Dagur - 16.03.1944, Blaðsíða 8

Dagur - 16.03.1944, Blaðsíða 8
8 DAGUR Fimmtudagur 16. marz 1944 ÚR BÆ OG BYGGÐ I. O. O. F. B 12531781/2 ® Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju næstk. sunnudag kl. 5 e. h. — Séra Sigurður Stefánsson. ASaltundur Kvenfélags Akureyrar- kirkju verður haldinn næstk. föstudag kl. 5 e. h. í kirkjukapellunni. Dagskré eftir félagslögum. Stúkan Ísafold-F jallkonan nr. 1 heldur fund (bræðrakvöld) næstk. þriðjudag, á venjulegum stað og tíma. Kaffidrykkja — Skemmtiatriði. — Öllum systrum stúkunnar sérstaklega boðið á fundinn. Kvöldvaka fyrir almenning verður í Bindindisheimilinu Skjaldborg föstudaginn 17. marz n. k. kl. 8.30 e. h. Ræða (mag. Albert Sigurðsson, menntaskólakennari). Einsöngur (Jó- hann Konráðsson). Upplestur. Þeir sem vilja, geta hlustað á útvarpssög- una þar. Kvenfélagið „Hlíf“ heldur fund í Skjaldborg miðvikudaginn 22. marz kl. 8.30 e. h. — Áríðandi mál á dag- skrá. Frá Ferðafélagi Akureyrar. Fyrsta ferð érsins, skíðaferð é Vaðlaheiði, verður farin næstk. sunnudag. Nánari upplýs. hjá Þorst. Þorsteinssyni og á götuauglýsingum. Jawaharlal Nehru. (Framhald af 5. síðu). Gandhis er næsta lítil um þessar mundir. En hér er um að ræða skoðanaatriði og þeir eru báðir fastir fyrir og rnálið allt of heitt, til þess að þeir fáist til að láta undan. Jafnvel þegar landar þeirra margir óskuðu þess, í hungursneyðinni sl. sumar, í von um, að þeir báðir gætu unnið þjáðunt lýðnum ómetanlegt gagn, var sama þögnin ríkjandi innan fangelsismúranna. VIÐTAL VIÐ GUÐMUND HLÍÐDAL (Framhald af 1. síðu). þess, fyrir hönd íslands, að und- irrita samning, ásamt póstmála- stjórum hinna Norðurlandanna, um beint flugsamband milli Ameríku og Norðurlanda, með viðkomu á íslandi. Skömmu á eftir skall stríðið yfir Norður- lönd, og framkvæmdir féll þar af leiðandi niður. En þetta mál mun væntanlega verða tekið upp aftur á svipuðum grund- velli, þótt vitaskuld verði að taka tillit til nýna viðhorfa í flugmál- um og samgöngum eftir styrjöld- ina. — Er nokkuð hægt að segja meira að svo stöddu um frarn- kvæmdir póst- og símamála- stjórnarinnar á þessu komandi vori og sumri? — Um það et raunar ekkert annað að segja en það, að allt er í mikilli óvissu um símafram- kvæmdir allar á þessu ári, enda við margskonar örðugleika að etja. Einna erfiðlegast gengur með útvegun efnis, og það svo, að naumast er unnt, að sinna allra nauðsynlegustu viðgerðum. En nú virðist manni óðum birta í sambandi við stríðið og vita- skuld bíða mörg og mikil verk- efni úrlausnar, og efa ég ekki, að í margvíslegar framkvæmdir verði ráðizt til bóta á póst- og símakerfi landsins strax og tím- ar og aðrar aðstæður leyfa. Greinargerð um íslenzk stjórnmál heitir nýútkomið rit eftir JÓNAS JÓNSSON alþm. Verð kr. 2.50. Allir þeir, sem vilja fylgjast vel með íslenzkum stjórnmálum, ættu að lesa þetta rit. BÍLATEPPI NÝKOMIN Verzl. Eyjafjörður h/f FOKDREIFAR. (Framhald af 4. síðu). byssuhólka sína að öndunum hér í Hólmunum á þann hátt, að þeir aka í bifreiðum eftir þjóðveginum og skjóta á fuglana út um bílgluggana, þegar færi gefst. — Nú hefir „Verka- maðurinn" einnig gert þessi mél að umræðuefni og tekið mjög í sama streng eins og „ísl.“. Er það vel, að svo mikil eining virðist ríkjandi um þá kröfu, að alfriða Pollinn, Leirurn- ar og Hólmana fyrir fugladrápi og eggjatöku, og færi betur, að sami ein- hugi væri oftar á döfinni í öðrum menningar- og umbótamálum bæjar- ins. — „Dagur“ vill hér með strika sem kröftulegast undir allt það, sem þessi blöð hafa sagt um þetta efni, og taka undir tillögur þeirra til fullra umbóta. En auðvitað er ekki nóg, að yfirvöldin setji skýrar og ákveðnar reglur um friðunina — þótt að því einu væri vafalaust nokkur bót — heldur verður einnig að vinna að því sleitulaust að opna augu almennings fyrir þeim fegurðar- og yndisauka, sem fylgja myndi fjölbreyttu og frið- sælu fuglalífi við höfnina hér, og gera jafnframt aðrar og fullnægjandi ráð- stafanir til þess, að slíkt bann við fugladrépi og eggjaráni verði í heiðri haft. Sakleysislega spurt. ■»7ERKAMAÐURINN“ spyr af " mikilli vandlætingu: „Hvar og hvenær hefir „Verkam." lýst finnsku þjóðinni sem varmennum og kvala- sjúkum niðingum?" Svar: M. a. í næst síðasta tölubl. háttvirtu mál- gagns þíns, herra ritstjóri, þar sem segir m. a. frá því, að Finnar hafi tek- ið hóp af rússneskum hermönnum (sjálfsagt föngum), sært þá með hnif- stungum, látið þeim blæða hægt út, unz þeir frusu standandi til bana(!), opnað síðan brjósthol þeirra og kom- ið þar fyrir sprengjum, svo að rúss- neskir hermenn, sem færu að undrast um þessa kyrrlátu sveit félaga sinna, skyldu springa í loft upp, er þeir snertu við líkunum! — Ef til vill kall- ar þú þetta ekki níðingslegar eða kvalasjúkar aðferðir, eða kannske lest þú ekki sjálfur allt bullið, sem stendur í þínu eigin blaði. — Þú hef- ir að undanförnu látið þér mjög títt um hagi vissrar stofnunar hér í bæn- um, í sambandi við ritstjórn „Dags“, og hefir þannig blandað mjög óskyld- um hlutum inn í umræður þínar um „stórpólitíkina". -— „Dagur“ hefir aldrei — og mun ekki heldur fram- vegis — gerast sekur um svo siðlaus vinnubrögð eins og þú temur þér stundum. En e. t. v. mætti í þessu sambandi spyrja þig að því, hvort þú hafir verið svo niðursokkinn í að at- huga „útstillingar“-gluggana í Bóka- búð Akureyrar, þegar þessi klausa birtist í blaði þínu, að þú hafir ekki veitt henni verðskuldaða eftirtekt, og því orðið það á að spyrja svo ólík- indalega sem að ofan greinir, og full- yrða því næst í sömu andránni, að ritstjóri „Dags“ ljúgi því, sem hann hefir sagt um þessi mál, „upp frá rót- um, að því er virðist með sömu ánægju og þyrstur fjallgöngumaður teygar svalandi vatnið úr uppsprettu- lind“. — Varst það þú, sem skrifaðir þetta, Jakob minn? Jaiðarför mannsins niíns, ADÓLFS KRISTJÁNSSONAR skipstjóra, sem lézt á heimili sínu 8. j>. m., fer fram föstudag- inn 17. }>. m. og hefst með húskveðju á heimili okkar, Hafn- ai-stræti 13, kl. 1 e. h. Anna Friðrika Friðriksdóttir. GUPiPftessun I rljf Skipagötul2 Akureyri KEMISK FATAHREINSUN & LITUN Höíum nýjar enskar og og amerískar fatahreins- unar- og pressunarvélar. Notum sams konar kemisk hreinsunarefni og mest eru notuð í Ameríku. Getum kemisk- hreinsað og pressað fötin sam- dægurs, ef því er að skipta. Litunarverkstæði vort er tekið til starfa. Höf- um alla algenga liti. Vönduð vinna! — Fljót afgreiðsla! — Öllum \\ fyrirspurnum svarað greiðlega. HÖFUM OPNAÐ SÖLUBÚÐ | í Hafnarstr. 23 (brauðbúð A. Schiöth) | Þar verður selt: Matvörur. Hreinlætisvörur. Bökunarvörur. Brauð. Tóbaks- vörur. Burstavörur og eldhúsáhöld. Vinnuföt. Peysur. Nærföt o. m. fl. Pöutunarfélag verkalýðsinsl j iýnir i kvöld kl. 9: | Serkjaslóðir (Síðasta sinn). I j Föstudag kl. 9: | Móðurást (Síðasta sinn). I Laugardaginn kl. 6 og kl. 9: : r I hug og hjarta j Sunnudag kl. 5 og kl. 9: | I hug og hjarta BREKKUBÚAR! Útibú vort við Hamarstíg selur yður allar vörur, sem nýlendu- vörudeildin hefir, og auk þess: Brauð alls konar Mjólk Rjóma Skyr Osta Smjor Smjörlíki Fiskbollur Sardínur Gaffalhita Bjúgu Grænar baunir Harðfisk Nokkrar stúlkur vanar karlmannafata- saum, eða sem vildu læra slíkan saum, geta fengið atvinnu nú þegar, eða síðar eftir nánara samkomulagi. — Nánari upplýsingar hjá Ólafi Daníelssyni, klæðskerameistara, eða í síma 305. — Saumastofa Gef junar. Hvar fáið þér — Herrasokka.......... ó kr. 2.55 Herrabindi ......... á — 2.00 Hárgreiður ......... á — 1.00 Silkinærföt ........ á — 19.00 Ullarnærbuxur...... á — 12.00 og margt fleira mjög ódýrt? — í Verzlunin VÍSIR Skipagötu 12. Asparges Mayonaise Sperðla o. fl. Kjötbúðarvörur Einnig ymsar vörur úr Vefnaðar- vörudeild og Járn- og glervörud. Sendum heim. Hringið í síma 494. NÝLENDUVÖRUDEILD I Ævisaga Bjarna Pálssonar hins fyrsta landlæknis á ís- landi, með ýtarlegum for- mála eftir Sig. Guðmunds- son, skólameistara á Akur- eyri, kemur út í næstu viku. Bókin er hin vandaðasta að öllu leyti, og myndum prýdd. Þeir, sem vilja fá bókina bundna, þurfa að snúa sér til okkar strax. Bókaverzlunin Edda Akureyrl. AÐALFUNDUR Bilstjórafélags Eyjafjarðar verður haldinn í kaffistofu Mjólkursamlags K. E. A. föstu- daginn 24. marz n. k. kl. 1 e. h. Mætið stundvíslega. Stjómin. AÐALFUNDUR RAUÐA-KROSS-DEILDAR AKUREYRAR verður haldinn í kirkju- kapellunni næstk. þriðju- dagskvöld (21. marz) kl. 8.30 e. h. - DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.