Dagur - 16.03.1944, Page 1

Dagur - 16.03.1944, Page 1
 4NNALL DAGS r =☆= Nýlega er látinn að heimili sínu hér í bænum, Hafnarstræti 13, Adolf Kristjánsson, skip- stjóri, valinkunnur dugnaðar- og sæmdarmaður. ★ Mannalát. — 3. þ. m. lézt á Miðlandi í Öxnadal Aðalsteinn Hallsson bóndi þar, tæplega átt- ræður að aldri, f. 11. júní 1864. Aðalsteinn var Svarfdælingur, en fluttist með konu sinni, Kristjönu Þorleifsdóttur, að Varmavatnshólum árið 1921. Hafa þau búið síðan í Öxnadal, fyrst á Hólum og nú lengi á Miðlandi. Einkadóttir þeirra hjóna er Elínborg, kona Jónasar í Hrauni. En tvær dótturdætur sínar fóstruðu þau í Öxnadal og auk þess er fóstursonur þeirra, Guðmundur Þorláksson, nátt- úrufræðingur, sem að líkindum dvelur nú í Grænlandi, þar sem hann var með dönskum rann- sóknarleiðangri í stríðsbyrjun. Aðalsteinn var hinn bezti drengur. Þá er látinn 5. þ. m. í sjúkra . húsinu á Akureyri Þórhallur M. Kristjánsson frá Sæborg við Hjalteyri, aðeins tæplega hálf fertugur að aldri. Lætur hann eftir sig konu, Þórhönnu Rögn- valdsdóttur og fimm börn þeirra í ómegð. Þórhallur var vel gefinn máð ur og einkar vinsæll. Er þungur harmur að láti hans. Nýr sagnaþáttur hefst í blað- inu í dag. Er hann af Ara administrator Sæmundsen, skráð- ur af Jónasi Rafnar, yfirlækni ★ Pétur Ólafsson, fyrrum bóndi á Hranastöðum, átti 75 ára af- mæli 9. þ .m. — Pétur er greind ur sæmdarmaður og hefir haft með höndum fjölinörg trúnaðar störf fyrir sveit sína og leyst þau öll vel af hendi. Kona hans er Þórey Helgadóttir, systir Einars sál. garðyrkjufræðings. Meða barna þeirra er Jakob, ritstjóri íslendings. ★ Austlendingamót var haldð veitingahúsinu Norðurland síð astl. laugardagskvöld. Var mót þetta mjög fjölsótt af Austlend ingum búsettum í bænum og gestum þeirra. Var fyrst allleng setið undir borðum við kaffi drykkju og fóru jafnframt fram ræðuhöld og söngur. Eftir að staðið var upp frá borðum skemmtu menn sér við dans og samræður lengi nætur. Fór mót ið mjög vel fram og var hið ánægjulegasta. Eru slíkar sam komur sem þessi vel til þesi fallnar að glæða átthagatryggð, sem er raunar þáttúr eða jafnve undirstaða ættjarðarástarinnar. ★ Alþingi var frestað síðast föstudag. Næst keinur það sam an 10. júní. til þess að ganga frá lýðveldisstjórnarskránni, eftir aí' þjóðaratkvæðagreiðslan hefirfar- ið fram. XXVII. árg. SJÁLFVIRK SlMASTÖÐ VERÐUR STOFNSETT HERIBÆNUM HiÐ NÝJA PÓSTHÚS TEKUR VÆNTANLEGA TIL STARFA A ÞESSU ARI Samtal við Guðmund J. Hlíðdal, póst- og símamálastjóra, um iramkvæmdir póst- og símamálastjórnarinnar íiér á Akureyri og samgöngur í lofti og á landi í framtíðinni DAG U R Akureyri, fimmtudaginn 16. marz 1944 11. tbl. pÓST- og SÍMAMÁLASTJÓRI, Guðmundur J. Hlíðdal, kom hingað til bæjarins, flugleiðis, s. 1. mánudag og dvelur hér þessa dagana í ýmsum embættiserindum varðandi rekstur pósts og síma. Tíðindamaður „Dags“ kom að máli við símamálastjórann í gær og spurði frétta af framkvæmdiun í sambandi við hina nýju póst- og símabyggingu, sem hér er í smíðum. Fórust símamálastjóra m. a. orð á þessa leið: — Vonandi tekst að koma I íinni nýju byggingu allri undir þak á sumri komanda. Bakálma hússins er nú steypt í fullri hæð, en á framhúsið, er snýr að Hafn- arstræti, vantar enn tvær efstu hæðirnar. Verið er að innrétta neðstu hæðina, sem aðallega er ætluð fyrir póstafgreiðslu og al- menningsafgreiðslu símans. Er gert ráð fvrir að pósthúsið geti tekið til starfa í hinni nýju bygg- ingu á þessu ári. — En hvað líður sjálfvirku stöðinni fyrir bæinn? — Það er ætlun símamála- stjórnarinnar að koma upp hér sjálfvirkri stöð og er Iiið nýja hús m. a. reist með það fyrir augum. En fyrsti liðurinn í þeim framkvæmdum verður að vera endurbætur á línukerfi bæjar- ins. Sjálfvirk stöð þarfnast að mestu neðanjarðarlína, og er því gagngerð breyting á núverandi kerfi nauðsynleg, áður en sjálf- virk stöð getur tekið til starfa hér. Af skiljanlegum ástæðum verður ekki hægt að hefja þær framkvæmdir að neinu ráði, fyrr en ófriðnum lýkur, og mögu- leikar til efnisútvegunar rýmk- ast, og er þó ekki þar með sagt, að það þurfi að dragast lengi úr þessu. Hvað er að segja um hina nýju skipan, sem tekin var upp á póstflutningum hingað norð- ur á þessum vet-ri, og framtíð þeirra mála? — Mikil áherzla hefir verið lögð á, að halda uppi greiðum samgöngum milli Reykjavíkur og Akureyrar á þessum vetri og hefir í því efni náðst tiltölu- lega góðúr árangur, þótt nokkr- ar tafir hafi orðið á að undan- förnu, af alkunnum ástæðum. En mikinn hluta vetrar tókst að halda uppi tveim ferðum í viku, fyrir póst og farþega, og síðan einni ferð á viku og er, svo sem kunnugt er, ekið milli Suður lands og Sauðárkróks, síðan Öxnadalsheiði varð ófær bif- reiðum, og síðan flutt með skipi milli Sauðárkróks og Akureyrar, um Siglufjörð. Má það furðu legt teljast, að þessi leið skuli hafa verið opin á sama tíma og leiðirnar milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendisins hafa verið meira og minna tepptar. Um framtíðaffyrirkomulag* ferð- anna á þessari leið ej enn ekki hægt að segja neitt ákveðið énda alhnikil óvissa um sam- göngur milli Reykjavíkur og Borgarness eftir strand Faxaflóa- batsins „Laxfoss". — En sérleyfin á sumri kom- anda á þessari leið? Um jiað mál er ekkert unnt að segja eins og stendur, með þ\ í að enn er ekki búið að ganga frá samgöngum um leigu annars skips í stað ,,Laxfoss“, en þó er þess vænzt, að jrað takist og þá mun skipulagsnefnd fólksflutn inga með bifreiðum taka til at hugunar og gera tillögur um sér leyfisveitingar á þessari leið. — Hyggst póststjórnin að taka flugið í þjónustu póstsamgangn anna jafnótt og möguleikar til þess eru fyrir hendi? — Tvímælalaust. Flugsam- göngur innanlands verða að auk- ast mjög mikið upp úr stríðinu. Stærsta og nauðsynlegasta átakið í því efni verður, auk aukningar á flugvélakosti landsmanna, að fjölga flugvöllum víðsvegar um land. Póststjórnin mun áreiðan- lega notfæra sér bætta aðstöðu í þessum efnum til bættra póst- samgangna eftir því sem unnt ev. — Notar póststjórnin íslenzku flugvélina til póstflutninga norður hingað, hvenær sem tækifæri gefst? Pósturinn er undantekningar- laust sendur með flugvélinni, þegar hann liggur fyrir og ör- uggt er, að flogið verði. Hins vegar er samgöngunum nú svo háttað, að bíllinn, sem norður á að fara í viku hverri, fer frá Um borð í innrásarbát Myndin er af amerískum innrásarbátum á leið til árásar á japanskar bæki- stöðvar. — Bandaríkin hafa smíðað þúsundir slíkra skipa til notkunar á Kyrrahafi og í væntanlegri innrás á meginland Evrópu. ADALFUNDUR FISKISAMLAGS K. E. A. Eyfirzkir útvegsmenn óska, að K. E. A. annist ísfiskiitflutning og fisksölu í Eyja- firði á yfirstandandi ári J^ÐALFIJNDUR Fiskisamlags K. E. A. var haTdinn hér í bænuni sl. mánudag. Fundinn sóttu út gerðannenn frá verstöðv- unum liér tit með Eyjafirði. — Voru rædd ýms mál er varða út- gerðina hér og gerðar nokkrar ályktanir um þau. Framkvæmdastjóri Ú tgerðar- félags K. E. A„ Gunnar Larsen, flutti skýrslu um ísfisksölu og útflutning félagsins á sl. ári og Jakob Frímannssón fram kvæmdastj, K. E. A. ræddi um horfur í fisksölumálum. Að því loknu urðu almennar umræður Reykjavík kl. 7 að rnorgni, og þá er ekki unnt að segja með vissu, hvort flogið verði þann dag. Undir slíkum kringumstæðum verður vitanlega að senda póst- inn með bílum. Eg get fullyrt, að póststjórnin hefir rnikinn áhuga fyrir aukn- um flugsamgöngum og greiðari póstflutningi með flugvélum, og mun styðja jrað mál eftir föng- um. Eins og sakir standa er mönnum starsýnast á inanlands: flugið, en ekki er vali á, að í millilandaflugi eftirstríðsáranna mun ísland hafa mikilla hags muna að gæta. Þau mál eru að vísu í óvissu ennþá, en jró hafa verið mörkuð nokkur spor. Ar- ið 1940 fór eg til Noregs, til (Framhald á 8. síðu. um hagsmunamál útvegsmanna hér um slóðir. í fisksölumálinu var eftirfar- andi tillaga samjrykkt: „Fundurinn skorar á K. E. A„ að taka að sér fisksölumálin 1944 eins og 1943, útvega fisk- kaupaskip til þess að kaupa ís- fisk í Eyjafirði, svo lengi sent kostur er á, starfrækja frystilnis- in eftir mætti, útvega mönnum salt ef til þess þyrfti að grípa, hafa á hendi sölu fiskjarins í heild og gera allar nauðsynlegar raðstafanir til jress að tryggja sölu á afla útvegsmanna í firð- inum“. Fundurinn skoraði á K. E. A. að stofnsetja hið fyrsta skipa- og veiðarfæraverzlun. Mun félagið hafa í huga að ln inda því í franr- kvæmd, undir eins og tímar leyfa. „Geysir“ syngiir á sunnudaginn ]£ARLAKÓRINN „GEYSIR“, undir stjórn Ingimundar Árnasonar, hefur fyrstu hljóm- leika sína á jressu ári í Nýja-Bíó næstkomandi sunnudag kl. 3 e. h. — Kórinn hefir æft af kappi að undanförnu og munu mörg ný viðfangsefni á söngskránni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.