlega geta lof- að móttökur og gestrisni sveitafólksins, — það hefði legið við, að magi hans gerði uppreisn á móti öllu því kjöti og krásum, er fyrir hann var borið. Sama var að segja um rúmin, þar sem hann gisti. Þau voru mjúk og hlý og aðbúnaður ágæt- ur. — En það var einn skuggi á þessu öllu saman — það var vanhúsaleysið. Á sumum stöðum voru þó einhverjar myndir — eða ómyndir öllu held- ur, því að þau voru svo óvistleg, að ógerningur var að koma þar inn. Á öðrum stöðum voru þau alls ekki til — ekkert nema fjósið og guðsgræn náttúran, sem þá var þakin snjó. Þess munu meira að segja dæmi, að barnaskólahús séu starfrækt án þess að séð sé fyrir vanhúsi fyrir börnin! Til allr- ar hamingju er þetta ekki þannig víða, en þó allt of víða, því að slíkt ætti ekki að þekkjast með þjóð, sem vill heita menningarþjóð. — Konur hafa jafnan verið óvenju duglegir að hrinda þeim málum í framkvæmd, sem þær hafa haft áhuga á, eða verið hafa þeim sérstaklega kær á einn eða annan hátt. — Eg skora hér með á ykkur að taka nú þegar þessi mál til athugunar. Ykkur grunar áreiðanlega ekki, hve mikið gagn þið ynnuð þjóð okkar með því að koma þessum málum í viðun- andi horf. Ungur maður, sem ferðaðist með er- lendum ferðamönnum um byggðir landsins fyrir stríð, sagði, svo að eg heyrði, að það hefði verið hrein kvöl fyrir sig að stynja því upp, að vanhús væru ekki til, er þeir spurðu um þau. Ferðamenn sem komið höfðu hér áður og þekktu til, fluttu með sér klósettpappír, hvert sem þeir fóru. ★ Látum slíkt ekki koma fyrir oftar. Eg heiti á drengskap ykkar og dugnað, að virina að þessum málum, með jafn mikilli elju og ykkur er tamt að fást við áhugaefni ykkar. Þar, sem léleg van- hús eru, látið bæta þau, mála og hreinsa, og reynið að hamra það inn í alla, er um þau ganga, að skylda þeirra sé að ganga hreinlega um. Ef þið kunnið ekki við að tala um slíkt, sem er þó mesti misskilningur, þá skrifið með stórum stöf- um á pappaspjald og hengið innan á hurðina: „Gangið þriflega um“ — eða einhver önnur áminningarorð. Þar, sem engin vanhús eru til, eigið þið að heimta þau af húsráðanda. Sennilega er þó bezt að fara vel að honum fyrst, en ef það ekki dugar, þá skuluð þið hóta honum skilnaðil ★ Jæja, eg bið ykkur afsökunar á dirfsku minni að ræða þessi mál í blaði, en eg hét því að gera þetta að umtalsefni við ykkur, er eg háfði heyrt frásögur kunningja míns, ferðalangsins. ★ Eg vona að eg hitti aldrei ferðamann framar, sem hefir ástæðu til þess að kvarta yfir slíku! — Komið þessu í lag, áður en vor- og sumar- verkin hefjast! „Puella“. ★ Blekblettir og ryðblettir hverfa af lérefti, ef þeir eru þvegnir eða hellt á þá blöndu, sem er gjörð úr 2 hlutum af vínsteini, og einum hluta af álúni, leyst upp í vatni. ★ Þvottasvampa er gott að hreinsa í volgu vatni með 2—3 matskeiðum af salmíaki. ★ Léreft, sem er orðið gult, verður aftur hvítt og fallegt ,ef það er þvegið vel og skolað seinast í litlu vatni, sem látin er í ein matskeið af terpen- tínuolíu og 3 matskeiðar af spritti. ★ __________, Fyrir speki verður hús reist ^ ^ og fyrir hyggni verður það stað- fast. 1 (Orðskviðir Salomons).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.