Dagur - 16.03.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 16.03.1944, Blaðsíða 1
'<& ANNALL DAGS t i Nýlega er látinn að heimili sínu hér í bænum, Hafnarstræti 13, Adolf Kristjánsson, skip- stjóri, valinkunnur dugnaðar- og sæmdarmaður. • Mannalát. — 3. þ. m. lézt á Miðlandi í Öxnadal Aðalsteinn Hallsson bóndi þar, tæplega átt- ræður að aldri, £.11. júní 1864. Aðalsteinn var Svarfdælingur, en fluttist með konu sinni, Kristjönu Þorleifsdóttur, að Varmavatnshólum árið 1921. Hafa þau búið síðan í Oxnadal, fyrst á Hólum og nú lengi á Miðlandi. Einkadóttir þeirra hjóna er Elínborg, kona Jönasar í Hrauni. En tvær dótturdætur sínar fóstruðu þau í Öxnadal og auk þess er fóstursonur þeirra, Guðmundur Þorláksson, nátt- úrufræðingur, sem að líkindum dvelur nú í Grænlandi, þar sem hann var með dönskum rann- , .sóknarleiðangri í stríðsbyrjun. ¦:-' Aðalsteinn var hinn bezti drengur. Þá er látinn 5. þ. m. í sjúkra- ,húsinu á Akureyri Þórhallur M. Kristjánsson frá Sæborg við Hjalteyri, aðeins tæplega hálf- fertugur að aldri. Lætur hann eftir sig konu, Þorhönnu Rögn- valdsdóttur og fimm börn þeirra í ómegði .. Þórhallur var vel gefirih máð-v ur og einkar vinsæll. Er þungur harmur að láti hans. . -.'¦ •: Nýr sagna.þáttuf hefst í blað- inu í dag. Er hann af Ara administrator Sæmundsen,skráð- ur af Jónasi Rafnar, yfírlækni. * Pétur Ólafsson, fyrrum bóndi á Hranastöðum, átti 75 ára af- mæli 9. þ .m. — Pétur er greind- ur sæmdarmaður og hefir haft með höndum f jölmörg trúnaðar- störf fyrir sveit sína og leyst þau öll vel af hendi. Kona hans er Þórey Helgadóttir, systir Einars sál. garðyrkjufræðings. Meðal barna þeirra er Jakob, ritstjóri íslendings. • Austlendingamót var haldð í veitingahúsinu Norðurland síð- astl, laugardagskvöld. Var mót þetta mjög fjölsótt af Austlend- ingum búsettum í bænum og gestum þeirra. Var fyrst alllengi setið undir borðum við kaffi- drykkju og fóru jafnframt fram ræðuhöld og söngur. Eftir að staðið var upp frá borðum, skemmtu menn sér við dans og samræður lengi nætur. Fór mót- ið mjög vel fram og var hið ánægjulegasta. Eru slíkar sam- komur sem þessi vel til þess fallnar að glæða átthagatryggð, sem er raunar þáttúr eða jafnvel undirstaða ættjarðarástarinnar. * Alþingi var frestað síðastl. föstudag. Næst kemur það sam- an 10. júní, til þess að ganga frá iýðveldisstjórnarskránni, eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan hefirfar- ið fram. XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 16. marz 1944 11. tbl. SJÁLFVIRK SiMASTOÐ VERÐUR STOFNSETT HER! BÆNUM HID NÝJA PÓSTHÚS TEKUR VÆNTANLEGA TIL STARFA A ÞESSU ARI Samtal við Guðmund J. Hlíðdal, póst- og símamálastjóra, um frámkv&mdir póst- og símamálastjórnarinnar hér á Akureyri og samgöngur í lofti og á landi í framtíðinni pÓST^ og SÍMAMÁLASTJÓRI, Guðmundur J. Hlíðdal, kom hingað til bæjarins, flugleiðis, s. 1. mánudag og dvelur hér þéssa dagana í ýmsum embættiserindum varðandi rekstur pósts op síma. Tíðindamaður „Dags" kom að máli við símamálastjórann í gær og spurði frétta af framkvæmdum í sambandi við hina nýjn póst- og símabyggingu, sem hér er í smíðum. Fórust símamálastjóra m. a. orð á þessa leið: — Vonandi tekst að koma hinni nýju byggingu allri undir þak á sumri komanda. Bakálma hússins er nú steypt í fullri hæð, en á framhúsið, er snýr að Hafn- arstræti, vantar enn tvær efstu hæðirnar. Verið er að innrétta neðstu hæðina, sem aðallega ér áétluð'fyrir póstafgreiðslu og al- menningsafgreiðslu símans. Er gert ráð fyrir að pósthúsið geti tekið til starfa í hinni nýju bygg- ingu á þessu ári. — En hvað líður sjálfvirku stöðinni fyrir bæinn? — Það er ætlun símamála- stjórnarinnar að koma upp hér sjálfvirkri stöð og er hið nýja hús m. a. reist með það fyrir augum. En fyrsti liðurinn í þeim framkvæmdum verður að vera endurbætur á línukerfi bæjar- ins. Sjálfvirk stöð þarfnast að mestu neðanjarðailína, og er því gagngerð breyting á núverandi kerfi nauðsynleg, áður en sjálf- virk stöð getur tekið til starfa hér. Af skiljanlegum ástæðum verður ekki hægt að hefja þær framkvæmdir að neinu ráði, fyrr en ófriðnum lýkur, og mögu- leikar til efnisútvegunar rýmk- ast, og er þó ekki þar með sagt, að það þurfi að dragast lengi úr þessu. Hvað er að segja um hina nýju skipan, sem tekin var upp á póstflutningum hingað norð- ur á þessum vetri, og framtið þeirra mála? — Mikil áherzla hefir verið lögð á, að halda uppi greiðum samgöngum milli Reykjavíkur og Akureyrar á þessum vetri og hefir í því efni náðst tiltölu- lega góðiír árangur, þótt nokkr- ar tafir hafi orðið á að undan- förnu, af alkunnum ástæðum. En mikinn hluta vetrar tókst að halda uppi tveim ferðum í viku, fyrir póst og farþega, og síðan einni ferð á viku og er, svo sem kunnugt er, ekið milli Suður- lands og Sauðárkróks, síðan Um borð í innrásarbát Öxnadalsheiði varð ófær bif- reiðum, og síðan flutt með skipi milli Sauðárkróks og Akureyrar, um Siglufjörð. Má það furðu- legt teljast, að þessi leið skuli hafa verið opin á sama tíma og leiðirnar milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendisins hafa verið meira og minna tepptar. Um.; f ram tíðarf yrirkorhulag; ferð- anna á þessari leið ej enn ekki hægt að segja neitt ákveðið, éhda allmikil óvissa um sam- göngur milli Reykjavíkur og Borgarness eftir strand Faxaflóa- bátsins „Laxfoss". — Eri sérleyfin á sumri kom- andá á þessari leið? Um það mál er ekkert unnt að segja eins og stendur, með því að enn er ekki búið að ganga frá samgöngum um leigu anriará skips í stað „Laxfoss", en þó er þess vænzt, að það takist og þá mun skipulagsnefnd fólksflutn- inga með bifreiðum taka til at- hugunar og gera tillögur um sér- leyfisveitingar á þessari leið. — Hyggst póststjórnin að taka flugið í þjónuslu póstsamgangn- anna jafnótt og möguleikar til þess eru fyrir hendi? — Tvímælalaust. Flugsam- göngur innanlands verða að auk- ast mjög mikið upp úr stríðinu. Stærsta og nauðsynlegasta átakið í því efni verður, auk aukningai á flugvélakosti landsmanna, að fjölga flugvöllum víðsvegar um land. Póststjórnin mun áreiðan- lega notfæra sér bætta aðstöðu í þessum efnum til bættra póst- samgangna eftir því sem unnt ei. — Notar póststjórnin (slenzku flugvélina til póstflutninga norður hingað, hvenær sem tækifæri gefst? Pósturinn er undantekningar- laust sendur með flugvélinni, þegar hann Hggur fyrir og ör- uggt er, að flogið verði. Hins vegar er samgöngunum nú svo háttað, að bíllinn, sem norður á I að fara í viku hverri, fer frá Myndin er aí amerískum innrásarbátum á leið til árásar á japanskar bæki- stöðvar. — Bandaríkin haía smíðað þúsundir slíkra skipa til notkunar á Kyrrahaíi og í væntanleéri innrás á meéinland Evrópu. ABALFUNDUR FISKISAMLAGS K. E. A. Eyfirzkir útvegsmenn óska, að K. E. A. annist ísfiskútflutning og fisksölu í Eyja- firði á yfirstandandi ári j^DALFUNDUR Fiskisamlags K. E. A. var haldinn hér í bænum sl. mánudag. Fundinn sóttu útgerðarmenn frá verstöðv- unum hér út með Eyjafirði. — Voru rædd ýms mál er varða út- gerðina hér og gerðar nokkrar ályktanir um þau. Framkvæmdastjóri Útgerðar- félags K. E. A„ Gunnar Larsen, flutti skýrslu um ísfisksölu og útflutning félagsins á sl. ári og Jakob Frírnánnsson fram kvæmdastj. K. E. A. ræddi um horfur í fisksölumálum. Að því loknu urðu almennar umræður Reykjavík kl. 7 að morgni, og þá er ekki unnt að segja með vissu, hvort flogið verði þann dag. Undir slíkum kringumstæðum verður vitanlega að senda póst- inn með bílum. Eg get fullyrt, að póststjórnin Iiefir mikinn áhuga fyrir aukn- um flugsamgöngum og greiðari póstflutningi með flugvélum, og mun styðja það mál eftir föng- um. Fins og sakir standa er mönnum starsýnast á inanlandsr flugið, en ekki er vafi á, að í millilandaflugi efurstfíðsáranna mun ísland hafa mikilla hags- muna að gæta. Þau mál eru að vísu í óvissu ennþá, en þó hafa verið mörkuð nokkur spor. Ár- ið 1940 fór eg til Noregs, til (Framhald á 8. síðu. um hagsmunamál útvegsmanna hér um slóðir. í fisksölumálinu var eftirfar- andi tillaga samþykkt: „Fundurinn skorar á K. E. A., að taka að sér fisksölumálin 1944 eins og 1943, útvega fisk- kaupaskip til þess að kaupa ís- fisk í Eyjafirði, svo lengi sem kostur er á, starfrækja frystihús- in eftir mætti, útvega mönnum salt ef til þess þyrfti að grípa, hafa á hendi sölu fiskjarins í heild og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja sölu á afla útvegsmanna í firð- inum". Fundurinn skoraði á K. E. A. flð stofnsetja hið fyrsta skipa- og veiðarfæraverzlun. Mun félagið hafa í huga að hrinda því í fram- kvæmd) undir eins og tímar leyfa. „Geysir" syngur á sunnudaginn gARLAKÓRINN „GEYSIR", undir stjórn íngimundar Árnasonar, hefur fyrstu hljóm- leika sína á þessu ári í Nýja-Bíó næstkomandi sunnudag kl. 3 e. h. — Kórinn hefir æft al' kappi að undanförnu og munu mörg ný viðfangsefni á söngskránni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.